Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. NOVEMBER1983. 31 Sandkorn Sandkörn Sandkorn Ellsabot Þorgeirsdóttir rit- stýrir Vikingi. Kvennaritstjórn Konur láta nú tU sin taka á æ fletri starfssviðum, suraum tU hreUingar en öðrum tU ánægju, eíns og gengur. Það hefur tU dæmis vakið athygU að ritstjórn Sjómannablaðs- ins Viklngs, sem geflð er út af Farmanna- og fiskimanna- sambandi tslands, er skipuð eintómum konum. Ritstjóri Víkings er Ellsa- bet Þorgeirsdóttir, auglýs- ingastjóri Kristín Einars- dóttir og útbreiðsiustjóri er Margrét Öskarsdóttir. Þykir þeim stöllum hafa farist á- gæta vel úr hendi að stjórna Vikingi, þar sem fjaUað er nær eingöngu um svonefnd „karlastörf.” Hátfgert þrotabú Við eigum öll að vita það að þjóðarskútan marar i hálfu kafi um þessar mundir. Ríkissjóður er tómur, út- gerðin á hausnum og staða iðnaðarins verri en nokkru sinni fyrr. Það var því ekki að ófyrirsynju að Albert Jó- hannsson, hagyrðingur og kennari við héraðsskólann á Skógum, sló fram eftirfar- andivisu: St jórnin sker við neglur nú náðarbrauðið handa sinum. Þetta er hálfgcrt þrotabú, en það sér ekki á nafna mínum. Islenskur iðnaður AUtaf öðru hverju heyrast raddir um að videoleigur ýmsar á landinu ieigi út svo- kaUaðar „bláar spólur”. Eru þau viðskipti sögð fara fram „bakviö” í þessum ágætu fyrirtækjum og þurfa þar með ekki að plaga sómakæra landsmenn. En nú hefur oss borist tU eyrna sú fregn að hafinn sé islensk framleiðsla i þessum efnum. Mun vídeóleiga ein á Suðurnesjum hafa tU leigu myndband eitt af blárra taginu þar scm íslendingar einir koma við sögu. Spólan sú arna er ekki leigð út eftir venjulegum leiðum, heldur verður að panta hana með góðum fyrirvara. Þegar stundin svo rennur upp kemur starfsmaður frá videóleigunni með hana tU viðskiptavinanna og stendur svo yfir tækinu meðan hennl er rúUað í gegn. Ekki er vitað með vissu, hversu langan tíma myndbandið tekur í sýningu, en g jaldlð sem fyrir- tækið tekur fyrir þessa þjón- ustu er litlar tvö þúsund krónur. Slagorð Menn minnast BláfjaUa fyrir margra hluta sakir. Biðraðirnar við lyftunar eru löngu heimsþekktar og á dögunum var svo greint frá þvi að vírar f einni lyftunni hefðu sUtnað. Ein íþróttadeUdanna innan Fram, sem aðUd á að BláfjöUum, kom saman tU fundar á dögunum. Meðai annars voru ræddar hug- myndir um slagorð f yrir vetr- arstarfið. Sú tUiaga sem kom fram og þótti hvað nýtUegust var, aö sjálfsögðu eftirfar- andi: Engar raðir — traustir vírar”. Sjálfum sér nógir Suðurnesjamenn eru þeim ágæta kosti búnir að vUja vera sjálfum sér nógir, ef marka má klausu i siðustu Víkurfréttum. Þar segir með- alannars: „Eg held að besta lausnin væru þó að stofna sjálfstætt riki og loka leiðum hingað suður inn í Kúagerði, færa út landhelgina og hafa herinn út af fyrir okkur. Þá myndum viö ekkcrt hafa saman við þessa kalla inni í Reykjavík að sælda...” Því miður vitum við ekki nafnið á þeim sem ritar þessa athygUsverðu grein, en vissu- iega er hugmyndin aUra góðra g jalda verð. Kvikmyndir Kvikmyndir Laugarásbíó, Sophies Choice: Glæsilegt þrekvirki Meryl Stroep og Potor MacNicoI i hlutverkum sinum Sophies Choice, en fyrrnefndi leikarinn fékk óskarsverðlaun fyrir leik sinn iþessu verki. Laugarásbíó, Sophies Choice: Stjórn: Alan J. Pakula. Handrit: samkvœmt sögu William Styron. Kvikmyndahandrit: Alan J. Pakula. Kvikmyndun: Nestor Almedros. Aðalleikarar: Meryl Streep, Kevin Kline, Peter Mac Nicol, Rita Karin, Stephen D. Newman. Tónlist: Marvin Hamlisch. Framleiðandi: Alan J. Pakula. Alan J. Pakula á að baki glæsta sögu í kvikmyndaheiminum. Þessi hálfsextugi Bandaríkjamaður hóf feril sinn sem pródúser á sjötta áratugnum og sendi frá sér einar sjö myndir sem slíkur, en þaö var ekki fyrr en leið undir 1970 aö hann tók sjálfur að fikta við leikstjóm. Ekki hefur hann þótt síðri í því hlutverki en framleiðandi því að meöal verka sem hann hefur stjórnað má nefna Klute frá árinu 1971 og AU The Presi- dents Men sem hann vann áriö 1979. Og svo gefur hann okkur að sjá Sophies Choiee. Með því verki finnst mér Pakula hafa sannað betur en nokkumtíma hvers megnugur hann er sem leik- stjóri. Hann gerir vandmeðfama sögu William Styron að lifandi lista- verki sem auðveldlega hrífur hvern áhorfanda með sér. Saga hans fjallar um samband þriggja einstaklinga; parsins Nathan Landau og Sophie Zawist- owska, og ungs rithöfundar sem nýfluttur er úr heimahögunum í Suðurríkjunum og fyrir tilviljun lendir inn í sama leiguhúsnæði og fyrrgreint par þegar hann sest að í Brooklynhverfi í New York. Þetta er árið 1947 og skammt liðið frá stríðslokum. Sophie er rúmlega þrítugur Pólverji, kaþólskrar trúar, sem vegna mistaka lenti með böm sín tvö í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz. Þar lenti hún í þeirri hræöilegu lífsreynslu að þurfa að skilja viö börn sín inn í gasklefana, en slapp sjálf frá þeim hræöilegu örlögum og komst við illan leik til Bandaríkjanna. I fyrstu gekk henni erfiðlega að samlagast þjóðlífinu þar, enda ekki búin að ná sér andlega sem likamlega eftir útreiöina hjá nasistum, þar til ungur og glæsilegur Bandaríkjamaöur, Nathan Landau, varð á vegi hennar og hlúöi að henni. Þau byrja búskap saman og eftir því sem á hann líður verður Sophie þess áskynja að Nathan er geðklofi, annaö veifiö elskulegheitin upp- máluð en hina stundina grimmur ofstækismaður sem lætur sjúkar tilfinningar sínar bitna á sér. Inn í þetta samband skötuhjúanna fléttast Stingo, ungi rithöfundurinn frá Suðurríkjunum, þegar hann flyst í leiguherbergi viö hliöina á þeim. Þessi söguþráður veröur heillandi á myndfleti Pakula, enda tekst honum af ákveöni og ögun að miðla honum, svo flókinn, persónulegur og tilfinningaheitur sem hann er í hand- riti. Honum tekst aö forða úrvinnsl- unni frá því að verða vandamála- velgja ellegar uppfull af væmni sem þó auðveldlega hefði mátt falla fyrir. Þvert á móti nær hann að gera efnið beinskeytt og á margan hátt spenn- andi. Og undraverðum tökum hefur hann náð á leikurum myndarinnar. Mest mæöir á þeim þremenningum Meryl Streep í hlutverki Sophie, Kevin Kline í hlutverki Nathans og Peter MacNicol í hlutverki Stingo. Þau leysa hlutverk sín af hendi með slikum glæsibrag að annað eins af- bragð hefur varla boriö fyrir augu undirritaðs. Meryl Streep hefur fyrir margt löngu sannað hæfileika sína fyrir framan kvikmyndavélina. Sem Sophie Zawistowska bætir hún um betur og á athygli áhorfandans allan tímann meö töfrandi leik sínum sem er í senn stílhreinn og áhrifamikill. Mótleikarar hennar sýna ekki minni tilþrif þótt stundum falli þeir í eilít- inn skugga af frammistööu Streep. Hvorir tveggja ná sterkum tökum á persónunum, sem þeir fást við, og miöla þeim af trúverðugleika svo mjög að eftirminnilegt er. Það er ekki annað eftir en að þakka Pakula fyrir þetta verk og hvetja alla sem unun hafa af vel leiknum stórmyndum að berja Sophies Choice augum og það hiö fyrsta. -Sigmundur Ernir Rúnarsson. Breiðfirðingaheimilið hf. Hér með boðar skilanefnd Breiðfirðingaheimilisins hf. til hluthafafundar fimmtudaginn 8. desember nk. kl. 20.30 að Hótel Esju, 2. hæö, þar sem skýrsla skilanefndar og frumvarp um úthlutunarskrá verður lagt fram til samþykktar. Skilanefnd Breiðfirðingaheimilisins hf. AukiS endingu rafgeymisins með því að nota MAXILIFE Kvikmyndir Kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.