Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 35
fæði Margirfrægir áMacro- Macrobiotic fæöiö verður sífellt vinsælla erlendis. Áberandi er hve margir leikarar og hljómlistarmenn neyta þess. Á meðal þeirra sem eru á þessu fæöi má nefna leikkonuna Julie Christie, rokksöngvarann Mick Jagger og bandaríska þjóölaga- söngvarann John Denver. Þá neytti leikkonan Gloria Swanson, macro-fæðis seinni hluta ævi sinnar. -JGH. Leikkonan vinsœla, Julie Christie. Bandarfski þjófllagasöngvarinn John Denver. Gloria Swanson. DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. NOVEMBER1983. Rokksöngvari Rollinganna, Mick ' 'Jagger. Hann heldur línum meflal annars mefl því að neyta macro- fæðis. Á laugarbakkanum. Mættur i ísaksskóla. Þar er hann að læra stafina þessa stundina. Ólafur er þessi mefl húfuna. „Stína kenndi mér að synda” — Ólafur Gunnar Baldursson, 5 ára sundkappi, syndir einn kflómetra á hverri sundæf ingu Ólafur ósamt sundkennara sinum, Kristinu Þorsteinsdóttur. DV-myndir: S og Jón G. Hauksson. Um þriggja ára var Olafur farinn aö synda kafsund. Eitt sinn hélt vöröur- inn í Laugardalslauginni reyndar að Olafur væri aö drukkna. Stökk á eftir Olafi út í laugina, en kappinn varð þá bara heldur betur hissa. „Hann spuröi skelfingu lostinn hvers vegna maöur- inn heföi verið aö bjarga sér,” segir Kristín hlæjandi. Því má skjóta hér inn í, aö 2 1/2 árs var Olafur farinn að stökkva af litla brettinu í Sundhöllinni én Kristín var þá jafnan tilbúin úti í lauginni og gætti þess aö ekkert færi úrskeiðis. Fór sjálfur í Sundhöllina í sumar Yfirleitt hefur Kristín sótt Olaf á sundæfingarnar og einnig farið meö hann heim. En í sumar, þegar hún var erlendis, arkaöi kappinn sjálfur upp í Sundhöll til aö synda. — En hefur það skaövænleg áhrif aö láta svo ungt bam æfa sund reglulega? „Eg hef passað aö ofgera honum ekki. I fyrstu var ég rög við að láta hann æfa á almennum æfingum og ráð- • færöi mig því viö aðra. Þaö var taliö óhætt og bent á aö margir af helstu sundköppum heims hefðu byrjaö svo snemma, eins og til dæmis Mark Spitz.” „Og þaö hefur enginn neytt hann til aö æfa sundið. Hann myndi, ef eitthvað er, vilja fara oftar í laugina.” Keppti í fyrsta skiptið fyrir tveimur vikum Sem dæmi um áhuga Ölafs, þá ætlaöi Kristín aö koma kortér fyrir sjö eitt kvöldiö til aö ná í hann á fyrstu æfinguna. Olafur var þá tilbúinn um klukkan sex og beiö spenntur eftir því aö þjálf arinn kæmi. Aö lokum má svo geta þess aö fyrir tveimur vikum keppti hann í fyrsta skiptið á móti. Og aö sjálfsögöu var þaö innanfélagsmót hjá Ármanni. Viö bregðum upp nokkrum myndum af Olafi á móti í Sundhöllinni í síðustu viku og frá skólanum hans, Isaksskóla. -JGH. Þrátt fyrir að Olafur Gunnar Bald- ursson sé aöeins 5 ára aö aldri, þá er hann farinn aö æfa sund sem keppnis- grein. Hann æfir meö sunddeild Ár- manns. Og á hverri æfrngu syndir snáðinn næstum kílómetra. Hann er sá yngsti sem nokkum tímann hefur æft sund á Islandi. Þegar Oiafur var tæplega tveggja ára var ljóst aö þar fór bam sem haföi óvenjugaman af að busla í vatni. Hann átti þaö þá meira að segja til aö æða út í stööuvötn og busla í þeim. Vuð hittum Olaf í Isaksskóla en þar stundar hann nám í 5 ára bekk eins og þaö er kallaö. Meö okkur í þessari heimsókn var þjálfari hans, Kristín Þorsteinsdóttir. En hún hóf að þjálfa Olaf þegar hann var tæplega tveggja ára. Lærum að gera stafi núna „Viö læmm að gera stafi núna en viö læmm ekki alveg strax að lesa. Þaö verður kannski þegar viö verðum komin í 7 ára bekk,” sagði Olafur er viö spurðum hann út í námiö. Skemmtilegasta sundiö segir hann vera skriðsundið, ,,en stundum syndi ég líka bringusund”. Því hver hafi kennt honum aö synda er Olafur ekki lengi aö svara. „Þaö var Stína.” Hún var fyrir þremur árum aö þjálfa í Laugardalslauginni er afi Olafs kom til hennar og spuröi hvort hún tæki tæplega tveggja ára dreng í sund- kennslu. „Eg var í vafa fyrst en þar serfi ég hafi kynnst sundi krakka örlítið í Chi- cago í Bandaríkjunum, þá sagöi ég að þaö geröi ekkert til þó ég prófaöi aö taka hann í einkatíma. Og þaö varö úr,” segir Kristín okkur um þetta at- vik. Fyrstu mánuðina með kút Fyrstu mánuðina var Olafur meö kút. Síöan sleppti hann kútnum er hann haföi lært öndunina og lært aö fljóta, „krafla sig með höndum og fótum.” DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.