Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Blaðsíða 1
Iðnaðarráðherra snýr við blaðinu: „Launaramminn dugirekki" „ Að ýmsu leyti sammála/' segir forsætisráðherra og telur 6% launahækkanir hugsanlegar „Eg get aö ýmsu leyti sagt að ég er sammála því sem Sverrir segir í þessu viðtali. Kjarasamningar eru víðtæk og viðkvæm mál og það þarf ákveðinn sveigjanleika. Þótt ríkis- stjómin hafi sett markið við 4% al- mennar launahækkanir sé ég til dæmis ekki að það kollvarpi öllu ef þær teygðust í 6%, sérstaklega ef þeir lægst launuðu nytu þess mest,” sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra í morgun. I blaðaviötali í morgun segir Sverrir Hermannsson iðnaðarráð- herra: „Eg geri mér ljóst að for- sendur í f járlögunum — og nú er ég að segja mjög viðkvæman hlut — nægja ekki til að ná sáttum á vinnu- markaönum, og þá sérstaklega með einhverjum hætti til að koma til móts við þá sem berjast í bökkum með lífs- framfæri sitt.” Á mánudaginn sagði iðnaðar- ráðherra aftur á móti i þingræðu það sína skoðun að ríkisstjómin ætti þegar í stað að segja af sér ef launa- rammi ríkisstjórnarinnar yrði sprengdur. „Þetta skýtur nokkuð skökku við,” sagði forsætisráðherra í morgun um sinnaskipti Sverris, „en hann hefur setið hinum megin við borðið og skilur hvernig svona hlutir gerast. Eg er ekki að mæla meö því aö þeim markmiöum sem við höfum sett verði fórnað en þótt launin hækki um svona 6% i staðinn fyrir 4%, verð- bólgan verði 10% í staðinn fyrir neðan það og viðskiptahalli út á við 2% fyrir 1%, sé ég ekki að slík breyt- ing ráði úrslitum. Ef okkur sýnist hins vegar að samningamir snúi þróuninni við hljóta stjómarflokkamir að meta framtíð stjórnarinnar á ný.” HERB Agi verður að vera f hemum Sjá/fur Hit/er strunsar um svið Þjóð/eikhússins, i háum loðurstígválum, hólkvíðum buxum, með hakakrossinn og Chaplin-skeggið og undir dynur Horst Wessel-söngurinn. Það er verið að fœra upp leikritið Góði dátinn Svejk isiðari heimsstyrjöldinni, eftir Berthold Brecht, og styttist nú óðum i frumsýninguna. Sigurður Sigurjónsson sveiflar upp handleggnum ikveðjuskyni, ihlutverkiAdolfs. Agi verður að vera i hernum, sagði Svejk, eins og frægt er orðið. DV-mynd EÓ. FÓLK VILL EKKI STÓRKUU NEMA HÚN GREHH GÓÐLAUN — Öm Friðriksson, trúnaðarmaður starfsmanna í álverinu, spurður í þaula — sjá bls. 20 Plötusöfnun — sjá bls. 38-39 Þurfti flugmálastjórn Saab-túrbó? — sjá bls. 16 Loðnaner komin — sjá bls. 36 Wömer viðurkennir mistök — sjá erlendar fréttir bls. 9 Hvað kostar hársnyrtingin? — sjá bls. 6 Gosið stendur höllumfæti — sjá bls. 36 Menningarverð- launDVverða veitt 16. febrúar -sjábls. 14-15 Skíðaiyftaí Stykkishólmi -sjábls.2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.