Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Blaðsíða 25
25 JHKf H AOHSa'5 .S fiUOAQLrra£(.»J?. w DV. FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR1984. Samningsumleitanir vegna stóriðju íEyjafirði: Kanadískt fyrirtæki hefur sýntáhuga Sverrir Hermannsson iðnaðarráð- herra segir í viðtali við Dag á Akureyri í vikunni að kanadiskt fyrirtæki, ALCAN, eitt það stærsta í heimi á sínu sviöi, hafi sýnt áhuga á að taka þátt í byggingu álvers við Eyjafjörð. Sagði ráðherra í sama viötali aö þaö væri a.m.k. tveggja ára fullt starf fyrir mjög stóran hóp manna að byggja álver af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir en það er tvöfalt stærra en upphaflega var gert ráð fyrir. A sama stað segir ráðherra að auk ALCAN hafi kísilmálmverksmiðjan sýnt þessu mikinn áhuga. „Mér er mikið í mun, að þetta fyrirtæki verði fljótlega að veruleika.” Sagði ráðherra og ennfremur að búast mætti við ■ tveggja ára samningstímabili í þessu máli og hann væri ekki úrkula vonar um aö hægt væri að hefja samnings- umleitanir þegar á þessu ári. Bygging stóriðju tæki langan tíma og því væri um að gera að hraða undirbúningi, þannig að allt væri tilbúið ef ákveðið yrði að ráðast í stóriðj u við Eyjaf jörð. Vöruskipta- jöfnuður batnaði 1983 Vöruskiptajöfnuöur árið 1983 er óhag- stæður um sem nemur tæpum tveim milljörðum króna og hefur batnað frá árinu áöur en þá var hann óhagstæður um rúma þrjá milljarða króna. Utflutningur á árinu jókst um u.þ.b. tíu milljarða króna frá árinu áður og innflutningur um u.þ.b. níu milljarða. Þaö verður þó að taka veröbólguna meö í reikninginn en meðalgengi er- lends gjaldeyris var um 90 prósent hærra í árslok 1983 en það var sömu mánuði árið áður. Innflutningur á skipum var fyrir um 436 milljónir króna en árið 1983 var fluttur inn einn skuttogari frá Noregi, eitt vöruflutningaskip frá Englandi og tvö vöruflutningaskip frá V-Þýzka- landi. Innfiutningur á flugvélum 1983 var fyrir tæplega tvo milljarða króna, það voru tvær vélar frá Bandaríkjunum, ein frá Danmörku og ein frá Luxem- borg. HÞ Heimilistöjvan Bit 90 Minni: 18 K Ram - stækkanlegt í 64 K Ram. 24 K Rom. Ortölva: Z 8ÖA CPU. Basic: Innbyggt. Tíu forritanlegir lyklar. Innbyggðar Basic skipanir í lyklum. Tengingarmöguleikar: Joystick diskettustöð, prentari, segul- bandstæki, sjónvarp eða Monitor og Modem. Skipholti 19, sími 29800 Norrænir fíladelfíumenn ígervihnattar- hugleiðingum: Geislinn nær til íslands Islendingar munu geta tekið á móti útvarps- og sjónvarpsefni úr norrænum gervihnetti sem á að skjóta á loft síöla sumars, að sögn Einars J. Gíslasonar hjá Fíladelfíusöfnuðinum í Reykjavík. Það eru norræn samtök fíladelfíusafnaöa sem standa að fyrir- tækinu, og á hnötturinn að senda út kristilegt efni. Að sögn Einars fær Fíladelfíu- söfnuðurinn hér aögang að hnettinum. I byrjun er gert ráð fyrir tveimur íslenskum útvarpssendingum og einni sjónvarpssendingu á ári en þeim sendingum má svo fjölga síðar. Fíla- delfía hefur boðist til að greiða fyrir því að islenska þjóðkirkjan fái aögang aðhnettinum. Geisli hnattarins mun ná f rá norður- skauti til Miðjarðarhafs, segir Einar. Ekki á að þurfa dýr tæki til aö taka á móti efninu. 1 ráði er að Fíladelfíu- söfnuðurinn verði sér úti um skerm til að taka á móti efni frá hnettinum innan tveggja ára. Gætu menn þá hnoft á sendingar í húsnæöi safnaðarins. Það eru Svíar sem eiga meirihluta í hnettinum. Islendingar eru ekki eignaraðilar en veita eigendunum aðstöðu hér gegn aögangi að honum. Meginhlutverk hnattarins er aö senda trúarlegan boðskap til Austur- Evrópu og Sovétríkjanna. • Skíðarall kringum landið • Skíðaferðir til útlanda • Vélsleðamótá öræfum • Trimmlandskeppni á skíðum • Fjallhíf er nýjasta æðið • Umferðarreglur skíða- og vélsleðamanna • Hvernig á að velja skíðin • Nýr og breyttur skíðaskáli • Helstu skíðastaðir á landinu • o.fl. o.fl. o.fl. -ÞóG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.