Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 8
8
DV. LAUGARDAGUR12. NOVEMBER1983.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaflur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjórn: SlÐUMÚLA 12—t4. SÍMI 86*11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími rrtstjómar: 84611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun:
Árvakurhf., Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr.
Helgarblað 25 kr.
Lækkið útsvarsprósentuna
Aö óbreyttu stefnir í mjög aukna skattbyröi almennings
á næsta ári vegna hækkunar útsvars.
Þetta kom fram í ræðu Jóns Sigurðssonar, forstjóra
Þjóðhagsstofnunar, á ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga
í fyrradag.
Jón vitnaði til útreikninga Þjóðhagsstofnunar, sem gefa
til kynna, aö á næsta ári muni útsvör aö óbreyttu hækka
um 55 prósent og aðstöðugjöld um 56 prósent. Að saman-
lögðu munu helztu tekjur sveitarfélaga hækka um 50 pró-
sent milli áranna 1983 og 1984.
Á sama tíma hefur verið gert ráð fyrir, að tekjur al-
mennings hækki um aðeins 20 prósent milli þessara ára.
Þetta þýðir stóraukna skattbyrði einstaklinga.
Aukningin næmi hvorki meira né minna en tveimur pró-
sentum af tekjum heimila í landinu.
Hækkun útsvarsins stafar auðvitað af því, að það er
reiknað eftir á af tekjum fyrra árs. Nú er hraði
verðbólgunnar orðinn aðeins 30—40 prósent og fer minnk-
andi að mati stjórnvalda. Því eru horfur á, að tekjur auk-
ist svo miklu minna en útsvarið á næsta ári.
Ríkisstjórnin hefur gengið hart að almenningi með
kjaraskerðingu. Hún hefur að því leyti staðið við sinn hlut,
að í f járlagafrumvarpi fyrir næsta ár hefur ríkið reynt að
spara.
Við þessar aðstæður veröur að ætlast til þess af sveitar-
félögunum, að einnig þau beiti ýtrasta sparnaði við gerð
sinna fjárhagsáætlana. Ekki er réttlátt að láta hina miklu
útsvarshækkun dynja á skattborgurunum.
Hitt er rétt, aö mörg sveitarfélög hafa orðið illa úti í
verðbólgu síðustu ára.
Þau hafa safnað skuldum. Af ummælum sveitarstjórn-
armanna kemur fram, að mörgum þeirra finnst nú freist-
andi að nota auknar útsvarstekjur á næsta ári til að
minnka skuldahalann.
Sveitarstjómarmenn nefna, að þeir geti ekki gengið í
Seðlabanka og fengið yfirdrátt.
Hjá þeim sé lítill kostur á „pennastrikum” til þess að
leysa vandann.
En fyrst er til að taka, að útgjöld sveitarfélaga, svo sem
laun og önnur rekstrarútgjöld, munu á næsta ári hækka
miklu minna en útsvarstekjurnar, verði verðbólgan ekki
miklu meiri en nú er spáð. Því mundi hagur sveitarfé-
laga batna mikið að óbreyttu.
Við þá endurreisn, sem nú gerist vonandi í efnahags-
málum þjóðarinnar, mega sveitarfélögin ekki færa sér
þann kost fyllilega í nyt.
Almenningur mun einfaldlega ekki geta staðið undir
þeirri auknu skattbyrði, sem stefnir í.
Fyrst og fremst verður að ætlast til þess af sveitar-
félögunum, að einnig þau spari eins og framast er kostur.
Ýmsum framkvæmdiun sveitarfélaga verður nú að
tresta.
Sveitarstjórnarmenn geta tekið þátt í viðreisnarað-
gerðunum með því að nýta sér ekki til fulls þær heimildir,
sem þeir hafa við álagningu útsvars.
Þeir eiga að lækka útsvarsprósentuna á næsta ári til
þess að ganga ekki of nærri skattþegnunum.
Ef til vill væri eðlilegt, að ríkisstjórnin beitti sér á al-
þingi fyrir því, að útvarpsprósentan yrði lækkuð fyrir
næsta ár.
Æskilegast væri, að skattbyrði vegna útsvars þyrfti
ekki að hækka.
Útsvarsprósentan yrði síðan hækkuð að nýju fyrir árið
1985.
Haukur Helgason.
HÁRTOGI,
RITGEIR OG
TJALRBAKER
Viö hittumst reglulega, þrír félag-
ar, einu sinni í viku hverri. Við kom-
um saman í bakherbergi í ónefndu
húsi hér í bænum. Þar er dregið fyrir
alla glugga, ómannblendin kona ber
fram kaffi, koníak og vindla og
hverfur síðan á braut. Við ræðum
síöan ýms þau vandamál, sem blasa
við þjóðfélaginu, og finnum á þeim
lausnir við hæfi. Þaö má venjulega
ráða í hversu alvarlegt vandamálið
er hverju sinni og erfitt úrlausnar af
reykmengun andrúmsloftsins í bak-
herberginu þegar við förum.
Þingmenn, ráðherrar, bankastjór-
ar og útgerðarmenn ýmsir höfðu
samband við okkur fyrir fundinn í
vikunni og fóru fram á það við okkur
að við leystum vanda sjávarútvegs-
ins, og þá sérlega þann vanda sem
viö blasir vegna smæðar þorskstofns-
ins. Við brostum og létum ljúfmann-
lega, án þess þó að gefa ákveðin
svör. Það er ófrávíkjanleg stefna
okkar að láta aldrei uppi, hvað tekið
er til umræöu á þessum vikulegu
fundum. Viö látum okkur nægja að
senda lítið bréf til réttra aöila, þegar
tiltekin vandamál hafa verið leyst.
Við lofum engum að veita vandamáli
forgang. Þannig var það til dæmis
meö landhelgisdeiluna við Breta á
sinni tíð, þeir biðu í nokkra mánuði!
Og þeir bíða enn eftir bréfi frá okkur
íGenf!
Mér er þó óhætt aö greina frá því í
trúnaði við lesendur DV (allir
viðstaddir rísi úr sætum og taki of-
an, í virðingarskyni viö þann göfga
fjölmiðil), (og hvað á þaö að þýða,
eiginlega, aö sitja innivið með hatt-
inn á höföinu). Eins og ég ætlaði að
segja, tel ég mér óhætt aö segja vel-
upplýstum lesendum DV (enda allir
lesendur DV velupplýstir, þar sem
þeir væru vart annars lesendur DV)
að á fundi okkar í liöinni viku f jölluð-
um við ekki um ástand þorskstofn-
ins! Þið látið það ekki fara lengra, en
staðreyndin er sú aö á þessum títt-
nefnda fundi fjölluðum við um innri
málefnihópsins!
„Ábyrgðarleysi,” heyri ég lesend-
ur hrópa í þeim hneykslunartón, sem
afkomendum íslenskra smábænda er
svo tamur. „Guð sé oss næstur,”
stynja bankastjórar og útgeröar-
menn og fela andlit sitt í höndum sér.
„Hvurn sjálfan röndóttan á þetta að
þýöa,” hvæsa ráðþrota og fokillir
þingmenn og ráðherrar.
(Ég lyfti föUivítum og velsnyrtum
höndum mínum og sný lófa út svo
alþjóð þagnar. Meðan þjóðin bíður í
örvæntingarblandinni von brosi ég
ljúfmannlega og eyk enn á spennuna
með því að fá mér vatnssopa, en
Ólafur B. Guðnason
samúð mín með ráðvUltum löndum
mínum krefst þess að ég skýri mál
mitt.)
Sjáið þiö til, í aflaleysinu má
þorskstofninn bíða! Ein vika til eða
frá ræöur ekki úrslitum um veiðar og
velmegun. En innri málefni umræðu-
hópsins voru komin í hnút.
Lengi höfum við hamingjusamir
hist vikulega, án formlegra fundar-
boöa, og beint yfirmannlegum gáf-
um okkar og menntun að því aö leysa
vandamál annarra, án þess aö hug-
leiða nokkru sinni hvort okkur yrði
umbunað fyrir það á nokkurn hátt.
Okkur hefur nægt sú gleði, sem fylgir
því að sjá, aö menn sem koma á okk-
ar fund niðurlútir ganga af fundinum
hnarrreistir. En eftir því sem viö
leystum vanda fleiri einstaklinga og
hópa, fjölgaöi vandamálum á borö-
um okkar, og nú er svo komið aö
hópurinn sem áður hafði unnið sam-
an án skipulags veröur líklega aö
koma sér upp skrifstofu og ráða sér
starfslið.
Því var komiö að því að við yrðum
að gefa gaum að innri málefnum
hópsins. Við erum þrír, og ákváðum
verkaskiptingu sem yrði svo, aö
einum yrði falin leiðtogastað-
an. Leiötogi skal hafa orö fyrir hópn-
um útávið, og einnig vera „ídeólóg”,
eða hugmyndafræðingur okkar.
Lengi vafðist fyrir okkur aö finna
starfsheiti; eitthvert orð sem gæfi
bæði til kynna leiðtogahlutverk hans
og þá hæfileika hugmyndafræðings-
ins sem felast í næmi hans og hæfi-
leika til að skilgreina vandamál og
hugtök. Aö lokum féllumst við á að
þessi leiðtogi yrði nefndur „Hár-
togi”, sem er eins konar samruni af
orðunum „hertogi” og „hártogun”.
Annað embætti sem stofnað var var
embætti „Ritgeira”, en hans verk-
efni yrði að sjá um innra skipulag
hópsins, skýrsluhald og gagnasöfn-
un. Þriðja embættið var svo „Tjald-
bakur”, en hans hlutverk skal vera
tengsl hópsins við einstaklinga og
hópa, sem á ýmsan hátt tengjast
starfsemi okkar. Slík tengsl yrðu
auðvitað leynileg, eins og nafnið seg-
irtilum.
Því miður verö ég að greina frá því
hér og nú (og lesendur geta reynt að
ímynda sér hversu sársaukafull sú
játning er mér, þó þaö sé þeim von-
laust verk), að þegar í stað hófst
mikið baktjaldamakk innan hópsins.
Hér var ekki um það að ræða aö ein-
hver okkar félaganna eöa við allir
værum á höttunum eftir virðingar-
mesta embættinu, sem að sjálfsögöu
er embætti Hártoga.
Þvert á móti! Slíkt er lítillæti okk-
ar! Slík er okkar eölislæga hlédrægni
og ljúfmennska!! Svo hátt erum við
hafnir yfir hégómlegan eltingaleik
við titla, stöður og eftirtekt!!!
I stuttu máli sagt kom í ljós að eng-
inn vildi taka við stöðu Hártoga. Hér
veröa að sjálfsögðu engin nöfn nefnd.
En einn félaginn bar við heimilis-
ástæðum. Kollvik hans færu hækk-
andi og börn hans væru bókstafstrú-
arfólk og myndu aldrei láta höfuð
hans í friði ef hann bæri þennan titil.
Og eftir þessu voru aðrar viðbárur
kátlegar.
Ástandiö á fundinum varð fljótlega
líkara ítölskum endurreisnarfarsa
en grískum harmleik. Sökum þess
hve fámenn samtök okkar eru varö
ævinlega einn okkar útundan í makk-
inu og mátti horfa með skelfingu á
hina tvo stinga saman nefjum úti í
horni, vitandi það að við honum
blasti ógæfan sjálf! Og undir lokin
var fundurinn orðinn að eltingaleik,
þar sem enginn félaganna vUdi leyfa
hinum tveim aö ræða saman í trún-
aði, en gerði sífeUdar tilraunir til
þess að komast upp á milli þeirra. Að
lokum vorum viö allir þrír orðnir ör-
magna á þessum hlaupum og þessari
spennu. Viö hnigum örmagna í stól-
ana að nýju. Einum varð á sú skyssa
að kveikja sér í vindli, og meöan
hann var að kveikja í honum og
mátti ekki vera að því að tala kusum
viö hinir tveir hann Hártoga og skipt-
um síðan af sanngirni milli okkar
hinum tveim embættunum.
Þegar við skildum var áliðiö dags
og einhvern veginn gætti ekki þeirr-
ar gleði og góövildar sem við eigum
aö venjast á slíkum kveöjustundum.
En næsti fundur verður haldinn aö
viku liðinni, og hugsanlega getum
viö þá snúið okkur að þorskinum.
Þið látið þetta ekki fara lengra!