Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Blaðsíða 40
40
DV. FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR1984.
Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið
Dan og Deb í rúmsenu i ráðstefnusal Hótel Loftleiða.
Kynlíf í ráðstef nusal
Hótel Loftleiða
Þessa dagana stendur yfir í
ráöstefnusal Hótel Loftleiöa sýni-
kennsla í hvernig koma á fram viö
konur ef eitthvað púöur á aö vera í því
— eða öfugt. Þetta er engin venjuleg
ráðstefna þó svo gestir sitji í ráðstefnu-
stólum meö alls kyns tökkum og ösku-
bökkum enda er orðfærið ekki eins og
gerist og gengur í þessum sal.
Alþýðuleikhúsið er að sýna tvö stutt
leikrit eftir Bandarikjamanninn David
Mamet, Kynórar og Tilbrigði við önd.
A frummálinu Sexual Perversity in
Chicago og Duck Variation. Er þetta í
fyrsta skipti sem verk Mamet eru sýnd
hér á landi en vinsælasta leikrit hans,
American Buffalo, er nú sýnt á Broad-
way (ekki í Breiðholti) með A1 Pacino í
aðalhlutverki og þykir það svo amer-
ískt að ómögulegt sé að flytja það út.
Kynórar
Kynórar Mamet sem nú ríða húsum í
ráðstefnusal Hótel Loftleiða eru aftur
á móti ágætis útflutningsvara þó svo
aðalkarlleikararnir, Kjartan Bjarg-
mundsson og Ellert Ingimundarson
séu í fáu líkir Pacino. Reyndar heita
þeir Bernie og Dan, Bemie er stærri og
þykist reyndari en Dan. Fyllir hann af
fróðleik um hinar fjölmörgu hliðar
kynlífsins. Hann hefur þurft að binda
þær með hjólhestakeðjum við ofn í
nafni kynlífsins. Tekið þær í fallhlífa-
búningi í logandi eldhafi en leyndar-
málið er þrátt fyrir allt það eitt að láta
dömumar hafa það reglulega og þá vel
útilátið.
Bernie taiar enga tæpitungu og
margt af því sem hann lætur út úr sér
hefði þótt dónalegt fyrir stríð. Eða eins
og einn af eldri kynslóöinni sagði í
ráðstefnusalnum fyrir skömmu:
„Þetta hlýtur að hafa skolast til í
þýðingunni.” Heldur er sú skýring
ób'kleg því sá höfundur sem skrifar
Þannfg lait Paul Gatty yngrí út ar
hann fannst i vegarkanti rótt sunnan
við fílapólí á tta/iu árið 1975. Mann-
ræningjar höfðu skorið af honum
annað ayrað og strákurinn var
ótryggður.
leikrit fyrir barborð og rúmdýnu er
ekki að leika sér að því að vera penn.
Tilbrigði við önd
I seinna verkinu, þegar áhorfendur
hafa verið dempaðir niður með rauð-
vínsglasi og ostapinnum, kveður við
rólegri tón. Tveir Ufsspekingar sitja á
bekk og tala um endur. Þeir hafa
áhyggjur af því að loftið sé oröiö svo
skítugt að meira að segja þurfi að þvo
flugvélamar eftir hverja ferð: „Þær
fara hreinar í loftiö og koma skítugar
niður.” Og ekki eru endumar í skógar-
Mannrán
og
milljónir
Nú geta fyrirmenn og auöjöfrar alls
konar keypt sér tryggingu gegn mann-
ránum. AUs munu fjögur trygginga-
félög í veröldinni nú taka að sér slíkar
tryggingar og samkvæmt könnun sem
Lloyds tryggingafélagið hefur gert er
hættan á mannránum mest í Guate-
mala, í öðru sæti er Kólombía og Italía
íþvíþriðja.
Trygging gegn mannráni kostar á
bibnu frá 9 til 120 milljónir króna. En
þá er lausnargjaldið að sjálfsögðu
reiknað með í verðinu.
jaðrinum betri, geta vart flogið, hósta
og hrækja, stynja og pípa líkt og þær
séu komnar með lungnakrabba. Spek-
ingamir em á því að ástandið stafi af
tóbaksleysi. Endurnar séu að biðja um
sígarettur.
Leikendur í andartilbrigðunum em
þeir Viðar Eggertsson og Helgi
Björnsson en um kynórana sjá Kjartan
Bjargmundsson, Ellert Ingimundar-
son, Sólveig Pálsdóttir og nafna
hennar HaUdórsdóttir.
A undan ósköpunum bjóða Loftleiða-
menn upp á ávaxtafyUta önd án kyn-
óra.
-EIR.
FRÍ
„Hér er tUkynning frá gagn-
fræðaskólanum í Northgate:
Kennsla feUur niður í dag vegna
veðurs. Skólastjóri.”
Þannig hljóöaði tUkynning í út-
varpsstöö einni í Norwich í
Englandi fyrir skömmu og skóla-
stjórinn þurfti að bíta í það súra
epli að sitja einn ásamt kennurum
sínum í skólabyggingunni. 500
nemendur létu ekki sjá sig og sól
skeiníheiði.
Einn nemandanna hafði líkt eftir
rödd skólastjórans, hringt í út-
varpsstööina og beðið fyrir til-
kynninguna.
Sökudólgurinn er ófundinn, sóUn
hætt að skína, veðrið orðið vont og
nemendurnir mættir.
Hundrað ánægjur
— valda óánægju
I Kína er bruggaður bjór með því
ágæta nafni „Hundrað ánægjur” og
er mikið drukkinn. Eitthvað
skolaöist þó til í brugguninni fyrir
skömmu ef marka átti kvartanir kín-
verskra bjórneytenda. Við athugun
kom í ljós að í fjölmörgum bjór-
flöskum var blanda af skitugu
tjarnarvatni, tei, Utarefnum, puður-
sykri og einhverju öðru óþekkilegu.
Varö fólki illt af blöndunni.
Nú hefur komist upp um þrjóta þá
sem að blöndunni stóöu. Búa þeir í
bænum Zanjiang í Suður-Kína og
voru að drýgja tekjur sínar með
þessum tiltektum. Þeir hafa verið
sektaðir og eiga enn frekari
refsingar í vændum.
Kínverskar sígarettur
Kínverjar eru byrjaðir aö fram- hrækja.
leiða sígarettur fyrir þá sem vUja Um 200 milljónir reykingamanna
hætta að reykja. Tegundin heitir munu nú vera í Kína og er stór hluti
Golden Arrow og neyslu hennar þeirra þegar farinn að hósta og
fylg ja hósti og ólýsanleg þörf fy rir að hræk ja.