Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Blaðsíða 39
tfwt ÍTATTÍTR.'ÍT'ÍÍ P (TIIOAntTTMMT'3 VH DV. FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR1984. 39 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Haraldur Örn Haraldsson, 28 ára Garöbæingur. Frá 9 ára aldri hefur hann safnað hljómplötum. Fyrsta platan var með Savannatrióinu. Hér heldur Haraldur á plötu með uppáhaldssöngvaranum sinum, bandariska kántri- söngvaranum Jim fíeeves, sem fórst i flugslysi árið 1964. flest nýjustu kántrílögin leikin. Á milli klukkan ellefu og tólf á morgnana er til dæmis mjög góöur kántríþáttur. Stjómandi hans heitir Bob Murrie. Þaö er hægt aö hringja í hann og biöja um lag sem hann síðan spilar. Eg hef oft notfært mér það. Sá sem var meö þennan þátt áður hét Joy Lahr og ég kynntist honum lítils- háttar. Hann var mjög almennilegur. Kom til dæmis og náöi í mig og sýndi mér útvarpsstööina á Keflavíkurflug- velli.” — Hvaöáttumargarhljómplötur? „Eg veit þaö hreinlega ekki. Hef aldrei tekið þaö almennilega saman. En þær eru orðnar margar.” Bandariski kántrísöngvarinn Jim Reeves, sem fórst í flugslysi, er uppá- haldssöngvari Haralds. En fleiri eru vinsælir. „Eg held einnig mikiö upp á menn eins og Don Williams, Johnny Plötusöf nun og innlit á þingpallana í firnagóðu skapi á fimmtudegi býður Dvölin góöan daginn með því að setja gamla góða stefið: „komiði sælir fé- lagar og vinir góðir” á fóninn. Enn förum við vítt og breitt um áhugamál fólks. Að þessu sinni fjöllum við um hljómpiötusöfnun og hlustun á Al- þingi, ef svo má að orði komast. Viðmælcndur okkar eru þrir. Fyrst er rætt við Harald Örn Haraldsson, 28 ára Garðbæing, sem hefur keypt marg- ar hljómplöturnar, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Haraidur er sannur aðdáandi tónlistar sem kölluð hefur verið kántrí-western. Þá er það Ivar Helgason. Hann keypti sína fyrstu plötu í scinni heimsstyrjöldiuni og nú skipta hljómplöturnar í safni hans þúsundum. Hann hlustar mest á óperur og ijóðasöng. Ur tónlistinni förum við niður á Alþingi og ræðum við Skúla Skúlason. Hann hefur verið fastagestur á þingpöllun- um í yfir þrjátiu ár. Og þá er ekkert eftir nema að bjóða ykkur góða lesningu mcö von um fallegan febrúarmánuð. Punkturinn okkar er á því að þessi stysti múnuður ársins verði bara skemmtilcgur og fljótur að líða. Texti: lón G. Hauksson Myndir Bjarnleif ur Bjarnleif sson og Gunnar V. Andrésson Haraldur hefur verið blindur frá fæðingu. Þessa keramikmuni gerði hann eftir keramiknámskeið hjá Blindrafélaginu. Þeir eru orðnir margir vinirnir og kunningjarnir sem hafa fengið skálar og vasa hjá Haraldi. Einn þeirra er Joy Lahr, sem var með kántriþátt i útvarps- stöðinni á Keflavikurflugvelli. DV-myndir Bjarnleifur Bjarnleifsson. Cash, Buc Owens og Charlie Bright. Reyndar var ég svo lánsamur aö komast á hljómleika meö Buc Owens í Osló áriö 1971. Þetta voru geysi- skemmtilegir hljómleikar. ” Um þaö hve margar plötur hann keypti á mánuöi svaraði Haraldur meö lítillæti „aö þaö væri misjafnt frá mán- uði til mánaöar.” Meira gaf hann ekki upp um þaö. En kunnugir segja aö þær séu margar. Fyrir utan hljómlistma er Haraldur áhugamaöur um flugmál. Hann á sér- stök „scannertæki” og hlustar oft á samtöl flugmanna við f lugstjórn. Og oft hefur það komið fyrir aö honum hefur veriö boðiö í flugferðir í litlum rellum. Og svo mikill er áhuginn á fluginu aö þaö er nóg aö hann heyri hljóöiö í flugvél þá getur hann sagt til um hvaöa tegund sé aö ræöa. „Flugmenn hafa einnig verið mér hjálpsamir varöandi plötusöfnunina. Þeir hafa keypt fyrir mig plötur erlendis sem ófáanlegar hafa veriö hér á landi. Þetta hefur komið sér mjög vel. Þá vil ég einnig geta þess aö oft vilja þeir ekki þiggja borgun fyrir plöt- umar. Gefa mér þær svona til aö sýna mérvináttuvott.” — Nú ert þú mikill kántríaödáandi. — Hvaö finnst þér um rokkiö? „Þaö er nú ekki beint fyrir minn smekk og ég er algjörlega á móti öllu hávaðarokki. En fyrir utan kántritónlistina hefur mér þótt einna mest gaman aö hlusta á klassíska tónlist og alþýðutónlist frá ýmsumlöndum. Og fyrst við erum aö ræða um þessi mái. þá ”il ég minnast á þaö hve mjög c wkna lueGrass-þáttarárásl.Slík tóniist neyrist allt of sjaldan í út- varpinu.” Og svona að endingu, hver er ný jasta platan í safninu? Ekki stóð á svarinu. „Það er aö sjálfsögöu kántríplata. Hún er meö Johnny Cash og heitir Big River.” -JGH Horft yfirsalinn. Jón Baldvin Hannibalsson iræðustól. „Hvar eru allir þingmennirnir?" gætu einhverjir spurt. „Mér finnst ekki kveða eins mikið að stjórnmálaforingjum nú og áður." 1 1 I I I Skúli Skúlason, 65 ára innheimtumaður. Hann hefur fylgst með pólitikusunum af Alþingispöllunum i bráðum fjörutiu ár. Það hefur verið hans dægradvöl auk þess sem hann er mikill áhugamaður um ættfræði og hefur meðal annars gefið út tvær ættfræðibækur. Skúli ibygginn á svip, flengst til hægri). „Pétur Ottesen, þing- maður Borgfirðinga, er tvimælalaust sá minnisstæðasti. Hann hætti árið 1959 eftir að hafa verið þingmaður i 43 ár. Hann var hreinskilinn maður og átti enga óvildarmenn. " DV-myndir: Gunnar V. Andrésson FÓR Á PALLANA SKÖMMU EFTIR AÐ ÉG KOM SUÐUR —segir Skúli Skúlason sem hef ur verið fastagestur á þingpöllunum í tæp fjörutiu ár „Eg segi ekki aö ég komi á hverjum degi hingað, en allflesta daga rek ég nefiö inn. Kem oftast um þrjúleytið og geri oft stuttan stans. Það fer þó eftir því hvaö er á dagskrá.” Sá er þessi orö mælir heitir Skúli Skúlason, 65 ára Þingeyingur, sem flutti suöur á mölina á árinu 1947 og hefur síðan eytt drjúgum tíma á þing- pöllum viö að fylgjast með umraeöum pólitíkusa. „Eg fór á pallana skömmu eftir aö ég kom suður og hef haft mikla ánægju af aö hlusta á alþingismennina. Þó má kannski segja aö áhuginn hafi dvínað á síöustu árum. Þaö kveður ekki eins mikið að stjórnmálaforingjunum nú og áöur. Þaö sópaði meira af þeim hér áðurfyrr!” Um þaö hverjir væru eftirminnileg- ustu stjórnmálamennirnir sagöi Skúli: ,,Svo ég nefni einhver nöfn þá koma þeir Oli Thors, Jónas frá Hriflu, Pétur Ottesen, Jörundur Brynjólfsson og Hannibal Valdimarsson fyrst í hugann. Þaö hafa þó margir mjög góöir menn setið á Alþingi.” — En hver finnst þér hafa staðiö upp úr, ef þannig má aö oröi komast? „Pétur Ottesen er tvímælalaust sá minnisstæðasti. Hann var þingmaður Borgfiröinga og hætti á þingi árið 1959 eftir aö hafa veriö þingmaður í 43 ár. Hann var hreinskilinn og átti enga óvildarmem.” — Hvenær byrjaöi áhugrnn á pólitík- inni? „Eg hef haft áhuga á pólitík frá unga aldri. Eg hef fylgt Sjálf stæöisflokknum aö málum. Þrátt fyrir það er ég ekki fullkomlega ánægöur með flokkinn. En ég held að það sé ekki annar flokkur betri.” — Hvaða frumvarp myndir þú leggja fram ef þú yrðir kjörinn á Al- þingi? ,,Eg myndi Ieggja fram frumvarp sem stuölar að minnkandi áfengis- neyslu. Mér finnst alltof mikið drukkiö í þjóðfélaginu og tel aö áfengiö og alls kyns vímuefni séu mesta bölið hjá okkur. En ég sakna þess alls ekki aö hafa verið laus viö þingmennskuna um dag- ana þrátt fyrir að ég hafi mikið fylgst meðípólitíkinni.” — Hverjir finnast þér vera skemmtilegustu ræðumennirnir í dag á Alþingi? „Bestu ræðumennirnir eru þeir Þor- steinn Pálsson og Svavar Gestsson. Svavar er sérlega góður ræðumaður. Eg fylgi honum alls ekki aö málum, en ég held að hann sé góöur fyrir sinn flokk. Þeir eiga ekki skarpari mann.” Skúli hefur starfað í mörg ár viö ým- iss konar innheimtustörf .fyrir hina og þessa” eins og hann oröar þaö. Þá hefur hann boriö út öll dagblöðin. Hann hefur séö um dreifingu á Árbók Þingeyinga síðastliöin 25 ár og séö um innheimtu fyrir Þingeyingafélagið síöastliöin 35 ár. Hann hefur einnig grúskaö í ættfræöi. „Eg hef gefið út tvær ættfræöibækur. Laxamýrarættina sem kom út 1958 og Hraunkotsættina sem gefin var út 1977.” „Jú, jú, ég er sjálfur af Laxa- mýrarættinni.” -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.