Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. NOVEMBER1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Herdís Þorgeirsdóttir AÐ GENFAR- VIÐRÆÐUM LOKNUM Sovétríkin tilkynntu í síöustu viku aö þaö væri enginn möguleiki á því aö þau myndu halda áfram Genfarviö- ræðunum um meöaldræg kjarnorku- vopn sem nú hafa staðið yfir í tvö ár. Gengu fulltrúar Sovétríkjanna út af fundi í Genf sl. miövikudag eftir aö þingið í Bonn haföi samþykkt staö- setningu allra Pershing II eldflaug- anna og 96 stýriflauga á þýskri jörö. Sovétríkin munu aöeins snúa aftur af samningaboröinu ef NATO dregur átælun sína til baka. Yuri Andropov forseti Sovét- ríkjanna lýsti því yfir að fyrst af- vopnunarviðræöur báru ekki árang- ur „segi það sig sjálft aö aörar að- geröir verði hafnar til aö tryggja öryggi Sovétríkjanna og annarra ríkja hins sósíalíska heims.” Varsjárbandalagiö hefur ráögert fund í Sofíu, höfuöborg Búlgaríu, í næsta mánuöi en þaö eru aöeins tveir mánuðir síöan Varsjárbandalags- ríki funduöu í Austur-Berlín þar sem aðalmáliö var hvernig bregöast ætti við fyrirhugaöri staösetningu eld- flauganna 572 sem NATO áætlar aö koma fyrir í Evrópu samkvæmt ákvöröuninni 1979. Þannig aö Sovét- ríkin hafa haft fjögur ár til að undir- búa viðbrögö sín. „. . . til annarra ráða verður gripið. . . " Eftir aö viðræöunum var slitið i Genf sl. miövikudag kom Yuri Andropov meö yfirlýsingar um hvaöa gagnaögeröa Sovétríkin myndu grípa til fyrst viðræöurnar fóru út um þúfur. Á fimmtudag birti Tass frétta- stofan yfirlýsingu Andropovs sem starfsmaður Novosti fréttastofunnar færði DV. Þar segir m.a. aö friður hafi veriö tryggöur í 40 ár vegna jafnvægis í heröflum bæði NATO og Varsjárbandalagsins og á þaö við' um kjamorkuvopn líka, segir í yfir- lýsingunni. Þá segir Andropov aö nú raski staðsetning nýju eldflauganna í Evrópu þessu jafnvægi og ennfrem- ur aö þessar eldflaugar muni ekki tryggja öryggi Evrópu — „enginn ógni henni” — heldur geti þetta leitt tortímingu yfir þjóöir Evrópu. Segir Andropov aö nú séu Bandaríkja-' menn búnir að bægja endurgjalds- árás frá heimalandi sínu. Enn- fremur segir hann aö Bandaríkin hugi á krossferð gegn sósíalískum ríkjum. Því telur hann aö ákvöröun ríkisstjóma á Italiu, í Vestur-Þýska- ■ landi og í Belgíu um aö samþykkja staösetningu þessara vopnakerfa sé þvert ofan í hagsmuni þeirra. Því næst segir orörétt í yfirlýsingu Andropovs: „Þær bera því, ásamt ríkisstjóm Bandaríkjanna, alla ábyrgö á afleiöingum þessarari stefnu sem Sovétríkin höföu varaö viö fyrirfram.” Samkvæmt yfirlýsingunni er áframhaldandi þátttaka Sovét- manna í viðræðum um afvopnun ómöguleg. Segir Andropov aö nú veröi ekki leitast viö aö stuöla aö hagstæðara andrúmslofti fyrir viö- ræður meö því aö draga úr uppsetn- ingu SS—20 eldflauganna í Evrópu- hluta Sovétríkjanna. Þá sagöi Andropov aö uppsetningu eldflauga í Austur-Þýskalandi og Tékkóslóvakíu yrði hraðað aö mun. ■ Ennfremur sagöi hann aö uppsetning' eldflauga NATO í Evrópu skapaöi aukna hættu fyrir Sovétríkin og mundu þau haga uppsetningu „sam- svarandi eldflaugakerfa sinna meö nákvæmu tilliti til aöstæðna á höfum og hafsvæðum. Aö eöli til veröa þessi vopnakerfi okkar í samræmi við þá ógnun sem bandarísku eldflaugam- ar, sem beint er aö okkur og banda- mönnum okkar frá Vestur-Evrópu, búa okkur.” Síöan segir ennfremur orörétt: „Þaö þarf ekki aö taka þaö fram aö til annara ráöa verður gripiö til aö tryggja öryggi Sovétríkjanna og annara sósíalískra ríkja.” Af hverju þau ráö eru ekki tilgreind er undir-, ritaöri ekki kunnugt. Síöan segir Andropov aö þaö sé ein- lægur ásetningur Sovétríkjanna aö vinna aö róttækri lausn kjamavíg- búnaðar og aö Sovétrikin sækist ekki eftir hemaöarlegum yfirburöum. Kohl og Mitterrand vilja halda rósemdinni Viöbrögö leiðtoga í Vestur-Evrópu viö brottför Sovétmanna frá samningaboröinu og viö yfirlýsingu Andropovs vora óvenju „afslöppuð”. Franeois Mitterrand, forseti Frakk- lands, og Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, hittust í síöustu viku á öörum af tveimur árlegum fundum leiðtoganna. Talsmenn þeirra beggja lögöu áherslu á þaö opinberlega aö vafasamt væri aö búa til einhverja harmsögu úr þessum SS-20 — 3 kjaraaoddar — dregur 5000 kilómetra. síöustu aðgeröum Sovétmanna. Þetta væri í sjálfu sér aöeins það sem búast heföi mátt viö í þessum ferli og aö þaö væri ekki útilokaö aö Sovétmenn snem aftur aö samninga- borðinu í Genf. Talsmaður Mitterrand, Michel Vauzelle, sagöi aö sovésk viöbrögö breyttu í engu afdráttarlausum stuöningi Frakka við staðsetningu nýju eldflauganna í Evrópu. Frakkland er aðili að samningi Atlantshafsbandalagsins en tekur ekki þátt í rekstri hemaðarstofnunar þess og herafli er óháður herafla NATO. Helmut Kohl kanslari sagöi viö Mitterrand að stjórnvöld í Vestur- Þýskalandi vildu eindregiö aö samningaviðræður hæfust í Genf aö nýju. Þá tók Helmut Kohl þaö fram aö allt oröspor um mátt græningj- anna og friöarhreyfinganna til að hafa áhrif á stefnu stjómvalda í Vestur-Þýskalandi væri rangt, þ.e. Vestur-Þýskaland hygöist áfram vera dyggur aöili aö Atlantshafs- bandalaginu. I Santa Barbara í Kaliforníu var Bandaríkjaforseti staddur þegar hann heyröi af yfirlýsingu Andropovs. Byrjaði hann á því aö lýsa yfir ótta vegna ummæla Sovét- leiötogans. Sagöi Reagan aö áfram yröi aö því stefnt aö fjarlægja meðal- dræg kjarnorkuvopn af yfirboröi jaröar. I yfirlýsingu Andropovs um gagn- aögeröir er í fyrsta sinn hótaö staö- setningu kjamorkueldflauga í kaf- bátum eða skipum úti fyrir strönd meginlands Bandaríkjanna. Talsmaöur Vatíkansins í Róm, Agostino Casaroli, lét þess getið strax í kjölfar stöðvunar á viöræöunum aö Vatikaniö væri tilbúiö aö gera tilraun til að koma á sáttum milli stórveld- anna tveggja. Casareli lét þess getiö aö Vatikaniö teldi aö enn væri ríkjandi vilji meöal beggja aöila aö ná samkomulagi. I Austur-Evrópu hefur líka boriö á margskonar viöbrögöum viö þessari nýjustu þróun í afvopnunarmálum. Heyrst hefur mikið af gagnrýnis- röddum. Talsmaöur utanríkisráðuneytisins í Júgóslavíu sagöi aö þessi nýjasti atburöur á vettvangi afvopnunar- mála bætti nýrri og hættulegri vídd viö þaö hættuástand sem ríkti nú þegar á alþjóöavettvangi. Sagöi sá sami aö friðarhreyfingar Evrópu sýndu fram á eindreginn vilja al- mennings aö stuðla aö friði í heimin- um. I Prag í Tékkóslóvakíu hefur oröið vart mikils óróa meöal almennings frá því aö sovésk stjórnvöld lýstu því yfir í síðasta mánuði aö hafnar væru aðgerðir til að hraöa uppsetningu eldflauga í Tékkóslóvakíu vegna lítils árangurs í viðræðunum í Genf. Heyrst hafa raddir sem draga friöar- vilja „bandamannanna” í Kreml í efa eftir þessa síöustu atburöi. SíöastUöið sumar var haldin al- þjóðleg friöarráöstefna í Tékkóslóvakíu og Tékkar hafa verið mjög gagnrýnir í fjölmiðlum á stað- setningu eldflauga í Evrópu. Otti almennings hefur því aukist mjög í kjölfar síðustu atburöa. „Ef allir vilja frið — af hverju gerist þá ekkert?" „Valiö er á milli nýrrar kynslóöar vopna eöa nýrrar kynslóöar manna,” sagöi aöalframkvæmda- stjóri Sameinuöu þjóðanna, Pérez de •Cuéllar á fundi um afvopnun í Genf sl. vetur, þar sem de Cuéllar ákall- aöi ríkisstjómir allra aöildarríkja S.Þ. og bað þær aö reyna aö hafa áhrif á þróunina í átt til friöar. Einn blaöafulltrúi S.Þ. spuröu sak- leysislega: „Ef allir vilja friö, af- hverju gerist þá ekkert? ” Þaö er ekki úr vegi aö rekja hér í stuttu máli þá þróun sem átt hefur sér staö síðan hin umdeilda ákvörð- un NATO var tekin áriö 1979. Sovétríkin létu mjög á sér standa til aö byrja meö aö taka þátt í við- ræöum um meðaldræg kjamorku- vopn. Ariö 1977 höfðu Sovétríkin haf- iö staðsetningu SS-20 þriggja kjarna- odda eldflauga án þess aö vara viö kóng né prest og ekki minntust Kremlverjar á afvopnunarviöræður í því sambandi. NATO ákvöröunin var bundin viö 572 eldflaugar meö einn kjamaodd hver. Sovétmenn hafa aldrei tiltekiö hver fjöldi SS—20 eldflauga þeirra ætti aö veröa. Þeir hafa nú staösett 351 SS—20 Evrópumegin í Sovét- rikjunum til viðbótar viö um þaö bil 240 eldri sovéskar eldflaugar af gerö- unum SS—4 og SS—5. Pershing n eldflaugamar sem ein- göngu veröa staösettar í Vestur- Þýskalandi draga 1.800 kílómetra, þannig að þær ná ekki til Moskvu. Stýriflaugamar hins vegar draga 2.500 kílómetra. SS—20 eldflaugar Sovétmanna draga 5000 kílómetra og geta því náö yfir allt Evrópusvæðið (Islandmeötaliö). Samfara NATO ákvöröuninni 1979 um staðsetningu nýju eldflauganna var ákveðiö aö f jarlægja eitt þúsund kjamaodda sem fyrir væru í Vestur- Evrópu. Auk þess var ákveðiö aö fyrir hverja eldflaug sem staösett yröi væri einn kjamaoddur sem fyrir væri fjarlægður. Þannig hefur endur- nýjun kjamorkueldflauganna í Evrópu ekki í för meö sér fjölgun kjamaodda. Sovétríkin hafa ekki dregið úr fjölda kjarnaodda. Fyrsta tilboö Bandaríkjastjómar í viöræöunum í Genf var svokölluð „núll-lausn” sem stendur enn þá. Sovétmenn höfnuöu því tilboöi. Öörum tilboðum Banda- ríkjastjórnar hafa Sovétríkin enn- fremur hafnaö, t.d. tilboði um aö draga úr fjölda eldflauga eða tak- marka meöaldrægar eldflaugar ein- hvers staöar fyrir neðan 572, þannig aö báöir aöilar heföu jafnmargar. Sovétmenn hamra stööugt á því aö þeir telji nauösynlegt aö bæta sjálf- stæðum kjamorkuvopnakerfum Frakka og Breta inn í þessar viöræð- NATO hefur stööugt haldiö í þá stefnu aö staösetning hæfist ef eng- inn árangur næöist en jafnframt haldiö þeim möguleika opnum aö ef um sýnilegan árangur yröi aö ræöa í viðræöum væri möguleiki á aö hætta staðsetningu eöa afturkalla eldflaugamar. Fyrstu eldflaugarnar veröa staösettar nú á næstu dögum og staösetning afgangsins dreifist yfir næstu árin — ef engin breyting veröur á. Genfarviðræöumar hafa staöið yfir í tvö ár. Enginn árangur hefur náöst. NATO hefur hafiö fram- kvæmd á öörum þætti hinnar tví- þættu ákvörðunar. Allan tímann sem viöræöumar hafa staöiö yfir hafa Sovétmenn haldiö áfram aö planta nýjum SS—20 eldflaugum niður í Evrópuhluta Sovétríkjanna. ur. Paul Nitze, fulltrúi Bandaríkjastjóraar, og Yuli A. Kvitsinksky, fulltrúi Sovétstjórnar, í Genf í september sl..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.