Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Side 4
i 4 .£8<>i HaaMaaaa'.oi fluoAafiAOUA.i va DV. LAUGARDAGUR10. DESEMBER1983. LEITAÐ AÐ VERST SETTU HÓPUNUM í ÞJÓÐFÉLAGINU Kjararannsóknanefnd gengst nú fyrir könnun á tekjum og ýmsum félagslegum þáttum meöal félags- manna nokkurra verkalýösfélaga. Markmiöiö er að finna þá hópa sem verst eru settir í þjóðfélaginu. Þessa dagana eru um 3.500 einstaklingar aö fá senda spuminga- lista. Aöstandendur könnunarinnar segja afar mikilvægt aö svör berist sem fyrst því stefnt er aö því aö niðurstööur geti legið fyrir í lok janúar næstkomandi. Aö kjararannsóknanefnd standa ILaunakönnunin kynnt. Á mynd- inni eru starfsmenn kjararann- sóknanefndar og fulltrúar þeirra samtaka sem standa aö nefnd- inni. DV-mynd: Bjarnieifur. Alþýöusamband tslands, Vinnuveit- endasamband Islands og Vinnu- málasamband samvinnufélaganna. Upplýsingum þeim sem fást úr könnuninni er ætlað aö veröa þessum aöilum vinnumarkaðarins og stjórn- völdum til upplýsingar um hver kjör fólks raunverulega eru. Þátttakendur voru valdir af handahófi úr félagaskrám verka- lýðsfélaga. I Reykjavík mun könnunin ná til tíunda hvers félagsmanns í Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur, Dagsbrún, Framsókn, Félagi starfsfólks í veitingahúsum, Sókn og Iðju. Á nokkrum stööum á landsbyggöinni veröur framkvæmd hagaö á sama hátt. -KMU. Myndir í glugga. © Stærð 55x55 cm — tilyalin og fallcg jólagjöf fyrir kr. 360.00 ef óskað er. „Allt fyrir gluggann“ Sendum í póstkröfu Síðumúla 22 - síml 31870 Kcflavík - sími 92 (2061) öurhúsinu ■«S>tey^eð °ð aW.Aineror6^ttt Norðmannspv. vinsæWa™ barr- ur tré v»ð besi ©J#' -kssss áhers\uj Wiótatrján' Samningur við Sovét- menn undirritaður: Kaupum um 310 þús. tonn — af unnum olíuvörum á næsta ári Undirritaður hefur veriö samningur um kaup á olíum og bensíni frá Sovét- ríkjunum á næsta ári. Samkvæmt honum kaupa Islendingar 310 þúsund tonn unninna olíuvara af Sovét- mönnum á þeim tíma. Olíuvörur þær sem um var samið skipast þannig eftir tegundum aö 70 þúsund tonn veröa keypt af bensíni, 100 þúsund tonn af gasolíu og 140 þúsund tonn af svartolíu. Hér er um svipað magn af olíuvörum aö ræöa og um var samiö vegna ársins 1983. Samningur sá sem undirritaöur var í gær, vegna næsta árs, er efnis- lega samhljóöa fyrri samningum. Svo sem undanfarið miöast verö á olíuvör- um frá Sovétríkjunum viö Rotterdamverö. -JSS. Þúsund skuld- breytingalán Bankar og sparisjóöir höföu afgreitt um eitt þúsund skuldbreytingalán þann 1. desember síöastliöinn. Skuld- breytingalánin eru samtals aö upphæö um llOmilljónir króna. Þessar upplýsingar komu fram í ræöu Alexanders Stefánssonar félags- málaráöherra á Alþingi í gær er hann mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um Húsnæöisstofnun ríkisins. Sagöi hann aö enn vantaði upplýsingar frá nokkrum sparisjóöum inn í þessar tölur. Taldi hann þetta bera vitni um aö aögeröir ríkisstjórnarinnar til lausnar vanda húsbyggjenda og kaup- enda hefðu boriö nokkurn árangur. -OEF. Eskifjörður: 8000 tonn af loðnu Frá Emil Thorarensen, fréttaritara DV á Eskifirði. Alls hafa borist á land um 8 þúsund tonn af loðnu á Eskifirði í 12 löndunum. Jón Kjartansson landaöi 900 tonnum í gær og Isleifur 411 tonnum. I nótt landaði Júpíter 600 tonnum. Loönan heldur sig nú á stóru svæöi frá Glettinganesflaki og norður fyrir Langanes og er hún nokkuö dreifð. Bátarnir fá um 100—200 tonn í kasti. -GB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.