Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR1984. Spurningin Hvað finnst þér um verkfallið í álverinu? Axel Kaaber: Þaö er alveg út í hött, alveg gjörsamlega. Ástandiö er þannig í atvinnumálum að ekki er hægt aö fara í verkfall. Gyða Sveinbjörnsdóttir: Mér finnst það gott að mennirnir skuli ekki ætla að láta troða á sér. Eg ermjög uggandi yfir kjaramálunum í dag og þau kalla á haröari aögeröir, hvað svo sem verður. Fólk lifir ekki á lágu launun- um. Harpa Kolbeinsdóttir: Eg get nú ósköp lítiö sagt um þaö nema ég stend með þeim. Þaö er alltaf slæmt aö fara í verkfall en ööruvísi fást ekki málin fram í dag, til aö lifa sómasamlegu lífi. Guðmundur Finnbogason: Mér finnst þaö ekki eiga rétt á sér. Vegna þess aö þeir eru með meiri tekjur en aðrir hópar í þjóöfélaginu. Eg er fylgjandi efnahagsstefnu ríkisstjómarinnar. Jóhann Indriðason: Maður vill ekkert fá verkföll en vill fá þokkaleg laun án verkfalla. Mér finnst að ríkisstjórnin fari ansi mikiö í vasann á okkur laun- þegunum. Þeir ættu að sýna okkur ein- hverjar lækkanir. Jóhann Albertsson: Eg er ekki fylgjandi verkföllum. Annars vil ég ekki tjá mig um málið. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hundar hafa sál Grétar Hinriksson Malmö, skrifar: Eg varð stórundrandi er ég las grein i Sydsvenska Dagbladet þann 17.1. ’84. Tveggja dálka grein með mynd af f jár- málaráöherra Islands á öftustu síðu á áberandi stað. Fyrirsögn stórfrétt- arinnar var: Svenska protester mot hundforbudet i Reykjavik (Svíar mót- mæla hundabanninu í Reykjavík). Það sem ég er mest undrandi yfir er að einn af ráöherrum Islands hótar að yfirgefa fósturjörðina, sem pólitískur flóttamaöur, ef hann verður aö hlýða lögum og settum reglum. Þaö er sorg- legt ef þetta er satt. Og hvemig er það, sat ekki háttvirtur f jármálaráöherra í meirihluta borgarstjómar er þessar reglur um hundahald ööluðust gildi? Manni verður ósjálfrátt á að hugsa hvort svona þenkjandi mönnum sé treystandi til að halda í stjórnartauma íslenska ríkisins. Eg var á sínum tíma meðlimur í Hundavinafélagi Islands og fannst þá mikiö óréttlæti að banna hundahald í Reykjavík. Mér var þá ekki ljóst hvað hundahald í þéttbýli gæti haft í för með sér. I dag er ég algjörlega á móti því og skal ég færa að því nokkur rök hvers vegna svo er. og sérstakar tunnur fyrir hundaeig- endur til að setja hundasaur í. Þetta hefur nánast ekkert verið notað. Sama er að segja um afgirt svæði þar sem hundar hafa mátt hlaupa um lausir. Ekki má gleyma þeirri ánægju sem eigendur hunda hafa af þessum mál- lausu en oftast skilningsríku dýrum, en æöi oft valda þau almenningi sársauka og leiðindum. Nú kann einhver lesandi þessarar greinar að álíta að ég sé orðinn einhver hundahatari en því fer víðs fjarri. Flestir hundaeigendur gleyma öllu öðru en þeirri ánægju sem þeir hafa af samvistum við þessa vini sína. Það gleymist hvaö er lagt á þessi grey, þau eru svipt frelsinu og þar með hefur sálarlíf þeirra raskast. Allir þurfa að vinna frá heimilum sinum eða fara til skóla, þá er hundurinn skilinn eftir heima einn og yfirgefinn, oft bundinn allan daginn. Mér finnst það himin- hrópandi misþyrming að bjóða þessum dýrum upp á þetta, enda er stór hluti hunda oröinn meira og minna tauga- veiklaður. Þetta er aðalástæðan fyrir því að ég er á móti hundahaldi í þétt- býli í nútimaþjóöfélagi. I Malmö er veriö að opna dagheimili Það er ekki tekið út með sældinni að vera hundur i nútimaþjóðféiagi. Það er farið með þá eins og leikföng, og það gleymist oft að þessir málleysingj- arhafa sál, segir Grétar Hinriksson. Eg og mín fjölskylda höfum búið í Svíaríki í rúm 14 ár og höfum við því kynnst þessu máli sem nú er orðiö að vandamáli. I dag er þetta vandamál, en á eftir að verða plága, eða svo segja óvilhallir sérfræðingar. Fyrir tveim árum var samþykkt að skylda hundaeigendur hér að hafa hunda sína í taumi er þeir væru með þá utan dyra. Það var gert vegna marg- endurtekinna árása hunda á vegfar- endur með misjafnlega alvarlegum meiðslum samfara þeim. Þetta mætti miklum úlfaþyt og mótmælum og er þessum reglum misjafnlega fylgt. Um svipað leyti var samþykkt að hundaeigendur yrðu skyldaðir til aö hirða upp saur eftir hunda sína. Þetta mætti enn meiri andstöðu og í blaða- skrifum um málið þótti þaö himinhróp- andi óréttlæti og reglugerðínni eKKi hlýtt. Hundasalerni hafa veriö sett upp fyrir hunda, en það er ekki á færi neinna meöaljóna aö greiða fyrir þá þjónustu. Þannig að meirihluti þessara vesalings rakka þarf að sætta sig við að vera bundinn við miðstöðvarofna eða eitthvað annaö, allan daginn. Eg er ekki aö mála skrattann á vegginn með þessum hugleiðingum mínum, svona er þetta í raun og veru. Ekki má gleyma því að undantekning- ar eru frá því sem ég hef drepið á, en þær eru þ ví miður allt of fáar. Hundarnir búa við líkamlega gott at- læti en það vantar það sem hundinum er eölilegast, en þaö er að njóta frjáls- ræöis, að geta hlaupiö um þá lands- hluta og víddir sem hann markar sér sjálfur. Gleymum ekki að hundar eru ekki bara leikfang handa manninum til að leika sér með þegar honum dettur það i hug. Þeir hafa sál. Stórkostlegur snjómokstur Selásbúi hringdi: Mig langar til að koma á framfæri þakklæti til stjórnanda snjóruðnings- tækis númer 9 frá Hegra hf. Hann hefur unnið mjög vel við erfiðar aðstæður hér í Selásnum í vetur. Einnig hefur hann verið hjálpsamur við þá sem hafa fest bíla sína og þurft aö skilja þá eftir fasta í snjóskafli. Þeir hafa komið að þeim aftur og þá var búiö að moka þannig frá þeim aö snjó- skóflur hafa nánast verið óþarfar. Að endingu vildi ég þakka fyrir mokstur úr innkeyrslum okkar þann 24. janúar. Svenska prbtester imot hundförbudet |i Reykjavik STOCKHOLM-TT. Svenska djurvánner I protesterar i ett telegram Itill Islands regering mot latt hundágare i Reykjavik [fár dödsdomar övér sina Ihundar. Hundförbudet i staden har se- nast drabbat landets finansminis- ter Albert Gudmundson, som ho- tar att gá i politisk exil om polisen tvingar honom att göra sig av med Isin hund. -1 en tid dá de nordiska lánder- na strávar efter gemensamma lagar och várderingar kommer det brutala meddelandet frán Is- land att man förbjuder invánarna att ha hund och utfárdar domar pá löpande band om att hundar skall dödas, skriver djurombuds- mannens stödorganisation, Doso, i Stockholm i telegrammet till den islándska regeringen. Motivet till hundförbudet kan inte vara att staden pá nágot sátt ár överbef’olkad, menar Doso. Inte heller kan del tidigare upp- givna motivet gálla, dár man sade att hundar kunde vara várddjur för ett slags ”dynt”, som sedan kan spridas till mánniska via fár. I sá fall borde endast hundar pá landet, dár íarei^nns, förbjudas. Islands finansminister Albert Gudmundson hotar att g& i poli- tisk exil om polisen tvingar honom att göra sig av med sin hund Om det av nágon anledning skulle vara omöjligt att slopa hundförbudet vádjar ándá Doso till Islands regering att láta de hundar som nu finns fá leva silt relativt korta hundliv ut. - Det kan inte vara god PR för ett land att mánniskor kánner sig tvungna att lámna silt hemland för att slippa avliva sina sáil- skapsdjur, anser de svenska djurvánnerna. O Úrklippa úr Sydsvenska Oagbladet þar sem sagt er frá aðför að hundum og eigendum þeirra i Reykjavik. Saab-turbo i snjóruöning Vinnufélagar hrlngdu: Nú á síðustu og verstu tímum, þegar allir kvarta yfir peningaleysi og ríkisstjómin hvetur til sparnaðar, þá er það furðulegt aö flugmála- stjórn skuli leyfa sér að kaupa dýr- ustu gerö af Saab-turbo sem á aö not- ast við mælingar á bremsuskilyrðum á flugbrautum og við eftirlit flug- vallarins í Reykjavík. Okkur skilst að bíllinn sjálfur fyrir utan mælitæki kosti um 630 þúsund krónur. Því var ekki hægt að kaupa tækin sér og setja þau í ódýran bíl, eins og til dæmis einhvem jap- anskan, sem kostar ekki nema i kringum 300 þúsund krónur. Hann kæmist hæglega á 90 kilómetra hraða og gæti sinnt eftirlitsstarfi, jafnvel og Saab-turbo. Ef flugmálastjóm hefði keypt tækin og bílinn hvort í sínu lagi þá hefði mátt nota mismuninn til að moka flugbrautir landsins. Mikið 'hefur verið kvartað undan því aö lendingarskilyrði væru slæm vegna þess að ekki væru til peningar til að moka brautirnar. Það er ekki skrýtið að fargjöld hækki þegar veriö er að kaupa rándýr tæki í eftirlit og mælingar. Kannski væri hægt að smiða tönn framan á Saabinn og nota hann til að ryðja snjó af brautum jafnhliða því að hann mældi bremsu- skilyrði. Haukur Hauksson varaflugmála- stjóri sagði að þessi bíll væri sá eini í heiminum sem uppfyllti þær gæða- kröfur sem flugmálastjóm setti. Vissa nákvæmni þyrfti að fá fram við mælingar og væru gömlu tækin ekki sambærileg, en þau voru dregin af bil. Þau tæki væru nú úrelt og væru Saabverksmiðjumar þær einu sem framleiddu bíla til bremsu- mælinga, eftir því sem flugmála- stjórn vissi best, þannig aö þetta var eini kosturinn. Saab turbo bíll flugmálastjórnar, sem notaður er við bremsumælingar á flugbrautum. Þessi bill er nokkru dýrari en gengur og gerist, enda búinn fullkomnum tækjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.