Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 30
30 DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. NOVEMBER1983. Nýjar bækur Nýjar bækur ALEJO CARPENTIER Ríki af þessum heimi Saga frá Kúbu komin út Iðunn hefur gefiö út skáldsöguna Ríki af þessura heimi eftir Kúbumann- inn Alejo Carpentier. Guðbergur Bergsson þýddi úr spænsku. Saga þessi er eftir einn fremsta rithöfund Kúbu- manna. Hann fæddist árið 1904, var um langt skeiö sendiherra lands síns í París og lést árið 1980. Eftir hann liggja nokkrar skáldsögur og er Ríki af þessum heimi ein hin fremsta og kunn- asta. Guðbergur Bergsson ritar ítarlegan eftirmála þýðingar sinnar og gerir þar grein fyrir höfundinum og hinum menningarlega jarövegi sem list hans er sprottin úr. Ríki af þessum heimi er gefin út í sömu sniðum og saga nóbelsskáldsins frá Kólumbíu, Gabriels Garcia Marquez, Frásögn um margboöað morð, sem út kom í fyrra í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Fyrirhugaö er aö gefa út fleiri úrvalsrit höfunda Rómönsku Ameríku í þýðingu Guðbergs, en hann er sá maður sem mest hefur unnið aö því að kynna Islendingum sagnaheim Suður- Ameríku. — Ríki af þessum heimi er 139 blaðsíður. Oddi prentaði. Vík milli vina eftir Ólaf Hauk Símonarson Ot er komin hjá Máli og menningu skáldsagan Vik milli vina eftir Olaf Hauk Símonarson. Olafur hefur áður sent frá sér þrjár skáldsögur, smásög- ur og ljóð. Sagan segir frá hópi fólks sem komiö er á fertugsaldur en hefur haldið saman síðan í menntaskóla og sumir lengur. Flest voru þau líka við nám í Kaupmannahöfn á baráttuárunum eft- ir 1968 þegar átti aö breyta heiminum. Nú eru þau ár liðin og hvaö er orðið um • allt sem þau trúðu á og ætluðu að gera? Vinirnir gömlu leita ekki svaranna saman lengur heldur leitar hver fyrir sig í örvæntingu. Einhverjir eru dæmd- ir til að verða undir í þeim leik. Sögu- maður er einn úr hópnum og verður ekki einhlítt hvaö er veruleiki og hvaö skáldskapur hans. Bókin er 210 bls. Kápumynd geröi Hilmar Þ. Helgason. Bókin er að öllu leytiunniníPrentsmiðjunniHólumhf. j Tilræðið eftir Poul-Henrik Trampe Ut er komin sem aukabók hjá Bóka- klúbbi Alrhenna bókafélagsins Tilræð- ið eftir danska höfundinn Poul-Henrik Trampe. Sagan gerist í Kaupmanna- höfn. Þingmaður er skotinn til bana í þinginu og skotið hefur komið ofan af þingpöllunum. Snýst sagan um afar spennandi leit aö hinum seka. Poul-Henrik Trampe var einn af fremstu sakamálahöfundum Dana, fæddur 1944. Hann lést síöastliöiö sum- ar, týndist af ferjunni milli Oslóar og Kaupmannahafnar eins og frægt var á sínum tíma. Þýðandi er Anders Hansen. Bókin er pappírskilja, 175 bls. að stærð, og unnin í Prentsmiðju Árna Valdimarssonar. Guðlaugs saga Gíslasonar Endurminningar frá Eyjum’ og Alþingi Guðlaugur Gíslason hefur lengstum veriö umdeildur maöur og á 40 ára stjórnmálaferli sínum hefur hann mátt þola ýmsa óvægna gagnrýni and- stæðinga sinna. Þaö er því næsta for- vitnilegt — og tímabært — að fá nú frá- sögn hans sjálfs af viöburðaríkri ævi og pólitískum átökum í Eyjum, en Bókaútgáfan örn og örlygur hefur sent á markað æviminningar Guölaugs sem bera heitið Guðlaugs saga Gísla- sonar — endurminningar frá Eyjum og Alþingi. I endurminningabók sinni segir Guð- laugur frá æskudögum sínum í Eyjum og dregur upp einkar geðþekka mynd af forfeörum sínum og félögum og rek- ur hina hörðu baráttu sína fyrir því að þrauka föðurlaus meö móöur sinni og systkinum. Guðlaugur kom víöa við áður en hann varð atvinnustjórnmála- maður: var vélsmiður og kranastjóri, bæjargjaldkeri, kaupfélagsstjóri,; kaupmaður og virkur þátttakandi í' fiskútflutningiístríðinu. ! Þegar Guðlaugur settist á þing var viöreisnarstjórnin í burðarliðnum. Hann segir frá kynnum sínum af Olafi Thors, Bjarna Benediktssyni og fleiri- stjórnmálamönnum og fjallar mjög: opinskátt um andrúmsloftið og vinnu- brögðin í þingflokki sjálfstæðismanna 1959-1978. Guðlaugs saga Gíslasonar er filmu- sett og prentuð í Prentstofu Guðmund- ar Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli. Sigurþór Jakobsson, hánnaði bókarkápu. Tvær teikni- myndasögur um Hinrik og Hagbarð Iöunn hefur gefiö út tvær nýjar teiknimyndasögur um kappana Hinrik og Hagbarð. Eru þetta þriðja og fjórða bókin um þá félaga sem út koma á ís- lensku. Höfundur þeirra er belgíski' teiknarinn Peyo. Þriöja bókin heitir Stríöiö um lindirnar sjö og segir frá því er þeir Hinrik og Hagbaröur koma í gamlan, löngu yfirgefinn kastala. Þar reynist draugur borgarmeistarans vera á ferli og getur ekki öðlast frið fyrr en borgin er aftur komin í réttar hendur ættar hans. — Hin sagan heitir Landið týnda og segir frá því aö í ríki konungs, þar sem Hinrik og Hag- barður eru hirðmerm, berst með far- andleikurum strumpur nokkur sem segir sínar farir ekki sléttar: Hann er frá Landinu týnda og þar hefur vá- legur atburður átt sér stað. Þeir Hin- rik, Hagbaröur og kóngurinn leggja nú af staö. — Bækur þessar eru gefnar út í samvinnu við Interpresse í Kaup- mannahöfn. Bjarni Fr. Karlsson þýddi textann. Ráð við illum öndum Ráð við illum öndum eftir William Heinesen Ut er komiö hjá Máli og menningu sjöunda bindið í sagnasafni færeyska meistarans Wiiliams Heinesen, í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar. Þaö ber heitið Ráð við illum öndum og er myndskreytt af Zaeharíasi Heinesen. Bókin hefst á stuttri skáldsögu — skáldsögustúfi frá hinum sælu dögum olíulampanna um Leónard og Leónóru. Síöan koma sjö smásögur og ljóörænar endurminningar. Sögusviöið er Fær- eyjar nema í síöustu sögunni, „Flugum”, sem gerist í Suður-Frakk- landi. Þorgeir Þorgeirsson er nákunnugur skáldskaparheimi Heinesens, og í þýðingum sínum endurskapar hann þann heim þannig að engu er líkara en sögurnar hafi verið frumsamdar á ís- lensku. Bókin er 233 bls. að stærð og gefin út meö styrk frá Norræna þýöingarsjóðn- um. Hún er unnin að öllu leyti í Prent-, smiðjunni Odda hf. Kápumynd geröi Zacharías Heinesen. ' Áfram skröltir hann þó Lífsævintýri Páls Arasonar fjallabílstjóra Páll Arason var einn af brautryöjendunum í óbyggðaferðum. Hann var í hópi þeirra manna sem fyrstir lögðu á öræfin á bifreiðum, þeirra er upphaflega ruddu brautina, og lentu í margs konar þrekraunum og ævintýrum á ferðum sínum. I þá daga urðu menn er lögðu í fjallaferðir á bifreiðum aö treysta á mátt sinn og megin. Þeir uröu að vera tilbúnir að gera sjálfir við það sem aflaga fór og ryðja úr vegi með eigin höndum þeim hindrunum sem á leiðinni voru. Feröir upp á öræfin stóðu því stundum marga' daga og jafnvel vikur og feröamenn- irnir komust stundum í hann krappan. Það sveif hálfgerð ævintýramennska yfir vötnunum og það var sama hvötin sem rak menn á fjöll og löngum hefur verið meöal framsækinna manna sú að kanna hið óþekkta og takast á við erfið- leikana. Páll Arason var einn af frumherjum í fjallaferðum og feröamálum al- mennt. Ást hans á fegurö öræfanna, kyrrð þeirra og mikilfengleik átti sinn ‘þátt í að knýja hann til að ganga eöa sigrast á viðfangsefnunum, oft í hópi glaöværra vina. Áfram skröltir hann þó er skráð af Þorsteini Matthíassyni. Bókin er filmusett og prentuð í prentstofu Guðmundar Benediktssonar en bundin í Arnarfelli. Kápugerð annaöist Sigur- þór Jakobsson. Utgefandi er örn og örlygur. Fjórtán bráðum fimmtán eftir Andrés Indriðason Fjórtán. . . bráðum fimmtán heitir unglingasaga eftir Andrés Indriðason sem komin er út hjá Máli og menningu. Hún er sjálfstætt framhald sögunnar Viltu byrja með mér sem kom út í fyrra. Söguhetjan er Elías sem býr í Breið- hoitinu, fjórtán ára — bráðum fimm- tán — og sagan gerist sumarið áður en ' hann byrjar í níunda bekk. Það veröur viðburðaríkt sumar og skiptast á skúr- ir og skin. Það besta sem gerist er að hann kynnist Evu, aðalhlaupaspírunni á landinu eins og Lási bróðir hans seg- ir, fallegri stelpu af Akranesi. Hún er líka góður félagi þegar á reynir. Fjórtán. . . bráðum fimmtán er 177 bls., prýdd mörgum myndum eftir önnu Cynthiu Leplar. Hún er að öllu leyti unnin í Prentsmiðjunni Hólum hf. I - JS___________ ANDRÉS INDRIDASON Fingramál eftir Joanne Greenberg Bjallan hefur sent frá sér bókina Fingramál eftir Joanne Greenberg í þýöingu Bryndísar Víglundsdóttur. Bókin f jallar um hjónin Jennu og Abel Ryder sém bæöi eru heyrnarlaus. Lífs- hlaup þeirra alit einkennist af vangetu þeirra að eiga samskipti við annað fólk vegna þess að skilningur þeirra á hinu talaða máli er mjög takmarkaður og heyrandi skilur ekki fingramálið. Þeir sem kynnast Jennu og Abel Ryder efast ekki um eðlislæga greind þeirra. Því veröur fötlun þeirra svo átakanleg að hjá henni heföi mátt komast ef þau, heföu strax í upphafi fengið möguleik- ann til að tjá sig með fingramáli. Þannig sýna þau okkur að fötlun er af- stæð. Líklegast á bókin Fingramál fyrst og fremst erindi til fólks í dag af því að hún sýnir ljóslega gildi góðra samskipta. Höfundurinn Joanne Greenberg, er virtur rithöfundur í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, og hefur hlotiö hin eftirsóttu Pulitzer bókmenntaverð- laun. Prentstofa G. Benediktssonar annaðist setningu, umbrot, filmuvinnu og prentun. Arnarfell sá um bókband. Dagbók önnu Frank Iðunn hefur sent frá sér nýja útgáfu á Dagbók önnu Frank. Bók þessi kom út á íslensku árið 1957 í þýðingu séra Sveins Víkings og hefur um langt skeið verið ófáanleg með öllu. Bókin er eitt frægasta og mest lesna rit frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, hefur verið þýdd á f jölmörg tungumál, snúið í leikrit og kvikmynd. Anna Frank var ung hollensk stúlka af gyðingaættum. Þegar nasistar hófu útrýmingarherferð sína á hendur gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni tókst f jölskyldu hennar að leynast í tvö ár uns nasistar fundu hana og hnepptu í fangabúðir. Tæpu ári síðar andaðist Anna Frank í fangabúðunum í Bergen- Belsen í mars 1945. Faðir hennar var hinn eini úr fjölskyldunni sem lifði af. Eftir að hann sneri heim fékk hann í hendur dagbók dóttur sinnar sem fundist hafði að henni látinni. Hann leyfði að þessi einstæða bók kæmi út. Dagbók önnu tekur yfir þau tvö ár sem fjölskyldan lifði í felum þegar Anna er fjórtán til sextán ára. Bókin sýnir undraverðan þroska stúlkunnar og næmleika. Dagbók Önnu Frank er 270 blaðsíður, ljósprentuð hjá Odda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.