Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 32
32
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. NOVEMBER1983.
Andlát 1 Fundir 5 1 gærkvöldi í gærkvöldi
Hví ekki beina útsendingu
úr Þjóðleikhúsinu?
Gleöilegasta frétt ríkisfjölmiöl-
anna í gærkvöldi var um veðrið. Þaö
á nefnilega að hlýna á Islandi í dag.
Frostiö í Reykjavík í gær var níu stig
en í dag er búist viö aö kominn veröi
tveggja stiga hiti. Páll Bergþórsson
veðurfræðingur gaf meira að segja í
skyn aö von væri á meir i hlýindum.
Sjónvarpsdagskráin var meö besta
móti. Glæsimark Ásgeirs Sigurvins-
sonar, vinstri fótar þrumuskot frá
vítateigslínu í markiö alveg viö fjær-
stöng, var komiö fyrir augu Islend-
inga rúmum tveimur sólarhringum
eftir að þaö var skorað. Slíka þjón-
ustu af hálfu sjónvarpsins kunna
knattspyrnuáhugamenn vel aö meta.
Iþróttaþátturinn sýndi okkur
stutta viöureign hnefaleikaranna
Larry Holmes og Marvin Frazier.
Þetta var ójafn leikur. Larry lúbaröi
Marvin sundur og saman. Högg
heimsmeistarans dundu á hinum
unga syni Joe Frazier.
Þessi stutta mynd frá boxkeppni
sannfæröi mig enn frekar um aö sú
ákvöröun Alþingis á sínum tíma aö
banna hnefaleika á Islandi hafi verið
skynsamleg. Þar gerði Alþingi rétt.
Allt á heljarþröm eöa Whoop
Apocalypse heitir breski grínmynda-
flokkurinn, sem leysti Já, ráöherra
af hólmi. Þaö er ekkert grín aö þurfa
aö vera á eftir „ráöherranum”, því
óhjákvæmilega bera menn þættina
saman. Allt á heljarþröm stenst ekki
þann samanburð. Engu aö síöur má
hafa ágæta skemmtun af nýja grín-
þættinum. Eg skellti aö minnsta
kosti upp úr nokkrum sinnum.
Lokaliður sjónvarpsins var tekinn
upp í leikhúsi í Kalifomíu. Leikritið
Alla leiö heim var sýnt beint um
Bandaríkin en kom hingað á mynd-
bandi.
Auövitaö ætti íslenska sjónvarpið
aö bregöa sér í leikhúsið einu sinni á
ári og senda þaöan beint. Þaö ætti
ekki aö vera mikiö mál aö koma fyrir
nokkrum myndavélum í Þjóðleikhús-
inu eöa Iðnó eitthvert kvöldiö. Velja
ætti íslenskt leikrit sem gengið hefur
bæöi vel og lengi. Verk eins og Ofvit-
inn, Jói og Stundarfriður heföu til
dæmis vel mátt fara í beina út-
sendingu. Opera, ballett og athyglis-
verðir tónleikar, líka rokktónleikar,
ættu einnig aö vera í myndinni.
-Kristján Már Unnarsson.
Vilborg Magnúsdóttir lést 21. nóvem-
ber sl. Hún var fædd á Ytri-Ásláksstöð-
um Vatnsleysuströnd 2. apríl 1892.
Foreldrar hennar voru þau Magnús
Magnússon og kona hans Ingibjörg
Jónsdóttir. Vilborg giftist Olafi Kristni
Teitssyni en hann lést árið 1974. Þau
hjón eignuðust sjö börn. Utför Vilborg-
ar veröur gerö frá Fossvogskirkju í
dag kl. 15.
Þórleif Eiríksdóttir, Hrafnistu Hafnar-
firöi, andaöist laugardaginn 26.
nóvember sl.
Guöjón Guðmundsson lést á heimili
sínu, Miklubraut 16, sunnudaginn 27.
nóvember.
Jón Albertsson, Háholti 27 Akranesi,
lést sunnudaginn 20. nóvember.
Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey
aöóskhinslátna.
Guðmundur Geir Jónsson skipstjóri,
Nesbala 80, lést af slysförum 28. októ-
ber. Jarðarförin ákveöin síöar.
Svavar Gíslason bifreiöars jóri, Skipa-
sundi 62, lést laugardaginn 26. nóvem-
ber.
Júlíus J. Halidórsson fisksali, Spóahól-
um 2, Reykjavík, veröur jarösunginn
frá Dómkirkjunni föstudaginn 2.
desember kl. 10.30.
Guðrún Hinriksdóttir, Sunnubraut 35
Kópavogi, lést í Landspítalanum
aöfaranótt 25. nóvember.
Sólveig Árnadóttir Petersen veröur
jarösungin frá Fossvogskirkju,
miðvikudaginn 30. nóvember kl. 10.30.
Tónleikar
Fjórðu Háskóla-
tónleikar á
haustmisseri
Fjórðu Háskólatónleikarnir á þessu misseri
verða haldnir í Norræna húsinu miðvikudag-
inn30. nóvemberoghefjastkl. 12.30.
Þar koma fram Hafsteinn Guðmundsson
fagottleikari og Jónas Ingimundarson píanó-
leikari. Þeir flytja tónlist eftir Frakkana
Gabriel Piemé og Camiile Saint-Saens, en
auk þess „Þrjá söngva án orða” eftir ísra-
elska nútímatónskáldið Paul Ben-Haim.
Tónleikarnir vara u.þ.b. hálftíma.
Tónleikanefnd Háskóla Islands.
Ég held ég hætti í tennis. Nú er ég
búin aö týna boltanum einu sinni
enn.
Aðalfundur
Golfklúbbs Ness — Nesklúbbsins veröur
haldinn sunnudaginn 4. des. 1983 aö Hótel
Sögu, Atthagasal, og hefst kl. 16.
Dagskrá:
Venjuleg aöalfundarstörf.
Verölaunaafhending.
Matarhlé.
Púttmót.
Þaö fyrirkomulag sem verið hefur 2 sl. ár
hefur gefist mjög vel og eru margir félagar
þegar farnir aö æfa púttin sín, og státa af
hversu bein þau séu.
Púttmót maka veröur á meðan fundur
stendur yfir, síöan verölaunaafhending fyrir
innanfélagsmótin í sumar. Þessu golfári
ljúkum viö meö allsherjarpúttmóti fyrir alla.
Því er þaö áríöandi aö félagar og makar
þeirra hafi meö sér pútter og bolta.
Samtök um kristna boðun
meðal gyðinga
halda fund miövikudaginn 30. nóvember kl.
8.30 í húsi KFUM Amtmannsstíg 2b. Erindi
flytur sr. Eiríkur J. Eiríksson. Allir velkomn-
ir.
Aðalfundur FÍRR
Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur verður
haldinn aö Hótel Esju mánudaginn 5. des-
ember 1983 kl. 21. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
íþróttir
Þrír leikir fara fram á Islandsmót-
inu í blaki í Hagaskóla í kvöld:
Fram-lS, 1. d. karla, kl. 18.30.
IS-Þróttur, l.d.kvenna,kl, 19.50.
Víkingur-Breiðablik, 1. d. kvenna, kl.,
21.10.
íþróttir
Miðvikudagur 30. nóv.
Kópavogur
Kl. 20.00 2.d. kv. H.K.-Í.B.K.
Kl. 21.152. d. ka. H.K.-l.R.
Söfnin
.
Borgarbókasafn
Reykjavíkur i
Aðaisafn — útlánsdeiid, Þíngholtsstræti 29 a,
simi 27155. Opíð mánud.—föstud. kl. 9—21.
Sept.—apríl er einnig opið á laugard. kl. 13—
16. Sögustundir fyrir 3—6 ára böra á þriðjud.
kl. 10.30-11.30.
Aðaisafn — lestrarsalur, Þingholtsstræti 27,
sími 27029. Opið mánud.—föstud. kl. 13—i3.
Sept,—apríl er einnig opið á laugard. kl. 13—
19. Lokaðí júlí.
Sérútlán—afgreíðsla í Þingholtsstræti 29 a,
simi 27155. Bókakassar lánaðir skipum,
heilsuhælum og stofnunum.
Sóiheimasaín, Sólheimum 27, simi 36814. Opið
mánud.—föstud. kl. 9—21. Sept.—apríl er
einnig opið á laugard. kl. 13—16. Sögustundir.
fyrir 3—6 ára börn á miðvikud. kl. 11—12.
Bókin heim, Sólheimum 27, sími 83780. Heim-
sendingarþjónusta á prentuðum bókum fyrir
fatlaða og aldraða. Símatimi: mánudaga og
fimmtudaga kl. 10—12.
Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, sími 27640.
Opið mánud.—föstud. kl. 16—19. Lokað í júlí.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, sími 36270. Opið
mánud.—föstud. kl. 9—21. Sept.—apríl er
einnig opið á laugard. kl. 13—16. Sögustundir
fyrir 3—6 ára börn á miðvikud. kl. 10—11.
Bókabilar. Bækistöð i Bústaðasafni, simi
36270. Viðkomustaðir víðsvegar um borgina.
Bókabílar ganga ekki í 1 1/2 mánuö að
sumrinu og er það auglýst sérstakiega.
Tilkynningar
Sími AA-samtakanna
Eigir þú við áfengisvandamál að stríða þá er
simi samtakanna 16373 milli kl. 17 og 20 dag-
lega.
Opið hús hjá Geðhjálp
Geöhjálp. Félagsmiöstöö Geöhjálpar, Báru-
götu 11. Rvík. Opið hús laugardaga og sunnu-
daga kl. 14—18. Þetta „opna hús” er ekki ein-
skoröaö viö félagsmenn Geöhjálpar heldur og
aöra er sinna vilja málefnum félagsins. Sími
25990.
Frá Katta-
vinafélaginu '
Húsbyggjendur og aðrir þeir sem eiga sökkla-
timbur og vilja leggja Kattavinafélaginu liö.
Vinsamlega hringið í síma 14594. Síamslæða
er í óskilum hjá Kattavúiafélaginu.
Kvenfélag Óháða
safnaðarins
Basarinn verður nk. laugardag kl. 14 í Kirkju-
bæ. Félagskonur og velunnarar safnaðarins
eru vinsamlegast beðnir að koma gjöfum á
föstudag mUU kl. 16 og 19 og á laugardag kl.
10-12.
Spilakvöld í
Hallgrímskirkju
SpUakvöld verður í félagsheimUi HaUgríms-
kirkju í kvöld (þriðjudag) kl. 20.30. Ágóði
rennur til styrktar kirkjunni.
Akraneskaupstaður
Á fundi sínum þann 8. nóvember 1983 sam-
þykkti bæjarstjórn Akraness eftirfarandi til-
lögu, v/stöðu atvinnumála á Akranesi:
„Bæjarstjórn lýsir þungum áhyggjum
sínum af því alvarlega atvinnuástandi, sem
skapast hefur í kjölfar rekstrarstöðvunar bv.
Öskars Magnússonar og leitt hefur til upp-
sagna um 180 starfsmanna í sjávarútvegi á
Akranesi.
Bæjarstjórn beinir þeim eindregnu
tilmælum til stjórnvalda, að gripið verði
þegar í stað tU nauðsynlegra ráðstafana sem
tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækja í sjáv-
arútvegi, svo komast megi hjá víðtækum upp-
sögnum starfsfólks og óhjákvæmilegri lífs-
kjaraskerðingu fjölmargra fjölskyldna.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði
pg bæjarstjóm að taka upp viðræður við for-
ystumenn Verkalýðsfélags Akraness og út-
gerðaraðila togarans Oskars Magnússonar
meö það fyrir augum að útgerð togarans
verði tryggð frá Akranesi til frambúöar.
Jafnframt er bæjarráði falið að gera þing-
mönnum kjördæmisins grein fyrir því alvar-
lega ástandi, sem skapast hefur í atvinnumál-
um Akurnesinga.”
Kvenréttindafélag íslands
Miðvikudaginn 30. nóvember kl. 20.30 kemur
umræðuhópur nr. 4 saman í annað sinn að
Hallveigarstöðum og ræöir um konur og stétt-
arfélög. Hópstjórar eru: Björg Einarsdóttir,
Hrafnhildur Sigurðardóttir og Sigríður
Guðmundsdóttir. Umræðuhópar þessir eru
opnir öllum sem áhuga hafa á málefninu.
Tvær hljóðsnældur frá Sögu-
stokki
Sögustokkur hefur sent frá sér tvær
hljóðsnældur með þjóðlegu efni ætluðu böra-
um. Á Sögusnæidu eru Búkolla, En hvað það
var skrýtið, Leggur og skel, Bokki sat í
brunni, Stúlkan í turainum, Fljúga hvítu fiðr-
ildin, Sitt á hvoru hné ég hef, Gilitrutt, Karls-
sonur, Lítill, Trítill og fuglamir og Einn og
tveir. Björg Árnadóttir og Guðbjörg Þóris-
dóttir lesa sögumar. Kolbeinn Bjarnason
leikur á flautu tilbrigði við Fljúga hvítu fiðr-
ildin og tóna úr íslenskum þjóðlögum.
Á Jólasnæidu er margvíslegt efni tengt
jólum. Þar er m.a. jólaguðspjallið, Litla
stúlkan með eldspýtumar, Jólasveinakvæði,
Jólakötturinn, Um siði og þjóðtrú á jólum,
Vinnumaðurinn og sæfólkið, Grýluþula og
jólaljósiö.
Sögustokkur vill gefa börnum kost á
vönduðu og skemmtilegu efni sem glæðir
ímyndarafl og örvar málþroska þeirra. Böm.
sem hefja lestramám hafa ekki alltaf nægi-
legt vald á málinu til þess að geta lært að lesa
tákn þess. Sögustokkur áiítur að ef börn
kunna að hlusta á flóknar sögur eigi þau
auðveidara með að læra að lesa.
Kennarar, fóstrur og foreldrar og aðrir þeir
sem vilja bjóða börnum vandað íslenskt efni
ættu að geta notfært sér snældumar bæði
heima, í skólum, á dagvistarheimilum.
Minningarspjöld
Minningarkort
Sjálfsbjargar
fást á eftirtöldum stöðum.
Reykjavík:
Reykjavíkurapótek, Austurstræti 16.
Garðsapótek, Sogavegi 108. Versiunin
Kjötborg, Asvallagötu 19. Bókabúðin
Álfheimum 6. Bókabúð Fossvogs, Grimsbæ v.
Bústaðaveg. Bókabúðin Embla, Drafnarfelli
10. Bókabúð Safamýrar, Háaleitisbraut 58—
60. Vesturbæjarapótek, Melhaga 20—22.
Innrömmun og hannyrðir, Leirubakka 36.
Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. Bókabúðin
Ulfarsfell, Hagamel 67.
Hafnarfjörður:
Bókabúö Olivers Steins, Strandgötu 31.
Kópavogur:
Pósthúsið.
Mosfellssveit:
Bókaverslunin Snerra, Þverholti.
Minningarkort fást einnig á skrifstofu
félagsins Hátúni 12, sími 17868.
Við vekjum athylgi á símaþjónustu í sam-
bandi við minningarkort og sendum
gíróseðla, ef óskað er.
Sölustaðir minningarkorta
Landssamtaka
hjartasjúklinga
Reykjavík:
Reynisbúð, Bræðraborgarstíg 47
Bókaverslun Isafoldar, Austurstræti 10
Framtíðin, verslun, Laugavegi 45
Verslunin Borgarspítalanum
Ingólfur Viktorsson, Lynghaga 7
Biöm Biarman, Alftamýri 12
Jóhannes Proppé, Sæviðarsundi 90
Sigurveig Halldórsdóttir, Dvergabakka 36
Njarðvík:
Alfreð G. Alfreðsson, Holtsgötu 19
Grindavík:
Sigurður Olafsson, Hvassahrauni 2
Minningarkórf
Foreldra- og styrktarfélags Tjaldaness-
heimilisins „Hjálparhöndin” fást á eftirtöld-
umstöðum:
Ingu Lillý Bjarnad., simi 35139,
Asu Pálsdóttur, sími 15990,
Gyðu Pálsd., sími 42165,
Guðrúnu Magnúsd., simi 15204,
blómaversluninni Flóru, Hafnarstræti, simi
24025,
blómabúðinni Fjólu, Goðatúni 2, Garðabæ,
sími 44160.
Minningarkort Barnaspítala
Hringsins fást á eftirtöldum
stöðum:
Versl. Geysir hf., Hafnarstræti 2.
Jóhannes Norðfjörð hf., Hverfisgötu 49.
Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31 Hf.
Bókaversl. Snæbjarnar, Hafnarstr. 4 og 9.
Bókabúðin Bók, Mikiubraut 68.
Bókhlaðan, Glæsibæ.
Versl. Eliingsen hf., Ánanaustum, Grandag.
Bókaútgáfan Iðunn, Bræðraborgarst. 16.
Kópavogsapótek.
Háaleitisapótek.
V esturbæj arapótek.
Garðsapótek.
LyfjabúðBreiðholts.
Heildversl. Júlíusar Sveinbjörnss., Garðastr.
6.
Mosfells Apótek.
Landspítalinn (hjá forstöðukonú).
Geðdeild Baraaspítala Hringsins, Daibraut
12.
Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27.
Olöf Pétursd., Smáratúni 4 Kefla v.
Minningarkort
Háskólasjóður Stúdentafélags Reykjavikur.
Minningarkort seld í Háskóla Islands (s.
25088). Tilgangur sjóðsins er að styrkja ýmis
verkefni Háskóla Islands svo og stúdenta við
Háskólann.
Siglingar
Akraborgin
siglir nú fjórar ferðir daglega á milli Akra-
ness og Reykjavíkur.
FráAk. FráRvík:
Kl. 08.30 Kl. 10.00
Kl. 11.30 Kl. 13.00’
Kl. 14.30 Kl. 16.00
Kl. 17.30 Kl. 19.00
Afmæli
85 ára er í dag, þriðjudaginn 29.
nóvember, Margrét Sigurðardóttir
Briem, Grettisgötu 53b Reykjavík.!
Hún tekur á móti gestum í félagsheim-
ili Flugleiðastarfsmanna í Síðumúla 11
frákl. 18íkvöld.
Sjötugur er í dag, 29. nóvember,
Gunnar Friðriksson framkvæmda-
stjóri, Hjarðarhaga 31.
Gunnar Friðriksson er löngu þjóð-
kunnur maður fyrir störf sín að félags-
málum. Hann var meöal annars forseti
Slysavarnafélags Islands í tuttugu og
tvöár, frá 1960—1982.
Eiginkona Gunnars er Unnur
Halldórsdóttir. Þau eru stödd erlendis,
á Hotel Reichshof, Kirehenallee 34
Hamborg.