Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 18
18
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. NOVEMBER1983.
Laus staða
Staða yfirfiskmatsmanns á Norðurlandi vestra er laus til um-
sóknar frá næstu áramótum. Nauðsynlegt er að matsmaður-
inn hafi búsetu á svæðinu og hafi þekkingu á ferskfisk-, freð-
fisk-, saltfisk- og skreiðarmati.
Umsóknir sendist sjávarútvegsráðuneytinu fyrir 20.
desember nk.
Sjávarútvegsráðuneytið
28. nóvember 1983.
Laus staða
Staða yfirmatsmanns á Vestfjörðum er laus til umsóknar.
Reynsla af framleiðslu og meðferð sjávarafurða og réttindi í
sem flestum greinum fiskmats nauösynleg.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist sjávarútvegsráðuneytinu aö Lindargötu 9, 101
Reykjavík, fyrir 20. desember nk.
Sjávarútvegsráðuneytið,
28. nóvember 1983.
Am ÞAÐMUNAR umminna
KJÖTMIÐSTOÐIN
Larnbahamborgarhryggir
London lamb
Úrbeinað hangilæri
Úrbeinaður hangiframpartur
Hangilæri
Hangiframpartur
Söltuð rúllupylsa
Reykt rúllupylsa
112 folaldaskrokkar,
tilbúnir í frystinn
Opið alla daga til kl. 19.
Opið laugardag til kl. 16.
Alltaf opið í hádeginu.
Laugalæk 2. s. 86511
okkar verð nýja verðið ]
128,00 kr. kg 224,00 kr. kg;
158,00 296,00
218,00 331,00
148,00 234,00
128,00 218,00
85,15 120,15
60,00 127,00
75,00 127,00
/■ KREDITKORT
79,00 r •—»'
VELKOMIN
Gummívinnustofan
býdur nú uppá nýtt mynstur í sóludum
dekkjum, scm hcita
NORÐDEKK.
Stórkostlegt mynstur fyrir ekta
islenskar vetraradstædur.
INý tækni í sólun.
Opld virka daga kl. 7.30 - 2I.00
Laugardaga kl. 8.00 - I7.00
Sunnudaga kl. 9.30 - I7.00
Ávallt velkomin
Menning Menning Menning
HEMSSUTASAGA
AÐ AUSTAN
Zaharia Stancu:
MEÐAN ELDARNIR BRENNA
Kristín R. Thorlacius þýddi
Iðunn, Rvk. 1983. 344 bls.
Þegar ég sá að út var komin stór
skáldsaga eftir Zaharia Stancu var
ég strax full löngunar að eignast
hana og lesa og þaö lét ég eftir mér.
Astæðan var fyrst og fremst sú að ég
hafði hrifist af sögu eftir Stancu,
Berfætlingunum, sem út kom í
tveimur bindum árin 1958 og 1959 hjá
Máli og menningu í þýðingu Halldórs
Stefánssonar.
Zaharia Stancu er rúmenskur höf-
undur af fátæku bændafólki kominn,
fæddur 1902 en er nú látinn. Hann var
vart af barnsaldri hnepptur í þrælk-
unarvinnu af Þjóðverjum og í síðari
heimsstyrjöldinni var hann í fanga-
búðum nasista, sem höfðu bannaö
verk hans. Eftir stríðið varð hann
virtur rithöfundur, formaður rúm-
enska rithöfundasambandsins og
hlaut margan heiöur. Hann er álitinn
eitt mesta sagnaskáld Rúmena á
þessari öld.
Dauðinn hefur
ekkert andlit
Meðan eldarnir brenna er hrikaleg
saga um örlög sígaunaflokks á slétt-
um í suð-austur Evrópu. Yfirvöld
hafa ákveðið að útrýma þessum
óæskilega kynstofni og í „stríðinu”
er þeim vísað út á slétturnar þar sem
ekkert getur beðið hins lifandi
manns annað en dauðinn. Sígaun-
unum er aldrei sagt berum orðum
hvaö vakir fyrir yfirvöldum með því
að reka þá í austurátt, en þeir sjá for-
boöann endurspeglast í augum þess
fólks sem þeir mæta, það horfir á þá
eins og þeir séu dauöir.
Þessi forboði er leiöarstef sög-
unnar. „Dauöinn sýndi ekki á sér
andlitiö, því dauðinn hefur ekkert
andlit” (264), segir á einum stað en
hann er alstaðar nálægur og fólkið
finnur hann. Þó tekur það ekki þátt í
stríðinu, sígaunar vilja ekkert af því
vita, segjast ekki vera með. — En
stríðið á erindi við þá, eins og
áþreifanlega kemur á daginn.
Þeir trúðu ekki á guð
Frásagnahátturinn sver sig í ætt
við þjóðsögur með endurtekningum
sínum og örlagaboðum sem auka á
spennuna. Persónusköpun er ekki
sterk og einstaklingsbundin eins og
tíðkast í venjulegum skáldsögum,
því þessi saga er helguð hópnum og
segir okkur frá honum sem heild.
Sígaunarnir eru lífsglatt fólk og
náttúrubörn, en þeir lifa samkvæmt
ævafornum siðum og erfðavenjum
sem hafa dugaö til þess aö halda
þeim saman á flakki sínu um Evrópu
um margar aldir allt frá því aö þeir
komu austan úr Asíá. Þeir eru blóð-
heitir og listrænir, félagslyndir en
harðskeyttir ef því er að heilsa.
„Þeir trúðu ekki á guð og eiginlega
ekki neitt annaö heldur” (225), segir
í sögunni en annars er ekki mikið um
útskýringar á vitsmunalífi þeirra,
þeim mun meira sýnt í frásögn og
samtölum. Það er t.d. ekki háttur
höfundarins að kynna persónurnar
og lýsa þeim, þær eru látnar sjá fyrir
því meö orðum sínum og æði líkt og
tíðkast í Islendingasögum og sagan
hefst í „miðjum klíöum” eins og sagt
er.
Nafnlaust stríð
Einhverra hluta vegna er það
aldrei útskýrt hvaða stríö það er sem
háð er á síðum bókarinnar.
Sprengjuvélarnar koma úr austri og
orrustuvélarnar úr vestri. Flugvél-
arnar og orrustuútbúnaður sem lýst
er eða nefndur í framhjáhlaupi bend-
ir til heimsstyrjaldarinnar síðari.
Sígaununum er vísað út á slétturnar í
Bókmenntir
Rannveig G.
Ágústsdóttir
Fallbyssurnar gelta
Er líða tekur á veturinn og meir og
meir sverfur að sígaununum í auön-
inni gerist lífið hrikalegra. Undir
vorið þegar fallbyssurnar fara aftur
að gelta er ættarhöfðinginn búinn að
missa alla stjórn á fólkinu. Að lokum
kaus hann sjálfur aö ganga í dauð-
ann frostnótt eina og er lýsingin á
aðdraganda og dauða hans með því
tilkomumesta íbókinni.
Þegar loks sumariö kemur er þessi
herjaði hópur ekki oröinn nema
helmingur upphaflegrar tölu frá
hausti. Yfir fimmtíu eru dauöir
ásamt hestum og björnum. Þeir sem
eftir lifa, menn og hundar, taka sig
upp með vagna sína og halda í suður
— einu áttina sem er hrein — þaðan
koma engar sprengjuflugvélar og
engar fallbyssudrunur heyrast
þaðan. Þau ætla að komast yfir fljót-
ið þangað sem eplin vaxa og brauðin
eru bökuð. Síöan segir ekki af þeim
meir.
austri handan móðunnar miklu,
ekkert land nefnt með nafni, engin á
nefnd Dóná. Við þetta öðlast sagan
víðari skírskotun. Þegar þar við
bætist að þessi hundraö manna
hópur sígauna býr við kjör sem gætu
átt við allt frá tímum Krists nær frá-
sögnin eins konar tímaleysi sem
gerir hana algilda. Sagan segir frá
baráttu þessa hóps við að halda í sér
lífinu og skepnum sínum, að lifa af
hrakningana út í auðnina í steikjandi
síðsumarshitanum, þrauka af vetur-
inn í matarskorti og helkulda og
bjóða dauðanum byrginn.
Ástin
Margar persónur koma við sögu.
En sterkast bindur þó saman verkið
ástarsaga Lísöndru og Aristons. Lís-
andra hin fagra er gift Gósjú en
elskar Ariston. Ast þeirra fer ekki
leynt og mennirnir tveir berjast um
Lísöndru með svipum og hnífum og
öllum tiitækum ráðum, en engin
endanleg niðurstaða fæst fyrr en í lok
sögunnar.
Annað ástarpar á sér dramatiska
sögu, sonur ættarhöfðingjans hann
Alimút og hún Kera. A brúðkaups-
nóttina er henni nauðgaö af fjórum
utanaðkomandi skálkum aö
brúðgumanum aösjáandi, og áður en
hann fær aö njóta hennar.
En lesandi fær lítið að vita um
Keru eftir áfallið, hann fær alls ekki
að skyggnast inn í huga hennar og
vita hvernig henni líði, en hann fær
að heyra skoðanir ýmissa einstakl-
inga hópsins á atburðinum. Him
basja, ættarhöfðinginn, telur hana
saklausa, en kona hans, Oarba, segir
að víst sé hún sek, því hún hefði átt.
að deyja, það hefði verið við hæfi. En
það gerði hún bara ekki. Sígaunarnir
flytja hana með sér falda í einum
vagnanna og bíða þess að tíminn
græði sárin — hún er eins og lifandi
lík, lesandi sér henni bregða fyrir af
og til. Undir lokin fær Kera mikið
hlutverk og táknrænt.
Heimsslit
strax eða frestur?
Sagan er áhrifarík með afbrigðum.
Hún er full af stórfenglegum frá-
sögnum af ást og mannraunum,
hatri og óbilgirni en líka af ótrúlegri
seiglu og ódrepandi lífsþrá. Hún lýsir
líka áhrifum einangrunar og yfirvof-
andi dauða, hvernig allt færist úr
böndum, kynlífið tekur fjörkipp út
yfir hið skikkanlega og samheldnina
þrýtur. Seiöandi þjóösagnastíllinn
heillar lesanda og heldur áhuga hans
föstum til loka. Þetta er ekki aðeins
saga sígaunanna í Rúmeníu heldur
er þetta saga hins dauðadæma
þjóðarbrots hvar sem er í heiminum,
saga minnihlutahópa og saga þeirra
sem merktir eru dauðanum — alls
mannkyns? Heimsslitasaga gæti
maður líka sagt um hana. Hún orkar
þungt sem slík, gæti fjallað um þá
fáu sem eftir liföu á jörðinni að atóm-
styrjöld lokinni. En þaö leynist í sög-
unni svolítil von. — Að frestur veröi
oss veittur. — Jörðin hún eldist líka,
hugsaði ættarhöfðinginn í andarslitr-
unum: „Víst eldist hún, verður
gömul og deyr aö lokum. Jú, jöröin
gleypir allt, svelgir allt, en að lokum
deyr hún einnig.” (304). „Hann sjálf-
ur, Him basja, hafði ákveöið að
deyja á þessari nóttu og þannig
skyldi það verða. Á þessari nóttu. En
ekki nú. Á þessari nóttu, en ekki enn-
þá, ekki alveg strax. Nóttin var rétt
að byrja, enn var langt til dögunar.
Nægur tími til að lifa og deyja. Til að
lifa. Hvenær er rétti tíminn til að
lifa?” (305).
Zaharia Stancu hefur með þessari
bók ritað mikið skáldverk sem veitir
sjaldgæfa upplifun og áminningu um
leið. Tímabær saga. Þeir sem ekki
vilja lesa úr henni viövörun fá einnig
sína skemmtun, brennandi mannlífið
í bókinni á mörkum þess mögulega.
Þýðing Kristínar R. Thorlaciusar
er þokkafull og fellur svo vel aö
efninu að aldrei hnýtur lesandi um
hið minnsta smáatriði. Frágangur er
til fyrirmyndar.
Rannveig.