Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Blaðsíða 11
11 DV. FlMMTUDÁGUK2.'ííÉ6fitíÁ'R' 1984. Færeyjar: Tværsjón- varpsrásir? Frá Eðvarð T. Jónssyni, fréttaritara DVíFæreyjum: Hugsanlegt er að sjónvarpað verði á tveimur rásum í Færeyjum eftir 1. apríl næstkomandi þegar útsendingar færeyska sjónvarpsins hefjast. Páll Vang landstjómarmaöur hefur lagt fram tillögu um það á lögþinginu að þeim einkaaðila sem séö hefur um rekstur sjónvarps í Færeyjum sl. fjögur ár verði gefiö leyfi til að halda áfram útsendingum á annarri rás og jafnframt verði honum heimilað, þegar fram líða stundir, að gera sér- staka þætti og jafnvel auglýsingar fyrir ríkissjónvarpið færeyska. Þessi einkaaðili, Sjónvarpsfélagið í Þórshöfn, hefur fengið nánast allt sjónvarpsefni sitt endurgjaldslaust frá Danmörku þar sem það er tekið upp á myndbönd meö þegjandi samþykki danska sjónvarpsins sem er full- kunnugt um þessa „sjóræningjastarf- semi” en sér í gegnum fingur við félagið, ekki síst vegna þeirra menningarhagsmuna sem Danir telja sig hafa að gæta í Færeyjum. Rekstur Sjónvarpsfélagsins hefur skilað töluverðum arði og hefur því tekist aö koma sér upp miklum tækja- kosti. Forráðamenn og velunnarar félagsins hafa því knúð á um að félag- inu verði leyft að halda áfram starf- semi sinni og fengið góöar undirtektir almennings, ekki síst eftir að ráðherra menntamála í færeysku landstjórninni boðaði niðurskurö á útsendingartíma eftir aö færeyska sjónvarpiö tæki til starfa. Sjónvarpað er f jögur heil kvöld í viku en fréttaþættir danska sjónvarpsins eru sendir út daglega. „Lengi geturgott batnað" Nýja Nordmende myndtækið hefur nú verið gert tíu sinnum betra og var þó valið af stærri myndbandaleigum vegna gæða og góðrar þjónustu. STUTT LÝSING: 1. Skyndi-upptaka ef mikið iiggur á. 2. 14 daga upptökuminni gefur mikla möguleika á upptöku fram í tímann. 3. Læsanleg myndleit á níföldum hraða fram og til baka. 4. Góð kyrrmynd ef skoða þarf nánar. 5. Rammi á eftir rammakyrrmynd þannig að hver hreyfieining á eftir annarri er möguleg. 6. Sjálfvirk fínstilling á móttakara. 7. Sjálfvirk bakspólun. 8. Rakaskynjari. 9. Átta stöðva minni. 10. Kvartz-stýrðir mótorar. 11. Digital-teljari þannig að auðvelt er að skrá hvar ákveðið efni er á myndbandinu. 12. Framhlaðið, tekur minna pláss. 13. Léttrofar sem eru samhæfðir. 14. Stærð: Breidd 43,5 sm. Hæð 13,0 sm. Dýpt 36,0 sm. NORDMENDE Færeyski sagnfræðingurinn Hans J. Debes ætlar að verja doktorsrit- gerð við Háskóla íslands i vor. Rit- gerðin fjallar um færeyska sögu og sjálfstæðisbaráttu á síðustu öld. Færeyingur ver doktorsrit- gerð við Hf Frá Eðvarð T. Jónssyni, fréttaritara DVíFæreyjum: Nú í vor mun færeyski sagnfræðingurinn Hans Jacob Debes verja doktorsritgerð sína „Nú er tann stundin...” við Háskóla Islands. Rit- geröin, sem kom út í bókarformi í Fær- eyjum fyrir nokkrum mánuðum, fjallar um færeyska sögu og sjálf- stæöisbaráttu á siðustu öld. Sagt er frá stofnun færeyskrar sjálfstæðis- hreyfingar, Færeyingafélagsins, í kringum 1880 og saga þessarar hreyfingar rakin fram til 1906. Sagnfræðingarnir Gunnar Karlsson, Ingi Sigurðsson og John F. West hafa fariö yfir ritgerðina og mælt einróma meö því að hún verði tekin gild til doktorsvarnar viö heimspekideild Hl. Þrennt er án fordæma um þessa doktorsritgerð. Þetta er í fyrsta sinn sem ritgerð, sem skrif uð er á færeyska tungu, er lögö fram til doktorsvarnar. Jafnframt er þetta í fyrsta sinn sem Færeyingur ver doktorsritgerð á Islandi. Loks er þetta í fyrsta skipti sem færeysk ritgerð um sagnfræði er lögðframtil doktorsvamar. Nafn sitt „Nú er tann stundin...” dregur ritgerðin af frægu kvæði Jóhannesar bónda Paturssonar í Kirkjubæ, en hann var lengst af fremstur í flokki þeirra sem börðust fyrir auknu sjálfstæði Færeyinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.