Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Síða 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 80- TBL. — 74. og 10. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL1984. Söluskattur lækkaöur úr 23,5% í líklega 22% en... Söluskattur á allt Þær hugmyndir sem uppi eru i viöræöum formanna stjórnarflokk- anna og fjármálaráðherra um breytta söluskattheimtu eru mjög róttækar. Nær algert afnám á mýmörgum undanþágum en jafnframt lækkun skattsins úr 23,3% í 21-22%. Þaö eina sem munar um og hugs- anlega er taliö aö undanþegið verði eitthvað áfram eru niðurgreiddu landbúnaðarvörumar. En einnig er talað um lækkun á niður- greiðslunum, sem þýddi verðhækkun þar. Þetta á við um mjólk, smjör, skyr, tvær tegundir osta, kinda- og nautakjöt og kartöflur. Afnám undanþága frá söluskatti er talin óhjákvæmileg forsenda þess að hægt verði að beita aðhaldi og innheimta söluskattinn af fullri hörku. En almannarómur segir stór- ar upphæðir ekki skila sér í ríkissjóð. Og víst er að söluskattsskil hafa ekki vaxið í samræmi við veltuaukningu síðustu misseri. Ef þessi kerfisbreyting kemst á nemahugsan- leganiöur- greiddu búvörumar þýðir hún verulega hækkun á flestum vörum matarkyns og einnig á orku til húshitunar en um leið lækkun á öllu því sem söluskattur hefur lagst á. 1 þessu sambandi má nefna aö um 70% af vörum venjulegra matvöru- og nýlenduvöruverslana eru nú und- anþegin söluskatti. Hver hundraöshluti í söluskatti gefur nú rúmlega 300 milljónir í ríkissjóð. Lækkun skattsins um 1,5% þýddi því 450 milljóna tekjutap fyrir ríkissjóð, sem skilaði sér aftur með afnámi undanþáganna. Aðal- ávinningur fyrir rikissjóð á síðan að vera stórbætt skattskil. Ennþá eru þetta ekki nema hug- myndir. -HERB. Bjórinn flæðir úr sovéska sendiráðinu —tollgæslan hafði afskipti af 72 bjórkössum í húsi á Seltjamamesi Tollgæslunni barst síöastliöiö fimmtudagskvöld ábending um að verið væri að flytja mikið magn af bjór í hús eitt á Seltjarnamesi. Brugðist var skjótt við. „Við fórum á staðinn af því að okkur þótti þetta óeðlilegt,” sagði Kristinn Olafsson tollgæslustjóri í samtaliviðDV. Þegar tollverðir komu á vettvang var verið að bera bjór úr sendiferða- bíl inn í hús Ingvars Karlssonar, sem er sonur umboösmanns Carlsberg- bjórfyrirtækisins. Alis var um að ræða72bjórkassa. „Eftir að við höfðum rætt við bíl- stjórann tókum við þetta í okkar vörslu,” sagðiKristinn Olafsson. „Síðan komu þarna á staðinn framkvæmdastjóri umboðsfyrirtæk- isins og starfsmaður sendiráðs. Þeir gáfu okkur þá skýringu að þetta hefði verið tekið úr sendiráöinu þar sem þaö hefði ekki haft húspláss til að geyma þetta,” sagði toligæslu- stjóri. Hann vildi ekki skýra frá því úr hvaða sendiráði bjórinn væri. Samkvæmt öðrum heimildum DV var bjórinn úr sovéska sendiráðinu. „Við höfum enga ástæðu til að ætla annað en að þetta sé rétt skýring,” sagði Krístinn Olafsson þegar DV spurði hann hvort sú skýring, sem gefin var væri talin f ullnægjandi. Tollgæslustjóri sagði að sér og sendiráðsstarfsmanninum hefði talast svo til að eftirleiðis tæki sendi- ráðið ekki meiri bjór en það gæti sjálftgeymt. „Þetta getur boðið upp á tor- tryggni. Það gerði það gagnvart okkur í þessu tilfelli,” sagði Kristinn. -KMU. Rabbíninn blessaði—en brenndi fjóra Þaö slys varö í Noröurstjöminni í Hafnarfirði á sunnudag að fjórir menn brenndust, þar af tveir alvarlega. Tildrög slyssins voru þau, að rabbíni sá sem staddur er hér á landi ætlaði að blessa fyrirtækið en það gerir hann meðal annars með því að skvetta sjóðandi heitu vatni yfirtækiþess. Búið var að hita vatn í einum af niðursuðupottum Noröurstjömunnar og átti aö opna pottinn til að ná í vatn fyrir rabbínann. Er lokið var tekið af pottinum skvettist sjóðandi vatnið yfirmenninafjóra. Þeir voru fluttir á slysadeild. Tveir þeirra munu hafa brennst lítið en hinir tveir alvarlega. Andlit þeirra munu þó hafa sloppið. Rabbininn blessaði síöan fyrir- tækið í gær og gaf vörum þess gæða- stimpil. Hann fór eftir það til Akur- eyrar og gerði hið sama hjá K. Jóns- sonogcoá Akureyri. Þess má geta að niðursuðuvörur þessara fyrirtækja eru að langmestu leyti seldar til Bandaríkjanna. Þaðan kemur rabbíninn og skoðar vörumar og gefur þeim gæðastimpil fyrir gyöinga i Bandaríkjunum og víðarumheim. -JGH Ung stúlka datt af hostbaki i Blesugróf um klukkan sex i gœrdag. Stúlkan er i reíðskóla Féks. Hún vari ferð ásamt öðrum nemendum og kennara sinum. Skyndilega fældist hestur stúikunnar og annar tíi og tóku þeir á sprett. Við það fóii stúlkan af baki. Hún mun ekki hafa meiðst ahrariega. -JGH/DV-mynd S. Lárussýknaður afmútumálinu íBelgíu — sjáíþróttiríopnu Bílbeltafrum- varpið mistök? — sjábls. 11 FékklOO gramma karfakvóta — sjábls.2 ísbjöminnvar I aðvaraður vegna óþrifnaðar — sjábls.5 Rekiðáeftir þingnefndum -sjábls.5 Mikilsam- keppniátölvu- markaðnum — sjábls.4 Jörðinerflöt — sjá Dæmalausa Veröld ábls. 32-g33

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.