Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 16
16 DV.ÞRIÐJUDAGUR 29'. NÖVEMBER1983. Spurningin Borðar þú fisk? Jón Ingimundarson bóndi: Já, og þá' aðallega ýsu. En annars er steinbíturinn bestur en það er svo erfitt að fá hann. Sveinn Eldon kennari: Eg borða allan fisk, aðallega bolfisk. Ný rauðspretta er annars best. Gisli Guðmundsson jarðfræðingur: Já, einu sinni í viku. Oftast borða ég ýsu en siginn f iskur finnst mér mjög góöur. Sólbjörg Karlsdóttir forritari: Já, og finnist hann góöur. Hann er góður bæöi soðinn og eins matreiddur á annan hátt. Góður fiskur er ekki síðri en kjöt. Þórhallur Þorsteinsson athafna- maður: Eg borða flestan fisk, 3 til 4 sinnum í viku og er ýsan þá vinsælust. Jósef Kristjánsson afgreiðslumaður: Eg borða allan fisk sem ég næ i, ýsan og steiktur steinbitur eru sérstaklega góður. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Endurskinsmerki á alla — ekki er sama hvernig þau eru notuð ökumaður hringdi: Nú þegar skammdegið er að veröa hvaö svartast er brýn ástæða til að minna fólk á hve umferðin er orðin hættuleg. Nær daglegar fréttir af meiriháttar slysum ásamt öllum þeim minniháttar óhöppum sem ekki koma á síður blaðanna eru nóg ástæða til að krefjast þess aö eitt- hvaðverðigert. Gangandi vegfarendur, sem fæstir nota endurskinsmerki, gera okkur ökumönnum erfitt fýrir. Fólk skýtur sér yfir göturnar nær fyrirvaralaust, allir eru að flýta sér inn úr kuld- anum. Meö þessu háttalagi sínu er það sjálfu sér hættulegast og okkur ökumönnum til mikilia vandræða þar sem erfitt er að varast það. ökumenn eru skyldugir að nota ökuljós bifreiöa sinna eftir að skyggja tekur og aUtaf er verið að biðja menn að aka með fullum ljós- um aUan sólarhringinn. Mætti ekki brýna fyrir gangandi vegfarendum að nota meira endurskinsmerki en gert hefur veriö? Með því mætti koma í veg fyrir mörg slysin. Haft var samband við Ola H. Þórðarson hjá Umferðarráði og sagði hann að hér væri á f erðinni mál sem þyrfti að taka rækilega tU at- hugunar. Oli vildi aö þaö kæmi fram að rétt staðsetning endurskins- merkja skipti miklu máli. Eitt merki á bakinu kemur bara að notum komi bUar aftan aö okkur. Við þurfum einnig aö sjást framan frá og frá hlið. ,JCf slys verður velur enginn aðstæður,” sagði OU H. Þórðarson. En umfram allt, notum endurskins- merki hvort sem við erum gömul eða ung. Allir eiga að vera með endurskinsmerki, segir ÚIi H. Þóröarson hjá Umferðarráði, og þau verður að nota á réttan hátt. Tillögur um friðunaraögerðir Sjómaður á Ölafsfirði hringdi: AUtaf er verið aö loka veiöisvæðum tU að friöa þorskinn og fleiri fiskteg- undir, en í stað þessara endalausu lok- ana vU ég benda sjávarútvegsráð- herra og sjómannasambandinu á aðra lausn. Því ekki að lengja hafnarfrí togarasjómanna í tvo daga? Eða gefa sjómönnum frí yfir stórhátíðar eins og jól og áramót? Með þessu fengist meiri friðun. Skora ég því á viðkomandi yfir- völd að taka þessar tUlögur til athug- unar því þær kæmu sér betur fyrir sjó- menn heldur en þessar skyndilokanir. Sjómenn eiga að fá frí á stórhátíðum eins og aðrir landsmenn, segir bréf ritari. Kannski duga auglýsingatekjur af Rás 2 tU að halda umræddum skólum opnum. Lokun skóla Afmælissjóðurinn verði notaður í stað ellilífeyrisins Sigríður Axelsdóttir skrifar: Kópavogsbær hirðir eUiiífeyri af háöldruðum tU gatnagerðar. Eru það óforskammaðar fjáröflunaraðferðir. Hér er um að ræða eigendur að 30 fermetra gömlu húsi en þar eru fyrirhugaðar byggingarfram- kvæmdir. Hvers vegna verða ekki innheimt hærri gjöld þegar byggt verður? Þetta mál var lagt fyrir bæjarráð en var synjað. Eftir því sem ég veit best sleppa önnur byggöarlög slíkum innheimtum og er það tU fyrir- myndar. I stað þess aö hirða eUUíf- eyri eldri Kópavogsbúa ætti frekar að sleppa 70 ára afmælisveislum í FélagsheimUi Kópavogs og nota þá peninga í gatnagerð. og opnun Rásar 2 Una Magnúsdóttir skrifar: Ég heyrði í útvarpinu nýlega að opna ætti Rás 2 fyrsta desember. Mér finnst það skjóta skökku við að á sama tíma er talað um að skólar á landsbyggðinni eigi í miklum fjárhagserfiðleikum svo jafnvel verði að loka einhverjum þeirra. Það sama er uppi á teningnum hjá öldungadeild M.H. Einnig var klip- ið af lánasjóði námsmanna í haust. Stofnanir þessar heyra aUar undir menntamálaráðuneytið. Mér finnst fáránlegt að opna Rás 2 sem eflaust er engin þörf fyrir og nær ekki einu sinni til allra landsmanna og kostar offjár. Síðan er skólum lokað eða dregið úr fjárveitingum við þá. Er meiri þörf á Rás 2 en skólum iandsins? Ibúar lands- byggðarinnar búa við nógu mikið mis- rétti aö ekki sé fariö aö loka skólum þeirra. Gaman væri að vita hvað fólki fyndist um rásarmálið þegar verið er að skera niður fjárveitingar til menningar og þjónustumála. Bréfritari segir að svartir hermenn séu síst verri en aðrir. Hermenní öllum litum 4391-9180 skrifar frá New York: IDV 25. október birtist lesendabréf frá lesanda sem kaUar sig „Nato- sinna” um óæskUega fjölgun Utra hermanna á KeflavíkurflugveUi. Eg vil benda bréfritara á aðlitt fólker hluti þeirrar flóknu blöndu sem bandaríska þjóðin er. Þessir fáu her- menn sem eru hér eru þverskurður bandarisku þjóðarinnar. Hér eru þeir aðeins að vinna sín störf án nokkurra samskipta viðlslendinga. Eg vU taka það fram að ég er fylgj- andi vestrænni samvinnu og veru hersins á Isiandi, það ætti því ekki að skipta neinu hvort hér séu litir eða óUtir hermenn. Málið er að öll erum við af sama meiði, hvort sem viö erum hvít, svört, gul eða þess vegna röndótt. öll erum við eins byggð Ukamlega en sem betur fer ekki öll meö sama hára-, augna- eða húðUt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.