Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 1
Leit að gömlum manni Leitarflokkar skáta, lögreg/an og fjölmarg/r aðrir aðilar leituðu i gærkvöldi og i nótt að 73 ára gómlum manni sem horfið hafði að heiman frá sér síðari hluta dags i gær og ekki komið aftur á tilsettum tima. Auglýst var eftir manninum bæði i útvarpi og sjónvarpi og leit- arflokkar fóru um svæði i Breiðholti og nágrenni þar sem siðast sást til hans. Um klukkan fjögur i nótt fannst svo maðurinn rétt við Höfða- bakkabrúna og var hann þá látinn. -klp DV-myndir S. Æskulýðsráð Reykjavíkur: Krefst rannsóknar á rekstri unglingaskemmtistaðar Æskulýðsrád Reykjavikur hefur farið f ram á það við lögreglustjórann í Reykjavík að hann láti kanna rekstur unglingaskemmtistaðarins Best, sem var opnaður ekki alls fyrir löngu í félagsheimili hestamanna- félagsins Fáks, á gatnamótum Reyk janesbrautar og Bústaða vegar. Meðal upplýsinga sem óskað er eftir er hvernig staðið sé að leyfis- veitingum fyrir skemmtistaði á borð viðBestogáhvernháttséfylgstmeð sölu aðgöngumiða og uppgjöri á sköttum vegna skemmtananna. Þá er óskað eftir upplýsingum um á hvern hátt sé fylgst með að aldurs- takmörk gesta séu í samræmi við lögreglusamþykkt Reykjavíkur og hvernig fylgst sé með aldurstak- mörkum vegna áfengisneyslu. Æskulýðsráð greinir frá fjórum ástæðum fyrir því að óskað er eftir þessum upplýsingum og eru þær í fyrsta lagi: Grunur nm að skemmti- staðurinn sé rekinn án tilskilinnn leyfa, í öðru Iagi grunur um að ekki séu seldir aðgöngumiðar að skemmt unum í Best, heldur stimplað á hendur og andlit gestanna, í þriöja lagi virðast aldursmörk brotin og skemmtanir standa lengur en leyft er og i f jórða Iagi leikur grunur á aö farið sé mjög frjálslega með reglur um áfengi á staðnum. Æskulýðsráð tekur fram að fjöl- margir foreldrar og skólamenn hafi haft samband við starfsmenn ráðs- ins og spurst fyrir um rekstur staðarins. Signý Sen, fulltrúi lögreglustjóra, sagði í samtali við DV aö grunurinn um að skemmtistaðurinn væri rekinn án tilskilinna leyfa væri ekki á rökum reistur því skemmtistaður- inn hefði ávallt fengið leyfi fyrir skemmtunum sínpm. Hvernig reglum væri síðan fylgt eftir væri allt annaðmáL Þá kom það fram í samtali DV við Gísla Áma Eggertsson, starfsmann Æskulýösráös, að hann hefði heim- sótt skemmtistaðinn um síðastliðna helgi og að sér hefði virst nokkuö um unglinga undir 16 ára aldri á staðn- um en aldurstakmarkið er 16 ár. Einnig sagði Gísli að nokkuð hefði boriðáölvun. -SþS. Hörmungarástand skipverjanna á Þyrli vegna kyrrset ningar skipsins í Noregi: Á ÖLMUSU Mál íslenska olíuskipsins Þyrils, sem hefur verið kyrrsett í Kristian- sund í Noregi í 16 daga, hefur fengiö mikið umtal í norskum fjölmiðlum nú síðustu dagana. Hafa blöð í Kristiansund og nágrenni skrifað mikiö um málið svo og Dagblaðið í Osló og í gær var langur fréttapistill um skipið og aðbúnað skipver janna i norska ríkisútvarpinu. Hefur þaö vakið mikla athygli í Noregi að íslenska ríkiö skuli ekki hjálpa skipverjunum til að komast heim til Islands. I staðinn hafi það bent þeim á að fá peninga hjá norska ríkinu — eöa nánar tiltekið hjá félagsmálastofnuninni i Kristian- sund. Fá þeir þar 200 krónur norskar á viku. Sqgir í fréttunum aöskipverj- arnir hafi verið gerðir útlægir í Noregi af íslenska ríkinu. Okkur tókst í gær að ná sambandi við Þyril i gegnum radióiö í Ala- sundL Sögðu skipverjamir sem við töluðum við að ástandið um borð væri vægast sagt hörmulegt. Þeir hefðu aðeins þessar 200krónuráviku og enga möguleika á að komast heim. Þeir ættu enga peninga fyrir farinu, þvi þeir hefðu ekki fengið uppgert h já útgerðinni sem nú ramb- aði á barmi g jaldþrots. Enginn matur væri um borð og lifðu þeir á ölmusum frá fólki í landi. Norska sjómannakirkjan hefði gefið þeim vöölur og kaffi í gær og Islend- ingar búsettir í Kristiansund hefðu fært þeim mjólk og brauð um borð. Ekkert værí við að vera og þeir ættu ekki einu sinni peninga til að komast íhíó. Um borð eru 11 menn, þar af 9 tslendingar. Sagði einn þeirra sem við töluðum við að þeir væru allir orðnir mjög örvæntingarfullir. Þeir þyrftu að standa við skuldbindingar sínar gagnvart fjölskyldum og öðrum heima á Islandi, þar á meðal íslenska ríkinu, sem ekkert vildi þó gera til að Iosa þá úr þessari prísund. Eúin yfú-mannaxuia um borð sagði að þeir gætu ekki ásakað útgerðar- manninn meir fyrir ástandið. Hann hefði tekið áhættu með því að gera vel við skipið og útgerðin ekki þolað það. Hann væri nú að reyna að b jarga því sem hægt væri en kæmi að flestum dyrum lokuðum eins og þeir umborðíÞyrli. -klp- Er5áraog syndireinn kílómetra þrisvarí viku — sjá Dægradvöl bls. 34og35 Kópavogs- piltarhittu Keegan — sjá Sviðsljós bls.29 Birtumnöfn eituriyfja- smyglara — sjá Lesendur bls. 17 Étekkifrá mér vinnuna — sjá Viðtalið bls.ll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.