Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Page 13
DV. LAUGARDAGUR10. DESEMBER1983.
13
Eiginkonan Linda vann tilað hjáipa Tom á meðan hann reyndiað sláigegn
í London.
Söngvarinn Tom Jones:
V ann í hanskaverksmiðjju
og bar tígulsteina
„En þar var ungur söngvari sem
kallaði sig Tommy Scott svo ég varö að
breyta um nafn,” segir hann.
„Umboðsmaöur sá raunverulegt
nafn mitt Thomas Jones Woodward.
Um þaö leyti var verið aö sýna kvik-
myndina Jom Jones svo um-
boðsmaðurinn sagði: „Hvers vegna
breytir þú ekki nafninu í Tomes
Jones?” Ég gerði það.”
Jones ákvað að freista gæfunnar í
eitt ár.
„Linda, konan mín, var ekki glöð
yfir því en hún var til í að vinna fyrir
okkur svo hún tók áhættuna líka.
Hún fór að vinna við færiband í verk-
smiðju í Wales til að hafa ofan í sig og
son okkar á meðan ég var í London og
reyndi að gera plötu sem myndi slá í
gegn. Innan árs hafði áhætta þeirra
borið ávöxt. Upptaka Jones á It’s not
Unusual fór á toppinn á bresku vin-
sældalistunum.
Og hann segir: ,,Eg fór með konu
mína og son til London og síðan hef ég
ekki litiðumöxl.”
Námabærinn Pontypridd i Wales, þar sem Tom Jones ólst upp, er fyrir aft-
an hann.
Tom Jones býr á setri sem kostar
fimm milljónir dollara. Hann vinnur
sér inn 200.000 dollara á viku fyrir að
koma fram í Las Vegas. En fyrsta
starf þessa mjaömaskakara var í
hanskagerð fyrir tæpa sex dollara á
viku.
Hann vann líka í pappírsmyllu og
bar múrsteina. I gegnum þetta allt
hélt hann sig þó við drauma sína frá
því í bamæsku um að verða söngvari.
,,Ég elskaði söng sem barn,” segir
Tom Jones. „Öll fjölskylda mín hvatti
mig til að syngja. Þau sögðu mér frá
upphafi aö ég ætti að gera eitthvað við
röddina í mér því hún væri sérstök.”
Hann þurfti að berjast í æsku við
berkla og þaö bjargaði honum frá því
aö vinna í kolanámum í Pontypridd,
sem er heimabær hans í Wales.
,,Eg fékk berkla þegar ég var 12 ára.
Eg eyddi tveimur árum í rúminu við að
jafna mig. Þaö var hræðilegasta tíma-
bil ævi minnar en þaö bjargaði mér frá
námunum,” segir hann.
Jones fór aftur í skóla en segir. „Eg
var aldrei hrifinn af skólagöngu. Eg
hætti þegar ég var 15 ára.”
Fljótlega eftir það fékk hann sitt
fyrsta starf sem skerari í hanskaverk-
smiöju.
,,Eg vann níu tíma á dag í heitum og
pökkuðum staö af fólki. Eg var þar í
nær tvö ár. Þaö var leiöinlegur tími,”
segir hann.
,JEn ég var bara aö afplána minn
tíma áður en ég varð söngvari. Fram
að því söng ég á krám og sagðist vera
18 ára þegar ég var í raun og veru
aðeinsl5eöal6ára.
Rétt áður en Jones varð 17 ára fór
hann aö vinna sem verkamaður í
pappírsverksmiðju og vann sig upp í
að veröa vélaeftirlitsmaður.
„Eg var giftur og með barn þá. Ég
vann 12 tíma á dag fyrir um það bil 56
dollurum á viku og náði endum rétt
saman.
Við uröum að búa hjá tengda-
móður minni vegna þess að við höfðum
ekki efni á því að kaupa okkur okkar
eigið heimili.” Eftir þreytandi dag í
myllunni hélt hann áfram aö syngja á
kvöldin á smástöðum í nágrenninu og
vonaði að hann slægi í gegn sem
skemmtikraftur. Þegar hann var 21 fór
hann að vinna sem byggirigaverka-
maður á daginn og bar tígulsteina.
Hann söng á kvöldin undir nafninu
Tommy Scott þegar umboðsmaður
heyrði í honum og hvatti hann til að
fara til London. Jones var þá 24 ára
gamall og sá aö hann varð aö láta slag
standa. Hann flutti til London í júlí
1964.
Tom Jones stillir sór upp eins og
hann var þegar hann bar tiguisteina
i byggingarvinnu.
Híöh-Tech 260 (pOLBY
Mi-.
apróui
Ný háþróuð hljómtækjasamstæða
fynr kröfuharðan nútímann
Já, hún er stórglæsileg nýja SONY samstæðan.
Fyrir aðeíns 32.750,- stgr. gefst ykkur tækifæri til að eignast þessa stórglæsílegu
samstæðu, eða notfæra ykkur okkar hagstæðu greiðslukjör.
2
>
JJ
• Magnarí 2x35 sinus wött (2x60 músík-
vött) með fúllkomnu tónstillíkerfi SOUND
EXCHANGER.
• Steríó útvarp með FM, MB og LB.
• Tveir 60 vatta hátalarar.
• Og rúsínan í pylsuendanum, kassettutæk-
ið tekur að sjálfsögðu allar gerðir af kass-
ettum. Leítarí fram og til baka.
Dolby B og það nýjasta Dolby C.
• Mjög vandaður skápur með glerhurð og
á hjólum.
m
WJAPIS hf
BRAUTARHOLTI 2
Akranes: Stúdíóval. Akureyri: Tónabúðín. Borgames: Kaupfélagið. Eskifiörður: Pöntunarfélagið. Hafnarfjörður:
Kaupfélagið, Strandgötu. Hella: Mosfell. Homafjörður: Radíóþjónustan. íszifjörður: Eplið. Keflavík: Stúdíó.
Neskaupstaður: Kaupfélagið. Reyðarfjörður: Kaupfélagið. SeYðísfjörður: Kaupfélagið. Tálknafjörður: Bjamar-
búð. Vestmannaeyjar: Músík og Myndir. Húsavík: Bókaverslun Þórarins Stefánssonar