Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Qupperneq 13
„Meðferð lögreglunnar á skipshöfn mb. Orra ÍS 20, er hún kom fró Englandi í september 1982, er fáheyrð og málið allt lögreglunni til van-
sæmdar."
þeim að borga eftir tollverði maígengis
og dráttavexti frá því í september.
Upphringingu þessa fékk skipstjóri kl.
18.30 og er það nokkuð skrítinn skrif-
stofutími.
Þremur dögum seinna hringdi sama
stúlka og sagði nú að lögreglan væri
búin að taka orö sín aftur og ef skip-
verjar borguðu strax eftir maíverði
tollgengis þá slyppu þeir við dráttar-
vextina. Borguðu þá flestir strax.
Veikindi skipstjóra
Er hér var komið sögu átti skipstjóri
í veikindum sem lögreglu og toll-
afgreiðslustúlku var fullkunnugt um,
en hann var á förum til Englands í
hjartaaðgerð. Hafði hann hugsað sér
að leita réttar síns þegar heim kæmi.
Hann var hins vegar einn þeirra
óheppnu sem þangað hafa farið en ekki
komið lífs til baka. Eg lofaöi honum þá
að þetta mál myndi ekki kyrrt liggja.
Ráðherra skerst
i leikinn
Er ég kom heim frá Englandi frétti
ég að reynt hefði verið að fá leiðrétt-
ingu á málinu en ekki fengist. Fór ég
því til sýslumanns en hann tjáði mér
að hann gæti hér engu um breytt en
yfirmaður hans væri fjármála-
ráðherra. Fór ég því á fund ráðherra
er síðan talaði við sýslumann. Fékkst
þá leiðrétting á greiöslunni.
Því næst fór ég fram á það að lög-
reglumenn mættu á sýsluskrifstofu og
tækju orð sín aftur er þeir höfðu
viðhaft um skipshöfnina og var lofað
að athuga þaö.
Skýrslur þær sem áttu að fylgja
bjórnum er tekinn var, og sem skip-
stjóra var tjáð að farið hefðu suður,
komu ekki fram fyrr en í apríl, rúmu
hálfu ári seinna.
Síðastliðið sumar fengu svo tveir
skipverjar sekt. Annar fyrir 4 kassa af
bjór sem teknir voru af honum og
honum sagt að gerðir hefðu verið upp-
tækir. Hinn hásetinn, 19 ára, fyrir
tollinn sem tekinn var af honum.
Lögreglan sem tollaði hélt vörð um
skipið fyrsta daginn og skipaði þá
meðal annars háseta, er var að aka
frá skipi, aö keyra upp á lögreglustöð
þar sem honum var skipað að opna
tafarlaust skott bifreiðar sinnar.
Ekkert reyndist þó vera þar nema
varadekk. Hvort lögregla þessi hefur
haldið að sér hafi yfirsést eitthvað í
svona stóru skipi eftir þriggja tíma
tollun og að það næmi heilum skott-
farmi, skal látið ósagt.
Að eiga sér
öfundarmenn
Sjómenn þeir sem hér um ræðir voru
sex. Þrír af þeim eiga að baki 25—40
ára störf á'sjó við fiskveiðar. Þeir hafa
siglt í fáein skipti til útlanda, ýmist til
að fara með skip eða sækja. Meö tilliti
til þess má ót.rúlegt vera að þeir skuli
hafa verið meðhöndlaðir á þennan hátt
af lögreglu síns byggðarlags og vera
yfirlýstir þjófar í þokkabót.
Ég er viss um aö þeir hafa flestir
talið sig eiga fáa óvildarmenn en því
fleiri öfundarmenn. Þeir síðarnefndu
ættu að reyna sjálfir að fara á sjó og
finna hver sæla það er og öfundast svo
vegna þeirra litlu hlunninda sem sjó-
menn fá fyrir störf sín. Alla vega er
óhætt að segja aö þeir vinni fyrir
kaupinu sínu, sjómennirnir. Það er
hins vegar ekki hægt að segja um alla,
jafnvel þótt þeir hafi lögreglustarf að
köllun eða telji sig fædda til þeirra
starfa.
I lögum mun það vera að ef sjó-
maður er ákveðinn tíma erlendis þá
má hann koma með, fyrir ákveöna
fjárhæð, hluti til landsins. Tveir af
áhöfn mb. Orra voru í þrjá mánuði yfir
skipinu erlendis. Ekki fékkst nein upp-
hæð dregin frá því sem þeir máttu
koma með þótt kveðið væri á um þaö.
Þannig er ekki sama hvar þú býrð.
Sjómenn sem sigla á fragtskipum og
koma heim einu sinni í mánuði njóta
þessara hlunninda. Ekki skipverjar á
mb. Orra.
Fátt held ég að hafi haft eins mikil
áhrif á skipstjóra mb. Orra, eftir 25
ára s jómannsstarf, en að vera kallaður
þjófur. Er rétt að ég þakki hér lög-
reglunni fyrir framúrskarandi góða
tollafgreiðslu og málsmeðferð aUa því
lögreglu ber jú að halda uppi lögum og
reglu þótt hún sé undanskilin því aö
þurfa að segja satt. Hún getur nefni-
lega skýlt sér bak við þann svarta
búning, og fer vel á, því svart er Utur
lyginnar.
Jafnframt bar þó nokkuð á því að
nemamir voru mestmegnis látnir sópa
fyrstu mánuðina af starfsþjálfuninni
og því varð oft lftiö um tilsögn frá
hendimeistaranna.
I þessu fagi er meirihlutinn kvenfólk
en þó er nú þannig ástatt að það er mun
verra fyrir kvennema að fá pláss á
stofu en karlnema. Astæðan? Jú, kven-
fólki er víst hættara við að verða
ófrískt en karlmönnum og því er kven-
fólk mun óáreiðanlegri vinnukraftur
en karlmenn, nema þá að þær séu
komnar úr barneign. Þetta er enn eitt
dæmið um þann miðaldahugsunar-
hátt sem ríkjum ræður í höfuöstöðvum
þessara meistara.
Kúgun
En hvernig skyldi nú standa á því að
svona vinnubrögð viðgangast á okkar
tímum? Ástæöan fyrir því er nokkuð
einföld og byggist á aldagömlum
aðferðum sem ganga undir nafninu
kúgun. Jarðvegurinn fyrir þessari
kúgun meistaranna á nemunum hefur
verið mjög góður undanfarin ár,
þ.e.a.s. framboðið á nemum hefur ver-
ið svo mikið að oft á tíðum hafa verið
nemar sem ekki hafa fengið stofu-
pláss. Þetta hafa meistarar notfært sér
út í ystu æsar og láta þá nemann vita af
því að það bíða margir eftir plássinu
hans ef hann vogar sér að nefna á nafn
að fá borgaða matartíma og þar fram
eftir götunum.
Með hótanir sem þessar yfir höfði
sér stendur neminn einn og sér, alger-
lega máttvana.
I framkvæmd mundu þessar ógnanir
fela í sér aðviðkomandi nemi kæmi
jafnvel ekki til meö að geta lokið námi.
Meö þetta í huga hafa meistarar oft á
tíðum skipulagt sínar umgengnis-
venjur gagnvart nemum sem hefur þá
jafnvel komið fram í því að það sé nú
ekki mjög æskilegt að kröftunum sé
„Hárgreiðslu- og hárskerameistarar virðast líta á þá iðngrein, sem þeir eru meistarar i, sem eitthvað
ómerkilegri iðngrein en aðrar iðngreinar og þykjast því ekki þurfa að borga þeim nemurn, sem vinna hjá
þeim, kaup."
eytt í eitthvað sem heitir félagsmál og
réttindabarátta.
Það hefur jafnvel verið látið í það
skína að Iðnnemasamband Islands sé
ekki beint hollur félagsskapur fyrir
upprennandi hárgreiðslumeistara.
Þessi valdaníðsla hefur heldur betur
boriö árangur fyrir meistarana und-
anfarin ár. Félagsleg virkni hefur
verið svo til engin og því erfitt að ná
fram réttlátum og mannsæmandi laun-
um fyrir þennan hóp.
Er hægt að brjóta ísinn?
Er það raunhæfur möguleiki að ná
fram bættum kjörum fyrir þetta fólk?
Það er í dag skoðun hárgreiðslu- og
hárskeranema. Iðnnemasamband Is-
lands átti í samningaviðræðum með
FHHN og ASI við hárgreiðslumeistar-
ana þar sem lagðar voru fram
kaupkröfur frá því í nóvember 1981, já,
takiö eftir því, nóvember 1981. En
hvað gerðist: Meistarar voru ekki til
viöræðu um þessar kröfur. Hvað er þá
til ráða? Ekki geta þessir nemar farið í
verkfall því verkfallsrétturinn er ekki
til staðar. Eitthvað verður að gera og
mun vera gert til að ná fram því sem
ekki getur talist annað en sjálfsagt í
okkar landi, þ.e. allavega þeim mögu-
leika að hægt sé aö lifa á mánaðar-
launum í hálfan mánuö.
Eitt af þeim sjónarmiðum, sem
komið hafa frá meisturunum, er að
þetta sé nám og skuli því ekki vera
launað. Þessi röksemdafærsla fellur
algerlega um sjálfa sig. Þetta er verk-
nám og þeir sem það stunda eru vinnu-
kraftar úti á hinum almenna vinnu-
markaði. Hugmyndafræðingur þess-
ara raka hefur veriö gersamlega blind-
aður af gróðasjónarmiði einu saman
eins og það getur birst í sinni svívirði-
legustu mynd. Hugsið ykkur stofu með
fimm nema sem allir ynnu við
klippingu á viöskiptavinum almennt.
Viðskiptavinir borguðu fullt gjald fyrir
klippinguna, neminn fengi ekki borg-
aðakrónuogstofanmyndimalagull á
meðan neminn sylti heilu hungri.
Getur þetta talist réttlæti?
Einn er sá þáttur sem ekki hefur
komið fram í þessari grein en þaö eru
laun sveina. Laun sveina eru líka
skammarlega lág og þá af sömu
ástæðu og hér var drepið á að framan,
þ.e. hinni félagslegu deyfð sem
ríkjandi hefur verið hjá nemum und-
anfarin ár. Nemamir verða jú
einhvern tíma sveinar og ganga því inn
í sveinafélagið. En hvað skeður þá?
Stéttarvitund hefur veriö kæfð hjá
þeim sem nemum og því er erfitt fyrir
þá að rísa upp á afturlappirnar eftir
kúgun undanfarinna ára. Því er
auðvelt að halda niðri sveinskaupinu.
En við skulum hafa það i huga að ef
tekst aö bæta kjör nema þá koma
bætur á kjör sveina í kjölfarið. Það
sem þarf er bara einhver sem þorir að
brjóta ísinn.
Eg ætla að vona að eftir lestur þess-
arar greinar, lesandi góður, komir þú
til með að styðja þessa nema í baráttu
þeirra því að hún er bráðnauðsynleg.
Hvernig væri t.d. að þú spyrðir að því
næst þegar þú ferð í klippingu, hár-
lagningu eða eitthvað þessháttar hvað
það kosti að láta meistara klippa sig og
hvað það kosti að láta nema klippa sig.
Athugaðu hvort munur er þar á. Eg
fullyröi að hingað til hefur það ekki
verið þannig.
Þinn stuðningur er þeirra eina vopn.
Með ósk um góða heilsu.