Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Qupperneq 12
DV. FOSHJÐAGUR17. FEBRDAR1964 12 Frjáist,óháð dagbtað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaóur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMULA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarveró á mánuói 250 kr. Veró í lausasölu 22 kr. Helgarblaó 25 kr. Neytandinn í lykilhlutverki Ástæöa er til að fagna þeirri ákvörðun, að verðlag á ýmsum vörum verður gefið frjálst um næstu mánaðamót. Hámarksálagning verður felld niöur bæði í heildsölu og smásölu, þar sem samkeppnisaðstæður leyfa. Er þar aðallega um að ræða vörutegundir sem mikið er verslað með, svo sem matvöru, snyrtivörur, hreinlætis- og hjúkrunarvörur og pappírsvörur til heimilisnota. I verðlagningu á þessum vörum, sem og öðrum, höfum við búið við verðlagslöggjöf, sem heimilar hámarks- álagningu og opinberar verðákvarðanir. Þetta fyrir- komulag hefur komið bæði kaupmönnum og neytendum illa. Kerfið hefur ekki hvatt kaupmenn til að leita ódýrustu vörunnar og í rauninni hefur það verkað í þver- öfuga átt. Því hærra innkaupsverð, því hærri álagningu í krónum talið hefur kaupmaöurinn fengið í sinn hlut. Lög- gjöfin hefur frekar ýtt undir hærra verðlag heldur en hitt. Neytendur hafa um of treyst á opinbert eftirlit með vöruverði, verðskyn þeirra hefur brenglast og jafnvel horfið í þeirri dýrtíð sem ríkt hefur. Álagningarreglurnar haf a gert innkaupin dýrari. , Með þeirri breytingu, sem nú stendur fyrir dyrum, geta heildsalar og smásalar ráöið álagningu sinni sjálfir. Með hagkvæmari innkaupum geta þeir jafnvel fengið hærri álagningu í sinn hlut, en selt neytandanum vöruna ódýrar engu að síður. Frjálsræðið hvetur beinlínis til þess. Samkeppnin og markaðurinn skapa aðhald ef rétt er á málum haldið. Með því að gefa verðlag frjálst er stigið spor í átt til þeirra verslunarhátta sem kaupsýslustéttin og reyndar þorri almennings hefur barist fyrir. Frjáls verslun er kjörorö þeirra, sem hafa trú á aö markaðurinn sé besti mælikvarðinn og virkasta verðlagseftirlitið. Hér er verið að gera veigamikla tilraun til að brjótast út úr úreltri verðlagslöggjöf og því ríður á að frjálsræðið verði ekki misnotað. Ef niðurstaðan verður sú að í skjóli frjálsrar álagningar hækki vöruverð mun það knýja stjórnvöld til að kippa að sér hendinni og verðlagslög- gjöfin reyrð niður á nýjan leik. Þá munu líða ár og dagar þar til nokkrum manni dettur í hug að gefa verðlag frjálst. Sú tilraun sem nú er gerð mun því ráða úrslitum um framtíð íslenskrar verslunar. Neytandinn og viðskiptavinurinn munu gegna lykilhlutverki. Þeirra er að fylgjast með verðlagi, bera saman vöruverð og láta kaupmanninn finna að máli skipti hvort varan hækki eða lækki. Markaðurinn verður að stjórna verðlaginu og samkeppnin milli vörumerkjanna. Hann er það aðhald, sem á að vera trygging fyrir hagstæðu vöruverði. Neytandinn á að hafa betri tök á verðsamanburði, þegar dregið hefur úr verð- bólgu og dýrtíð og stöðugleiki myndast í verðlagi frá ein- um degi til annars. Verðlagsstofnun mun einnig halda uppi strangri verðgæslu, veita upplýsingar, standa fyrir verðkönnun- um og vera kaupmönnum og neytendum til leiðbeiningar um mismunandi verðlag vöruflokka og verslana í milli. Allir sem hlut eiga að máli geta þannig stuðlað að því að frjálst verðlag verði til hagsbóta fyrir heimilin í land- inu. Ef þessi tilraun tekst fylgir annað á eftir. Þá mun sá gamli draumur rætast, að verslunarhættir hér á landi stjórnist af markaði og samkeppni, í stað opinbers verðlagskerfis, sem öllum hefur verið til óþurftar. Ef sú von verður að veruleika, að verðlag lækkarí kjölfar frjálsræðisins, verður það jafnframt kærkomin kjarabót fyrir allan almenning. Ekki veitir af. -ebs. Svart er lyginnar litur — um aðför lögreglunnar á ísafirði að skipshöf n mb. Orra ÍS 20 Þaö er ekki ofsögum sagt um lög- regluliðið í landinu að í það veljast mis- jafnir sauöir, og á þaö sennilega við vel flest störf. En lögreglumenn eru einir af þeim fáu sem geta skýlt sér bak viö störf sín og þurfa sjaldnast að standa viö þaö sem þeir gera. Ég ætla að segja frá störfum lög- reglunnar á Isafirði, en eitt af því sem henni ber að gera er að tollskoða skip er þau koma til hafnar erlendis frá. Meöferö lögreglunnar á skipshöfn mb. Orra IS 20, er hún kom frá Englandi í september 1982, er fáheyrð og málið allt lögreglunni til vansæmdar. Upphaf málsins Orri kom að landi kl. 18 og þustu þá þrír tollverðir um borð. Tók það þrjár klukkustundir að toUa þennan tæplega 300 tonna fiskibát, sem 6 skipverjar voru á, því skrúfa þurfti á mörgum stööum þil í sundur og margleita í sumum klefum. Það hefði mátt halda að þarna væru á ferðinni vel þekktir smyglarar sem lögreglan yrði að hafa hendur í hári á. Reyndist svo, því umfram þaö sem leyfUegt er voru í skipinu fáeinir bjórkassar sem lög- reglan tók í vörslu sína. Annan varning skrifaði hún upp og reyndist það vera hjá flestum einn til tveir hlutir, sem þeir höfðu keypt sér. Tjáðu tollveröir skipshöfninni að síðar yrðu sendar skýrslur til útfyiling- ar og var áhöfninni síðan leyft aö fara með vörurnar heim. Samkvæmt toUalögum reyndist einn hásetinn of ungur, 19 ára, til að mega fá toU, en skipstjóri haföi látiö hann fá eins og aðra. Það tóku tollverðir af honum. Kjallarinn URÐUR ÓLAFSDÓTTIR ÍSAFIRÐI Af innheimtuaðgerðum Segir nú ekki af máli þessu fyrr en í apríl 1983, eða rúmu hálfu ári seinna. Þá er skipstjóri af tUvUjun staddur á sýsluskrifstofunni á Isafiröi. Er hann þar rukkaður um greiðslu af þeim hlut- um sem hann flutti tU landsins. Varð hann undrandi, því hann hafði ekki fengið skýrslur þær sendar sem áður er getið. Tjáði stúlka sú, er sér um toUaskýrslur, aö þær væru hjá sér. Fékk nú skipstjóri skýrslurnar sem hann og skipshöfnin síðan fyUtu út. Aldrei stóð annað til en að borga toU af vörum þessum. Er að greiðslu kom áttu skipverjar að borga eftir tollverði aprUgengis! Brugöust þeir þannig við að þeir neit- uðu að borga þá upphæð þar sem þeir heföu fengiö vöruna meö leyfi toll- varða í september árið áður. Báðu þeir nú toUverði að mæta og standa fyrir máli sínu. Þaö gerðu toUverðir ekki heldur svöruðu því til að þeir ætluðu ekki að láta stilla sér upp við vegg. Ekki vissu skipverjar hvaða vegg myndi vera átt við. Skipshöfn þjófkennd Er hér var komið stóðu sýslumanns- skipti fyrir dyrum. Beið málið nú í nokkra daga. Skipstjóri fór því næst til sýslumanns og sagði honum mála- vöxtu. Sagðist sýslumaður ætla að kanna máUð og gerði hann það. Lét hann síðan stúlku þá er áður er nefnd hringja í skipstjóra og tjá honum að þar sem hann hefði tekið umræddar vörur án leyfls, sem sagt stoUö þeim, og öll skipshöfn hans einnig, þá bæri • „Er rétt aö ég þakki hér lögreglunni fyrir framúrskarandi góða tollafgreiöslu og málsmeðferð alla því lögreglu ber jú að halda uppi lögum og reglu þótt hún sé undanskilin þvíaðsegjasatt.” Miðalda-hugsunar- háttur meistara Islenskt launafólk hefur á undan- fömum misserum orðið fyrir einni hrikalegustu kjaraskeröingu af hálfu ríkisvaldsins í mjög langan tíma. Kaupgeta launa hefur hrapað niöur um 40% og eiga nú margir í basli með að standa í skilum vegna fyrri skuldbind- inga ogviöaðdragaframlifið. Getur það verið verra? Á Islandi er í dag launafólk sem býr við enn verri kjör en hinn almenni launamaður. Það eru hárgreiðslu- og hárskeranemar. En hvað skyldu þessir nemar hafa í laun eða eiga þeir yfir- leitt að hafa laun? Þessari spurningu ætla ég að leitast við að svara og skýra afstöðu nema og Iðnnemasambands Islands. I samningum milli ASI og VSI, sem gerðir voru í nóvember 1981, voru sett inn ákvæði um lágmarkslaun til handa iðnnemum, sem og öörum launþegum. Fljótlega eftir undirritun samnings þessa kom í ljós að hárgreiðslu- og hár- skerameistarar ætluðu sér ekki að greiða þessi lágmarkslaun og felldu því samning þennan. Því er staðan í dag þannig að þessir nemar eru lægst launaða stétt landsins. Lágmarkslaun iðnnema í dag eru 63,24 kr. á tímann en byrjunarlaun hárgreiðslunema eru 44,86 kr. á tímann og byrjunarlaun hárskeranema eru 38,69 kr. á tímann. Þetta eru ekki laun sem neinn veröur feitur af og yfirleitt verður ekki neitt af svona launum. En því skyldu laun hár- greiðslu- og hárskeranema vera svona lág? Ástæðan fyrir því er... KRISTINN H. EINARSSON, FORMAÐUR IÐNNEMASAMBANDS ÍSLANDS Miðaida hugsunarháttur Hárgreiðslu- og hárskerameistarar virðast líta á þá iðngrein, sem þeir eru meistarar í, sem eitthvað ómerkilegri iðngrein en aðrar iöngreinar og þykj- ast því ekki þurfa aö borga þeim nem- um, sem vinna hjá þeim, kaup. Þessi hugsanagangur, sem tilheyra ætti mið- öldum, birtist líka í því að oft á tíðum er þverbrotið gegn almennum réttind- um þessara nema. Þaö helsta, sem viö hjá Iðnnemasambandi Islands höfum orðið vör við í okkar eftirgrennslan, er: að ekki er greitt í lífeyrissjóð, að ákvæði matar- og kaffitíma eru þver- brotin þannig aö oft á tíðum fá þessir nemar enga matar- eða kaffitíma svo dögum skiptir og fá heldur enga greiöslu fyrir þennan tíma. Ennfremur ber þó nokkuð á því að greiðsla fyrir næturvinnu er föst krónutala, burtséð frá því hversu marga næturvinnutíma menn koma til meö að vinna. Þessi krónutala er oft á tíöum svo lág að hún nær engan veginn að dekka þá nætur- vinnu sem unnin er. Það skal tekið fram aö þessi greiðsla er ekki greidd ef um enga næturvinnu er að ræða. Af þessu má vera Ijóst að staða þess- ara nema er mjög bágborin. Það sem hér hefur komiö fram eru hlutir sem komu mjög skýrt í ljós í skoðanakönn- un sem gerð var á högum þessara nema. Fleira kom þar fram sem rétt væri að upplýsa eins og t.d. að nokkuð margir nemar höfðu heyrt af því að nemar, sem voru aö hefja nám sitt, hefðu unniö kauplaust upp undir ár. A „A íslandi er í dag launafólk sem býr við enn verri kjör en hinn almenni launa- maður. Það eru hárgreiðslu- og hárskera- nemar.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.