Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Síða 8
8 DV. LAUGARDAGUR10. DESEMBER1983. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. ' '' ' I Stjúmarformaðurogútgáfustjðri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. , Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 84*11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11.SÍMI27022. j. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. P rentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Heigarbiað 25 kr. Létt verk að létta lífíð Krafa launþegasamtaka um 15 þúsund króna lág- markslaun á mánuöi er afar eðlileg. Hún endurspeglar almennan skilning á, aö í kreppunni sé brýnast að verja kjör hinna verst settu. En hinir betur megandi geti beðið að sinni. Einnig er eðlileg ábending atvinnurekenda um, að samningur um 15 þúsund króna lágmarkslaun muni ekki hafa tilætluð áhrif. Prósentuhækkun láglaunafólks verði notuð til viðmiðunar, þegar hálaunafólkið fer að gæta sinna hagsmuna. Reynslan sýnir, að pennastrik á borð við 15 þúsund leiða til sprenginga upp launastigann. I kjölfarið koma svo opinberar ráðstafanir í efnahagsmálum og verð- bólgusprenging. 15 þúsund króna fólkið sæti eftir með sárt ennið. Þessi fyrirvari þýðir samt ekki, að vonlaust sé að bæta ' hag hinna nauðstöddu, sem hafa innan við 15 þúsund króna mánaðartekjur. Slíkt þarf bara að gera á þann hátt, að ekki leiði til sprengingar, sem eyðileggi ásetninginn. Skynsamlegasta undirbúningsaðgerðin er þegar hafin. Það er könnun Kjararannsóknanefndar á kjörum lág- launafólks. 3.500 spumingalistar hafa verið sendir, og von- að er, að svörin verði komin til baka um miðjan mánuð. Líklegt er, að könnunin leiði í ljós, að neyðarástandið sé að verulegu leyti bundið við ákveðna þjóðfélagshópa. Kæmi slíkt í ljós, væri tiltölulega auðvelt að beita hliðar- aögerðum til að létta byrðar þessa fólks. Fyrirfram má gera ráð fyrir, að ástandið sé alvarleg- ast hjá fjölskyldum, einkum barnafólki, þar sem fyrir- vinna launa er aðeins ein og hefur innan við 15.000 krónur á mánuöi. Flestir aðrir ættu að geta varizt áföllum. Reikna má með, að einkennispersóna neyðarástands- ins sé einstæð móöir á lágum launum og í dagvinnu einni saman. Það er til dæmis fáránlegt að telja tveggja barna móður geta lifaö af 12.000 króna mánaðarlaunum. Ein aðferðin við að bæta úr þessu er að færa meðlags- greiðslur nær raunveruleikanum. Þær eru nú svo lágar, að kostnaður við börn leggst að verulegu leyti á foreldrið, sem annast börnin. Það er verulega ósanngjarnt. 1.615 króna meðlag á mánuði með barni er allt of lágt. Þeir, sem slíkt meðlag greiða, sleppa alltof ódýrt. Lög- skipað meðlag ætti því að tvöfaldast. Það mundi mjög bæta hag hinna einstæðu mæðra, sem nú ramba á barmi gjaldþrots. Þetta mundi hafa í för með sér nokkurn kostnað ríkis-1 sjóðs, því að sumir geta ekki eða vilja ekki standa við fjárhagslegar skuldbindingar af þessu tagi. En ríkiö get-; ur náð því fé í tengslum við hina aðferöina við lausn máls-! ins. Sú aðferð er fólgin í að breyta niðurgreiðslum í fjöl- skyldubætur. Niðurgreiðslur eiga á næsta ári að nema rúmum milljarði króna. Þær verða vafalaust mun hærri, því að reynslan sýnir, að þær margsprengja ramma fjár- laga. Fjölskyldubætur eru miklu áhrifameiri aðferð við aö bæta kjör þungra heimila. Þær nýtast betur til kaupa á ódýrum hollum vörum á borð við fisk og kornmat, svo sem brauði, heldur en niðurgreiðslur á rándýru kjöti og mjólkurvörum. Með tvöföldum meðlögum og millifærslu niður- greiðslna yfir í f jölskyldubætur er auðvelt að ná árangri, sem er betri en sem svarar hækkun láglauna upp í 15.000 krónur. Og það gerist án þess að í kjölfarið fylgi launa- sprenging hálaunafólks og síðan óðaverðbólga. Jónas Kristjánsson í leit ad jólagjöfum Viö settumst til borös, örmagna og örvæntandi fjölskyldufeöur á kaffi- húsi. Stutt hlé á búðarápinu og tími til þess kominn aö skiptast á hörmungasögum. Hann pantaöi súkkulaöi og vöfflur. Ævinlega þegar eitthvaö fer úrskeið- is í lífi hans, eöa þaö veröur erfitt á einhvern hátt, leggst hann í þannig fæöi. Þegar svo rofar til og hann fyll- ist bjartsýni og baráttugleði á ný fer hann að hafa áhyggjur af holdafar- inu. Þannig tekst honum aö hafa allt- af áhyggjur af einhverju. Sjálfur fékk ég mér kaffi og ein- hverja kökuómynd. Síöan sátum við og dæstum þar til stúlkan kom meö hressinguna. Þegar vafflan kom, steypti hann sér yfir hana eins og gammur yfir hræ. Hann mátti ekki vera aö því að tala. Hann mátti ekki vera aö því aö líta í kringum sig. Þaö var varla að hann gæfi sér tíma til þess aö kyngja. Vafflan hvarf meö ólöglegum hraöa og eina markið um tilvist hennar sem eftir var var rjómasletta á höku hans. Sjálfur var ég settlegri við köku- lúsina sem mér var færö. En þar kom þó að saga hennar var öll og ég gat ekki lengur færst undan því aö halda uppi samræðum. — Þetta hefur veriö góöur vetur, þaðsem komið er! — Þeir spá nú noröanáhlaupi fljót- lega, og þá byrja hörkurnar fyrir al- vöru. Hann var niðurdreginn en þó um leið ánægjulegur yfir þessari svart- sýnisspá sinni. En þetta var ekki þaö umræðuefni sem hann vildi taka til meðferðar aö þessu sinni. — Þetta eiga eftir aö verða erfið jól! — Maður skyldi ekki segja! Þó þaö komi smánoröanáhlaup þarf þaö ekki að þýða að veturinn verði svo haröur. Svona áhlaup ganga yfir.. . — Egerekkiaðtalaumveöriö! Hann leit á mig fyrirlitningaraug- um. - Nú? — Egeraötalaumjólin, maöur! Hann leit á mig og sá að ég skildi ekki. — Peningana, maöur! Þetta á eftir aö setja mig á hausinn! Og ég er viss um að þú ert ekkert betur settur. — O, ég veit ekki. Eg bar mig vel, meöan ég reyndi að reikr.a út hvort ég ætti fyrir síga- rettupakka þegar ég væri búinn aö borga kaffið. — Þessir krakkar! Veistu hvaö Ólafur B. Guðnason strákurinn minn sagöi viö mig um daginn? - Nei! — Hann kom til mín og sagði: Pabbi, ég hef veriö að hugsa um þetta og ég held það væri best aö þið gæfuð mér bara peninga í jólagjöf! Peninga! Eg kinkaði kolli og setti upp samúðarsvipinn. — Eg meina... hvaö meö jóia- stemmninguna? Hvaö meö friðinn og kærleikann og það allt saman. Eg varö dýróður auðvitað. Eg tók í öxl- ina á honum og hristi hann duglega og sagöi honum aö svona lagaö gengi ekki á jólunum, sem væru f jölskyldu- hátíö, þar sem allir ættu að vera glaöir og góöir. Svo rak ég hann inn í herbergi og sagði honum aö ég myndi rassskella hann ef hann minntist á þetta aftur. Ég kveikti mér í síðustu sígarett- unni úr pakkanum og reyndi aö láta eins og ekkert væri. En hann sá auövitað örvæntingarsvipinn á and- litinu á mér og túlkaði þaö sem geös- Hræringu yfir frásögninni. — Já, maður! Þetta er alveg svakalegt. Þessi unga kynslóð er svo neysluóð að manni ofbýöur alveg! Eg meina, . . . þegar við vorum strákar var ekkert svona í kringum þetta. Fáar jólagjafir. Og á jóla- skemmtununum í skólanum fengum við delisíusepli og vorum haröánægö- ir. Hann hristi hausinn, mæddur. — Eg veit ekki hvaö er aö gerast í þessum heimi, en hvaö sem þaö er, þá er þaö allavega hroðalegt. — Þú sérö nú bara þessar búöir sem við erum búnir aö fara í. Ekkert nema óþarfi. Glingur og rusl. Allt til þess aö kaupmennirnir græði. Og all- ir æstir upp í auglýsingaflóðinu svo menn verða vitlausir! Ég held bara það ætti aö leggja jólin niður, sveimérþá. Eg sá aö afgreiðslustúlkan var far- in aö líta okkur hornauga, enda vor- um við búnir að sitja nokkuð lengi yf- ir tómum bollunum. Viö yröum aö fara. — Hvað ætlarðu þá að gefa kon- unni þinni? — Veistu, þaö er dálítiö erfitt mál! Þaö væri gaman aö hafa videotæki á heimilinu og ég var aö hugsa um aö gefa henni þaö. Það er svo þægilegt þegar maður nennir ekki út á kvöldin aö geta sett mynd í videoiö. En svo var ég líka aö hugsa um heimilis- tölvu. Þaö gæti hjálpað henni við heimilisbókhaldið, og veitir ekki af. Svo held ég aö mér þætti gaman að fiktaviö aö prógrammera dálítiö. Stúlkan kom að boröinu og sletti reikningnum fram. — Heyrðu, ég borga þetta bara. Mér létti mjög. Næsti sígarettu- pakki tryggður. — Heyrðu, viö skulum fara í dálítiö fleiri búðir og sjá hvort viö finnum ekki eitthvað skemmtilegt. Ég gat ekki hafnað þessu boði eftir höföingsskapinn og arkaöi meö hon- um út og í átt aö næstu búö. En einni spurningu varö ég aö koma aö. — Hvaö ætlarðu aö gefa strákn- um? — Ég gef honum sko drag í aftur- endann ef hann reynir aö eyöileggja jólin fyrir mér. Hann hló hátt. — Annars veit ég ekki alveg hvað ég á aö gefa honum. Ef ég gef kon- unni videotæki, gæti ég kannski gefið honum tölvu. Þá yrði ég auðvitað aö kaapa einhverja tölvuleiki fyrir hann, en þaö er allt í lagi, ég gæti alltaf komist í hana sjálfur líka. Þessir krakkar missa svo fljótt áhuga á leikföngunum hvort eö er. Ef ég kaupi tölvu handa honum gætu þetta orðið ágætisjól. — Já, ætli þaö ekki. Og viö fórum í búöina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.