Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Blaðsíða 44
I
ÚRVALSEFNI
VIÐ ALLRA HÆFI
ÁSKRIFTARSÍMINN ER
27022
97R7? AUGLÝSINGAR
Eml Ulr SÍDUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLT111
OCC11 RITSTJÓRN UUU 1 1 SÍÐUMÚLA 12-14
AKUREYRI SKIPAGÖTU 13 AFGREIÐSLA (96)25013 BLAÐAMAÐUR (96)26613 .. . ... Bi
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1984.
Vakti manninn
og sagðist
vera að f ara
Annar mannanna, 36 ára, sem hand-
tekinn var aö Njálsgötu 48a vegna
dauöa 39 ára gamallar konu í íbúöinni i
fyrrakvöld var í gærkvöldi úrskuröaö-
ur í gæsluvarðhald til 4. apríl vegna
þessamáls.
Maöurinn mun hafa viðurkennt aö
hafa oröiö konunni aö bana í íbúöinni
og benda allar líkur til aö konan hafi
látist af völdum köfnunar.
Atvik voru þau aö konan kom aö
manninum þar sem hann lá sofandi á
svefnbekk í íbúöinni. Hún vakti hann
og sagðist vera að fara. Hann vildi þaö
ekki og togaöi í trefil sem hún var meö.
Krufningin á líkinu í gær bendir til að
þaö sé dánarorsökin. Ekki mun hafa
komiö til annarra átaka þeirra á milli.
Hinum manninum, sem var hand-
tekinn í íbúöinni í fyrrakvöld var
sleppt eftir yfirheyrslur í gær. Ekkert
bendir til annars en hann hafi komið á
vettvang eftir aö þessi voðaatburöur
varð.
Konan haföi lögheimili í Hafnar-
firði. Hún haföi aö undanfömu veriö í
sambýli við þann sem nú er í gæslu-
varðhaldi. -JGH
Samningamál
í sama fari
Lítið hefur enn þokast í sam-
komulagsátt í þeim kjaradeilum sem
nústanda yfir.
Samninganefndir BSRB og ríkisins
hittust í gær þar sem fulltrúar fjár-
málaráðuneytisins lögðu fram skrif-
'legar skýringar á ákveönum þáttum
þess tilboðs sem þeir höfðu gert BSRB.
Aö sögn Haralds Steinþórssonar, fram-
kvæmdastjóra BSRB, er tilboðiö enn
innan þeirra 4% marka sem fjármála-
ráöherra hefur sett launahækkunum
en kröfugerö BSRB hljóðar upp á 8 til
9% launahækkanir. Samninganefnd
BSRB kemur saman á morgun en enn
hefur ekki verið ákveðinn nýr
sáttafundur.
Samningafundur Félags bóka-
geröarmanna og viösemjenda þeirra
hefur verið boöaður á þriöjudaginn.
Viðræður beinast nú einkum að sam-
ræmingu þriggja kjarasamninga sem
bókagerðarmenn búa nú viö en ekki er
farið að ræða launaliöi samninga.
Samningafundur milli ASI og VSI
hefurekkiveriðákveðinn. -OEF.
LUKKUDAGAR
2. febrúar
43614
HLJÓMPLATA FRÁ FÁLKAIM-1
UM AÐ VERÐMÆTI KR. 400.
Vinningshafar hringi í síma 20068 I
LOKI
Ál er innrí maður
GRÆNLENDINGAR
MOKA UPP RÆKJU
- af laverðmæti 25 milljónir á 14 dögum
Frá Vali Jónatanssyni, fréttaritara firði, var 54milljónir króna á síðasta svo mikiö magn í einu, þar sem sagt sig úr Efnahagsbandalagi
DV á isaflrði. ári. rækjan fer mjög illa og veröur Evrópu.
Þrír grænlenskir togarar hafa nú Rækjutogararnir hafa veriö að kramin. Þeir draga því styttra eöa í Fróöir menn telja aö aldrei fyrr
landaö afla sínum á Isafiröi. Mjög þessum veiðum innan um ís út af klukkutíma og eru með þetta 4-5 hafi þeir verið vitni aö eins miklu
mikill afli hefur veriö hjá þeim. Dohmbanka eöa 20 mílur frá mið- tonn í togi. Þessi rækja er mjög stór aflaverðmæti í einni veiðiferð sem í
Togarinn Auvaq landaöi hér 200 linu, Grænlandsmegin. Hinir tveir og góö og eru 40-60 stykki í kílóinu. þessari hjá Auvaq sem tók aöeins 22
tonnum af rækju á þriðjudag eftir að togararnir, sem eru minni, voru með Rækjuna selja þeir á Evrópu — og daga frá því að þeir lögöu úr höfn í
hafa veriö aðeins 14 daga á veiðum. 60—70 tonn eftir viku veiðiferö. Japansmarkaö. Danmörku.
Aflaverömæti togarans er áætlað Virðist afU þeirra fara eftir því Sjómenn hér telja ástæöu til að Þessir stærri togarar Grænlend-
vera 25 milljónir íslenskra króna. hversu miklu þeir afkasta í ráðamenn í landinu athugi þann inga verða á veiöum á þessu svæði
Til samanburðar má geta þess aö frystingu. Þeir hafa fengið allt upp í möguleika aö semja við Grænlend- fram í apríl og fara síðan í Barents-
aflaverðmæti aflahæsta togara tíu tonn í togi sem er mjög gott, en inga um veiðar á þessu svæði, haf.
iandsmanna, Guöbjargar frá Isa- þeir reyna að komast hjá því aö fá þ.e.a.s. á næsta ári þegar þeir hafa -GB
Kertastjakinn afhentur Ragnari Fjaiar Lárussyni, sóknarpresti i Hallgrímskirkju í gœr, skömmu eftir að
maður einn birtist á ritstjórn DV með stjakann. Sagðist hann vera að skila honum fyrir konu sem hefði
fengið hann i hondur. Á innfelldu myndinni sóst stjakinn betur. Hann er í einkaeign Ragnars.
DV-myndir: S
ÞÝFINU
SKILAÐ
tilDV
„Nú, var ekki búiö aö skila öllum
mununum sem stolið var í innbrotinu
fræga í Hallgrímskirkju fyrir jól? Já,
var nema von aö viö yrðum eitt
spumingarmerki, þegar skyndilega
birtist maður á ritstjóminni hjá okkur
í gær meö kertastjaka sem hann sagöi
vera úr Hallgrímskirkju. Kvaöst
maöurinn vera að skila honum fýrir
konu sem heföi fengið stjakann í
hendur.
Við heimsóttum Ragnar Fjalar
Lárusson, sóknarprest í Hallgríms-
kirkju. Jú, hann kannaðist viö gripinn.
Þetta var stjaki sem hann átti og haföi
verið á skrifstofu hans í kirkjunni er
innbrotiö var framið.
Þakklátur var hann fólkinu fyrir að
koma stjakanum í réttar hendur. „En
satt best að seg ja var ég ekki farinn aö
saknahans.”
„Þessi stjaki var lengi á heimili
okkar hjóna, en þegar við fengum aðra
þá fór ég meö hann uppeftir, á skrif-
stofu mina í kirkjunni. -JGH
RagnarHalldórsson:
GÖNGUM í VSÍ
—ísal hefur boðið 1 prósent, starfsmenn vildu 4-6 prósent
„Viö ætlum aö ganga í VSI. Þaö
verður þegar okkur hentar,” sagði
Ragnar Halldórsson, forstjóri ISAL,
í morgun.
Ragnar sagði aö tímasetning.
inngöngu ISAL í Vinnuveitendasam-
bandið í gegnum Félag íslenskra iön-
rekenda færi eftir því meðal annars
hvernig samningaviöræður
þróuðust. Sagði Ragnar aö ISAL
myndi allt eins gerast aðili meöan á
samningaviöræðum stæöi.
Hótun starfsmanna um að segja
upp undanþágum sem gilt hafa um
framkvæmd vinnustöðvana í ISAL,
gangi fyrirtækið í VSI, sagöi Ragnar
út í hött. Starfsmenn heföu skrifað
undir samning sem fæli í sér undan-
þágur. Innganga í VSI breytti þar
engu um.
Fulltrúar deiluaöila funduöu til
klukkan hálff jögur í nótt. Enn virtist
langt í land með 'að samningar
tækjust. Aöur en nýr fundur hefst,
klukkan 17 í dag, mun samninga-
nefnd starfsmanna hittast til aö
reikna hvaö bónustilboö sem ISAL
lagði fram í gærkvöldi þýðir.
Lítil hreyfing hefur veriö á sjálf-
um launaliðum kjarasamninganna.
Starfsmenn leggja áherslu á aö
semja i áföngum, með stuttum
samningi sem fæli í sér byrjunar-
hækkun og tryggingu fyrir fleiri á-
fangasamningum.
Fyrir áramót lögðu starfsmenn
fram tiliögu um bráðabirgðasam-
komulag er fæli í sér 4-6 prósent
launahækkun og bónushækkun með
tilliti til verulegrar fram-
leiðniaukningar álversins. ISAL
hefur eftir áramót tvisvar lagt fram
tiiboð um kaupliöi, það fyrra með
óbreyttum kauptölum en það síðara
með eitt prósent grunnkaupshækkun
og samningi til 30. júní.
-KMU.
Skaftá biluð
ílpswich
— með 800 lestir
af vamingi
Skaftá, eitt af skipum Hafskips,
liggur nú bilaö í höfn í Ipswich í
Bretlandi, sveifarás hefur skekkst og
mun viðgerð taka 4—5 vikur.
Bilunin varð sl. laugardag þegar
Skaftá var rétt ókomin til Ipswich og
þurfti dráttarbátur að draga hana til
hanar. Var í fyrstu talið að um smá-
vægilega bilun væri að ræða en nú er
ljóst að skipta verður um sveifarás.
„Það var lán í óláni að skipið skyldi
vera svona nærri höfn er bilunin
varð,” sagði Jón Hákon Magnússon
hjá Hafskip í samtali við DV. „Þetta er
ákaflega bagalegt og setur siglinga-
áætlanir okkar á Norðursjónum úr
skorðum en málunum verður vonandi
bjargað í dag með leiguskipi.”
Skaftá var á leið til Islands frá
meginlandi Evrópu meö 800 lestir af
varningi. Hann verður nú fluttur yfir í
leiguskip því Skaftá hreyfir sig ekki
næstuvikurnar. -EIR.