Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 3
Könnun Landssambands iðnaðarmanna: SAMDRÁTTUR í IÐNAÐI SEX PROSENT Um sex prósent samdráttur varö í framleiöslu í almennum iönaöi á þriðja ársfjóröungi þessa árs, ef frá er talin aukning ál- og kísiljárnfram- leiöslu. Þetta kemur fram í nýlegri ársfjóröungslegri könnun Lands- sambands iönaöarmanna og Félags íslenskra iönrekenda á ástandi og horfum í íslenskum iönaði á 3. árs- fjóröungi 1983. Samkvæmt könnuninni voru horf- ur um iðnaðarstarfsemina á 4. árs- fjórðungi á þann veg að í almennum iðnaði var, þegar á heildina er litið, búist viö óbreyttu framleiðslumagni, en nokkrum samdrætti í sölu. Búist er viö aö framleiösla og sala á áli muni aukast á 4. ársfjóröungi og á sama tíma megi búast viö litilshátt- ar aukningu á framleiöslu og sölu iönaöarvara. Búist er viö fækkun starfsmanna hjá um 37 prósent fyrirtækja. -HÞ DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. NOVEMBER1983. High-Tech 260 6 DOLBY Kaupmáttur rýrnað um 27 prósent Kaupmáttur kauptaxta hefur rýmað um 21% hjá launþegum al- mennt frá febrúar 1980 til september- loka á þessu ári. Þessar upplýsingar er að finna í nýútkomnu fréttabréfi kjara- rannsóknamefndar. Kaupmáttarrýrnunin er mismun- andi hjá hinum ýmsu starfsstéttum. Á þessu tímabili er rýrnun kaupmáttar kauptaxta verslunar- og skrifstofu- fólks mest eða 30,7%, kaupmáttur kauptaxta aöildarfélaga Alþýöusam- bands íslands hefur rýrnað almennt um 26,5%, kauptaxtar verkakvenna um 26,3%, kauptaxtar verkamanna um 25,3% og kauptaxtar iðnaöar- manna hafa rýmaö um 24,3% á þessu tímabili. ÓEF Háþróuð hljómtækjasamstæða fyrir kröfuharðan nútímann. Keflavík MUSIKOG MYNDIR Vestmannaeyjum KAUPFÉLAG HAFNFIRÐINGA Ströndgötu 28 3 JAPIS hf. ísafirði Brautarholti 2 sími 27133 Vidgerð á hitaveituœðinni sem eyðilagðist í snjóflóðinu á Siglufirði gekk vel. Á milli 50 og sextíu manns unnu að viðgerðinni og var vatni hleypt á kerfið um kl. fimm í gœrmorgun. Snjóflóðið kom mönnum á Siglufirði mjög á óvart þar sem slíkur at- burður hafði aldrei gerst á þessurn stað í manna minn- um. DV-mynd Kristján Möller Starfforstjóra SVR: Sveinn Björnsson hlaut flest atkvæði — ístjórnSVR Sveinn Björnsson verkfræðingur, formaður stjómar Strætisvagna Reykjavíkur, fékk flest atkvæði er stjórn SVR fjallaði um umsóknir um forstjórastarf fyrirtækisins í gær. Hlaut Sveinn fjögur atkvæði af fimm en fulltrúi Kvennaframboösins sat hjá viö atkvæöagreiðsluna. Sjálfur sat Sveinn ekki fundinn heldur varamaður hans. Máliö fer nú fyrir borgarráð jjar sem þaö veröur tekiö fyrir í dag og má telja fullvíst aö borgarráö staöfesti ráöningu Sveins í stööu forstjóra SVR. AUs vom umsækjendur um for- stjórastarfiö sex og fóru þrír þeirra fram á nafnleynd. Sú regla hefur hins vegar veriö tekin upp hjá Reykjavíkur- horg aö gefa umsækjendum um störf á hennar vegum ekki kost á nafnleynd og er þessum þremur umsækjendum var tilkynnt um þessa reglu féllu þeir frá kröfum sínum um nafnleynd. Umsækjendur vom því þessir: Baldvrn Baldvinsson framkvæmda- stjóri, Hraunbæ 66, Haraldur Þóröar- son, forstöðumaður tæknideildar SVR, Flókagötu 3, Höröur Smári Þorsteins- son verkstjóri, Hraunbæ 190, Magnús Skarphéöinsson bifreiöarstjóri, Grettisgötu 40B, Snorri Aöalsteinsson félagsfræöingur, Boðagranda 5 og Sveinn Bjömsson verkfræðingur, Grundalandiö. SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.