Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 21
20 DV. ÞRIÐJUDAGUR29. NOVEMBER1983. DV. ÞRIÐ JUD AGUR 29. NOVEMBER1983. 21 íþróttir fþróttir fþróttir íþróttir fþróttir íþróttir fþróttir (þróttir fþróttir lanWallace til Rangers? Ian Wallace, skoski landsliðsmiðherjinn hjá Nottingham Forest, er nú í Glasgow tíl viðræðna við forráðamenn Rangers. Ef hann nær samkomulagi við þá um eigin kjör mun hann sennilega skrifa undir samning hjá Rangers í dag. Félögin hafa náð samkomulagi um 100 þúsund sterl- ingspunda kaupverð. -hsím. Þrír leikir hjá Ardiles Osvaldo Ardiles, argentínski heims- meistarinn hjá Tottenham, fær nóg að gera i þessari viku. Hann hefur að mestu náð sér af meiðslum sem komið hafa í veg fyrir knattspymu hjá honum i haust og mun í kvöld leika gegn Barnet, á fimmtudag æfingaleik á White Hart Lane og á laugar- dag með varaliði Tottenham. Ef hann kemst í gegnum þessa leiki er líklegt að hann nái aftur sæti sínu fljótt i liði Totten- ham. -fasim. Miihren meiddur Arnold Miihren, hollenski landsliðsmað- urinn h já Man. Utd., getur ekki leikið með liði sínu í leiknum í Oxford á miövikudag i mjólkurbikarnum. Garth Crooks, láns- maður frá Tottenham, má ekki taka þátt i leiknum. Þeir Norman Whiteside og Kevin Moran verða á ný í byrjunariiði Man.Utd. -hsím. Fjársöfnun íNottingham — til kaupa á Glen Roeder Fjársöfnun stendur nú yfir í Nottingham á Englandi hjá stuðningsmönnum Notts County tB að kaupa Glen Rœder frá QPR. Hann er nú lánsmaður hjá County og liðið hefur ekki tapað í þeim fimm leikjum sem hann hefur leikið. Notts County hefur boðið 75 þúsund pund í hann, QPR vill fá 150 þúsund en félagið sjálft á enga peninga. Meðalaðsókn hjá þvi aðeins 8—9 þúsund á heimaleiki og það er litið i L defld. Stuöningsmenn félagsins hafa þvi hafið fjársöfnun, einn þeirra lagði fram 1000 pund i gær. Margir frá 10—60 pundum og lika berast eins punds seðlar. Allt á að gera til að ná í Roeder. -hsím. Sextán nýir sunddómarar Sundsambandið útskrifaði sextán sund- dómara á ungiingameistaramótinu i sundi sem fór fram i Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Undanfarin tvö ár hafa þrjátiu sunddómarar útskrifast. Dimsku strákarair sigraðu i öUum leikjum sinum við íslendinga á afmælismóti Vikings í badminton. DV-mynd Oskar. Afmælismót Víkings í badminton: Dönsku strákamir ofjarlar íslendinga Dagana 19. og 20. nóvember sl. var haldið veglegt afmælismót Badmin- tondeildar Víkings. Mótið fór fram í Laugardalshöll, og hófst kl. 13.00 á iaugardeginum. Þátttakendur, sem voru 120 talsins, komu viða að af landinu. Mikið líf og f jör ásamt keppnisgleði ríkti báða dagana, enda saman komnir bestu badmintonkeppendur i öllum unglingaflokkunum. Þá vöktu mikia athygli tveir unglingar frá Danmörku, sem voru gestir mótsins. Það voru þeir Morten Sandal og Henrik Olsen. Morten er 16 ára en Henrik 17 ára. Báðir eru þeir þekktir badminton- keppendur í sínu heimalandi Urslit í öllum flokkum voru sem hér segir: HNOKKAR, EINLIÐALEIKUR: Araar Gunnlaugsson, ÍA, vann Bjarka Gunnlaugsson, ÍA, 10/0,11/5. HNOKKAR, TVÍLIÐALEIKUR: Amar Gunnlaugsson og Bjarki Grnin- laugsson, ÍA, unnu Einar Pálsson, ÍA, og Jón Þórðarson, ÍA, í úrslitum 15/4 — 15/11. TÁTUR, EINLIÐ ALEIKUR: Kristín Ölafsdóttir, UFHÖ, vann Jóhönnu Snorradóttur, UFHÖ, í úrslit- um 11/6-11/9. TÁTUR, TVÍLCÐALEIKUR: Jóhanna Snorradóttir, UFHÖ, og Sigurbjörg Skarphéðinsd., UFHÖ, unnu Ingibjörgu Amljótsd., TBR, og Kristínu Olafsd., UFHÖ, í úrslitum 12/15-15/8—17/15. HNOKKAR TÁTUR, TVENNDARL.; Olafur Ásgeirsson, UFHÖ, og Kristín Olafsd., UFHÖ, unnu Einar Pálsson, ÍA, og Maríu Gústafsd., ÍA, í úrsl. 10/15 — 15/7 — 17/16. SVEINAR — EINLIÐALEIKUR: Njáll Eysteinsson, TBR, vann Rósant Birgisson, IA, i úrslitum 11/1 —11/1. SVEINAR — TVÍLIÐALEIKUR: Karl Viðarsson, IA, og Sigurður Stein- dórss., ÍA, unnu Jón Pétur Ziemsen, TBR, og Hauk Haukss., TBR, í úrslit- um 15/4-15/12. MEYJAR— EINLIÐALEIKUR: María Guðmundsd. IA vann Bertu Finnbogad., IA, í úrslitum 12/9 —11/7. MEYJAR— TVÍUÐALEIKUR: María Guömundsd., IA, og Ágústa Andrésdóttir, ÍA, unnu Bertu Finn- bogad. og Guðrúnu Eyjólfsd., ÍA, í úr- slitum 15/5 — 5/15 —15/11. SVEINAR/MEYJAR TVENNDARL.: Njáll Eysteinsson TBR og Bima Peter- sen, TBR, unnu Maríu Guðmundsd., IA, og Rósant Birgiss., ÍA í úrslitum 15/13.-15/8. DRENGIR— EINLIÐALEIKUR: Haraldur Hinriksson, ÍA, vann Bjarka Jóhanness., lA í úrslitum 15/12 —15/3. DRENGIR — T VILIÐ ALEIKUR: Haraldur Hinriksson, IA, og Bjarki Jóhanness., ÍA, imnu Leó Sigurðsson, TBR, og Guðmxmd Bjamason, TBR, í úrslitum 15/5 — 4/15 —15/7. TELPUR — EINLIÐ ALEIKUR: Guörún Júlíusd., TBR, vann Guðrúnu Sæmundsd., Val, í úrslitum 11/2 — 11/2. TELPUR — TVÍLIÐ ALEIKUR: Helga Þórisd., TBR, og Guðrún Júliusd., TBR, unnu Ásu Pálsd., lA, og Guðrúnu Gíslad., LA, í úrslitum 15/5 — 15/3. DRENGIR/TELPUR TVENNDARL.: Bjarki Jóhannesson, ÍA, og María Finnbogad., IA, unnu Pétur Lentz og Guðrúnu Júlíusd., TBR, í úrslitum 6/15 —15/12—15/5. Opinn gestaflokkur: EINLIÐ ALEIKUR: Henrik Olsen Danmörku vann Morten Sandal Danmörk í úrslitum 15/11 — 15/10. TVÍLIÐALEIKUR: Henrik Olsen og Morten Sandal, Dan- mörk, unnu Pétur Hjálmtýsson, TBR, og Snorra Þ. Ingvarss., TBR, í úr- slitum 15/5—15/1. Þessi sérstaki gestaflokkur var settur vegna tilkomu Dananna, sem sýndu mjög sterkan leik. Þeir unnu alla sína leiki við islendinga, og kepptu því til úrslita. Mikil blóðtaka hjá íslenska landliðinu f handknattleik: Alfreð ekki með til A-Þýskalands —og þeir Sigurður Sveinsson og Bjami Guðmundsson geta aðeins leikið tvo leiki með landsliðinu — Ég get ekki leikið með landsliðinu i A-Þýskalandi þar sem Essen er að leika tvo þýðingarmikla leiki í Bundesligunni á sama tíma og mótið fer fram í A-Þýskalandi, sagði Alfreð Gíslason, stórskyttan snjalla i hand- knattleik. Þaö er gífurieg áfall fyrir íslenska landsliðið að Alfreö getur ekki leikið með því í A-Þýskalandi í alþjóðlegu móti þar, sem hefst 13. desember og stendur til 17. desember. Þar verður leikið gegn A-Þýskalandi, Póllandi, Tékkóslóvakíu og Alsír. Frábær sund- afrek Gross Vestur-þýski heimsmeistarinn í sundinu. Michael Gross, náði frá- bærum tíma í 200 m flugsundi á móti í Schwaebisch Gmuend i V-Þýskaiandi á sunnudag. Synti á 1:56,1 min. sem er besti timi sem náðst hefur á vega- lengdinni. Hins vegar fór keppnin fram í 25 m laug, svo árangurinn verður ekki staðfestur sem heimsmet. Besti tími hans áður var 1:56,18 mín. Á laugardag var Gross aðeins frá sínum besta tíma i 200 m skriðsundi. Synti á 1:44,9 mín. en á best 1:44,5 mín.á vegalengdinni. -hsim. Alfreö sagði að Essen ætti að leika gegn Sdiwabing heima. 16. desember og gegn Hofweier á útivelli 21. desember. — Þjálfari okkar, Peter Ivanescu, er alfariö á móti því að gefa leikmönnum Essen frí nema hann geti fengið þá til æfinga minnst viku fyrir leik. Hann gefur landsliðsmönnum V-Þýskalands ekki frí þannig aö það liggur ljóst fyrir að ég fæ ekki frí, þar sem við erum að leika á sama tíma og íslenska landslið- ið tekur þátt í mótinu í A-Þýskalandi, sagði Alfreð. Fjarvera Alfreðs veikir íslenska landsliöið mikið. Hann sýndi mjög góða leiki meö liðinu gegn Tékktun hér heima á dögunum — skoraði flest mörk islands og var sterkur í vöminni. Það bendir því allt til aö Bogdan landsliðs- þjálfari verði að kalla á Þorberg Aðal- steinsson til að taka stööu Aifreðs á vinstri vængnum í sókninni. Þá er einnig ljóst að Sigurður Sveins- son og Bjami Guðmundsson geta aöeins leikiö tvo fyrstu leiki Islands i A-Þýskalandi þar sem þeir eiga að leika með félögum sínum í V- Þýskalandi 17. desember. Essen f þríðja sæti Alfreð Gíslason og félagar hans hjá Essen em nú í þriðja sæti í Bundesligunni — með 14 stig eftir tíu leikL Grosswallstadt er efst með 21 stig eftir tólf leiki og Schwabing er í öðru sæti með 19 stig eftir ellefu leikL Göppinger er í fjóröa sæti með 14 stig eftir ellefu leiki, Gummersbach er með 13 stig eftir tiu leiki og Kiel meö 12 stig eftir tólf ieiki. Þess má geta að Lemgo, sem Sigurður Sveinsson leikur með, er með f jögur stig og er eitt af neðstu lið- unum. -SOS Alfreð Gfslason átti mjög góða lelki gegn Tékkum á dögunum. Hér sést hann skora eitt af mörkum sinum i leikjunum. DV-mynd: Eiríkur. Fjórir sundmenn á NM í Svíþjóð Það hefur verið ákveðið að fjórir sundmenn frá íslandi taki þátt i Norðurlandameistaramóti unglinga i sundi sem fer fram í Sviþjóð 9. og 10. desember. Það eru Ragnheiöur Runólfsdóttir, Bryndís Ölafsdóttir, Ragnar Guðmundsson og Eðvald Þ. Eðvaldsson. Fararstjóri verður Guðfinnur Olafsson, formaður sund- sambandsins. • Ragnheiður keppir í 100 m bak- sundi, 200 m fjórsundi, 100 m bringusundi og 200 m baksundi. Islendingurinn í liði Luxemborgar stóð sig vel — í Evrópukeppni klúbbliða sem háð var á Spáni Eins og við sögðum frá í blaðinu i gær varö sveit Golfklúbbs Reykjavíkur í 10. til 1L sæti á Evrópumóti klúbbliða í golfi, sem fram fór á Marbella á Spáni og Iauk á laugardaginn var. I sveit GR voru þeir Sigurður Péturs- son, Ragnar Olafsson og Oskar Sæ- mundsson. Þeir voru ekki einu Islend- ingamir sem tóku þátt í þessu móti. I liöi Luxemborgar, sem varð í 16. sæti á mótinu, var einn ungur Islendingur, Ingi Jóhannesson. Stóö hann sig vél á þessu móti — lék Aloha völlinn á samtals 332 höggum — eða á 82—80— 88-82. Siguröur Pétursson lék á 315 höggum, Oskar Sæmundsson á 327 og Ragnar Olafsson á 338 höggum. Árangur tveggja bestu hvem dag taldi og var GR-sveitin á samtals 636 höggum, sem er þaö besta sem sveit frá Íslandi hefur náð í þessari keppni. Italir urðu sigurvegarar en röðin varðannarsþessi: Högg Italía 605 Danmörk 606 Þýskaland 609 England 612 Spánn 617 Svíþjóð 617 Austurríki 617 Skotland 618 Irland 632 Island 636 Sviss 636 Frakkland 638 Noregur 644 Wales 645 Belgía 646 Luxemborg 660 Finnland 663 Portúgal 684 Holland 688 -klp. • Bryndís keppir í 100 m skriðsundi, 100 m baksundi, 100 m flugsundi og 200 m skriðsundi. • Ragnar keppir i 400 m skriðsundi og 1500 mskriösundi. • Eðvald keppir i 200 m baksundi, 100 m baksundi, 200 m fjórsundi og 100 mskriðsundi. Ingi Jóhannesson lék á 332 höggum i liði Luxemborgar. Landsliðsnefndin lagði til að Guðrún Fema Ágústsdóttir færi einnig en hún gaf ekki kost á sér — taldi sig ekki í nægilega góðu formi til að keppa á NM. -sos. íslandsmet IngaÞórs — í 50 m skríðsundi í gærkvöld Akuraesingurinn Ingi Þór Jónsson setti nýtt Islandsmet i 50 m skriðsundi á innanf élagsmóti í Sundhöllinni i gær- kvöldi. Synti á 24,8 sek. en eldra metið átti annar Akurnesingur, Finnur Garðarsson, 25,1 sek., sett 1975. Ingi Þór náði einnig ágætum tíma í gær- kvöld i 100 m flugsundi þó svo einn snúningur hans misheppnaðist alveg. Synti á 60,2 sek. en Islandsmet hans er 59,1 sek. Ungi Bolvíkingurinn Hannes Þór Sigurðsson setti tvö sveinamet á mótinu í gær og þar er mikið efni á ferðinni. Hann synti 200 m skriðsund á 2:23,5 mín., en eldra sveinametið átti Ölafur Einarsson, Ægi , og var það 2:25,0 mín. í 400 m fjórsundi náði Hannes Þór 5:48,3 min. og stórbætti eldra sveinametið. Það var 6.00,4 min. og átti Ragnar Guðmundsson, Ægi það. hsím. íslandsmet hjá Bryndísi og Guðrúnu Bryndís Olafsdóttir frá Þoriákshöfn, setti nýtt íslandsmet í 100 m skriðsundi á unglingameistaramóti tslands. Bryndís synti 100 m á 1:00,9 mín., en gamla metið hcnnar, sem hún setti fyrir viku á innan- félagsmóti Armanns var 1:01,1 mín. Þetta er jafnframt stúlkna- og tclpnamct. Þá setti Guðrún Fema Agústsdóttir íslandsmet í 50 m skriðsundi þegar hún synti fyrsta sprettinn í 4x50 m skriðsundi á 28,58 sék. Guörún Fema átti sjálf eldra metið — 28,69 sek. -sos Ellert snjall EUert Vigfússon, markvörður Víkings í handknattleíknum, átti snjallan leik í marki Víkings gegn Stjöraunni sl. föstu- dag. Varði mark Víkings lengstum og varði 14 skot, þar sem Vikingar fengu knöttinn. Vegna mistaka í setningu í gær féllu niður linur um frammistöðu Ellerts. Hins vegar sagt að hann hefði varið mark Víkings lokakaflann. Það gerði hins vegar Kristján Sigmundsson með sóma. hsím. í Start „Það er ekkert endanlega ákveðið í þessn máli. Ég á von á simtali frá forráða- mönnum Start alveg á næstunni og þá mun málið ef til vill skýrast nánar. Það er annað lið í myndinni,” sagði Slgurlás Þor- leifsson, landsliðsmaður í knattspyraunni, i samtali við DV í gær en hann var þá staddur hér í Reykjavik. Norska dagblaðið skýrði frá því nú nýlega að Sigurlás mundi leika með Start, norska knattspyraufélaginu, næsta keppnistimabil og taka þar stöðu Steinars Aase, sem er á föram frá norska iiðinu. Start er eitt besta knattspyranfélag Nor- egs en Sigurlás sagði að ekkert væri ákveðið í málinu, þegar við bárum undir hann frétt norska dagblaðsins. -hsím. Brottrekstur að fagna marki — hjá Thomas dómara Clive Thomas, dómarinn kunni og umdefldL iýsti þvi yfir i BBC í gær, að hann ætlaði að taka strangt á fagnaðarlátum idkmanna eftir að mark hefur verið skor- að. Fyrir að hlaupa til áhorfenda eftir mark fær leikmaðurinn áminningu, gult spjald endurtaki hann slíkt. Leikmaður sem skorar þrennu í leik og gieymir sér í fögnuði og hleypur að áhorfendasvæð- unnm, á því yfir höfði sér brottrekstur af leikvelli hjá Thomas dómara. Hvort enska knattspyrausambandið samþykkir þessar áætlanir Clive Thomas er önnur saga og þær efiaust settar f ram til að komast i fjöl- miðla. Clive Thomas hefur löngum þótt gaman að vera í s viðsljósinu. íþróttir íþróttir fþróttir fþróttir íþróttir íþróttir fþróttir fþróttir íþróttir HELGAR- OG VIKUFERÐIR BROTTFARIR ALLA FÖSTUDAGA OG MIÐVIKUDAGA VERÐ FRÁ KR. 8.288 PR. MANN (TVEIR í HERBERGI) FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstigl. Símar 28388 og 28580 I ILGAR- OG KUFERÐIR TTFARIR ALLA LAUGARDAGA OG ÞRIOJUDAGA FRÁ KR. 8.984 PR. MANN (TVEIR Í HERBERGI) FERÐASKRIFSTOFA.Iðnaðarhúsinu Hallveigarstigl.Simar 28388 og 28580 1 I I I 1 I I I I I I I 1 1 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.