Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Page 19
DV. LAUGARDAGUR10. DESEMBER1983.
19
is»r«*'lötttr
Edda
Erlendsdóttir
Ut er komin hljómplata meö Éddu
Erlendsdóttur pianóleikara. Edda
spilar þar 3 Klavierstiicke D. 946 eftir
Franz Schubert, Sónötu Op. 1 eftir
Alban Berg og 3 Klavierstiicke Op. 11
eftir Arnold Schönberg.
Upptökuna geröi Sigurður Rúnar
Jónsson í Háskólabiói, en platan var
pressuö og gefin út í Frakklandi.
Dreifingu á Islandi annast Fálkinn.
Edda Erlendsdóttir er fædd í
Reykjavík áriö 1950. Hún stundaði nám
viö Tónlistarskólann í Reykjavík,
meðal annars hjá Áma Kristjánssyni,
lauk pianókennaraprófi árið 1972 og
einleikaraprófi áriö eftir.
Edda hlaut franskan styrk til náms
viö Tónlistarháskólann í París og lauk
prófi þaöan voriö 1978. Kennari hennar
var Pierre Sancan.
Síöan hefur hún haldið fjölmarga
tónleika, bæði í Frakklandi, á Islandi
og víðar á Noröuriöndum. Hún hefur
veriö einleikari meö Sinfóníuhljóm-
sveit Islands, meöal annars undir
stjórn Jean-Pierre Jacquillats og Leif
Segerstrams. Þá hefur hún gert upp-
tökur fyrir Ríkisútvarpið, bæði
hljóðvarp og sjónvarp, og einnig fyrir
franska og sænska útvarpiö.
Edda er nú búsett í París og starfar
þar sem píanóleikari. Hún er einnig
kennari viö Tónlistarháskólann í Lyon.
Casablanca
Geimsteinn hefur gefið út hljómplötu
með hljómsveitinni C.TV. Er þetta
frumraun hljómsveitarinnar og heitir
afurðin „Casablanca”. Platan hefur aö
geyma átta frumsamin lög sem öll eru
danshæf. Textamir em allir á ensku og
fjalla um skugga lífsgæðakapphlaups-
ins.
Hljómsveitina skipa: Sigurður
Sævarsson: söngur, Baldur Þ.
Guömundsson: hljómborö, gítar og
trommur, Jóhann S. Sævarsson: bassi
og Baldur J. Baldursson: hljómborð.
Góöfúslega aðstoö veittu: Einar
Bragi: saxófónn, Páll Hreinsson:
trompet, Tryggvi Hubner: gítar,
María Baldursdóttir: bakraddir, Þórir
Baldursson: hljóöblöndun.
Upptökur fóra fram í Hljóðveri
Geimsteins.
Háskóla-
kórinn
Nú í desember era liðin tíu ár frá því
aö Háskólakórinn hélt sína fyrstu opin-
beru tónleika. Kórinn fagnar þessum
tímamótum meðal annars með því aö
gefa út hljómplötu, en á henni eru
hljóðritanir af söng kórsins undir
stjóm Hjálmars H. Ragnarssonar.
Kórinn flytur þar ný verk eftir þá
Jónas Tómasson og Hjálmar H.
Ragnarsson, verk sérstaklega samin
fyrir hann. Upptökurnar vora gerðar í
Háskólabíói og Fossvogskirkju og
haföi Bjarni Rúnar Bjamason, tón-
meistari Ríkisútvarpsins, umsjón meö
þeim. Skuröur og pressun voru gerö af
hinu þekkta þýska fyrirtæki TELDEG,
en þaö þykir fremst á sínu sviði í
Evrópu um þessar mundir. Helga Stef-
ánsdóttir sá um hönnun kápu og texta-
blööungs, en Prisma í Hafnarfirði um
filmuvinnu og prentun.
Háskólakórinn á upphaf sitt að rekja
til haustsins 1972 þegar hópur stúdenta
viö Háskóla Islands hóf reglulegar
söngæfingar. Þessi hópur nefndi sig
Blandaöa háskólakórinn. Voriö 1973
var Rut Magnússon söngkona ráðin til
aö stýra söng kórsins og var hún óslitið
stjórnandi hans til haustsins 1980
þegar Hjálmar H. Ragnarsson tók viö.
Af honum tók við tónsprotanum í haust
AmiHarðarson.
Erum fluttir
í þjónustu-
verslanamíðstöðína
nyja miðbænum
við Hðístorö.
ÚTVEGSBANKINN
EINN BANKI • ÖU MÓNUSTA
Eiðistorgi 17, Seltjarnarnesi. sími 29966
Tónlist
áhverhi heimili
umjóliii
500
HLEDSUIR
SPARNAÐUR
ÞÆGINDI
CADNICA
©Husqvarna
GETUR SAGT
L VERKK
Nýja Husquama Prisma 960
velur sjálfkrafa hentugasta
sauminn, rétta sporlengd,
sporbreidd og lætur þig vita
hvaða fót og nál skal nota.
Það eina sem þú
þarft að gera er að gefa
vélinni upplýsingar
um hvemig efni þú ætlar
að sauma og hvað
þú ætlar að gera.
Komið við og lítið á hana.
Hún er hreint ótrúleg.
UMBOÐSMENN
UM >ILLT L4ND
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suóurtandsbraut 16 Simi 9135200