Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Page 3
DV. LAUGARDAGUR10. DESEMBER1983. 3 Eftir hálfrar aldar f jarveru... Jóhann Svarfdælingur á æskuslóðir fíytur Jóhann Pétursson Svarfdælingur, hæstur íslendinga, sér nú loks fram á aö geta sest að á æskuslóöum sínum, oröinn sjötugur aö aldri. Hann hefur fengiö pláss á Dalbæ, heimili aldr- aöra á Dalvík, og mun væntanlega flytjast þangaö af Landspítalanum fyrir jól. Tæp hálf öld er liðin frá því Jó- hann, rúmlega tvítugur aö aldri, hélt úr Svarfaðardalnum út í hmn stóra heim til aö freista gæfunnar. Þaö var áriö 1935 sem hann sigldi til Dan- merkur. Hann fæddist á Akureyri 9. febrúar áriö 1913. Þremur mánuöum síöar fluttu foreldrar Jóhanns í Svarfaðar- dal. Þar ólst hann upp ásamt átta systkinum. Auk sveitastarfanna stundaöi Jóhann sjómennsku frá Dalvík áöur en hann hélt utan. í Evrópu feröaöist hann um og sýndi hæð sína, 2,43 metra, í sirkus- um. Ekki lýsir hann þessum árum sem glæsitímum. ,,Ég var aö lepja dauöann úr skel á þessum tíu árum sem ég var í Evrópu. Ég svalt heilu og hálfu hungri,” sagöi Jóhann í samtali viö DV. Hann var í Þýskalandi þegar striö- iö braust út en komst yfir til Dan- merkur hálfum mánuði síöar. I stríðslok kom hann heim til Islands. Leiöin lá næst til Bandaríkjanna. „Atvinna var vanalega að sumr- inu. Þá feröaöist ég um. A vetuma var ekkert aö gera. Síöustu fimmtán ár hef ég ekkert getaö unniö.” Jóhann hélt til á Flórída. Þar bjó hann í húsvagni skammt fyrir utan borgina Tampa. Fyrir tveimur árum uröu þáttaskil í lífi hans. „Fyrir tveimur árum fékk ég aö- svif. Eg hafði verið úti alian dagúin til aö fá gert við bilinn minn og kom heim klukkan ellefu um kvöldið. Eg ætlaöi aö opna dyrnar aö húsinu en gat þaö ekki. Svo vissi ég ekkert fyrr en klukkan fimm um morguninn. Nábúar mínir sáu mig. Ég haföi bara lognast þama út af. Ég hafði fengið vægt slag en nóg þó til aö taka mátt úr fótunum. Eg get ekki gengið. Ég er lamaður og verö víst aö sætta mig viö hjólastól,” sagöi Jóhann. Eftir þetta kom hann til íslands. Hann hefur dvaliö á bæklunardeild Landspítala í hálft annað ár. I sumar skrapp hann norður í Eyjafjörö. Hann skoðaði meöal ann- ars Svarfaöardal en þangað hafði hann ekki komiö í þrjátíu ár. -KMU. Á Dalvik biður þetta rúm Jóhanns. Það er 2,5 metra langt og var sérstaklega smiöað fyrir hann. DV-mynd: Ó.B. TH„ Dalvik. Jóhann Pétursson á Landspitalanum fyrir nokkrum dögum: „Éger lam■ aður og verð vist að sætta mig við hjólastól." DV-mynd: S. Jó/a-og rýmingar- sa/an stendur enn KjSrin _ afít best hja A9 Munið 6—9r jafnvel 12 mánuðir Vetrar- og sumar. dekk með öllum I notuðum bflum! Opið frá kl. 9—19 Laugardaga frá kl. 10—17 EGILL VILHJA LMSSON HF. Smiöjuvegi 4c - Kópavogi - Símar 77200-77202

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.