Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Blaðsíða 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. NOVEMBER 1983.
37
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Fylgst með þristökkvara. Hann er aö lenda eftir þriöja stökkið.
Reykjaskólakrakkar gegn Reykhyltingum
Krakkarnir í héradsskólunum í Reykholti í Borgarfirdi og Reykja-
skóla í Hrútafirði þreyttu nýlega með sér keppni í margvíslegum
íþróttum. Keppt var í sundi, frjálsum íþróttum, skák, borðtennis, knatt-
spyrnu, körfubolta og fleiru.
Það voru um sjötíu nemendur sem óku úr Hrútafirði suður yfir Holta-
vörðuheiði og í Borgarfjörðinn til að heilsa upp á krakkana í Reykholti.
Keppnin fór í alla staði vel fram. Meðal annars setti Ólafur Hjartarson
úr Reykholtsskóla nýtt skólamet í bakskriðsundi.
íþróttamótinu lauk með sigri Reykholtsskóla. Um kvöldið var svo
stiginn dans.
Pórunn Reykdal.
Stokkið á
bfí i gegnum
pýramída
Það er víst óhætt að titla hann
ofurhuga, hann Spanky Spangl-
er. Nýlega flaug hann á tíu ára
gamla bílniun sínum í gegnum
pýramída sem gerður var úr
fimmtán gömlum bíldruslum,
án þess svo mikið sem skráma
sig.
Spanky ók bílnum sínum á 140
kílómetra hraða upp á stökk-
bretti og flaug fimmtán metra
áfram í loftinu áður en hann
rakst á bílapýramídann. Með-
fylgjandi myndir sýna hvernig
Spanky fórað.
Atrennan og stökkið höfðu
auðvitað verið vandlega reiknuð
út til að Spanky myndi örugg-
lega hitta í gatið fyrir ofan sendi-
ferðabílinn í miöjum pýramíd-
anum.
Bíll Spankys tróðst í gegnum
gatið, felldi um leið efri hluta
pýramídans og hentist áfram tíu
metra í loftinu áður en hann
skall á jörðina.
Spanky hafði hjálm á höfði.
Þegar hann flaug fram af stökk-
brettinu lagðist hann niður í
sætið til frekara öryggis. Að
stökkinu loknu steig hann
ómeiddur úr bílnum sínum, sem
reyndar var orðinn bilflak, og
tók við fagnaöaróskum áhorf-
enda.
En hvers vegna var hann að
þessu? Hann gerði þetta fyrir
sjónvarpsþáttinn bandaríska,
That’s Incredible.