Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Blaðsíða 20
20
DV. FIMMTUDAGUR2; FEBKOAR1984. '
Hver eru launin hjá ísal?
i ■ ÓLK VILL EKKISTÓRIÐJ u
NEMA HÚN GREIÐIGÓÐ LAUN
—segir Öm Fríöríksson, aöaltrúnaöarmaöuríStraumsvík
örn Friöriksson er maður sem aö
undanförnu hefur verið í sviðsljósinu
vegna kjaradeilunnar í álverinu. örn
hefur komið opinberlega fram sem
talsmaður starfsmanna.
DV ræddi í gær ítarlega viö örn um
kjör starfsmanna í Straumsvík,
kröfur þeirra og fleiri þætti sem
tengjast málinu. örn var fyrst
spurður hvaða starfi hann gegndi í
álverinu:
„Ég er aðaltrúnaðarmaður og það
hefur veriö aðalstarf mitt nokkuö
langan tíma. Hins vegar hef ég unnið
héma frá því verksmiðjan tók til
starfa og var við viðgerðir á far-
tækjum. Allan tímann hef ég verið í
trúnaðarstörfum. Síöustu tvö árin
hefur allur vinnutíminn fariö í þetta
og talsvert mikið af frítímanum líka.
Við höfum ákvæði í okkar kjara-
samningi þar sem gert er ráö fyrir
að trúnaðarmaður hafi tiltekinn tíma
til aö sinna verkefnum. Það er í sam-
ræmi við lög. Ágætt samstarf hefur
verið við fyrirtækiö um þessa hluti.
Verkefni trúnaðarmanns eru
auðvitað fyrst og fremst þau að leysa
vandamál sem koma upp, bæði stór
og smá, persónuleg vandamál og
ágreining um túlkun á kjarasamn-
ingi. Það eru ótrúlegustu hlutir sem
trúnaðarmaður þarf að fást við.”
— Hvað hefurdu í laun og hver
erþinn vinnutími?
„Eg er héma í hæsta launaflokki
sem iðnaðarmaður. Laun mín eru
samt talsvert lægri en þau sem iðn-
aðarráðherra og fleiri segja að séu
meöallaun hér í Straumsvík. Vinnu-
tími er frá klukkan 8 til 5 á mánudög-
um. Aðra daga til klukkan 4. ”
— Ertu flokksbundinn í stjórn-
málaflokki?
„Nei, þaðer égekki.”
— Hefurdu aldrei komið ná-
lcegt flokksstarfi?
„Jú. Eg hef verið í stjórnmála-
flokki. Eg var í Sósíalistaflokknum
meðan hann var og hét. Líklega er ég
eini maöurinn á tslandi sem lent
hefur í því að vera varpað á dyr frá
Alþýðubandalaginu. Það gerðist
reyndar þegar verið var aö stofna
þann flokk. Þá þótti mér ástæöa til
að sækja þann stofnfund. En af því
aö ég vildi ekki fyrirfram ganga út
frá því að það væri sjálfsagt og eðli-
legt að stofna Alþýðubandalagið þá
fékk ég ekki inngöngu. Og það voru
ansi hraustir menn sem hjálpuðu
mér þar út.
En ég vil aðeins koma inn á þessa
spurningu hjá ykkur hvort ég sé í
stjórnmálaflokki. Mér finnst það í
sjálfu sér ekki vera neitt innlegg í
það mál sem við erum aö fást við
hér. Hér eru fjölmargir trúnaðar-
menn á vinnustaönum og ég þekki
satt að segja ekki hvar þeir eru eöa
hvort þeir eru í flokki. Við höfum al-
veg haldið flokkspólitíkinni utan við
það sem við erum aö fást við hér í
kjaramálum. Hafi einstaka sinnum
komið hjáróma rödd um það þá held
ég að allir vinnufélagar mínir geti
sagt með mér að ég hef reynt að vísa
þeirri rödd á dyr.”
— Er pólitík í afstöðu starfs-
manna til fyrirtækisins?
„Ég held aö þeim sem vinna
hérna líki á margan hátt vel. Eg hef
ekki orðið var við þaö að menn taki
pólitíska afstöðu til fyrirtækisins.
Menn líta á það sem hvert annaö
fyrirtæki sem skapar vinnu.
— Nú hafa miklar og erfiðari
deilur verid um þetta fyrirtœki V
sambandi við samninga við
Alusuisse. Skiptast menn í
flokka i sambandi við þau
deilumál?
„Það er rétt að i tíð síöustu ríkis-
stjórnar komu upp þessi stóru deiiu-
mál. Eg minnist þess að þáverandi
iðnaðarráðherra sagöi á alþingi aö
hagkvæmasti virkjunarkosturinn
væri að loka þessari verksmiðju.
Þetta er í eina skiptið sem ég man
eftir að við trúnaðarmenn starfs-
manna höfum sent frá okkur ályktun
til ráðherra og fjölmiðla þar sem viö
gagnrýndum sérstaklega þessa af-
stööu. Við höfum alveg reynt að
halda okkur utan viö þessar deilur,
spurninguna um súrálsverð og raf-
orkuverð og slíkt. Við höfum fengið
upplýsingar um þessi mál frá stjórn-
endum fyrirtækisins. Við fengum
upplýsingar um þessi mál frá þáver-
andi iönaðarráðherra. Það sem við
höfum alltaf lagt áherslu á er aö
þannig yrði haldiö á þessum málum
aö atvinnuöryggi starfsmanna yrði
tryggt og þeirra hagsmunir.”
— Eru starfsmenn álversins í
þvi hlutverki að brjóta ísinn á
launamarkaðnum ?
„Þú munt núna vera að vitna í um-
mæli iðnaöarráðherra í þinginu fyrir
nokkrum dögum þar sem hann veif-
aði Þjóðvilja frá því í desember. Við ;
berum auðvitaö enga ábyrgð á því
sem Þjóðvilji segir. En hitt er alveg
ljóst hvers vegna sú afstaöa var tek-
in á sínum tíma aö boða hér til vinnu-
stöðvunar. Við höfum alls ekki litið á
þaö sem okkar hlutverk að brjóta
einhvem ís.”
— Um hvað snýst yfirstand-
andi kjaradeila ?
„Hún snýst um laun. Númer eitt,
tvö ogþrjú.”
— Eru starfsmenn ÍSAL lág--
launamenn á íslenskum vinnu-i
markaði?
„Það hafa verið sagðar ýmsar sög-
ur af launum hér. Við getum nefnt
ykkur dæmi um hver raunveruleg
laun manna eru hér. Það væri hins
vegar af og frá ef starfsmenn verk-
smiöju eins og þessarar ættu að vera
einhver láglaunahópur. Þvert á móti
væri þaö eölilegt að þeim væri vel
borgað vegna eðli vinnunnar, vegna
þeirra vinnuaöstæðna sem til staðar
eru og vegna þeirrar sérþekkingar
sem menn þurfa að hafa til að vinna
sín störf hér.”
— Samkvœmt skýrslum sem
við höfum um vinnumarkaðinn
sýnist okkur sem laun starfs-
manna í ál- og járnblendiiðnaði
séu með því allrahœsta sem
finnst. Okkur sýnist sem ál-
verið sé í verulegri sérstöðu með
há laun ef litið er á svona
skýrslu.
„Það sem álverið og starfsmenn
hér eru í verulegri sérstöðu með er
fyrst og fremst vinnutíminn. Þessar
launatölur, sem þarna eru nefndar,
er ekki hægt að bera saman viö það
sem við venjulega köllum laun.
Eg nefndi áðan sérstakar vinnuað-
stæður hér á svæðinu. En þaö sem ég
vil kannski sérstaklega taka fram er
að langstærsti hluti verkamanna
vinnur mjög afbrigðilegan vinnu-
tíma. Þeir vinna vaktavinnu. Það er
þekkt fyrirbrigði í okkar þjóðfélagi
að þar sem vaktavinna er unnin er
greitt vaktaálag. Þegar kannski svo
til allir starfsmenn vinna vaktavinnu
og hafa vaktaálag þá hljóta tekjum-
ar að lyftast upp. En það þýðir ekki
að þeirra laun fyrir 40 dagvinnu-
stundir séu endilega miklu hærri en
gerist á almennum vinnumarkaði.
Þettaer eittatriði.
Síðan kemur hitt atriðiö. Það er hin
geysilega yfirvinna sem hér er unn-
in. Bæði er hún í formi svokallaðrar
fastrar yfirvinnu og líka yfirvinnu
sem er tilfallandi, ýmist tilkomin
vegna þess aö sá tæknibúnaður sem
hér er hefur því miður ekki skilaö því
sem vonir stóðu til og síðan eru í
verksmiðju eins og þessari ýmsar
aðrar uppákomur sem ekki er hægt
að leysa nema með yfirvinnu. Starfs-
fólki hefur líka fækkað hér verulega
og það hefur þurft að leysa þaö líka
meö yfirvinnu. Það er ekki ennþá
fyrirsjáanlegt að þaö sé tímabundiö.
Þaö er mál sem er staöreynd enn
þanndagídag.”
— Þú nefnir fasta yfirvinnu. I
Er mikið um það að menn hafii
fastar yfirvinnugreiðslur án
þess að krafa sé gerð um að.
húnséunnin? i
„Nei. Það er ekki til. Það er ekki til
að það sé ein einasta króna greidd
hér til verkafólks umfram það sem
stendur í samningum.”
— Geturðu lýst þvi hvernig
laun venjulegs vaktavinnu-i
manns byggjast upp? Hvað fær
hann i kaup með öllum auka-'
greiðslum? Er til dœmis vakta-
álag hœrra hér en tíðkast
annars staðar?
„Nei, ég held að vaktaálag sé hér
mjög svipað. Það er byggt á sama
grundvelli og annars staðar. Þar er
enginn munur.
Við getum tekið dæmi um starfs-
mann í kerskála þar sem ýmis sér-
hæfð störf eru unnin við erfiöar
aðstæður. Eftir þriggja mánaða
starf er hann kominn í hæsta launa-
flokk verkamanns. Fastatímakaupið
er 87 krónur og 78 aurar. Það gerir á
viku 3.511.
Hann fær greiðslu vegna ferða —
þessi vinnustaður er nokkuö utan viö
eins og þið kannist við — og viðveru á
vinnustaðnum sem er umfram dag-
vinnutíma. Það er að segja: Hér eru
rúturnar venjulega komnar 10—12
mínútum fyrir vinnutima. Þann tíma
þurfa menn að nota til aö koma sér i
vinnuföt og koma sér upp tilheyrandi
öryggisbúnaði. I vinnulok þurfa
menn að nota ákveöinn tíma til að
skola af sér skítinn. Þannig að héöan
fara menn svona átján mínútum
eftir að vinnutíma lýkur. Þannig að á
hverjum degi er bara viðvera inni á
svæðinu tæplega hálftími umfram
vinnutíma. Fyrir það ásamt hluta af
ferðatímanum fær maðurinn
greiddar á viku 456 krónur.
Við erum með samkomulag um
nýtingar- og framleiðnibónus. Á
sínum tíma settum viö í gang meö
fyrirtækinu ansi mikla herferö í því
að reyna að spara hráefni og fá sem
mest og best út úr framleiðslunni.
Þessi bónus er 15 prósent. Það eru
595 krónur.
Þannig að laun verkamannsins í
kerskálanum eru á viku 4.562 krónur
miöaö við þaö aö hann vinni 40 dag-
vinnustundir eða sama vinnutíma og
gerist á almennum vinnumarkaöi.
Menn hafa auðvitað starfsaldurs-
hækkanir eins og gerist annars
staðar.”
— Þú ert ekki með vaktaálagið
inni i tölunni sem þú nefndir?
„Fyrirtækið hefur í raun fengið
aö ákveða sjálft hvaða vaktafyrir-
komulag hentar því og framleiðsl-
unni best. Starfsmenn sem ganga inn
á vaktir — þetta eru auövitaö
skylduvaktir — veröa aö sinna því
hvort sem það passar við þeirra frí-
tíma eöa ekki. Þeir eru búnir aö
binda sig upp á framtíðina með þaö,
til dæmis aö vinna á kvöldin, þegar
aðrir sinna sínu félagslífi, vinna á
nóttinni meðan aörir hafa sinn
hvíldartíma. Fyrir þetta er greitt
ákveðið álag sem fer eftir því
hvernig þessi tími fellur á sólar-
hringinn. Þetta er sambærilegt og er
á almennum vinnumarkaði. Þetta
álag er frá 12 og upp í 36,2 prósent
eftir því hvað það eru margar vinnu-
stundir af heildarvinnutímanum sem
falla til dæmis á næturnar, helgidaga
ogsvo framvegis.”
— Á hverju byggist það mat að
ÍSAL sé sérstaklega vel í stakk
búið til þess að greiða hærri
laun?
„Eg held aö þú verðir aö spyrja
fyrirtækiö um þetta. Við höfum
aldrei haldið því fram að það væri
sérstaklega vel í stakk búiö að greiöa
hærri laun. En við höldum því fram
aö það geti greitt hærri laun.”
— Á hverju byggist það?
„Við höfum skoðað það til dæmis
hvað launakostnaöur er stór hluti af
framleiöslukostnaði. Ég held að mér
sé alveg óhætt að fullyrða. það að
launakostnaður hefur aldrei verið
minni hluti af framleiðslukostnaði
eða sölutekjum áls en núna er.
Það hefur orðið geysimikil fram-
leiðniaukning í fyrirtækinu. Undan-
farin ár hafa aö jafnaöi verið fram-
leidd um 100 tonn af áli á hvern
starfsmann. Núna á þessu ári stefnir
allt í það, samkvæmt upplýsingum
fyrirtækisins, að framleiðslan verði
komin upp í 130 tonn. Þetta byggist
meðal annars á því að þaö hefur
orðið fækkun á starfsmönnum og
ýmis hagræðingaratriði önnur koma
þarna inní.”
— Forstjóri ISAL segir að
áhugi á stóriðjurekslri hér-
lendis hljóti að minnka ef menn
megi eiga von á stiiðugum
vinnustöðvunum eins og hann
talar um að hafi orðið hér á
undanförnum misserum.
„Eg óttast það líka að ef stóriðjan
á að verða eitthvert láglaunasvæði
þá verði ekki áhugi hjá fólki að taka
inn stóriðju. Við þurfum á stór-
auknum iðnaöi að halda og vissulega
er stóriðjan hluti af því. En það
verður ekki gert nema það sé gengið
út frá tveimur grundvallaratriöum. I
fyrsta lagi aö stóriöjan skapi
ákveðinn lágmarksfjölda atvinnu-
tækifæra. 1 ööru lagi að hún sé í stakk
búin að greiða sæmilega góö laun.”
-HERB/KMU.