Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 40
TAL STÖDVARBILAR um alla borgina...! A 85000 1 SÍMI LOKI Menn verða grænir af fíeiru en öfundinni! Varmi Bílasprautun hf. i NÝJA SENDIBÍLASTÖOIN KNARRARVQGI2 - REYKJAVÍK „Nýtt orku- verð fyrir nýálver” — ogþarámeðai stækkun hjá ísal, segir iðnaðarráðherra „Þaö sem viö munum bjóöa er nýtt orkuverð fyrir ný álver og þar á meöal stækkun hjá ísal. Eg ætla ekki aö bjóöa Alusuisse eöa fallast á neitt meöalverö til gamla álversins og stækkunarinn- ar. Þaö verður aö semja um hvort fyrir sig,” segir Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra um fyrirhugaða samninga við Alusuisse. Áformin snúast um aö stækka álver Isals úr 80 þúsund tonna framleiðslu- getu á ári i 160 þúsund, þó í áföngum. Þótt núverandi álver sé ekki gamalt og hafi jafnvel veriö endurbætt aö búnaði mjög verulega, eru afköst á mann eða svoköllrð framleiðni langtum minni en ínýjum álverum. Til marks um þetta þarf um 750 manns til þess aö framleiöa 80 þúsund tonn á ári í Straumsvík. En í skýrslu Ardal-Sunndal frá í fyrra um nýtt 130 þúsund tonna álver hér á landi var reiknað meö aö ekki þyrfti nema (S0 starfsmenn að því álveri. Þannig fást 1.066 tonn á starfsmann Isals í núver- andi álveri en myndu fást 2.000 tonn á starfsmann nýs álvers, aö áliti Ardal- Sunndal. I skýrslu þeirra var ennfremur reiknað meö því að raforkan kostaöi 17,5 bandarisk mill kílóvattstundin. En framleiöslukostnaður hér er nú talinn vera kominn um eöa yfir 20 mill frá nýjum orkuverum. Isal greiddi til skamms tíma 6,45 mill en greiöir nú um sinn 9,5 mill á meöan samningaum- leitanir um framtíðarviðskipti ríkisins og Alusuisse standa yfir. HERB Lögreglu- menn kærðir Ungur maöur hefur kært þrjá lög- regluþjóna í Reykjavík fyrir mis- þyrmingar viö handtöku. Var maður- inn tekinn af lögreglunni aö ósk dyra- varöar viö eitt veitingahús borgarinn- ar sl. laugardagskvöld og fluttur hand- járnaður í lögreglubílinn. Ber hann aö á leið á lögreglustöðina hafi einn lögreglumannanna ráðist á sig í bílnum og hinir ekkert gert til að varna því. Er maðurinn nefbrotinn og marinn í andliti og auk þess rispaöur og rifinn víða um likamann. -klp- Leiðrétting Frétt blaösins í gær um þrí- burafæöingu í Hafnarfiröi hefur reynst tilhæfulaus. Hún er afleiðing tilraunar rannsóknarlögreglumanns til gaman- semi i viötali viö fréttamann blaðsins. Er hér meö beðist afsökunar á þess- ummistökum. Auóbrekku14 Kópavogi Simi 44250 P 27022 au6LÝSINGAR ” SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLT111 86611 RITSTJÓRN SIOUMÚLA 12-14 Frjálst, óháð dagblaö ÞRIÐJUDAGUR 29. NOVEMBER 1983. Launatengd gjöld allt að 35% af kauptöxtum Launatengd gjöld og annar óbeinn kostnaöur sem atvinnurekendur greiða til viðbótar beinum launa- greiöslum er á bilinu 31% til 35% sem hlutfall af kauptöxtum, aö því er fram kemur í fréttabréfi kjararann- sóknamefndar. Eins og fram hefur komiö hefur Vinnuveitendasamband Islands lýst þvi yfir aö ekkert svigrúm sé til aö auka launakostnað fyrirtækjanna í landinu. Hins vegar hefur VSt sett fram þá hugmynd að með þvi að létta einhverjum þessara gjalda af fyrirtækjunum megi greiöa þau beint í launaumslög launþega. Launatengdu gjöldin eru mismun- andi hlutfall af kauptöxtum eftir starfsstéttum. I athugun kjararann- sóknarnefndar, sem byggir á 12.570 manna úrtaki, er eftirfarandi flokk- un á hlutfalli launatengdra gjalda af kauptöxtum: Iöja 32,6%, hafnar- verkamenn 33J%, fiskvinnufólk 31,4%, prentarar 32,6%, afgreiðslu- fólk 34,9% og skrifstofufólk 33,7%. HlutfaD þessara gjalda af kaup- töxtum afgreiöslufólks er eftirfar- andi: veikinda- og slysagreiöslur 5,4%, orlof 10,72%, vinnueftirlits- gjald 0,08%, sjúkrasjóður 1,16%, orlofsheimilasjóöur 0,29%, lifeyris- sjóöur 6,96%, samningsbundin slysa- trygging 0,15%, atvinnuleysistrygg- ingasjóður 0,58%, lifeyristrygging 1,5%, lögbundin slysatrygging 0,18%, launaskattur 4,07%, félags- gjald atvinnurekenda 2,86%, aöstöðugjald 0,87%, ábyrgðartrygg- ing 0,08%. Þetta er samtals 34,9% álag sem atvinnurekandi greiðir til viðbótar viö laun hvers starfsmanns. Þá gerir k jararannsóknamefnd út- tekt á hlutfaUi sérstakra frídaga og greiddra kaffi- og matartíma af kauptöxtum. I fyrrgreindri flokkun starfsstétta er þetta hlutfaU á bUinu 10% tfl 14%. Meðal afgreiðslufólks er þetta hlutfaU 11,8% af kauptöxtum, þar af kaffi- og matartimar 7,5% og sérstakir frídagar 4,3%. Sérstakir lögbundnir frídagar em aö meðaltaU umlláhverjuári. qef Aðvantukvöld var hakSð i Bústaðakirkju i fyrra- kvðkl, það tuttugasta i röðinni. HúsfyBir var og lætur nærri að um 600 manns hafi mætt Hár má sjá nokkra kirkjugesti af yngri kynslóðinni. Á innfelldu myndinni sjást þau Ólafur Skúlason vigslubisk up og prastur i Bústaðakirkju, Sólveig Ásgeirsdóttir bisk- upsfrú, herra Pétur Sigurgeirsson biskup, og Jón Helgason kirkjumálaráðherra. -ÖÞ/DV-myndir S. Gulgræna kjötið margfræga: BUIN AÐ BORÐA ÞAÐ MEÐ BESTU LYST —aðeins850 kíló af um 60 tonnum reyndust ónýt Þau rúmlega 60 tonn af ársgömlu kindakjöti, sem HeilbrigöiseftirUtið stöövaði sölu á í síðasta mánuði, reyndust þegar allt kom til alis ekki vera jafnmikiö skemmd og í fyrstu var ætiaö. Megnið af því hefur veriö sett á markað aftur, einungis 850 kiló vórudæmdónýL Kjöt þetta, sem kallað hefur veriö gulgræna kjötiö af gamansömum borgarbúum, hafði verið geymt í kjötgeymslum Sambandsins á Sel- tjarnamesi frá þvi í fyrra en kjöt- geymslur þessar munu ekki vera þær bestu í bænum. Upphaflega vom um 270 tonn í geymslunum en rúns- um 200 tonnum hafði þegar veriö dreift er salan var stöövuö. Eftir aö yfirkjötmatsmaður og dýralæknir höfðu skoðað kjööö voru 35 tonn send rakleitt á markaðinn, 850 kílóum var hent og afgangurinn var lækkaður um flokk eða flokka og aö mestu notaöur í unna k jötvöru. Að sögn Odds R. Hjartarsonar, fram- kvæmdastjóra HeUbrigðiseftirlits- ins, vora það skrokkar í ysta hluta stæðanna sem reyndust eitthvaö skemmdir en inni i stæðunum var kjötiðóskemmt. - Magnús Gunnarsson rmm „Það kemur mjög skilmerkilega fram i fréttabréfi kjararann- sóknamefndar hvað þessi laun- tengdu gjöld eru mikil,” sagði Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuvdtendasam- bandsins. Magnús sagði að VSI hefði sér- staklega rætt um að feUa niður framlög í sjúkrasjóð, sem ,er 1% gjald af launum, og orlofsheimila- sjóð, sem er 0,25% af launum. „Þegar við erum farnir að miða við stöðugt gengi og stöðugt verölag þá skiptir hvert prósent miklu máii,” sagði Magnús. Hann nefndi einnig að það væri mat VSI að laun- þegum kæmi betur að orlof yrði aftur stytt úr 5 vikum í 4 og í stað- inn kæmi sambærileg greiðsla i launaumslagið. Hvað varðar kaffitíma, matar- tima og sérstaka frídaga sagöi Magnús: „Við erum að skoða þessar stærðir og meta hvaö það myndi segja ef viö keyptum þetta af fólki. Það Uggja ekki fyrir neinar mótaðar tiUögur. En það kemur vel til greina að vrnna ein- hverja þessa fridaga. Við erum að verða eins og verstu kaþóhkkar. Sérstaklega er athugandi að sumardagurinn fyrsti og uppstign- ingardagur yrðu geröir að vinnudögum.” Viðræður ASI og VSt munu hefj- ast strax og Alþingi hefur afiiumið bráðabirgðalögin um afnám samningsréttar. Siðastliðinn föstu- dag hófust hins vegar viðræður þessara aðila um leiðir til eflingar íslensku atvinnulifí. Einnig munu ASÍ og VSI hafa samráð um könnun sem beinist aö því að finna hverjir séu verst staddir í þjóðfélaginu og hvaða leiðir séu þeim til úrbóta. Könnunin verður unnin á vegum kjararann- sóknamefndar en kostuö af for- sætisráðuneytinu. -ÓEF. Óllumá Alþýðu- blaði sagt upp „Það hefur ekki verið gert enn en það stendur til að segja öUum upp,” sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður þriggja manna nefndarinnar sem unniö hefur að rannsókn á útgáfu- starfsemi Alþýðublaðsins undanfarinn mánuð, aðspurður. „Við vonumst til að hægt verði að nota þennan þriggja mánaða uppsagnarfrest tfl að finna aðrar leiðir til að geta haldið útgáfu blaðsins áfram hvort sem það veröur í breyttri mynd eða þeirri sömu,” sagði Sighvatur viö DV í morgun. Starfs- menn þeir sem sagt er upp eru 14 talsin.*; Sagði Sighvatur að uppsagnirnar væru mikil vonbrigði en annað væri útilokað.,JÉg vil ekkert segja um f jár- hagsstöðu Alþýðublaðsins annað en að hún er mjög slæm og næstum ófram- kvæmanlegt aö fyrirsjá einhverjar vcrulegar breytingar.” -IIÞ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.