Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. NOVEMBER1983.
19
Menning Menning Menning Menning
Notalegar og viðfelldnar minningar
Ósfcar Þórflarson:
Frá heimabyggfl og hernámsárum
Hörpuútgáfan, Akranesi.
Þessi minningabók Oskars Þóröar-
sonar í Haga i Skorradal er ekki sjálfs-
ævisaga i venjulegum skilningi heldur
laustengdir frásöguþættir af mönnum,
málefnum og atburöum, aöallega frá
fjóröa, fimmta og sjötta áratugi ald-
arinnar. Efniviður er ekki stórbrotinn
en sóttur í dagiegt Kf og amstur og
hefur á sér mjög trúverðugan blæ,
enda öriar lítt á tilhneígingu til að
mikla og ýkja i þvi skyni að gera frá-
sögnina æsilegrL Hún Iíður fram í
hægum og jöfnum straumi, þar sem
bára Lyftir sjaldan faldi. f formála
fjóra flokka. I hinum fyrsta eru frá-
sagnir alveg úr eigin Iifssjóði, að
mestu úr heimahögum. Þar er til að
mynda nokkuð sagt frá rjúpnaveiðum
og slarksömum ferðalögum. I öðrum
kafla eru allmargar frásagnir dulræns
eðlis og segir þar bæði frá því sem
boríð hefur fyrir höfund sjálfan og
aðra.
Þessar frásagnir eru af svipuðu tagi
og þúsundir aðrar slikar úr þjóðar-
reynslu fyrr og síðar, um anda i glasi,
svipi, drauma, sýnir og raddir og
kemur fram að höf undur ereinn þeirra
sem telur sig hafa orðið varan við sitt-
hvað sem ekki heyrir undir skil-
greininguna s jálf sagðir hlutir.
Oskar Þórðarson.
segir höfundur að úr talsverðu safoi
hafi verið að moða þegar að því kom
að efna til bókar, og bendir það til að
Oskar hafi lengi stundað það að skrá
frásagnir á blað en geymt að mestu í
handraða hingað til. Um þættina frá
hemámsárunum segir hann: „Þeir
eru minningar úr daglegu Iífí í því
umhverfi sem til varð vegna styrjald-
arinnar og síðan hersetunnar, lifið eins
og það kom mér fyrir sjónir sem ung-
um íslendingi”.
Frásögnum bókarinnar er skipt í
Þriðji kaflinn er helgaður þeim
merkilega manni Stemdnri Einarssyni
bílakóngi. Það erfengur að þeim kafla,
enda ferst höfundi vel úr hendi að leiða
hann fram, sparar virkjamiklar
Iýsingar sjálfs sín en lætur glögg atvik
Iýsa honum því betur. Fjóröi og síðasti
kaflinn er um hemámsárin í
styrjöldinni, aðallega dvöl og störf
höfundar í herstöðinni á Hvítanesi í
Hvalfiröi. Það er sama um hann að
segja og hina að ekki er seilst eftir æsi-
legum viðburðum heldur reynt að
bregða upp trúverðugum myndum úr
daglegu lífi og hversdagslegum kynn-
um við hermennina og Iíf þeirra. Þessi
frásagnarháttur er skilríkur og Ieiðir
lesandann á vettvang þessara Eðnu
daga með þeim hætti að honum finnst
hann vera mjög nálægur. Þessi frá-
sagnarlist er Oskarí gefin, en benni
fylgir að manni finnst stundum að
hann geri heldur smátint úr s jóði við-
burðalítilla daga, og betur hæfði að
marka skýrarí heildarsvip með minni-
legum viðburðum. En liklega er það
einmitt þessi nýtni sem gefur frá-
sögninni skýrastan svip venjulegs
dags og veldur því að lesandi trúir vel
þvi sem sagt er og efast ekki um ein-
Bókmenntir
lægni eða sannsögli. Það er víst öðru
fremur þetta sem gerir lestur minn-
inga notalegan.
Og það er einmitt orðið sem best á
við frásagnir Oskars. Þær eru notaleg-
ar aflestrar, koma til móts viö lesand-
ann mildar og einlægar. Og Oskar
heldur þessum blæ á aHri bókinni svo
að varia bregður út af. Hann rítar
viðfelldið mál og eðlilegt, reynir sjald-
an að ydda það eða beita þvi til stungu,
heldur Iáta það strjúka mjúklega um
vanga. Þessi bók telst ekki til neinna
stórmerfcja en hún er sem sagt nota-
Iegur og viöfelldinn lestur sem bregst í
enguþví semtflerstofoað.
Nu
seta
allir
leiiðitl
sér
fct
Eigum ennþá á óbreyttu
veröi úrval af jakkafötum.
Verö á fötum meö vesti
kr. 5.100,-
Muniö greiösluskilmálana.
Snorrabraut s. 13595 Glæsibæ s. 34350 Miövangi s. 53300 Hamraborg s. 46200
|U| /£ \? 5) |S) (Qj |S
Inl'slr5 i\K\n\ IN kll KII
I FERÐASKRIFSTOFA, IðnaÖarhúsinu Hallveigarstig 1. Símar 28388 og 28580
L.. mmmml