Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR1984. r Akvörðun um frjálsa verðlagningu: ÓVÍST HVORT OG HVENÆR „Þaö liggur ekki fyrir samþykkt, eft- ir fund verðlagsráðs, um niðurfellingu hámarksákvæða á verðlagningu,” sagöi Guömundur Sigurðsson hjá Verðlagsstofnun viö DV. Sagöi Guömundur að það væri mis- skilningur sem komiö hefði fram í fjöl- miölum aö ákvöröun verðlagsráðs um þetta efni ætti að liggja fyrir 1. febrú- ar. „Tel ég þann misskilning tengjast því að í dag falla bráðabirgöalög ríkis- stjórnarinnar úr gildi,” sagði Guðmundur og jafnframt að í sam- þykkt ríkisstjómarinnar frá í vor væru ákvæði um að verðmyndun yröi gefin frjáls þar sem samkeppni væri nægi- leg. I verðlagsráöi eiga sæti fulltrúar ASI, VSI, verslunarráðs, BSRB, SIS, tveir aðilar tilnefndir af Hæstarétti og fulltrúi viðskiptaráðherra, Sveinn Björnsson, formaður ráðsins. Georg Olafsson verðlagsstjóri sagði að nú þegar bráðabirgðalögin féllu úr gildi gæti verölagsráö hafist handa um að athuga hvort og hvenær frjáls verð- lagning yrði að veruleika. „Verðlags- ráö starfar innan ramma ríkis- stjórnarinnar og þeirrar stefnuyfir- lýsingar sem hún hefur gefið en það er í höndum ráðsins að taka ákvörðun um hvort og hvenær af þessu verður,” sagöi verðlagsstjóri. -HÞ Útvarpslagafrumvarpið: Afs taða tekin fljótlega „Við höfum fengið nýju útgáfuna af útvarpslagafrumvarpinu og ég geri ráö fyrir því að við hefjumst handa aö athuga það fljótlega,” sagði Páli Pétursson, formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins, viö DV í gær. Sagði Páll að mörg önnur fyrirhuguð stjórnarfrumvörp lægju fyrir en hann geröi hins vegar ráð fyrir að afstaða til þessa yrði tekin fljótlega. HÞ Ný skíðalyfta var tekin í notkun í Stykkishólmi fyrir skömmu og hafa bæjarbúar óspart notfært sér hana eins og sjá má á myndinni. DV -mynd Róbert Jörgensen. Stykkishólmur: Skíðalyfta í bæinn Frá Róbert Jörgensen, fréttaritara DVíStykkishóImi. Skíöalyfta var tekin í notkun í Stykkishólmi fyrir skömmu. Hún er upp af íþróttavellinum, við nýbygg- ingu grunnskólans. I haust var stofnað í bænum skíða- ráð í samvinnu æskulýös- og íþrótta- nefndar og fulltrúa frá frjálsum félögum í Stykkishólmi. Skiðaráöið fékk það verkefni að huga aö lyftu og nú er hún komin upp. Skíðalyftan hefur notið mikilla vin-1 sælda og hafa skíðaunnendur notað hana eins lengi og birta hefur leyft. Og um daginn sendi skólinn alla krakkana á skíði í stað þess að senda þá í íþróttatíma. -GB Fyrirspum um trúnaðar- skýrslu utanríkisráðherra Fiskverðsákvörðunin: RÆTT UM NYJAN STJORNUFLOKK Eitt af þeim málum sem yfirnefnd ræðir nú í sambandi viö fiskverð er aö breikka til muna biliö á milli fyrsta gæðaflokks og annars. Heyr- ast þær hugmyndir aö hækka lægri flokkana um allt aö fjögur prósent, til að vera innan þess ramrna sem ríkisstjórnin telur sig geta fallist á, og búa svo til einhvers konar stjörnu- flokk þar sem veröið er mun hærra, eða 6 til 8 prósent hærra en fyrsti flokkur er nú. Ein röksemdafærsla fyrir þessu er sú að nú er loks búiö að samræma matsaðferðir matsmanna um allt land og þjálfa alla matsmenn. Taliö er líklegt að þegar á heildina er litið muni þaö þýða að 20 prósent minna af fiski muni ná fyrsta flokki en verið hefur undanfarin ár. -GS Stefán Benediktsson alþingismaður bar í gær fram fyrirspurn til utanríkis- ráðherra um trúnaðarskýrslu utan- ríkisráðuneytisins sem birt var í Morgunblaðinu á dögunum. Skýrslan sem hér um ræðir var send af Braga Jósepssyni, Hannesi Pálssyni og Stefáni Jónssyni til þáverandi utan- ríkisráöherra í desember 1971. Stefán Benediktssonar óskar svara frá utan- ríkisráöherra um hvort skýrsla þessi hafi ekki verið merkt sem trúnaðar- mál og hvort kannað hafi verið hver afhenti Morgunblaðinu skýrsluna. Þá spyr Stefán hver beri ábyrgð á vörslu og afhendingu trúnaðarskjala og ann- arra leyndargagna utanríkisráðu- neytisins og hvort ráðherra s jái ástæðu til aðgerða vegna birtingar skýrsl- unnar. ÖEF UfctV SÍMI27022 Búnaðarbankaskákmótið: Enn er sænska stúlkan efst Sævari Bjarnasyni tókst að halda sænsku stúlkunni Piu Cramling á mottunni í firnmtu umferð Búnaöar- bankaskákmótsins, sem tefld var í gær. Pia jafnaði taflið fremur auð- veldlega í kóngsindverskri vörn en meira fékk hún ekki. Sævar var þétt- ur fyrir og eftir 40 leikja „þóf” lauk skák þeirra meö jafntefli. Pia og Jóhann Hjartarson urðu síðan ásátt um jafntefli á biðskák sína og er Pia því enn efst á mótinu, hefur hlotið 3 1/2 v. Fjórir skákmenn hafa 3 vinn- inga, deFirmian (Bandaríkjunum), Knezevie (Júgóslavíu), Jóhann Hjartarson og Helgi Olafsson. De- Firmian á að auki biöskák viö Mar- geir Pétursson en fáir huga honum h'f í þeirri stöðu. Margeir, sem hefur 2 v. gæti því skotist upp aö hliö þeirra efhann sigrar. Urslit Í5. umferð urðuþessi: Sævar — Pia 1/2—1/2 Jóhann — Knezevic 1/2—1/2 Helgi — Margeir 1/2—1/2 Shamkovic — Jón L. biöskák Alburt — Guðmundur biðskák DeFirmian — Jón Kr. 1—0 Helgi og Margeir komu sér saman um að skemmta áhorfendum ekki að sinni og sömdu jafntefli snemma. Jóhann og Knezevic fylgdu í fótspor þeirra en framan af tafli átti Jóhann betra. Hins vegar er enginn bama- leikur að knésetja svo leikreyndan stórmeistara sem Knezevic er. Hon- um tókst að jafna taflið og þá var samiöjafntefh. Guðmundur Sigurjónsson beitti benóní-vöm gegn Alburt, sem tefldi nú af meiri skynsemi heldur en gegn deFirmian. Dularfullur hróksleikur hans í þekktri stöðu setti Guömund í svohtinn vanda, en hann fann leið sem jafnaði taflið „nokkurn veginn”. Skák þeirra fór í biö eftir 40 leiki og er jafntefhsleg. Biðstaðan erþessi: Svart: Guðmundur Sigurjónsson Hvítt: LevAlburt — Svartur lék biðleik. Shamkovich missti peð snemma tafls gegn Jóni L. eins og reyndar margir fleiri hafa gert. Hann var þó ekki á því að leggja upp laupana, stýrði rakleiöis út í endatafl og bjó til „blokkeringu” svo ekki var auðvelt fyrir svartan að brjótast í gegn. Jón L. Ámason Svartur var í óða önn aö finna heppi- legustu staðsetningu mannanna, þegar hann gaf kost á skiptamuns- fóm, sem var mun öflugri en ráð var fyrir gert. Skyndilega var Shakmovich kominn með stórhættu- leg færi og biöstaðan er lítt skemmti- leg fyrir svartan: Svart: Jón L. Áraason Hvítt: Leonid Shamkovich — Hvítur lék biðleik. Hrein úrslit fengust aðeins í einni skák 5. umferðar: deFirmian vann Jón Kristinsson. Jón tefldi opna afbrigði spænska leiksins og „endur- bætti” taflmennsku Kortsnojs gegn Karpov. Hann fékk trausta stöðu og nánast skothelda, þótt hann yrði aö láta biskupapariö af hendi. Er taflið opnaðist fór hins vegar að skína í víg- tennur biskupanna, hrókar svarts lentu á óheppilegum reitum og allt í einu voru hótanir hvíts óviðráðanleg- ar. Hvítt: Nick deFirmian Svart: Jón Kristinsson Spænski leikurinn. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5.0—0 Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be69. Rbd2Rxd2!? Kortsnoj lék jafnan 9. —Rc5 10. c3 d4 gegn Karpov hér um árið. 10. Bxd2 Be7 11. c3 0—0 12. Bf4 Dd7 13. Dd3 Had814. Hadl Ra5 15. Bc2 g6 16. Rd4 Rc417. Hblc5 Svo viröist sem svartur hafi náð að jafna tafhð en biskupaparið verður hann að iáta hvort sem hon- um líkar betur eða verr. 18. Rxe6 Dxe6 Eftir 18. —fxe6 19. Dg3 er svarta kóngsstaðan varhugaverð. Framrás hvíta h-peðsins liggur í loftinu. 19. Dg3 f6! 20. exf6 Dxf6 21. Bh6 Bd6 22. Dh3Hf7? Þetta notfærir hvítur sér skemmtilega. Hann varð að leika 22. —Hfe8! og hefur þá ekki slærna stöðu. 23.f4! Svartur á í erfiðleikum eftir þenn- an leik. Hótunin er24. Bg5. 23.—He8 E.T.V. var meira viðnám fólgið í 23. —Hb8. 24. Hbel Hxel 25. Hxel He7? Og svartur gafst upp án þess að bíöa , eftir 26. Dc8+ Kf7 27. Df8 mát. Betra var 25. —Dd8, en eftir t.d. 26. f5!?gxf5 27. Bxf5 hefur hvítur vinn- ingsstööu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.