Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR1984.
19
Menning Menning Menning Menning
EDVARD MUNCH
— grafík í Listasafni íslands
Ldstasafn Islands býöur nú upp á
sýningu á grafík eftir hinn heimskunna
og frábæra listamann Edvard
Munch.
Norskur málari
Málarinn Edvard Munch fæddist í
Lyten áriö 1863. Hann hóf ungur að
stunda myndlist og málaði í fyrstu
andlitsmyndir af vinum og vanda-
mönnum. Þá geröi hann einnig
landslagsmyndir í anda naturalismans
og tók þá gjarnan miö af myndverkum
Heyerdahls og Cristian Krogh, sem
var kennari hans um tíma.
Árið 1885 fór Munch, 22 ára gamall, í
fyrsta sinn til Parísar, en sú dvöl haföi
lítil sem engin áhrif á listasköpun
hans. A þessum tíma málaöi hann ein-
faldar myndir og lagði áherslu á einn
afgerandi litatón en sagt er aö
andrúmsloftið í þessum myndum hafi
haft mikil áhrif á einlitatímabil
Picassós, sem nefnt hefur verið bláa
tímabilið. Þegar á þessum árum tök-
um við eftir hinu sterka sálfræðilega
inntaki í verkum Munch. Myndverkin
fjalla yfirleitt um sálræna þjáningu,
veikindi, dauðann, hryggöina og ein-
manaleikann sem þar fylgir. Sagt er
að í þessum dramatisku myndum sé
hann að mála og fjalla um sjúkdóms-
legu og andlát móður sinnar og tveggja
systra.
Frægðin í Berlín
Á árunum 1889—1892 dvelur Munch í
París og vinnur m.a. á vinnustofu
Bonnat, sem var frægur tískumálari
þess tíma. I París kynnist Munch verk-
um Gaugin á veitingastofu Volpini og
verður fyrir miklum áhrifum frá
impressionistunum. Þegar hann svo
kemur aftur til Oslóar sýnir hann verk
sín og vekja þau geysilega athygli.
Honum var því næst boðið að sýna í
Berlín og víst er að verk hans höfðu
djúpstæð og byltingarkennd áhrif á
þýska samtímalist. Þetta var árið 1892
og Munch ákveöur að verða um kyrrt í
Berlín. Á næstu árum nær Munch mikl-
um þroska i Ust sinni og eflaust má
telja þetta eitt eftirtektarverðasta
tímaskeiðið í list hans. I Berlín um-
gengst hann mikiö Strindberg, kynnir
sér grafík og skoöar verk eftir Max
Klinger, Rops og Vallotton. Listrænt
séð breytast verk hans frá hinni
impressionísku myndskrift yfir i
expressionisma og leggur hann þar
áherslu á samþjöppun formsins, sam-
tímis sem liturinn verður myrkur og
fylltur. Þó svo að myndverkin frá þess-
um tíma verði einfaldari og einfaldari
eru þau ávallt hlaðin raunsæi.
stríða, ferðast víöa, m.a. til Þýska-
lands, Noregs, Italíu og Frakklands.
Á árunum 1909 til 1915 skapar Munch
listaverk sem hann vinnur með fresku-
tækni fyrir háskólann í Osló. I þessu
verki er list hans í frásagnarformi og
því afar raunsæ líkt og grafík lista-
mannsins sem hann hafði unnið nokkr-
um árum áöur og fjölluðu um vinnuna.
En á sama tíma er einnig að finna
myndverk þar sem formin hafa fengið
sjálfstætt gildi og verkin nálgast eins
konar abstrakt expressionisma. Arið
1916 sest Munch að í Ekely í Noregi og
frá og með þeim tíma breytist list hans
lítiö. Myndskrift listamannsins verður
stöðug og hann vinnur upp aftur og aft-
ur ákveðin „thema”, m.a. um ástina
þar sem konan er í senn sú sem laðar
og tælir og tákn fyrir hin illu og
eyðandi öfl sem búa i manninum.
Edvard Munch andaðist árið 1944.
Sjálfsmynd og bein.
Aftur til Noregs
Árið 1896 kemur Munch aftur til
Parísar og sýnir í Art Nouveau, þar
sem Strindberg ritar inngangsorð í
Myndlist
Gunnar B. Kvaran
sýningarskrá. Ari seinna sýnir hann
svo á Salon des Independendants. A
næstu árum 1898—1908 á listamaðurinn
við mikil sálfræöileg vandamál að
Við sjúkrabeð.
Veika stúlkan.
Ljósm. GBK
Gott framtak
Munch er tvímælalaust sá lista-
maður sem hefur haft hvað mest áhrif
á evrópska listasögu á síöastliðinni
öld. Og þá sérstaklega hvað varðar
þýska list, en hann telst vera forveri
þýska expressionismans. Það er því
vissulega viðburður þegar stjómendur
Listasafnsins draga fram verk hans,
því þau eru vafalaust með því merk-
asta sem þar er varðveitt. Það má því
sannarlega hvetja alla grafík- og list-
unnendur almennt til aö fjölmenna í
anddyri Listasafnsins.
GBK
MOTOROLA
Altcrnatorar
Haukur og Ólafur
Ármúla 32 - Sími 37700.
TAKIÐ MEÐ
SKYNDIBITA A
GRÍSKAVÍSU
Hakkað nauta- og kindakjöt
AI/HAA með hrásalati og pítu.
VaYKUO Verð kr. 70.-
ZORBJLJf
BROX %
Laugavegur126 Sími 24631 Y*