Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR29. NOVEMBER1983.
7
Neytendur Neytendur Neytendur: Neytendur
Spumingin er hver sé réttnr neytandans í verðbólgnnni. En þessi mynd er af neyt-
anda ársins og eins og s jó má hlaut hann þann titil ekki að ástsðulausu.
DV-mynd G.V.A.
Réttur neytenda
í verðbólgu-
þjóðfélagi
Okkur hefur borist bréf frá manni
einum sem átti viðskipti við véladeild
Fálkans. En þannig var mál meö vexti
að hann keypti í mars síðastliönum tvo
hjöruliðskrossa í bifreið sína sem er af
Toyota gerö. Fyrir þessa krossa
borgaöi hann 944 krónur. Þessir kross-
ar eru notaöir í drifsköft. Hann þurfti
þó ekki að nota þá fyrr en nú í nóvem-
ber. Þá brá honum heldur í brún því
þeir pössuöu ekki. Hann hafði sem sagt
fengið ranga hjöruliðskrossa í verslun-
inni.
Hann brá því á það ráð að fara í
verslunina og fá hina réttu krossa þar.
En þaö kom þá í ljós aö þeir voru ekki
fáanlegir. Nú voru liðnir tæplega 8
mánuöir frá því að kaupin fóru fram og
líklegt að samskonar krossar hafi
hækkað í verði á þessum tíma. Maður-
inn fór því fram á að fá endurgreidda
krossana á því verði sem gilti í dag.
Verslunarstjóri Fálkans sagði að
ekki kæmi til greina að greiða honum
Hvað er rétt
að gera
I lögum um lausafjárkaup er gert
grein fyrir rétti kaupanda og seljanda
ef um gallaða vöru er aö ræða eða ef
einhver mistök hafa átt sér stað í við-
skiptunum. I þessu tilfelli hafa greini-
lega orðið mistök af hálfu seljanda og
samkvæmt lögum á hann að bæta
kaupanda það tjón er hann hlýtur af
slíkum viöskiptum. I þessum lögum er
reyndar ekki gert ráð fyrir verðbólgu-
vandamálinu sem er skiljanlegt því
þau eru frá árinu 1922.
Guðsteinn V. Guðmundsson, starfs-
maður hjá Neytendasamtökunum,
sagði í viðtali við DV að það væri rétt
aö ekki væri gert ráð fyrir verðbólg-
unni í þessum lögum. En samkvæmt
áliti Neytendasamtakanna væri talið
eölilegt í svona tilfelli aö kaupandi
fengi endurgreitt á því verðlagi sem
væri þegar endurgreiðslan færi fram.
Borga unglingar heim?
Okkur hefur borist fyrirspum frá
móður sem spyr hvað sé eðlilegt að
fullvaxnir unglingar, sem enn dvelja í
föðurhúsum, borgi heim. .
Ekki vitum viö til þess að einhver
opinber úttekt hafi verið gerð á þess-
um málum. Þetta er að sjálfsögðu
fyrst og fremst innanfjölskyldumál
sem foreldrar og böm þeirra verða að
reyna að leysa á sem réttlátastan hátt.
Það getur verið erfitt að koma með
ákveðnar tölur um hvað sé réttlátt að
unglingar eigi að borga heim. En eng-
inn dregur í efa að unglingur sem er í
fullri vinnu eigi að greiða fyrir þá þjón-
ustu sem hann hlýtur heima hjá sér.
Sjálfsagt er matarkostnaður þyngstur
á metunum hvað þessa þjónustu
varðar en ekki á heldur aö vanmeta
aðra þjónustu, svo sem fataþvott og
húsaleigu.
Samkvæmt heimilisbókhaldi DV er
meðalmatarkostnaðaur á hvern ein-
stakling tæpar 3000 kr., miðað við upp-
lýsingar um bókhaldskostnað fjöl-
margra f jölskyldna víðs vegar af land-
inu. Þessa tölu er hægt að nota til við-
miðunar ef foreldrar eru í vandræðum
meö aö finna út hversu mikiö bömin
eigiaöborga.
Frumskilyrðið fyrir því að foreldrar
og unglingar geti komist að einhverju
samkomulagi er að unglingamir geri
sér grein fyrir því að sé eðlilegt að þeir
taki þátt í kostnaðarhlið heimilisins
eftir aö þeir eru orðnir „fullorðnir” og
hafasjálfirfastartekjur. En þaðgetur
stundum veriö erfitt aö gera sér grein
fyrir þessu meðal þeirra unglinga sem
vanir eru aö fá allt upp í hendumar, án
þess að þurfa að greiða fy rir þaö.
Yfirleitt er þó talið rétt að þeir
unglingar sem enn eru við nám sleppi
við áð borga heim til sín.
APH
^ Spariskór
g á dömur
™ verð frá kr. 75,00
% kr. 185,00, kr. 250,00 *
til kr. 485,- W
Verð
kr. 485,
Götu-
skór
fyrir dömur
og herra
úr ledri, 0
ákr. 675,00 J
UTIBUIÐ
AÐ LAUGAVEGI 95, II.HÆÐ
14370 OPIÐ FRÁ KL. 12-6
ÞAR GERIR ÞÚ
GÓÐ KAUP
100%
regn-
þéttar
dömukápur
verö frá kr. 570,00 A
*r. 990,00, W
;r. 1950,00 f
f
6 Húfusett
(trefill, húfa og ■
i vettlingar) |
W verð aðeins
A kr. 198,00 M
á því verðlagi sem væri í dag og
hann teldi þaö vera fjarstæöu aö hann
ætti aö græða á þessu. Endalokin urðu
þau að maðurinn fékk greitt til baka á
því verðlagi sem hann hafði keypt
krossana á í mars. Málinu er þó ekki
alveg lokiö því daginn eftir hringdi
maðurinn í véladeild Fálkans og
spurðist fyrir um verð á samskonar
krossum og hann hafði skilaö. Verðið
varnúorðið 1.270 kr.
Spurningin er því hvort neytendur
eigi rétt að fá endurgreidda vöm á
réttu verðlagi í slíkum tilfellum sem
þessu. Og einnig hvort verslunin hafi
síðan rétt til að selja vöruna hærra
veröi.
Loks má geta þess að ástæöan fyrir
því að kaupandinn þurfti ekki á þess-
um krossum að halda fyrr en í nóvem-
ber er sú að þessir hlutir eru notaðir I
drifsköft. Kaupandinn stundar mikið
akstur í óbyggðum og þykir nauðsyn-
legt að hafa slíka varahluti meðferöis
og þurfti hann ekki á þessum hlutum
að halda fyrr en í nóvember.
Hann sagöi ennfremur að nýlega
heföu nýjar reglur veriö teknar í notk-
un sem heimila kaupmönnum að
hækka verð á gömlum vörum sínum í
samræmi við breytt gengi. Þessi regla
hefur það í för með sér aö kaupmenn eru
nú ekki lengur neyddir til að selja
gamlar vörur á gömlu verði sem er
fyrir löngu er komið úr takt við verö-
bólguna. Þetta væru skiljanlegar ráð-
stafanir því annars væri líklegt að
kaupmenn ættu erfitt uppdráttar í
veröbólguþjóðfélagi. Með þetta í huga
væri því ekki óeðlilegt að kaupmenn
sýndu viðskiptavinum sínum meiri
skilning í svipuðum málum og þessu.
Verslunarstjórinn í véladeild
Fálkans viidi lítið um málið segja en
kvaö þetta vera algilda reglu, þ.e. aö
greitt væri til baka á upphaflegu kaup-
verði. Um það hvort verslunin hefði
síðan selt sömu krossa á hærra verði
kvaðst hann ekki vita um. Mistökin
stöfuðu af röngum upplýsingum sem
verslunin hefði fengiö frá framleið-
anda.
-APH.
Húsráð
Sítrónur bæta bragðið
Hraðfrystu blómkáli hættir við að
verða grátt á lit þegar það er soðið.
Heillaráð er að láta nokkrar sítrónu-
sneiðar í suðuvatnið, þá verður kálið
ekki aðeins hvítt heldur ennþá bragð-
betra.
Eins og við vitum missa kart-
öflurnar vítamíninnihald sitt við
langa geymsiu. Þegar við lögum
kartöflumús getum við bætt þetta
upp með því að láta sítrónusafa út í
pottinn eftir að hafa pressað kartöfl-
umar.
Fisklyktin í eldhúsinu hverfur ef
hellt er dálítilli mjólk út í fisksoðið.
Auk þess verður fiskurinn þéttari og
hvítari.
w Loksins ffást a i H
Iveco diesel-vélarnar
Iveco, sem er samsteypa af Fiat, De-
utz, Unic og fleiri fyrirtækja, er næst
stærsti framleiðandi diesel-véla í
Evrópu.
Við bjóðum 30 mismunandi stærðir
og gerðir af vélum; 3, 4, 5, 6, 8 og 12
strokka, frá 20 hestöflum. Unnt er að
fá meðal-hraögengar og hraðgengar,
léttbyggðar og þungbyggðar vélar.
Mikið úrval af gírum og hvers konar
fylgibúnaði.
Hentugar í trillur, dekkbáta, hrað- og
fiskibáta, jeppa, vörubíla sem og raf-
stöðvar, vatnsdælur o.m.fl.
IVECO DIESEL-VÉLA UMBOÐIÐ: ~
HAFORKAHF
Dalshrauni 13, Hafnarfirði
Sími 79834
ÞOM OAL. AUOL VSlNOASIOfA Sf