Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og utgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍOUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Simi ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMULA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Að hindra sult ogseyru Vandamál undirstéttarinnar í landinu verða ekki leyst í kjarasamningunum, sem nú er verið að undirbúa hjá ríkinu og á almennum vinnumarkaði. Ef hindra á sult og seyru hjá fámennum hópi fólks, verður að fara aðrar leið- ir að auki. Fjármálaráðuneytið og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja deila um, hvort lágmarkslaun eigi að vera 12.420 krónur eða 15.000 krónur á mánuði. Báðir aðilar eru hlynntir lágmarkslaunum og í rauninni ber furðu lítið á milli í tölum. Virðingarvert er, að í opinbera geiranum skuli menn í raun fylgja hugsjóninni um lágmarkslaun. Á almenna vinnumarkaðinum hafa menn einnig haft þetta mjög á orði, en allir vita um leið, að lítt vottar fyrir því á borði. Vinnuveitendasambandinu þykir rétt að styðja mál- staðinn opinberlega, þótt ráðamönnum þess séu ljósir gallar lágmarkslauna. Meðal annars stuðla þau að launaskriði. Einnig hafa þau tilhneigingu til að verð- leggja láglaunafólk út af vinnumarkaði. Alþýðusambandinu er enn meiri nauðsyn að þykjast fylgja lágmarkslaunum í stað flatrar prósentuhækkunar launa. En allur þorri ráöamanna þess er samt í raun ráð- inn til að gæta hagsmuna þeirra, sem betur mega sín, svo sem uppmælingaraðals. Svo kann að fara, að framtakið í opinbera geiranum þvingi almenna vinnumarkaðinn til að semja um hliðstæð lágmarkslaun þar, jafnvel þótt það minnki prósentu- hækkun þeirra launþega, sem Alþýðusambandið er í raun að semja fyrir. Samt sem áður mun það ekki leysa vandamál undir- stéttarinnar í landinu. Það er sérhæft vandamál, sem ekki fellur vel að möguleikunum, sem kjarasamningar bjóða. Og það mun einmitt koma í ljós í láglaunakönnun Kjararannsóknanefndar. Undirstéttin í landinu er mjög fámenn, ef til vill um tí- undi hluti þjóðarinnar. Langsamlega mestur hluti hennar eru sumar fjölskyldur einstæðra foreldra og sum- ar barnmargar fjölskyldur. Einnig er dálítiö af öldruðu fólki og örkumla. Ef láglaunamarki fylgir hliðstæð hækkun ellilífeyris og örorkubóta, er líklegt, að mestur hluti vandans, sem eftir er, sé hjá fjölskyldum einstæðra foreldra og barnmörgum fjölskyldum. Og sá vandi verður seint leystur með lág- launamarki Einstæð móðir, sem aðeins getur unnið hálfa vinnu utan heimilis, mun áfram búa við sult og seyru. Og hið sama má segja um barnmargar fjölskyldur, þar sem að- eins annað foreldrið getur unnið fulla vinnu, en hitt aðeins hálfa. , . 12.420 króna lágmarkslaun geta hugsanlega nægt ein- staklingi. Barnlaus hjón, sem bæði vinna úti, geta enn frekar lifað af 24.840 krónum, því að ódýrara er fyrir tvo að lifa saman á heimili en fyrir einn. Það eru börnin, sem breyta myndinni. Einstæð móöir getur ekki lifað af meðlagi og 6.210 króna launum fyrir hálfan vinnudag utan heimilis. Og fjögurra barna fjölskylda getur ekki lifað af 18.630 króna launum fyrir hálfan annan vinnudag utan heimilis. Staðreyndin er, að það er dýrara að skilja og dýrara að eiga mörg börn en atvinnulífið getur staðið undir í öllum tilvikum. Það er vandamál, sem verður að leysa með millifærslu hins opinbera, með barnabótum til undirstétt- arinnar. Sí og æ er verið að benda á, að rétta leiðin er að breyta niðurgreiðslum búvöru í fjölskyldubætur, barnabætur eöa afkomutryggingu. Það er einföld leið til að hindra sult og seyru hinna fáu, — á kostnað hinna mörgu, sem sæmilega hafa til hnífs og skeiðar. Jónas Kristjánsson Þá myndu mold- vörpur skjálfa Um fátt hefur veriö meira talaö i fréttum hérlendis og í nágrannalönd- um okkar síöasta hálfan mánuðinn en njósnir skrifstofustjórans í norska utanríkisráöuneytinu, Arne Treholt. Rannsókn þessa máls á væntanlega eftir að standa lengi enn. Hvað út úr henni kann aö koma veit enginn. Kannski leysir hinn norski n jósnari frá skjóöunni og segir frá samstarfsmönn- um sínum í Noregi og annars staöar. Kannski — og raunar finnst mér þaö líklegra — segir hann svo gott sem ekkert, viöurkennir það sem norsk yfirvöld geta sannaö á hann og þar meö búiö. Hann veit sem er aö hans voldugu húsbændur í Kreml fylgjast meö honum og þeir sem bregöast þeim eiga ekki von á góöu, þótt ekki sé nema fordæmisins vegna. Hugsjónabjálfi En þótt margt sé hulið enn þá og veröi kannski alltaf eru þó nokkur atriöi ijós. Njósnarinn kemur úr fremur vel stæöri fjölskyldu, því faöir hans varö ráðherra. Hiö norska vel- ferðarþjóöfélag sá honum fyrir mennt- un og tryggri lífsafkomu, hann hefst sjálf ur til metorða og kvænist inn í eina ríkustu fjölskyldu landsins. Hann viröist á ytra boröi hafa notiö alls þess besta sem vestrænt lýðræöis- og vel- ferðarþjóöfélag hefur upp á aö bjóða, og eftir því sem sögur herma haföi hann ekkert á móti því að njóta þess. Samt gengur hann í þjónustu þeirra sem vilja þaö feigt, vilja afnema Kjallari á fimmtudegi qmmL MAGNÚS BJARNFREÐSSON lýöréttindi og færa lífskjörin áratugi aftur í tímann. Hvaö olli því? I fáti og forundran ruku menn til og reyndu aö finna alls kyns skýringar á framkomu hans þegar upp komst um hana. Spila- og skemmtanafíkn, lausaleiksbarn austan tjalds og fleira á þeim nótum var tínt til svo unnt væri aö finna ein- hverja skýringu. Nú lítur út fyrir þaö að engu sliku sé til aö dreifa. Enn gæla menn viö þaö að á Treholt hafi sannast hiö fomkveöna aö á mjóum þvengjum læri hundamir að stela, hann hafi byrj- að smátt en síöan fært sig upp á skaftið og hin rússneska leyniþjónusta KGB notað lítilf jörleg afbrot i fyrstu til þess aöknýja hann til sífellt verrí verka. Vera kann aö eitthvað sé til í þessu, en því er ekki að leyna aö helst gmnar menn nú að hann hafi einf aldlega gerst föðurlandssvikari af fúsum og frjáls- um vilja, knúinn áfram af þeirri glýju sem oft sest í augu ungra mennta- manna aö sósíalismi sé þjóðfélags- hjálpræöi og sósíalismi eða kommún- ismi geti átt samleið meö lýðræðis- og velferðarþjóöfélagi. Hann hafi meö öörum orðum verið hugsjónabjálfi eins og svo margir aörir sem leynt og ljóst ganga erinda heimsvaldastefnu kommúnismans og komast hjá því aö sjá og skilja þaö sem viö þeim blasir. Áhrifum beitt innanlands Þaö er einnig orðið ljóst aö Arne Tre- holt geröi meira en njósna fyrir Sovét- menn. Hann var einnig einn þeirra fremsti áróðursmaöur í Noregi og haföi mjög mikil áhrif. Hann komst til hárra metoröa og gat komiö skoöunum sínum og sjónarmiöum á framfæri á þýðingarmestu stööum. Aumingja Jens Evensen reynir aö sverja af sér aö Treholt hafi haft mikil áhrif á geröir hans. Þaö er skiljanlegt, því ef þaö kæmi í ljós að Treholt hefði gabbað hann væri þaö enn verra fyrir hann sem stjórnmálamann en aö hafa tekið vafasama ákvöröun eftir eigin dóm- greind. ÍSLENSKIR RÍKISBANKAR —ævintýri með úrlausnum Búum okkur til i huganum litiö ævintýri. Fyrir nokkrum árum stofn- aöi ég flugfélag, viö getum kallað þaö Isfrakt. Eins og íslenzkum athafna- mönnum sæmir, leitaði ég vel og lengi að rekstrargrundvelli fyrir fyrirtækið, árangurslaust auövitað, en ekkert íslenzkt ævintýri er spennandi ef svo- leiöis smámunir veröa til aö koma í veg fyrir mikla fjárfestingu og út- þenslu fyrirtækja og ekki vildi ég veröa eftirbátur manna í þeim efnum. Brátt var um það talað, hversu verðug- ur fulltrúi hins islenzka einkaframtaks ég væri og ekki minnkaöi álitiö, þegar spurðist aö ég skuldaöi ekki undir nokkrum tugum mUljóna út um hvipp-! inn og hvappinn. Nú verðum viö aö breyta út frá íslenzkri ævintýrahefö, því aö þar kom aö ég þurfi aö fara aö borga skuldimar mínar. Eg haföi nefnUega gert þá reginskyssu að taka flest mín lán hjá Búnaöarbankanum, og þar sem ég þekki ekki Framsóknarflokkinn nema af afspum, þá kom upp sú óvenjulega staða, aö athafnamaöurinn þurfti aö bera ábyrgö á atvinnurekstri sínum, sjálfur og einsamall. En hryUUeg tU- hugsun í velferöarþjóöfélaginu — hvar er náungakærleikurinn? Aukinheldur hafði ég alltaf verið póUtískt viörini og saup nú seyðiö af því. Benzinn og húsiö í Mávanesinu á hraöri leið undir hamarinn. Afgangurinn er sorgarsaga sem ekki verður rakin frekar, — látum nægja aö segja, aö ég á í sífelldum erfiöleikum meö Fiatinn minn núna. A sama tíma og ég stóö í stórræöum Kjallarinn KARLTH. BIRGISSON NÁMSMAÐUR VID DEPAUW UNIVERSITY, BANDARÍKJUNUM var aö gerast annaö ævintýri i raun- veruleUcanum, mjög svipað mínu. Endir þess varð þó öllu gæfuríkari — raunar eins og klipptur út úr góðri amerískri bíómynd. A síöustu stundu kom hetjan á hvíta hestinunj í líki bankaráösmanns meö vindU í munn- vikinu og bjargaöi athafnamanninum frá hungurdauöa. Ekki var hetjan hóg- vær og UtiUát eins og hetjum sæmir, heldur hældi sér af afreki sínu á Alþingi, þar sem hún átti raunar sæti af einkennUegri tUviljun. Þegar ég frétti af björgunaraögerðunum, leið mér eins og söguhetju í sænsku raunsæisleikriti og mér varð á aö spyrja mig: Hvers á ég aö gjalda aö vera ekki Finnbogason og þekkja ekki bankaráðsmann meö vindU? Fólk þekkir Það er auðvelt að segja sögu af áhrifum stjómmálaflokkanna í banka- kerfinu, en þaö er varla þörf á slíku. FóUc þekkir þetta af eigin raun. Fólk þekkir langa setu í biöstofum banka- stjóra, þekkir hvernig menn þurfa næstum aö koma skríðandi tU aö biöja um sjálfsagöa þjónustu af hálfu fyrir- tækja almannavaldsins. Fólk veit líka, aö Siggi í næsta húsi þarf sjaldan eöa aldrei að bíða í biðstofum — hann þekkir nefnilega góöa menn sem eru þess albúnir aö hjálpa honum um lán fyrir „nauöþurftum”. Nú er í sjálfu sér ekkert athugavert við hjartagæzku slíkra manna, ef ekki væri hér um að ræða stofnanir almannavaldsins, sem eiga aö fara aö almennum leikreglum, þar sem aUir landsmenn hafi sama rétt. TU aö skilja hvers vegna banka- kerfið virkar eins og þaö gerir, er mUcUvægt aö skUja, aö íslenzkir rUcis- bankar eiga ekkert skylt viö sósía- lisma, og því síður félagsmálastefnu í þágu launafólks. Fyrstu bankamir voru stofnaðir löngu áöur en straumar jafnaðarstefnu bárust hingað. Lands- bankinn er stofnaður 1885, Islands- banki 1904. Þaö voru þessir bankar sem áttu öðru fremur þátt í aö útvega fjármagn til uppbyggingar fyrstu íslenzku stórfýrirtækjanna. Slíkar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.