Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Blaðsíða 18
ei 18 .t»2i AAUHaara .s huoaoutmmi?í . va 'bv?FÍMMfuDAGUR2.TEBRUAÍriÍÍ8Í’ Bflar Bflar Bflar Bflar Bflar Aö framan er lítil breyting frá dýrari gerðinni, 760 bilnum. Grill bílanna eru svört eins og stuðarar. Um hádegi á mánudag var kynntur í fyrsta sinn nýr bíll frá Volvoverk- smiðjunum. Er þetta Volvo 740 GLE, sem byggöur er á 760 bílnum sem kom á markað fyrir tveimur árum og vakti þá allmikla athygli. Aðalmunurinn á þessum tveimur gerðum er aö 740 bíllinn er með fjögurra strokka spameytinni vél og mætir þá kröfum margra um rúmgóða fjölskyldubifreið sem ekki er um of eyðslufrek. Jafnframt er þessum bíl ætlaö að brúa bilið milli heföbundnu 240 og 760 gerðanna, sem áfram verða framleiddar. Fram hefur komið hjá Carlieric Haggström, markaðstjóra Volvo, að meö því að hefja framleiðslu á Volvo 740 GLE hafi Volvo enn aukið breiddina í framleiöslu sinni og nú eigi hver og einn aö geta fengið bifreið frá verksmiðjunum við sitt hæfi, allt frá minni bifreiðum eins og 340/360 gerðin er upp í stórar og íburöarmiklar bif- reiðar eins og 760 gerðin er. Samnefn- ari fyrir allar þessar bifreiöar er ein- staklega vönduö smíöi og öryggi sem Volvo hefur ætíð lagt mikla áherslu á og er raunar þekkt fyrir um heim Aftan frá séð er næsta lítill munur á þessum tveimur gerðum. —varkynnturí fyrsta sinn íþessariviku allan. Sagði Haggström að Volvo 740 GLE væri í raun ávöxtur þeirrar stefnu aö þjóna fjölskyldubifreiða- markaöinum sem allra best. Volvo 240 bifreiöarnar hafa nú veriö framleiddar um langt árabil og ekki hafa verið gerðar á þeim róttækar út- litsbreytingar. Hins vegar hafa fjöl- margar nýjungar komið fram í hverri nýrri árgerð og stöðugt hefur veriö unnið aö endurbótum. Volvo 240 hefur náð gífurlega góöri sölu víða um lönd og raunar lengst af verið uppistaöan í Sætin eru nær þau sömu og í 760 bílnum, nema hvað áklæði eru önnur og iburður framleiöslu Volvo-verksmiðjanna. Hiö ekki eins mikill. sama má segja um vinsældir 340/360 V0LV0740: STÓRIVOLVOINNI NÝRR1ÚTFÆRSU) bifreiöanna. Þær hafa stöðugt unnið á og náð stærri hlut á markaöinum og sú breyting sem gerð var á fram- leiðslunni í fyrra meö því að bjóða þessar gerðir með hefðbundnu fólks- bifreiöalagi hefur rnælst mjög vel fyrir. Þá fékk 760 gerðin, sem Volvo kynnti fyrir tveimur árurn, mjög góðar undir- tektir um heim allan og þótti á margan hátt marka tímamót í bifreiöasmíði, þar sem sjaldan áður hafði veriö eytt og má af því sjá aö kraftur vélarinnar er nógur og vinnslan skemmtileg. Volvo 740 GLE verður einnig boðinn með turbo-vél og eykst þá krafturinn verulega. Hámarkskraftur verður 150 hestöfl, hámarkshraöi 192 kílómetrar á klukkustund og það tekur bifreið með turbo-vél aðeins 9,5 sekúndur að komast í 100 kílómetra hraða á jafn- sléttu. Stjórntæki eru byggð á sömu hugmyndum og í 760 bílnum. Nýtt loftræstikerfi sér um aö endurnýja allt loft í bílnum ef óskað er fimm sinnum á hverri mínútu. SÍMI27022 AFGREIÐSLA ) jafnlöngum tíma og miklum fjár- munurn í undirbúning og hönnun bif- reiðar. A því starfi og þeirri reynslu sem fengist hefur af 760 gerðinni er nýja bifreiöin, Volvo740GLE, byggð. Fram hefur komið hjá talsmönnum Volvoverksmiðjanna að með 740 GLE- bifreiðinni sé líklegt að verksmiðjan nái til nýs kaupendahóps. Búist er viö því aö 10.000 bifreiðar af Volvo 740 GLE veröi framleiddar til vors. Bif- reiðin verður fyrst sett á markaöinn á meginlandi Evrópu en síöan í Bret- landi, Bandaríkjunum og Kanada. Volvo 740 GLE sameinar marga kosti fjölskyldubifreiðar. Bifreiöin er einstaklega rúmgóð, hún er sparneytin og síðast en ekki síst er öryggið fram- úrskarandi og einnig útlit bif- reiðarinnar, sem eins og fyrr segir svipar til útlits 760 bifreiöanna aö flestu leyti. Mjög mikið er lagt í inn- réttingu og sæti bifreiðarinnar og geta væntanlegir kaupendur þar valið um ýmislegt, allt eftir því hvað hver og einntelurviðsitt hæfi. Fjögurra strokka vél meö Cl innspýtingu Meginmunurinn á nýju Volvo 740 GLE bifreiðinni og 760 gerðinni er sá að Volvo 740 GLE er með fjögurra strokka vél 2,3 lítra. Venjulega vélin í bifreiðinni verður 117 hestöfl og há- markshraöi bifreiðarinnar verður 182 kílómetrar á klukkustund. Nákvæmar mælingar við tilraunaakstur bif- reiðarinnar sýna að það tekur aöeins 10,9 sekúndur aö koma honum úr kyrr- stöðu í 100 kílómetra hraöa á jafnsléttu Yfirgír og sjálfskipting Væntanlegir kaupendur Volvo 740 bifreiðanna geta valið á milli sjálf- skiptra eða beinskiptra bifreiða. Sjálf- skiptingin er fjögurra þrepa, þar sem fjórða þrepið er yfirgír, þetta miðar að því að nýta afl vélarinnar sem allra best og að sem minnst orka fari for- görðum. Beinskiptu bifreiðarnar eru í raun fimm gíra, þarsemyfirgír (overdrive) er á þeim öllum. Yfirgírinn er raf- stýröur en fer t.d. út sjálfkrafa þegar bifreiðinni er skipt niður. Kemur þetta að góðum notum, sérstaklega á þjóðvegaakstri, og eykur verulega líkur á því að ökumennirnir geti nýtt eldsneyti bifreiðarinnar sem allra best. Eins og í öðrum gerðum Volvobif- reiöa er lögð mikil áhersla á að vel f ari um ökumann og farþega. Sætin eru sérhönnuð og á þeim margar stillingar þannig aö fólk sem feröast langar leiðir í bifreiðunum þarf ekki aö þreyt- ast. 1 sæti ökuannsins er sjálfvirkur hitunarbúnaöur. Hann kveikir sjálf- krafa á sér ef hitinn fer niður fyrir 14° C og slekkur á sér þegar hitinn er kominn í 30° C. Sérhannað og nýtt loftræstikerfi er í bifreiðinni og geta ökumenn og farþeg- ar stillt það þannig aö loftskipti verða inni í bifreiöinni fimm sinnum á mínútu hverri. Miöstööin er einnig mjög fullkomin og á henni fjölmargar stillingar bæði til þess að gefa hæfileg- an hita í bifreiöinni og eins til þess að eyða móðu á rúðum, t.d. hliðarrúðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.