Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 34
34 DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. NOVEMBER1983. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Þangifl notar Þuriður i allar máltíðir. Þafl er hennar uppðhaldsfœða. Makrofæðið er ekki afleins sórlega heilsusamlegt, heldur lækkar þafl matarkostnaðinn mikifl, afl sögn Þuríðar. ,,Ég veit ekki hvernig óg færi afl þvi afl kaupa í matinn ef ég þyrfti að kaupa venjulegan mat eins og kjöt og þess háttar á hverjum degi." DV-myndir: GVA „Matur besta lyfið við öllum kvillum" — rætt við Þuríði Hermannsdóttur, en hún neytir fæðis sem kallað er macro-biotic. Og hún getur borðað og borðað ánþessað fitna „Aumingja fólkiö, ef þaö vill drepa sig úr næringarskorti, þá þaö um það.” Þannig hugsaöi Þuríöur Hermanns- dóttir, matráðskona á Vífilsstöðum, þeiíar hún heyrði fyrst minnst á macro-biotic, sem er jurta- og korn- fæöi, upprunniö í Japan. Hún átti þó eftir aö skipta um skoöun. Heldur betur segjum viö. Nú er þetta fæði nefnilega hennar helsta áhugamál. Og hún hefur haldið nám- skeiö í matreiöslu á því hér á landi. Við litum inn til hennar þar sem hún býr í Hafnarfirði eitt síödegiö fyrir stuttu. Rjúkandi te beið okkar á könnunni. „Þetta er þriggja ára te, búiö til úr stönglum terunna,” sagöi Þuríöur um leiö og hún hellti í bollana hjá okkur. Maturinn besta lyfið við öllum kvillum Fyrir tveimur árum, sumarið 1981, fór Þuríöur í skóla til Englands til aö læra aö matreiða macro-biotic. Síðustu tvö sumrin hefur hún einnig fariö til London til að læra meira. Hvert nám- skeiö hefur tekið fimm vikur. „Þaö sem ég hef verið að læra úti má kalla austurlenska alþýöulækningu, þar sem litiö er á matinn sem besta lyfið viö öllum kvillum og jafnframt aö maturinn fyrirbyggi sjúkdóma meö því aö halda líkamanum í jafnvægi. ” Uppistöðu macro-biotic fæöisins má glögglega sjá í krukkum í eldhúsinu hjá Þuríöi. Á hillunum þar eru nefnilega krukkur meö hýöishrís- grjónum, byggi, höfrum, rúgi, hveiti, adjukibaunum, kjúklingabaunum, hirsi, þangi, bæði íslenskum sölum og öörum þangtegundum. Grænmeti er einnig uppistaðan í macrofæöi og helst verður þaö aö vera ræktað hérlendis. Sesamfræ og sól- blómafræeru auk þess mikiö notuð. Grenntist mjög mikið Ástæöan fyrir því að Þuríður fór aö halda námskeið í macrofæöi er nokkuö skemmtileg. , Jí’ólk tók eftir því, aö ég hafði grennst mikið og var öll miklu frísk- legri. Þaö þekkti mig nánast ekki. Margir spuröu mig hvernig ég færi að þessu. Eg sagöi eins og var aö ég væri komin á nýtt fæði. Þetta spuröist út og fólk fór að fá áhuga og bað mig því aö halda námskeið í þessu fyrir sig.” „Og ég hef eingöngu haldiö nám- skeið fyrir þá sem beðiö hafa mig um þaö, því ég hef ekkert verið aö troöa þessu upp á f ólk, ’ ’ bætir Þuríður við. Margir af þeim sem hafa setið á námskeiöum hjá Þuríöi eru í Starfs- mannfélagi ríkisstofnana. Flest nám- skeiðin hefur hún haldiö í matsal Nátt- úrulækningafélagsins við Laugaveg. Nú er hún þó farin að halda nám- skeiðin heima hjá sér í Firöinum. Er húsmæðrakennari „Eg færi húsgögnin til í stofunni. Og þetta hef ur bara gengið ágætlega hér. ” Eins og fram kom áöan er’ Þuríöur matráðskona á Vífilsstaðaspítala. Hún er menntuð sem húsmæörakennari og hefur kennt bæöi viö húsmæðraskóla hér heima og úti í Danmörku þar sem hún bjóífimmár. Auk hins heföbundna morgunveröar á starfsfólkið á Vífilsstööum kost á aö fá þriggja ára te, hafragraut úr heilum höfrum og ristuð sólblómafræ í morgunmatinn. Allt macrofæði. „Ég reyni svo einnig aö hafa macrofæöi fyrir þaö starfsfólk sem biöur um það í hádegismat. ” — Eruþeirmargirsemkjósaslíkt? ,,Já, þaö eru alltaf einhverjir sem biöja um það. Mér tekst þó ekki alltaf aö hafa macrofæði í hádeginu. Fer eftir því hvort ég er upptekin á fundum eöa hef mikiö aö gera í ööru.” Nú varst þú neikvæö gagnvart þessu fæöi í upphafi. Finnst þér fólk almennt vera neikvætt gagnvart þessu fæöi og jafnvel líta þig homauga fyrir að neyta þess? Ekki fengið harða gagnrýni „Eg hef nú ekki fengið mjög haröa gagnrýni. En ég held aö sumum finnist ég þó vera örlítiðskrítin.” Þuríöur segir okkur frá því aö erlendis sé marcrofæöiö sífellt aö auk- ast. 1 Belgíu neyta 2 prósent þjóðarinnar þessa fæöis. Og í Portúgal nýtur macrofæðið einnig mikilla vinsælda.” Matur og sund Komið sælir, félagar og vinir góðir, og var ekki einhver sem sagði að fólk ætti alltaf að bjóða góðan daginn, hvort sem það væri þriðjudagur eður ei. Við fjöllum að þessu sinni um sund og matargerð. Hvort tveggja efni sem fólk ætti að gleypa í sig, ef svo má segja. Við byrjum á því að fara til hennar Þuríðar Hermannsdótt- ur, matráðskonu á Vífilsstaða- spítala, en hún neytir fæðis sem kallað er macro-biotic. Þá stingum við okkur í djúpu laugina og ræðum við sund- manninn Ölaf Gunnar Baidurs- son en hann er aðeins S ára að aldri. Hann keppti fyrir um tveimur vikum í sundinu. Aðeins tveggja ára að aldri var snáðinn farinn að æfa undir handleiðslu sundþjálfara og er ekki vitað að slíkt hafi áður gerst hér á landi. Án þess að súpa hveljur setjum viö punktinn. Texti: Jón G. Hauksson Myndir: Gunnar V, Andrésson og Sveinn Þormóðsson Þuríður hellir hór þriggja ðra tei í bolla blaflamanns. Krukkurnar ð bak vifl Þurifli hafa afl geyma uppistöðuna i makrobiotic fæflinu, sem er meflal annars: Hýflishrísgrjóri, bygg, hafrar, rúgur, hveiti, adjukibaunir, kjúkl- ingabaunir, hirsi og þang. „Fyrst ég er aö ræöa um Portúgal má geta þess aö fangar í einu fangelsa landsins höföu heyrt um þetta fæöi og báðu um þaö. Þaö varð úr aö þeir byrjuðu aö neyta þess. Á skömmum tíma mátti sjá breytingu á þeim. Þeir voru orðnir miklu rólegri. Einn þessara fanga er nú reyndar orðinn kennari á námskeiöum i þessu fæöi.” — Þú talaðir áöan um austurlenskar alþýöulækningar, þar sem litið er á matinn sem besta lyfið viö kvillum. Þuríður fór yfir á macrofæöiö? Sjáum hvaö hún segir um það. „Eg kom viö hjá vinkonu minni í Danmörku er ég var aö ferðast sumariö 1980. Hún haföi farið til Englands um sumariö og lært aö matreiöa macro- fæöiö. Eg var ákaflega neikvæö í fyrstu en hún sýndi mér bækur um þetta og það varö til þess, aö áhugi minn vaknaði. Sumarið eftir fór ég út til London til aö kynna mér þetta fæöi. Og hef reynd- ar farið aftur síðustu tvö sumurin. Fólk er það sem það borðar „ Já, þaö er talað um aö þaö sé beint samband á milli þess sem sett er ofan í sig og þeirra sjúkdóma sem síðan herja á fólk. Sjálf er ég sannfærö um aö svo sé. Þaö er sagt að fólk sé það semþaðborðar.” — Hefur fólk læknast við aö fara yfir ámacrofæöiö? ,,Já, þess eru mörg dæmi erlendis aö fólk hafi læknast viö það. En ég þekki þó engin dæmi þess hérlendis.” Lægri matarreikningur Einn af kostunum viö macrofæöiö er lægri matarkostnaður. Nefnt hefur veriö aö hann lækki um að minnsta kostieinnþriðja. ,,Ég veit ekki hvernig ég færi aö því að kaupa í matinn ef ég þyrfti aö kaupa venjulegan mat eins og kjöt, egg, og þess háttar á hverjum degi.” En hvemig atvikaöist þaö aö Macrofæði og sjálfsnudd Eitt af því sem tengist neyslu macro- fæöis er nudd, sjálfsnudd. „Macro- fæðiö og sjálfsnuddið fer mjög vel saman, og ég hef kennt sjálfsnudd á námskeiöunum. Þá hef ég einnig lært japanskt þrýsti- nudd, Shiatsu, sem örvar mjög orku- streymið um líkamann og losar um stíflur. Reyndar er nú svo komið að margir vinir og kunningjar koma til min, eingöngu til aö láta mig nudda sig.” Eldhúsið sem lyfjaskápur — Eitthvaö af námskeiöum í gangi þessa stundina? „Nei, ég er ekki með nein námskeið í augnablikinu en eftir áramót ætla ég aö hafa námskeið sem sýnir hvemig hægt er að nota eldhúsiö semlyfjaskáp.” Það er greinilegt aö Þuríður trúir ekki lengur á þaö aö fólk sem er á macrofæði farist úr næringaskorti. -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.