Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 2
DV. ÞfUÐJUDAG UR 29. NÖVEMBER1983. Vatnsútflyt jendur bíða átekta, allir nema einn: Hugsjónir og viðskiptavit — það sem til þarf, segir Davíð Sch. Thorst einsson „Ef þetta væri gott mál þá vaeri þaö koroið á betoi rekspöl,” sagði Jens P. Hjaltested hjá Utflutningsmiöstöö iönaöarins í samtali viö DV í gær. Tilefniö var spurning fréttamanns hvemig liöi áhuga manna á þvi að flytja át íslenskt vatn. „Þaö er sameiginleg niöurstaða langflestra sem kannaö hafa þetta mál að ekkert vit sé í vatnsútflutningi eins og sakir standa — nema þá aö gríðarlegt fjár- magnkomitil.” Sagöi Jens aö stofhkostnaður vegna byggingar átöppunarverksmiðju, flutningar og annaö væri ekki neinn í samanburöi viö þaö fé sem þyrfti í markaösstarfsemi og auglýsingar. Þaö væru stórfyrirtæki fyrir á markaöinum, t.d. frönsku fyrirtækin Perrier og Evian, sem seldu um alla jaröarkringluna og svo væru náttúrlega heimafyrirtæki i hverju landi fyrir sig. Menn gætu bara athug- aö hvaö heilsíðuauglýsmg í Newsweek og Time kostaði svo dæmi væri tekiö. „Þaö er erfitt aö segja nokkuð um hversu mikla f jármuni hér er um aö ræöa en ljóst er aö þeir eru gífurlegir. Þaö kemur einnig á daginn aö þaö eru allir bjartsýnir þar til kemur að því að leggja fram fé,” sagöi Jens P. Hjalte- sted. Erfitt að pakka vatni Eins og kunnugt er hafa fjölmargir aöilar kannaö möguleika á vatasút- flutningi og þar af nokkrir afar gaumgæfilega. Einn af þeim, Davíö Seheving Thorsteinsson framkvæmda- stjóri, segir engan hlut erfiðari en þann aö pakka vatai á umbúðir. „Þetta er ótrúlega erfitt og mikil samkeppni á markaöinum,” sagöi Daviö. „Norömenn hafa veriö aö reyna þetta lengi og þær tölur sem ég hef undir höndum um árangur af því erfiöi þeirra eru þannig aö ég vil helst ekki hafa þær eftir. Þó get ég nefnt aö fyrir- tækiö Norsk Kildevand A/S í Osló seldi áriö 1982 vatn fyrir 2,1 milljón norskra króna og eru þeir þó búnir aö vera í bransanum í 12 ár. Þetta munu vera um 6 milljónir króna og sér hvaöa fceilvita maöur að þaö er ekki neitt. Þeir sem standa í þessu þurfa bæði aö hafa hugsjónir og viðskiptavit og þaö þýöir ekki aö byrja á vitlausum enda eins og t.d. aö byggja verksmiöju áöur en kaupendurnir eru fundnir.” Aöspuröur sagöist Davíö ekki vera hættur aö hugsa um vatnsútflutaing: „Eg tek upp þráöinn aö nýju þegar um hægist hjá mér á næsta ári.” Mjakast hægt en örugglega hjá Hreini Einn fárra sem enn hefur ekki lagt upp laupana er Hreinn Sigurösson á Sauöárkróki. Hann er í óöa önn aö byggja átöppunarverksmiöju og hyggur á stórfelldan útflutning. En hvaöummarkaösmálin? „Þetta mjakast hægt en örugglega,” sagöi fulltrúi Hreins sem kannaö hefur markaösmálin. „Ástand drykkjarvatns í heiminum er svo hrikalegt aö ekki er ástæöa til arrnars fyrir okkur en vera bjartsýnir. Viö erum í sambandi viö fleiri en einn erlendan dreifingaraöila og þaö er meira en von til aö samningar takist áöur en langt um líður. Hitt er aftur á móti ljóst að útflutningur á Króks- vatninu hefst ekki fyrr en í fyrsta lagi síöla næsta árs.” FuUtrúi Hreins sagN aö ekki væri undarlegt aö þeir héldu á- fram vatnsþreifingum sínum á meöan aörir gæfust upp. „Aörir fslendingar sem veriö hafa aö fást viö þetta hafa allt þaö sem við höfum nema þetta góða vata sem er á Sauöárkróki. I því liggur allur munurinn. ” Komiö hefur fram í fjölmiölum aö bæði Hafskip og Hagkaup séu viöriöin vatasfyrirtæki Hreins. Svo mun ekki vera. „Þaö er alrangt,” sagöi Björgólfur Guðmundsson hjá Hafekip. „Aö vísu sýnum viö ölluro þeim sem hyggja á útflutaing áhuga en viö erum ekki viöriönir fyrirtæki Hreins fyrr en hann er búinn aö finna trausta kaupendur erlendis. Viö bíðum eftir aö fá þaö staöfest og þá fyrst erum viö tilbúnir til viöræðna um máliö, flutainga og annað.” -EIR. 4. einvígisskák Ribli og Smyslov í London Frumkvæði Ribli gufaði upp — og Kortsnoj og Kasparov sömdu um jafntef li á biðskákina án þess að tefla frekar Zoltan Ribli tókst ekki aö nýta sér byrjunarfrumkvæöiö í 4. einvígis- skákinni viö Vassily Smyslov, sem tefld var í Lundúnum í gær. Lauk skák þeirra meö jafntefli eftir 42 Ipiki er fáliðað var oröiö á taflborð- inu. Þeir tefldu afbrigöi af slavneskri vöm, sem m.a. reyndist Ribli vel í einvíginu viö Torre á Spáni í vor. Aö þessu sinni breytti Ribli þó út af og Smyslov svaraði meö leik, sem aö líkindum er nýr af nálinni. Ekki tókst honum þó aö jafna tafliö, en hann varöist af nákvæmni og er skákin átti aö fara í biö uröu keppendur ásáttir um jafntefli. Staðan í einvígi þeirra er því enn jöfn, hvor hefur hlotiö tvo vinninga. Skák JónLÁmason Smyslov vann 1. skákina, Ribli næstu, en tveimur síöustu skákunum hefur lokiö meö jafntefli. Hvítt: Zoltan Ribli Svart: Vassily Smyslov Hálf-slavnesk vörn. 1. d4 dS 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 Eftir 4. Rf3 teflir Smyslov gjarnan „ómengaða” slavneska vöm með 4. — dxc4 5. a4 Bf5, eöa skiptir yfir í Cambridge-Springs afbrigöiö af drottningarbragði með 4. — e5 5. Bg5 Rbd7, en þannig tefldi hann einmitt gegn Ribli á millisvæöamótinu í Las Palmas. 4. — e6 5. Rf3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 bS 8. Bd3 a6 9. e4 c510. d5 Ribli vann Torre í aðeins 20 leikj- um í ein víginu í Alicante á Spáni meö 10. e5, en Smyslov er vafalaust við öllu búinn. 10, —Bb7I? Nýr leikur? Langalgengast er 10. — c4 og eftir 11. dxe6 ýmist 11. — fxe6, eöa 11. - cxd312. exd7 + Dxd7. 11.0-0 Be712. Bf4! ? Staðan eftir 12. dxe6 fxe6 13. Rg5 Db6 freistar ekki Ribli. 12. — Rh513. Be3 e514. a4! b415. Rbl 0-016. Rbd2 Svo virðist sem nýjung Smyslovs hafi ekki boriö árangur, því aö hvítur á fagra reiti fyrir riddara á b3 og c4 og gæti her jaö á bakstætt peö svarts á c-línunni. Lítur mjög vel út, því aö-valdi svartur c-peöiö meö 20. — Hc8 kæmi 21. Rfd2 með greinilegum stööuyfir- burðum. Svar Smyslovs er nánast þvingaö. mrm i tis.mt Skákskýrendur segja aö Zoltan Ribli hafi veriö með vinningsstöðu en gloprað henni í jafntefli. 16. —He817.Hel Hann vill svara 17. — Rf4 meö 18. Bfl. 17. —Bf818.g3g619.Hcl Öruggara en 19. Rb3 strax, sem svartur gæti svaraö með 19. — f5! ? meö afar tvísýnni stööu. 19. —Rhf620.Rb3 abcdefgh 20. — Bxd5! 21.exd5e4 Þetta heitir gaffall á skákmáli og þannig nær Smyslov manninum aftur. 22. Bxc5 Til greina kemur 22. Be2 exf3 23. Bxf3, því aö ekki gengur 23. — Re5 24. Rxc5 Rxf3 25. Dxf3 Rxd5 (25. - Dxd5? 26. Dxf6) vegna 26. Hedl með leppun og 23. — c4 24. Hxc4 Re5 25. Hd4 er slæmt. En svartur leikur betur 23.—Hc8 og hefur gagnfæri. 22. — Rxc5 23. Rxc5 exd3 24. Hxe8 Rxe8 25. Rxd3 Kannski sá Ribli of seint aö 25. Dxd3 er svaraö meö 25. — Hc8 26. Rb3 Hxcl+ 27. Rxcl Rc7 og nær peöinu aftur meö síst lakari stööu. Textaleikurinn er betri, en engu aö síöur á Smyslov ekki í erfiðleikum meöaöhalda jafnvæginu. 25. — Dxd5 26. De2 Rf6 27. Rf4 Db7 28. Hc4 He8 29. Dd3 a5 30. h3 Bg7 31. Hc5 (?) Re432. Hc2 Ekki 32. Hxa5? vegna 32. — Db6 meö ásetningi á tvo. Lok skákar- innar bera tímahrakinu glöggt vitni. 32. — Rf6 33. He2 Hxe2 34. Rxe2 Dd7 35. Db3 Re4 36. Dc2 Df5 37. Red4 Dd5 38. Dc8+ Bf8 39. Kg2 Kg7 40. Dc6 Dxc6 41. Rxc6 Rc5 42. Rxa5 Rxa4. Hér átti skákin aö fara í bið, en keppendur komu sér saman um aö frekari barátta væri óþörf og sömdu jafntefli. Kortsno j — Kasparov 21/2 — 11/2. Eins og búist var viö lauk biðskák Kortsnoj og Kasparov meö jafntefli og hefur því Kortsnoj enn vinnings- forskot eftir 4 skákir, meö 2 1/2 v. gegn 1 1/2 v. Kasparovs. Áður en taka átti til við biöskákina bauö Kortsnoj jafntefli, sem Kasparov þáði, enda eftir litlu aö slægjast í biö- stöðunni. Fimmtu skákina tefla þeir í dag og hefet hún kl. 16, Frá kl. 17.30 verður unnt aö fylgjast meö leikj- unum í „beinni útsendingu” frá London, í húsakynnum Skáksam- bands Islands aö Laugavegi 71. HELGARFERÐIR BROTTFARIR ALLA FÖSTUDAGA VERÐ FRÁ KR. 9.201 PR. MANIM (TVEIR í HERBERGI) e rc<*v k FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388 og 28580 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.