Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Blaðsíða 6
DV. FÖSrUÖAGUR 17. FEBRUAR1984.
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Heimilisbókhald DV:‘
Rúmlega ein milljón króna
— fyrirfjörutíu
mannsf
mánuð
Á þessum tímum, þegar einna
mest er rætt manna á meöal um
laun, kjaraskeröingu og framfærslu
heimilanna, finnst okkur nokkuö
athyglisvert aö rýna frekar í
heimilisbókhaldiö.
Við höfum áöur getið þess aö lands-
meöaltal í heimilisbókhaldi DV í
desember sl. var 2844 krónur sem er
eingöngu kostnaöur einstaklings fyr-
ir mat- og hreinlætisvörur þann mán-
uöinn. Ársmeöaltal einstaklings árið
1983 var 2.020 krónur sem þýöir aö
einstaklingur hafi varið til kaupa á
sömu vörum rúmlega 24 þúsund
krónumáriö 1983.
„Til samanburðar viö landsmeðal-
tal ársins 1983 í mat- og hreinlætis-
vörum gáfuö þiö upp töluna 2.020
krónur en viö höföum meöaltalstöl-
una 2.011 krónur,” segir í bréfi sem
okkur barst nýlega frá fjögurra
manna fjölskyldu í Breiðholti. Þessi
reykvíska fjölskylda sendi inn
upplýsingaseöil nú fyrir janúarmán-
uö í fyrsta sinn, hefur ekki verið meö
í bókhaldinu okkar fyrr.
Þaö er greinilegur áhugi fyrir
heimilisbókhaldi því upplýsingaseöl-
ar streyma inn þessa dagana. Og enn
er tími til stefnu að senda okkur tölur
fyrir janúarmánuö. Ef ykkur vantar
upplýsingaseðil er í lagi aö setja
tölurnar á blaö og senda okkur, en
láta upplýsingar um fjölskyldustærö
fylgja með.
Heildarútgjöld tíu fjöl-
skyldna í desember
Viö höfum oftast fjailaö nær ein-
göngu um matarkostnaö en stundum þó
brugöið út af þeirri venju og birt niður-,
stööur yflr heildarútgjöld þegar þær
upplýsingar hafa legið fyrir.
Viö völdum nú úr tíu upplýsinga-
seöla yfir kostnaö tíu fjölskyldna í
desember 1983, síöasta uppgjörs-
mánuö okkar. Fjörutíu manns eru í
þessum tíu fjölskyldum og þær
búsettar víöa um land. Þessir tíu
seölar eru allir með mjög háum töl-
um, líklega tíu hæstu seölarnir. Á
fjölmörgum voru heildarupphæöir á
milli 30 og 60 þúsund krónur. En
lægsta heildartalan i þessu úrtaki
okkar, seölunum tíu, er 80.614,35
krónur frá fjögurra manna fjöl-
skyldu í Reykjavík. Hæsta heildar-
talan er 221.410,60 krónur frá þriggja
manna fjölskyldu í Keflavík.
Heildarútgjöld fjölskyldnanna tíu
voru rúmlega ein milljón króna eða
1.191.229,88 krónur. Ef viö deilum
þeirri upphæð jafnt á milli þessara
fjörutíu aöila hefur kostnaður á ein-
stakling veriö tæpar þrjátíu þúsund
krónur (kr. 29.780,74) í desember. Af
heildarupphæðinni var matarkostn-
aöurinn 116.515,34 krónur. 1 annan
kostnaö en mat og hreinlætisvörur
hafa fjölskyldurnar tíu varið
1.074.714,54 krónum í desember. Sem •
þýöir aö matarkostnaöur hefur veriö
tæplega 10% af heildarútg jöldum.
Ekki raunhæf hlutföll
Þessar tölur gefa ekki raunhæfa
mynd af hlutföllum á milli matar-
kostnaöar og annarra útgjalda.
Ef við heföum valiö aðra tíu
upplýsingaseðla, þar sem heildarút-
gjöldin voru á milli 20 og 40 þúsund,
þá hefði matarkostnaður verið á
milli 30 og 50% af heildarútgjöldum
og jafnvel hærri. Þaö er greinilegt aö
þessar tíu f jölskyldur standa í fram-
kvæmdum miklum, húsbyggingum
og ööru slíku. I bréfi frá einni fjöl-
skyldu, sem var meö yfir 100 þúsund
krónur í heildarkostnað í desember,
segir: „I byrjun desember voru þrjú
lán af húsinu fallin i gjalddaga og
þar af leiöandi komnir dráttarvextir
á þau. Svo þurfti bíllinn aö bila. Þrír
rafmagnsreikningar voru ógreiddir
og svo voru lika blessaöar jólagjaf-
irnar sem hleyptu þessu upp hjá okk-
ur.”
Þessar háu tölur á seðlunum tíu
leiöa þó þaö í ljós, aö aö fleiru þarf
aö huga í heimilisrekstrinum en
grjónagrautnum.
-ÞG
Seljum kjúklinga á nánast sama veröi
ogf fyrir ári”
- segir Alfreð Jóhannsson, framkvæmdastjóri ísfugls
Framkvæmdastjóri Isfugls gæöir sér á einni sneið af kjúklingarúllettu.
DV-myndir GVA.
„Samkeppnin, sem er mikil í
kjúklingarækt, hefur greinilega oröiö
til góðs fyrir neytendur, viö erum aö
selja kjúklinga á nánast sama veröi nú
og fyrir ári,” sagöi Alfreð Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Isfugls, fuglaslát-
urhússins aö Varmá Mosfellssveit, í
viötali við DV. „Neysla á kjúklinga-
kjöti hefur aukist mjög mikið enda
veröið mjög hagstætt miðað viö verö á
ööru kjöti. Og það eru margir mögu-
leikar enn ónýttir í áframhaldandi
vinnslu kjötsins því þaö er hægt að
gera marga ólíka hluti úr kjúklinga-
kjöti. Við byrjuöum á síðasta ári að úr-
beina stóra kjúklinga. Tökum af þeim
leggi og vængi og alla fitu og útbúum
rúllusteik, ýmist fyllta meö sveskjum
eöa beikoni. Rúlletturnar okkar eru
þegar orönar vinsælar á markaönum.
Viö höfum hugsað okkur að setja
kjúklingasnitchel fljótlega á markað-
inn og í þaö notum við kjúklingalegg-
ina.”
Alfreð kvaðst vera nýkominn af
stórri matvælasýningu í Atlanta í
Bandaríkjunum. Þar heföu framleiö-
endur sýnt ótal tilbúna rétti, meðal
annars úr kjúklingakjöti „... og ég tel
eftir að hafa verið á þessari sýningu aö
viö hér höfum einmitt veriö á réttri leið
meö þaö sem viö erum aö gera. En
allt er gert til aö fullnægja kröfum
neytenda.”
Kalkúnaegg í
útungunarvél
Á síöastliðnu ári var tæplega 400 þús-
und kjúklingum slátrað hjá Isfugli, en
sláturhúsiö er í eigu nokkurra
kjúklingabænda. Einnig er þarna
slátraö öndum, gæsum og kalkúnum. I
síðustu viku komu eitt þúsund kalkúns-
egg til landsins frá Noregi og eru þau
nú komin í útungunarvél á Reykjum í
Mosfellssveit og þar veröa þau sam-
tals í 28 daga.
„Eftir næstu áramót má búast viö
afrakstrinum af þessum innflutningi
kalkúnseggja á markaðinn,” sagöi
Alfreð. Fyrir síöustu jól var rúmlega
200 kalkúnum slátraö í sláturhúsinu en
ég reikna meö aö þaö þurfi á milli 2 og
4 þúsund kalkúna á markaöinn til aö
fullmetta hann.” Á vegum fuglakyn-
bótabúsins á Reykjum voru menn ný-
lega í Bandaríkjunum til aö nema frek-
ari tæknifrjóvgun fyrir kalkúnarækt-
ina.
Rúllettur og snitchel
I heimsókn okkar uppi í Mosfells-
sveit nú í vikunni var slátrun ísfugl-
anna nýlokið þann daginn. Rúmlega
tvö þúsund kjúklingar enduöu sína líf-
daga frá morgni og fram aö hádegi.
Allt var spúiaö og oröiö hreint fyrir
átök næsta dags og kjúklingarnir
komnir í frystiklefa saddir lífdaga.
Þaðan fara þeir á markaöinn og seöja
neytendur um allt land. Hjá Isfugli
vinna um tuttugu manns, einn starfs-
manna er Thora Hammer, sem víöa
hefur kynnt afurðir fyrirtækisins.
Reyndar á hún stóran þátt í gerö
rúllettunnar. Matreiddi hún fyrir okk-
ur kjúklingasnitchel og rúllettur, fyllt-
ar meö sveskjum og beikoni. Þetta er
ágætismatur og drjúgur. Rúllan er
alveg beinlaus og kostar i smásölu um
300 krónur.
Og aö sjálfsögöu vorum viö leyst út
með uppskriftum og leiðbeiningum um
matreiöslu. Léttreyktar rúllettur eru
einnig á markaðnum og eru þær mat-
reiddar á svipaðan máta og london-
lamb.
Tillögur um
matreiðslu
Rúllettan er krydduö aö eigin
smekk, steikt í ofni eða grilluð í ca 50
mínútur við 230° C. Einnig má setja
rúllettu í örbylgjuofn og styttist þá
steikingartíminn niöur í 15 mínútur.
Reykta rúllettu er gott aö pensla meö
smjöri þegar hún er steikt, strá síðan
yfir púöursykri og grilla í nokkrar
mínútur til að fá gulbrúnan lit.
RÚLLETTUSÓSA
Setjiö vatn eða kjötkraft út í soðiö af
rúllettunni og látið sjóöa. Helliö hveiti-
jafningi saman viö, bætiö sósulit út í og
kryddiö aö vild.
SÉRRÍSÓSA
50 g smjör
1/2 dós sveppir (eöa 10 stk. nýir)
1/2 rauð og 1/2 græn paprika
1/4 púrra
sítrónupipar
grænmetiskraftur
rjómi
sérrí
Allt grænmetiö er sneitt niöur og lát-
iö krauma í smjörinu ásamt sveppun-
um í 10—15 mínútur, kryddaö með
sítrónupipar. Rjómanum hellt yfir
smám saman og látið sjóöa niöur svo
sósan þykkni, bætt meö grænmetis-
krafti og sérríi.
-ÞG
Verökönnun NAN 1. og 2. febrúar 1984
KEA KEA KEA KEA KSÞ
VUIM Magn Ilagkaup llrisa 1 . S unnuhlió Búrió S Lrandg. Grenivi^k í 5valb.e^ri Mdfnarbúóin
♦Sykur 2 kg 33,30 28,00 28,65 39,45 32,40 32,40 48,10 38,50
♦ Púóursykur tlökkui 500 g 13,60 14,30 16,80 15,70 16,90 16,80 19,30 15,70
• llvc i t L 5 lbs 45,90 PB 57,40 Ril 57,40 RH 58,25 PB 67,55 RII 67,55 RH 80,55 RII 58,25 PB
• ilvo i t i Juvo 1 •! k<i 25,35 24,50 24,80 30,90 28,80 28,80 36,25 29,50
llafraqrión OTA 950 g 38,35 83,35 1) 50,20 45,90 44,55 45,30 -- --
•I.yftitiuft Royal dós 4 50 g 51,10 50,15 59,00 56,85 59,00 60,00 55,30 24,10 (200g)
•Nau tahakk 1 kg 190,10 190,80 190,80 160,00 190,30 190,80 190,10 241,55
•Kjúkl incjar 1 kg 144,40 140,00 140,00 145,25 155,00 155,00 150,00 148,00
•i:gg 1 kg 99,00 99,00 99,00 102,70 115,20 115,20 99,00 98,00
Ýsu flök 1 kg 80,30 2) 62,70 62,70 56,40 — -- -- --
•Sólblóma 400 g 44,80 44,50 48,00 48,00 48,00 48,00 44,15 46,00
Acjúrku r 1 kg 101,90 126,30 136,15 136,15 136,15 131,45 —
•Epli, rauð l kg 55,20 42,60 56,00 68,15 38,00 51,45 67,20 46,00
A[jpels inur 1 kg 29,75 35,85 44,80 50,90 38,00 — 49,30 48,50
Spaghetti Ilonicj óbU g 24,90 23,10 27,15 27,05 27,15 2 7,05 28,25 —
Sákkul.búóinqur Royal 100 g 12,60 12,20 14,35 14,00 14,35 14,35 í 4,4 5 14,55
Smjörliki Gula bandió 500 g 27,60 29,45 29,45 31,50 3) 29,45 29,45 -- 29,85
Kókómalt Quick 453 g 59,90 56,40 66,35 -- 66,35 66,35 — --
• Bragaka f fi 250 g 27,25 27,25 28,50 28,50 • 28,50 28,50 28,50
Nescafé guld 50 g 61,10 60,15 87,55 -- — 70,55 70,45
Tepokar Melroses 40 g 18,95 20,35 23,95 19,95 23,95 23,95 21,65 20,70
Sveppasúpa Maggi 1 pk 12,35 11,55 13,60 13,60 -- __
•Tekex , ódýrasta teg . 200 g 16,35 16,05 20,05 18,20 18,90 25,25 19,90
•Brauórasp Paxo 142 g 18,15 18,20 20,40 19,65 20,40 20,40 20,40 20,40
'Gaffalb. i vins. KJ 106 g 19,80 19,35 22,80 21,95 22,80 22,80 22,85 __
'Bl. grænmeti ORA 1/1 ds 35,25 37,45 48,30 46,60 48,30 48,30 47,95
•Amerisk grænm.bl. KJ 1/2 ds 19,65 23,00 28,00 27,00 28,00 28,00 29,55 28,00
Lldhúsrl. Serla 2 i pk 35,00 44,05 51,80 — 51,80 51,80 -- 48,50’
Þvottaduft Dixan 600 g 49,95 51 ,75 60,90 — 60,90 60,90 --
Mýkingarefni Plus 1 1 31,85 31,55 37,10 37,10 37,10 37,10 37, 10 37,10
Þrif gólfþvottal. 1600 g 53,15 52,55 61,80 61,20 61,80 61,80 61,80
Samanlagt veró á 20 tegundum: 927,50 919,75 991,05 985,25 1020,60 1041,70 1060,55 •
Mlutfallslegur samanburóur.
meóalveró - 100 93,5 92,7 99,9 99, J 10 2,9 105,0 106,9
Samanlagt veró á 29 teg. i
llagkaup og Hrisalund i 1.358,20 1.387,80
II1 utfa 1 lslecjur samanbiiróur: 100,0 102,2 Skýringar: : 1) 1900 g, 2) frosin, 3) T.jc m.i/Ai-.i; '
Verðkönnun
NANí
febrúar-
byrjun
Okkur hafa borist niöurstööur
verðkönnunar frá Neytendafélagi
Akureyrar og nágrennis, NAN. Þessi
verðkönnun fór fram í umdæmi fé-
lagsins 1. og 2. febrúar sl. Kannaö
var verö á 31 vörutegund, þar af voru
13 ódýrastar í Kjörmarkaði KEA,
Hrísalundi. 12 tegundir voru ódýrast-
ar í Hagkaupi og ein vörutegundin á
sama veröi í Hagkaupi og Hrísalundi,
ódýrust í þessum tveim verslunum.
Tvær tegundir voru ódýrastar í Búrinu
og ein í hverri þessara búöa: KEA,
Strandgötu, KSP og Hafnarbúðinni.
Samanburöi á heildarveröi var sleppt úr
hjá Hafnarbúöinni en þar reyndust
nítján vörutegundir fáanlegar af 31.