Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. NOVEMBER1983. Frjálst.óháö dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. AóstoQarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SIOUMULA 12—14. SÍMI 86AI1. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: PVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Stöðvum steinullina Samkvæmt lögum um steinullarverksmiöju er ríkis- stjórninni því aðeins heimilt að leggja fram fé til fyrirtækisins, að hlutaféð í heild verði að minnsta kosti 30% af stofnkostnaði hinnar fyrirhuguðu verksmiðju á Sauðárkróki. Núverandi ríkisstjórn braut þessi lög um daginn, þeg- ar hún samþykkti ríkisaðildina, enda þótt hlutafé fyrir- tækisins eigi ekki að vera nema tæp 5% af stofnkostnaði í stað 30% eöa 30 milljónir króna í stað 192 milljóna. Til að bæta gráu ofan á svart hefur ríkisstjórnin á- kveöið að útvega á næsta ári 80 milljónir króna í erlend- um lánum til verksmiöjunnar. Er þá enn eftir að útvega 530 milljón króna lán í þetta 640 milljón króna gælufyrir- tæki. Ábyrgð núverandi ríkisstjórnar er þyngri en hinnar, sem fékk lögin um steinullarverksmiðjuna samþykkt fyrir hálfu þriðja ári. I lögunum eru fyrirvarar, sem ekki hefur verið staðið við. Samt ætlar ríkið að taka þátt. Þyngsta ábyrgð á þátttöku mundu bera Albert Guðmundsson í fjármálaráðuneytinu og Sverrir Hermannsson í iðnaðarráðuneytinu. Hinn fyrrnefndi á að ábyrgjast lánin og hinn síðarnefndi kaupa hlutaféð — fyrir lánsfé. Hlægilegt er, að annar þessara ráðherra, sem er að reyna að selja ríkisfyrirtæki, á aö taka þátt í að útrýma um 50 atvinnutækifærum í sautján einkafyrirtækjum í framleiðslu einangrunar og færa yfir í eina ríkiseinokun. Hin makalausa verksmiðja núverandi ríkisstjórnar á að framleiða úrelta vöru, sem hvarvetna er á hröðu und- anhaldi í byggingaiðnaði. 1 útlöndum eru slíkar verk- smiðjur reknar meö aðeins 50% afköstum. Mikla athygli hefur vakið á síðustu árum, hversu hættulegt er að vinna í steinullarverksmiðjum. 1 Dan- mörku einni létust í fyrra ellefu starfsmenn úr krabba- meini vegna mengunar af steinullarryki. Svo kvarta sumir út af álverum! Enginn hefur í alvöru haldið fram, að unnt verði að selja nokkuð af framleiðslunni til útlanda. Samt er verið að stofna verksmiðju, sem á að framleiða 6.000 tonn á ári upp í heimamarkað, sem var 610 tonn í fyrra. Greinilegt er, að níu tíundu hlutar framleiðslunnar munu ekki seljast, nema þrengt verði að öðrum einangrunarefnum á markaðnum, svo sem glerull ng plasti. Það verður fyrst gert með tollum og kvótum og síðast með einokun. Húsbyggjendur munu borga brúsann í hækkuðum byggingakostnaði. 50 starfsmenn í 17 einkafyrirtækjum munu borga brúsann í atvinnumissi. Skattgreiðendur og erfingjar landsins munu borga brúsann í ríkisútgjöldum og erlendum skuldum. Heimamenn á Sauðárkróki ætla aðeins að leggja fram 0,6% kostnaðar eða fjórar milljónir af 640 milljónum. Það eru 13% af hlutafénu. Finnar eiga að leggja fram 17%. Sambandið 30% og ríkið 40%. Þannig er búið til gælufyrir- tæki. Allir útreikningar á arðsemi verksmiðjunnar eru út í hött, enda hafa margir sérfróðir aðilar varað við feigðar- flaninu. Til dæmis hefur Skipaútgerð ríkisins ekki samþykkt að flytja steinullina á 75% afslætti af farm- gjöldum. 6.000 tonna verksmiðja fyrir 610 tonna markað er vitlausasta iðnaðarævintýri Islandssögunnar, vonlausara en Kröfluvirkjun. Þar verður kastað á glæ 640 milljónum króna. Þetta gæludýr verður að stöðva. Albert getur það, ef hann vill. Jónas Kristjánsson. Mannslíf f tolli Þá er aöventan gengin í garö, og um helgina voru jólamerki víöa í gluggum, bæöi verslana og heimila, aö ekki sé nú rætt um hinar fögru skreytingar veöurguöanna, er klætt hafa svört trén hvítri mjöll, ólýsan- legri fegurö, sem ekki virðist vera í miklu samræmi viö hegöan mann- kynsins, er mælir sálarstyrk sinn í kjarnaoddum, stolnum, eöa óstoln- um tölvubúnaði og aö eldflaugar séu á réttum stööum, og hæfilega margar fyrir húöina. Þaö má því segja aö vetrarlegt sé nú á islandi og dimmt sé yfir heimi, þrátt fyrir aöventuljós í gluggum. Og í hugann koma orö Tómasar Guö- mundssonar, er hann lýsir því svo tregablandiö, þegar fljótiö flutti hans síöasta vordag í hafið. Aöventan mun vera áramót kirkju- Eftir helgina Jónas Guðmundsson ársins, nýtt kirkjuár hefst meö jóla- föstu og 17. júní læröra manna verður svo 1. desember, ef aö líkum lætur, eöa fullveldisdagurinn. Þá er oft mikiö um dýröir, og ég minnist þess úr sjónvarpinu, að troðfullur salurinn titraöi í þögninni, meöan menn fóru í vasana til þess aö finna Island farsælda frón, á fjölrituöum miöum, svo söngurinn gæti hafist aftur. Um helgina ræddu menn mest um sorgina, alla þá mannskaða er orðið hafa í haust. Skip og flugvélar hafa farist og viö höfum misst menn. Ekki veit ég hvaö tölfræðin segir, en í skammdegi veröur sársaukinn meiri og þjáningin sekkur dýpra í sálina enáöörumdögum. Þaö er ef til vill þess vegna, sem sú opinbera umræöa um neyðarhjálp handa loönusjómönnum, hitti marga illa. Og eiginlega haföi maður þaö á tilfinningunni, aö þjóöin ætti nú sökótt viö landhelgisgæslu sína. Svona gott er nú aö vera vitur eftirá, eins og gjarnan er sagt, því sannast sagna, þá hefur mikil guös mildi oft ráðiö því, aö, þessi fáu varöskip sem viö eigum, hafa eins og fyrir tilviljun eina verið nærstödd, er voöa bar aö höndum. Hinu er ekki aö leyna, að nauðsyn- legt er aö hafa vel búin björgunar- skip á miöunum, eöa í námunda viö þau þegar allra veðra er von. Um þetta hefur undirritaöur margsinnis ritaö áöur, og leyfi ég mér aö endur- taka þá uppástungu, að landhelgis- gæslan veröi gjörö aö sérstöku læknishéraði, til þess að unnt sé aö hafa lækni á Hombanka, Strandar- grunni og í Lónsdjúpi, og öðrum svip- uöum stöðum, í vondu veðri. Um borð í varöskipunum er nokkur aöstaöa til neyöarhjálpar, er helst þyrfti aö manna, meö læknum, a.m.k. ákveöna mánuöi ársins. Það myndi veita öryggi, bæöi sæförum og eins á ýmsum stööum í landi, er lokast af aö vetrarlagi. Að þessu mættu menn hyggja á miklum tímum heilsugæslustöðva og brennivínsþurrkhúsa, sem auövitað eru líka af hinu góöa. Ef til vill er rétti tíminn einmitt núna, þegar öll héraöslæknisembætti eru mönnuö læknum, og frá því hefur verið greint, aö læknar gangi nú í fyrsta sinn atvinnulausir á íslandi. En ef veriö er að tala um sjóinn, eöa öryggi sjófarenda, er af nægu aö taka. Þaö er til dæmis uggvænlegt hvernig samgönguráöuneytið viröist moka út skilríkjum og réttindum handa ólærðum mönnum til þess að fara meö skipstjórn og vélstjórn, meðan Stýrimannaskólinn í Reykja- vík hefur nær enga nemendur, og sömu sögu er aö segja af sjómanna- skóla Vestmannaeyja. Þaö sér hver heilvita maöur, aö ef þaö ástand ríkir, aö menn geta sparað sér skólavist, með því aö sækja sér í stjómarráðiö, dánarvott- orö þau, er á nútíöarmáli eru nefndar undanþágur til þess að stjóma skipum, veröur þaö auövitað til þess aö tæma sjómannaskólana, hvaö það hef ur þegar gert. Hér er því vegið aö siglingalist okkar menn- ingu, sem og öryggi. Forsvarsmenn sjómanna, ræöa mikið á stundum um skip undir „hagsmunaflaggi”, Líberíufána og Panamaflaggi. En ýms ábyrgöar- laus ríki, hafa tekið þaö aö sér aö gefa skipum, sem raunar eru ekkert annaö en fljótandi líkkistur, fullgilda pappíra til þess að leggja á heims- höfin. Og þarna blandast einnig skattamál í dæmiö, svo og kjaramál skipverja. Frá því er hinsvegar sjaldnar greint, aö í mörgum þessara landa er einnig unnt aö kaupa sér skip- stjórnarréttindi, bæði á stjómpall og í vél. Og þá eru fyrir 50—100 dollara, gefin út skjöl í svipuðum gæöaflokki og samgönguráöuneytið virðist moka út núna og hafa gjört hömlu- lítiö og nefnir undanþágur. Þaö þarf því ekki aö fara til Panama í verk- efnaleit fyrir samtök sjómanna. Þessu veröur aö hætta og þaö þegar í staö, og fleira þarf aö laga. Þótt eigi sé þaö sársaukalaust í byrjun jólaföstu, á þungum sorgar- dögum, kemst maöur til dæmis ekki hjá því aö oröa þaö, að Landhelgis- gæslan á nú enga stóra þyrlu, er þolir vond veöur. Og opinberlega hefi ég ekki séö þess getið, aö þyrla sé í pöntun. Er hér átt viö björgunarþyrlu. Sú sem fórst í Jökulfjörðum var nefnilega aleiga okkar, því má ekki gleyma núna. Aleiga í víötækum skilningi. Sérfróöir menn hafa sagt mér, aö þyrlur af þeirri tegund er fórst, séu þó ekki hugsaðar alfarið sem björg- unarvélar, til aö starfa viö verstu að- stæöur. Heldur sé um aö ræða þaö sem á erlendu máli eru gjarnan nefndar „executiveþyrlur” sem not- aðar eru m.a. til aö losa hátt sett fólk viö óþægindi. Og þá viö allt aörar aöstæöur en eru undir Stigahliö í 'noröan. TF-RÁN var tveggja hreyfla vél, en þó mun hún hafa verið af minnstu hugsanlegu gerö, sem unnt var aö nota viö blindflug og neyöarflug, eöa sem björgunarþyrlu viö Island. Sú er skoðun manna, er hafa sér- þekkingu, aö mun öflugri þyrlu þurfi til verka hér, langfleygari og sterk- ariáallanmáta. Þá þurfi slík þyrla aö geta tekið eldsneyti á flugi. Viö höfum séö slíkar þyrlur viö Is- land, til dæmis þyrlur varnarliðsins og frönsku þyrlurnar, sem hér voru viö æfingar í haust. Franska flug- sveitin kom hingað gagngert til aö leita uppi illviöri, ísingu og þann voða, er slíku loftfari getur mætt, en fannst síður á Parísarsléttunni á haustin. Auðvitaö er stórum þyrlum einnig hætt og þeim líka, er þeim fljúga. En öflug tæki þurfa ekki á alefli sínu aö halda við alla hluti, eins og minni þyrlur hafa oröiö aö gjöra hér viö land, en á því er nokkur munur. A sunnudegi get. ég því miöur ekki nefnt tegundarheiti á algengum þyrl- um vamarliösins, er ganga undir nafninu „JOLLY GREEN”. Þær hafa reynst sérlega vel og þær hafa mörgum mannslífum bjargaö á Is- landi og viö landið. Þannig þyrlu þurfum viö aö eignast hið fyrsta, eöa aðra sambærilega. Og það áður en voöa ber aö höndum, og áöur en aö því dregur á ný, aö menn veröi vitrir eftirá. Og þá verðum viö, nauðug viljug, aö mæta þeirri staöreynd, aö það tekur talsveröan tíma aö þjálfa menn í stjórn, meðferð og umhirðu, áöur en von er til aö öflug þyrla veröi aö virku og öruggu björgunartæki. Þaö er sem áöur sagði, ekki sársaukalaust að rita um þetta efni, undir þungum sorgar himni, í upp- hafi hátíða, eöa aöventu jóla. En eins og fljótin flytja vordagana í hafið heldur lífiö áfram. Viö mun- um meö sama hætti áfram missa menn, þrátt fyrir gífurlegar fram- farir í björgun úr sjávarháska og f ramfarir í siglingalist. En nú hljóta menn að staldra viö, og á vondum tímum veröum viö aö kaupa rétta þyrlu og kaupsamninga þarf aö gjöra í vondu veöri. Og aö lokum er rétt aö minna á þaö, aö þrátt fyrir stóra landhelgi og illvígari vetrarsókn til fiskveiða, þá eigum viö aöeins þrjú varðskip. Og þannig er búiö aö Landhelgisgæsl- unni fjárhagslega, aö á stundum er ekki unnt aö leysa smámuni úr tolli, hvað þá aö til séu peningar fyrir olíu til þess aö halda skipunum úti. Aöföng til landhelgisgæslu og björgunarsveita ættu auðvitaö aö vera undanþegin sköttum, því mannslíf gætu leynst í skjalabunka tollstjórans, en þaö er efni í aðra grein, eins og sú umbúðalausa aöför að Landhelgisgæslunni, þegar tekiö var fram, aö umræddan dag, heföi ekkert varöskip veriö út af Noröur- landi. Jónas Guömundsson, rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.