Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Side 8
DV. FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd ÍSKALT MILU OSLÓAR OG MOSKVU Klaus Barbie, „slátrarinn frá Lyon”. FAÐIR MINN VAR „TIL- FINNINGA- NÆMUR” Utte Messner, 42 ára gömul dóttir stríðsglæpamannsins og nasistans Klaus Barbie, er ekki þeirrar skoðunar að faðir hennar þjáist af samviskubiti. „Hvers vegna ætti hann lika að gera þaö?” sagöi hún reiðilega í samtali við fréttamann bresku útvarpsstöðvarinnar BBC. „Slátrarinn frá Lyon” eins og Barbie er almennt nefndur á yfir höfði sér dóm fyrir að hafa pyntað fjögur þúsund franska gyðinga og andspyrnuhreyfingarmenn í síðari heimsstyrjöldinni. „Og hvaö meö þaö? Þeir urðu sér sjálfir úti um þetta!” sagði Messner ennfremur, er fréttamaðurinn skýrði frá nokkrum þeim málum sem Barbie er gefið að sök að bera ábyrgöá. „Hann hefur alltaf veriö vingjarn- legur og tilfinninganæmur maður!” sagði dóttir „slátrarans” einnig. Hitastigiö í tengslum Noregs og Sov- étríkjanna er nú komið langt undir frostmark. Tilkynning sú sem sovéska sendiráðið sendi frá sér í gærkvöldi er óvenjulega harðorð. Þar segir aö ákvörðun norsku ríkis- stjómarinnar um brottvísun 5 Sovét- diplómata úr landi sé einsdæmi í sam- skiptumþessaratveggjalanda. Sendi- ráðiö ýjar að því að norska leyniþjón- ustan hafi reynt að fá sovéskan sendi- mann i Vínarborg til að „flýja” vestur. Segir að Norðmenn hafi boöiö Rússan- um 3,5 mill jónir n. króna. Þessu er harðlega neitað af norsk- um talsmönnum. Norska ríkisstjórnin kunngerði í gær þau viðbrögö sín í Treholts-málinu að vísa f imm Sovétmönnum úr landi og banna fjóram til viðbótar, sem staddir eru í Sovétríkjunum, aö snúa aftur til Noregs. Brottvísunin er sögð vera fyrir „atferli sem samræmist ekki diplómatastöðu þeirra”. I norska útvarpinu í morgun kom fram aö áriö 1983 hefði veriö hálfgert hrakfallaár fyrir sovésku leyniþjón- -----------------------> Sendiherra Sovétríkjanna í Noregi, Dimitriji Poljanskij, verður að veifa á eftir nokkrum samstarfsmönnum sínum í kveðjuskyni, en hann var kallaður á fund utanrikisráðuneytis- ins í Osló í gær til að taka við tilkynn- ingu um 9 „óæskilegar persónur”. ustuna. 82 Sovétmönnum var vísaðúr landi í Evrópu, 41 í Asíu og 5 í Banda- ríkjunum. — Er það þrisvar sinnum meira en 1982. Eftir stríð hefur 35 Rússum verið vísað úr landi í Noregi. Þaö kom á óvart að Jevgení Belja- jeff var í hópi þeirra Sovétmanna, sem Norðmenn hafa lýst óæskilegar per- sónur. Hann var þriðji ritari sovéska sendiráðsins í Osló 1967 til 1971. Þaðer talið nánast fullvíst að hann sé maöur- inn sem fékk Arne Treholt til aö njósna fyrir Sovétríkin. Er ætlað að Beljajeff hafi haft þaö sérstaklega á sinni könnu að efna til kynna við unga upprennandi stjómmálamenn (sérstaklega ung- krata). Leonid Makarov var í hópnum sem ekki fær að koma aftur til Noregs en hann er næstæðsti maður sendiráðsins á pappírum. Hitt þykjast Norðmenn vissir um að Makarov hafi stjórnað að- gerðum Sovétmanna í Noregi og því í reynd æðstráöandi í sendiráðinu. I sendiráði Norðmanna í Moskvu eru menn viðbúnir því að sovésk yfir- völd visi einhverjum þaðan úr landi í mótleik við brottvísanir í Noregi. — I fréttatilkynningu sovéska sendiráös- ins í Osló áskilja Rússar sér rétt til þessaðgrípa til mótaðgerða. Jón Einar í Osló. l/2tonn af kókaíni Yfirvöld í Kólombíu hafa lagt hald á hálfa smálest af hreinu kókaíni sem líklega var ætlaö fyrir Bandaríkjamarkað. Er þetta metið til 300 milljóna dollara. Kókainiö fannst í hafnarbænum Kartagena í gær en fyrir viku fann lögreglan 200 kg af kókaíni í leyni- legri verksmiðju í Medellin. George Papadopoulos í kjól og hvítu innan um aðra valdamenn hersins á árunum sem ofurstarnir stýrðu Grikklandi. Papadopoulos læt- ur í sér heyra Þótt George Papadopoulos, fyrrum einræðisherra í stjómartíð ofurstanna í Gríkklandi, afpláni lífstíðarfangelsi fyrir valdarániö 1967 átti hann núna á dögunum hlut í stofnun nýs hægrisinna stjóramálaflokks í Grikklandi. I skrifaðri ræðu sem smyglað var úr Kroydallosfangelsinu, þarsem ofurst- inn fyrrverandi situr inni, segist hann ekki lengur fá orða bundist eftir níu ár á bak við rimlana. Segir hann Grikk- landi hafa hnignaö svo á síðustu árum, bæði pólitískt og efnahagslega. Um 5000 manns voru viðstaddir stofnfund hins nýja flokks, en hann var haldinn á hóteli einu í Aþenu. Heitir hann Þjóðlega stjómmálasambandið (en skammstafað af grísku EPEN). Fjöldi ræðumanna kom fram á fundin- um og ræða Papadopoulosar var þar lesin upp. Ofurstarnir þrír, sem stýrðu Grikk- landi eftir valdarán hersins 1967, voru ailir sviptir borgararéttindum til lífs- tíöar og geta því ekki tekiö þátt í stjóramálastörfum. Papadopoulos gat því ekki sjálfur stofnað flokk en verið meðal yfirlýstra stuðningsmanna. Hugsanlegt þykir að nýi flokkurinn taki fylgi frá hinum íhaldssama Ný- demókrataflokki sem er í stjórnarand- stööu. ÓLYMPÍUELDURINN EKKI TIL SÖLU, SEGJA GRIKKIR Kastast hefur i kekki milli Grikkja og undirbúningsnefndar ólympíumóts- ins í Los Angeles um leiðina sem farin skuli með ólympíueldinn og hugmynd um að selja fyrirtækjum rétt til auglýsingaíleiðinni. Olympíunefndin í Los Angeles vill aö hlauparamir beri eldinn 19 þúsund km leið um öll 50 fylki Bandaríkjanna en síðustu 10 þúsund km fái fyrirtæki rétt til þess að merkja sér hlauparana fyrir 3000 dollara greiðslu á kílómetrann. — Þessi fyrirætlun var raunar tilkynnt í júlí og hefur fengiö mikiar undirtektir fýrirtækja svo að horfir til margra milljóna dollara tekna af þessu einu. (88% teknanna eiga að renna til styrktar telpna- og drengjaíþróttum og ólympíuleikj um fatlaðra.) Grikkjum finnst hinsvegar sem hinn heilagi ólympíueldur þeirra er eilíft logar í Olympíu setji niður því að þeim finnst hann eigi ekid að „vera til sölu”. Drúsar vilja láta sverfa tíl stáls en boða fríð um leið Fimm féllu í hörðum bardögum milli stjórnarhers Líbanons og her- skárra múslima í gær, samtímis sem Walid Jumblatt leiðtogi drúsa lýsti því yfir aö frekari friöarviðræður væru tímasóun. Jumblatt spáði því að ekki yrði hjá því komist að berjast til úrslita en síð- ar í gær, staddur í Damaskus í Sýr- landi, sagði drúsaleiðtoginnað stjóm- arandstaðan mundi senn leggja fram nýjar tillögur um pólitíska lausn hatur- stríðsins í Libanon. Ekki vildi Jumblatt láta neitt uppi um þessa væntanlegu tillögu, en sagði að hún mundi rædd viö trúarleiðtoga og stjórnmálaleiðtoga í Líbanon áður en hún yrði kynnt landsmönnum og umheiminum. Bardagar geisuöu í suðurhverfum höfuöborgarinnar og í fjöllunum þar austur af. Tveir stjórnarhermenn féllu, einn foringi kominn á eftirlaun og tvær konur. Átökin hörðnuöu þegar leið á kvöldið og rigndi fallstykk jum og eldflaugum nær alls staðar niður í hverfi kristinna manna. Víðabraustút eldur. Haft var eftir Abdullah Ibn Abdulaz- iz, krónprinsi Saudi Arabíu, að ísra- elskt og bandarískt herlið ætti að verða á brott frá Líbanon. Hin opinbera fréttastofa Saudi Arabíu hafði eftir honum aö hann þættist þess viss að Sýrland mundi kalla 40 þúsund manna herlið sitt þaðan á brott ef hinir færu. I Trípólí hófust götubardagar í gær eftir að einn af trúarieiðtogum her- skárra múslima var skotinn til bana. Múslimar settu upp götutálma og kröfðu alla um persónuskilríki sem voru á ferli á strætum hafnarborgar- innar. Friðargæsla S.Þ. á Falklandseyjum Raul Alfonsin, forseti Argentínu, um að Bretar hætti að víggirða lagði til í gær að friðargæslusveitum eyjarnar og leggi niður bannið við Sameinuöu þjóöanna yrði falið að ferðum argentínskra skipa og flug- fylgjast með því að allur her yrði á véla á sérstaklega yfirlýstu hættu- brott fluttur frá Falklandseyjum. svæði sem breskar herþotur gæta. Hann hefur ítrekaö fyrri kröfur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.