Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 14
14 2{ dv. trr ERU „VANSKILASKIPIN” REKIN AF „SKUSSUM”? Mikil umræöa hefur orðið um mál þeirra skipa sem kölluð hafa verið „vanskilaskip” í stofnlánasjóðum. Þær fullyrðingar er háir sem lágir hafa sett fram varðandi þessi skip eru tilefni þessarar greinar. Við viljum reyna að sýna fram á að vandi þessara skipa, a.m.k. þess skips, b/v öskars Magnússonar Ak 177, sem við fjöllum sérstaklega um er ekki slæmur rekstur „grínista” og „skussa”. Það eru fyrst og fremst ytri aðstæður, versnandi lánakjör, óraunhæf rekstrarskiiyrði og afla- minnkun síðasta árs og á þessu ári, sem þessu valda. Fiskveiðasjóður skrifar bréf Þann 18. október sl. barst eftirfar- andi bréf til Otgerðarfélags Vestur- lands hf. Bréfið var dagsett 14. októ- ber 1983. „Á fundi stjórnar Fiskveiöasjóðs þann 5. október 1983 var fjallað um vanskil á útlánum sjóðsins og inn- heimtuaðgerðir. Vegna mikilla vanskila á lánum skips yðar b/v Oskars Magnússonar AK-177 (1508) úr Fiskveiðasjóði, en þau námu þann 30/9 1983 kr. 19.608.371,00 er hér meö skorað á yður að greiða vanskilin eöa gera oss skriflega fullnægjandi grein fyrir því hvernig þér hyggist standa í skilum. Hafið þér ekki greitt vanskilin, eða samið við oss um greiðslu þeirra á þann hátt er vér teljum fullnægjandi, fyrir 15. nóvember 1983 munum vér þann dag í samræmi við samþykkt sjóðsstjórnar þann 5/101983 senda út beiðni um uppboö á skipinu. Virðingarfyllst, Fiskveiðasjóður Islands.” Með hliðsjón af þessu bréfi og von- lausum rekstrarskilyrðum nú, töldu forráðamenn skipsins að ekki væri mögulegt aö halda útgerð þess áfram og leiddi það til þess að 150 manns misstu atvinnu sína. „Slæmur" eða „góður" rekstur? Hvað veldur því að staða þessa tiltölulega nýja skips er svona slæm? Er það vegna minni afla en sambæri- legir togarar hafa fengið, minna aflaverðmætis eða annars. Meðfylgj- andi tafla sýnir samanburð við önnur skip. (0. M. = Oskar MagnússonAkl77) fjöldi minni meöalafli ár skuttogara tonn Kjallarinn 1 Kjallarinn 3 Óskar Þórdarson SkúliB. Garðarsson fengiö það sem þá var eftir. Það sem hefur vantað upp á til þess að borga kostnaö hefur verið fjármagnað með lánum. Ástæðan er fyrst og fremst sú að þróun gengis íslensku krónunnar hefur ekki verið í samræmi við kostnað og hækkanir innanlands. Opinber viðurkenning Þaö sorglega í dæminu er að þrátt fyrir stóraukinn afla og verömæta- sköpun fer afkoma útgerðarinnar stööugt versnandi eins og eftirfar- • „ ... ytri að-| stæður, versn- andi lánakjör, óraun-l hæf rekstrarskilyrði og aflaminnkun síðasta | árs ogáþessu ári.” Samkvæmt niðurstöðu könnunar- innar er útkoma b/v Oskars Magnús- sonar fyrir ofan meðailag hvað flest- alla rekstrarþætti varðar nema olíur og er slæm lega Akraness við fiski- miðum orsök þess. Þá virðast okkur önnur ár koma vel út, miöað við önnur skip. Eins og sést á því sem hér hefur verið upp talið ætti slæmur rekstur ekki aö hafa verið því fjötur umfót. Hvað veldur slæmri afkomu? Ef það eru hvorki léleg aflabrögð, né slæmur rekstur, sem valda erfið- leikum í rekstri skipsins, hvað er það þá? Til þess að svara því veröur að rekja sögu skipsins að nokkru og þær ytri aöstæður sem togaraflotanum hefur verið búinn. Bygging skipsins var ákveöin árið 1975 og var gerður samningur við Slippstöðina á Akureyri þar um. Þessi ákvörðun réöst m.a. af því að stjórnvöld stuðluðu að smíði innan- lands meö sérstökum viðbótarlánum frá Byggðasjóöi. Á þessum tíma virt- ust framtíðarhorfur í sjávarútvegi vera góðar, nýbúið var að færa fisk- veiðilögsöguna út í 200 mílur og allar horfur á auknum afla. Skuttogara- flotinn var þá alls 57 skip, þar af voru minni togarar 41. Á þessum tíma var haldiö að skuttogaraflotinn yrði ekki stærri en 75—80 skip. Einnig höfðu menn það í huga að nauösynlegt væri að skapa grundvöll fyrir sem jafn- afllÓ. M. tonn þús. Ó. M. varðmnti þús. 1978 66 3.398 3.387 1) 3.177 3.0981) 1979 68 3.800 4.638 5.629 6.094 1980 72 4.142 5.309 8.874 9.965 1981 78 4.196 5.714 12.567 16.013 1982 84 3.724 3.830 16.380 15.947 1) skipið hóf veiðar i mars 1978. Allar fjárhæðir eru í nýkrónum og úr sjó. Taflan ber með sér aö b/v Oskar Magnússon er vel yfir meðaltali bæði hvað varðar afla og verðmæti, svo að það getur varla verið orsök hinnar slæmu stöðu. Þá kynni einhver að spyrja: „Er það þá ekki vegna slæms rekstrar að staðan er slík?” Samkvæmt könnun sem unnin var úr ársreikningum 1981 og gerð var að frumkvæði stjómvalda og L.I.tJ. á síöasta ári á rekstri nýrra skut- togara kom eftirfarandi í ljós: olíur vidhald kostn. fjármagns 1) Óskar Magnússon Ak 24,0 10,3 51,8 13,9 Meðaltal togara skróðir, eftir 1977 23,4 10,7 53,5 12,5 Meðaltal allir togarar skróðir fyrir 1977 21,3 11,8 56,9 10,0 Muðaltal allir togarar órið 1981 22,2 11,3 55,4 11,1 sem orsökuöust af fyrri skuld- bindingum þeirra. Eftirfarandi lán voru yfirtekin þegar skipið var afhent: Rekstur minni skuttogara 1978 1979 1980 1981 1982 bráðab. 1983 óœtlun verg hlutdeild fjórmagns 1) 20,0 18,7 14,0 11,1 10,1 8,0 hreint tap -4,9 -4,8 -9,1 -11,7 -20,8 -25,1 1) Rekstrarafgangur án fjármagnskostnaðar (vaxta og afskrifta) Til viðbótar mó geta þess að Þjóð- hagsstofnun áætlar greiösluhalla Fiskveiðasjóður: upphæð vextir lengd Lón 1 . . . 6.838.820 11-13% 18 ór gangistryggt (meðalg.) Lón 2 . . . 936.900 5,5% 15 ór byggingavísitala Lón 3 ... 1.486.000 11,5% 5 órþýskmörk Byggðasjóður: Lón 1 .. 1.400.000 9,0% 10 ór þýsk mörk Lón 2 .. 690.350 9,0% 10 ór þýsk mörk miðað er við óslægðan fisk upp asta hráefnisöflun yfir árið fyrir frystihúsin, m.a. vegna samninga um tekjutryggingu verkafólks. Það var því ekki nein fjarstæða, í landi sem byggir allt sitt á sjávarfangi, að leggja út í byggingu skips á þessum tíma. Samkvæmt smíðasamningi skipsins átti það að afhendast í janúar 1977, en bygging þess tafðist fram í mars 1978, aöallega vegna greiöslutafa úr stofnlánasjóðunum, annar verg hlutdeild 1) Rekstrarafgangur ón fjármagnskostnaðar (vaxta og afskrifta). Allar tölur eru hlutfallstölur af tekjum. Breytt lánakjör Það sem er frábrugðið í lána- kjörum þessa skips miöað við skip sem voru skráð fyrir 1978 er að veigamestu lánin, þ.e. lánin frá Fisk- veiðasjóði, eru með mun þyngri kjör- um en áður hafði tíðkast því að eldri lán voru aðeins að 3/5 hlutum gengis- tryggð og að 2/5 hlutum óverðtryggð en vaxtakjör svipuö. Þrátt fyrir góöan afla og mikil verðmæti sbr. töflu, þá byrjaði skipiö strax á fyrsta ári að safna upp vanskilum og sú hefur verið saga skipsins síðan. Þann 30. september sl. nam heildar- skuld skipsins við Fiskveiðasjóð 90.889 þús. kr. og þar af í vanskilum 19.608 þús. kr., og berið þessar tölur saman við upphaflega lánið kr. 9.261 þús. Rekstrargrundvöllur og fjármagnskostnaður Það er greinilegt að tekjugrund- völlur útgerðar er ekki miðaður við að skip borgi fullan fjármagns- kostnað og reynslan sýhir að jafnvel þótt lán séu ekki gengistryggð nema að 3/5 hlutum þá er flestum skipum ofraun að standa í skilum, en staöa þeirra skipa sem byggð voru fyrir 1978 er samt skárri en hinna nýrri skipa. Þetta sést m.a. á því að ef Oskar Magnússon hefði verið byggð- ur fyrir fjármagn sem hefði verið á þeim kjörum sem giltu fyrir 1978 þá væri heildarskuld hans við Fisk- veiðasjóð í dag ekki 90 milljónir heldur u.þ.b. 50 milljónir. Á tima- bilinu 31. október 1977 til 30. septem- ber 1983 hafa eldri lánin (tryggð að 3/5) hækkað um 509% á meðan nýju lánin (tryggð 100%) hafa hækkað um 844%. I raun er þessi lánskjara- breyting furðuleg því að ekkert lá fyrir um auknar tekjur skipanna til þess að mæta auknum útgjöldum vegna þessarar breytingar. Stóru mistökin Vegna þess hvemig staðið hefur verið að málum útgerðar og fisk- vinnslu, þ.e. rekstrargrundvöliurinn hefur verið ákveöinn það naumur, hefur ekkert svigrúm verið til þess að borga nægilega hátt hráefnisverð. Þessir undirstöðuatvinnuvegir hafa verið einskonar afgangss'tærðir í þjóð- félaginu og í raun hefur verið byrjað á öfugum enda. Fyrst hefur hlutur neyslu verið ákveðinn og síðan hafa atvinnufyrirtækin í sjávarútvegi 1982 -16,7% og 1983 - 21,2%. Þetta sýnir hversu gífurlegur vandinn er, en margir, þar á meöal Fiskifélag Is- lands, telja vandann ennþá stærri en að framan er greint og nefna sumir töluna 34% tap. Á aö taka á vandanum? I dag eru þáttaskil í sögu íslensks sjávarútvegs og framtíð hans veltur á því hvemig bmgðist verður við þeim vanda sem við höfum veit á undan okkur óleystum og þm-fum að horfast í augu við nú. Þessi vandi er tilkominn vegna taprekstrar út- geröarinnar undanfarinn áratug. Til þess að þessi staða komi ekki upp aftur og aftur þarf rekstrar- grundvöilur á hverjum tíma að vera miöaöur við raunverulegar þarfir út- gerðarinnar. Gera þarf fiskvinnsl- unni kleift að greiða það hátt hrá- efnisverð að útgerð meðalskips sé tryggð, þannig að það geti staðið undir eðlilegum afskriftum og fjár- magnskostnaði, þannig aö hægt verði að endumýja flotann svo að sem mestri rekstrarhagkvæmni verði náð hverju sinni. Mikilvægi þessara hluta ætti að vera augljóst vegna þess að þeir atvinnuvegir sem við erum að tala um afla um 75% af útflutningstekjum okkar og ef þeim em ekki sköpuð skilyrði til hag- kvæms rekstrar, hlýtur það að koma niöur á hagvexti þjóðarbúsins. Á að hugsa til framtíðarinnar? Miðað við óbreytta stefnu er það borin von að fiskveiöifloti okkar verði endumýjaður á eðlilegan hátt. Á það því að verða hlutskipti sjó- manna okkar aö sækja sjóinn á lélegri skipum en starfsbræður þeirra í nágrannalöndunum gera? Ef ekkert er að gert nú, þá kemur þessi fjármagnsvandi upp hjá öllum nýjum skipum og enginn hefur bol- magn til þess að kaupa ný skip nema þeir sem geta flutt fjármagn annars staöar frá í útgerðina og þá dettur okkur helst í hug opinberir aðilar (BtJR o.þ.h.). Sem dæmi má nefna að ef byggður væri í dag skuttogari upp á 150 milljónir í stað eldri togara og hann fjármagnaður eingöngu með framlögum eiganda yrði rekstur hans, miöað við áætlun Þjóðhags- stofnunar á rekstrarskilyrðum í október 1983, þessi: milljónir Tekjur alls................ 36,50 Verg hlutdeild fjórm...... 2,90 Afskrift5,5% 1)............. 8,25 Rekstrartap —5,35 3,5% óvöxtunarkrafa af eigin fó................. 5,25 Tap alls -10,60 1) Skattleg afskrift er 8%. Miðað við þessa niðurstöðu og átján ára líftíma skipsins ætti eig- andinn 68,1 miiljón (núvirði) eftir átján ár miöað við 3,5% raunvexti en ef hann hefði keypt ríkisskuldabréf á sama tíma fyrir 150 milljónir þá ætti hann eftir átján ár 278,6 mUljónir á núvirði. Hvar liggur ábyrgðin? Stjórn fiskveiðimála hefur verið í algjörum ólestri mörg siðustu ár og ekki í samræmi við þær staðreyndir sem legið hafa fyrir. Stjómvöld sem í raun ráða þessari sameiginlegu auðlind okkar, sem eru fiskimiðin, og halda öllum þráöum í hendi sér, hafa brugðist þeirri skyldu sinni að skapa útgerðinni grundvöll til þess aö starfa á. Þau hafa vanrækt aö móta fiskveiðistefnu til langs tíma, þar í væri m.a. áætlun um nauðsynlega stærð og endumýjun flotans. önnur sjónarmiö en hagræn hafa ráðið ferð- inni hingað til með þeim afleiðingum sem öllum ætti nú að vera ljósar. Eins og við höfum reynt að rekja hér að framan virðist ábyrgðin á því hvernig komiö er aðallega iiggja hjá stjórnvöldum. Það sem helst er kannske hægt aö saka rekstraraöila skipanna um er aö hafa hugsað meira um að halda uppi atvinnu en nauðsynlega arðsemi. En hvaða ríkisstjórn síöustu ára hefur ekki lagt áhersiu á „næga atvinnu fyrir alla” og hver eru svo laun þeirra sem hafa lagt sig fram um að styðja þá stefnu? P.S. Svo furðulega vildi til að upplýsingar úr bréfi Fiskveiðasjóðs birtust í fjölmiðlum áður en viðtak- andi fékk bréfið í sínar hendur. Skrítin vinnubrögð? Akranesi, Óskar Þórðarson, viðskiptafræðinemi, Skúli B. Garðarsson, viðskiptafræðinemi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.