Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Page 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR17. APRIL1984. Frumvarp um jámblendi -tilstaðfestingar á samningnum viðElkemog Sumitomo Ferming og skirn. A sunnudag þegar séra Arni Pá/sson iKópavogskirkju var að ferma 22 börn skirðihann i /eiðinni systur eins fermingarbarnsins. ,,Ég geriþetta stundum þegar svona stendur á," sagði séra Árni. Á myndinni heldur fermingarbarnið, Theódóra Bragadóttir, systur sinni undir skirn. Hlaut hún nafnið Eva Rut. Fyrir aftan þær stendur faðir þeirra, Bragi Sveinsson. -KÞ/D V-mynd S. Iðnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til aö afla ríkisstjóminni lagaheimildar til að ganga frá samningum um fjárhags- lega endurskipulagningu íslenska járnblendifélagsins samkvæmt samningi við Elkem a/s í Noregi og Sumitomoí Japan. Samningur þessi felur í sér að Sumitomo kaupir 15% hlutafjár í Járn- blendifélaginu af Elkem og mun Elkem þá eiga 30% hlutafjár en íslenskra ríkið 55% eins og verið hefur. Jafnframt leggja núverandi hluthafar fram nýtt hlutafé til félagsins er nemur 15,9 milljónum Bandaríkjadala. Er fyrirhugaö að þetta fé verði notað að mestu eða öllu leyti til að greiða niður núverandi skuldir Járnblendi- félagsins. Þessi endurskipulagning mun hafa í för með sér lækkun á heild- arskuldum íslenska ríkisins sem svar- ar jafnvirði 16 milljóna Bandaríkja- dala. -ÖEF. Jónas Guð- mundsson sýniríEden umpáskana A morgun klukkan 17 (miövikudag) opnar Jónas Guðmundsson, rithöfund- ur og listmálari, málverkasýningu í Eden í Hveragerði. Ber sýningin yfirskriftina Páskar 1984 en Jónas Guðmundsson hefur um nokkurra ára skeið sýnt um páska í Eden. Jónas Guömundsson sagöi aö mörg ár væru síðan byrjað var að halda myndlistarsýningar í Eden. Fyrst við fremur frumstæö skilyrði í kaffi- stofu en fyrir nokkrum árum var hús- næðinu breytt og þaö lagfært meö það fyrir augum að það hentar nú vel að halda þama málverkasýningar. Hefur f jöldi listamanna sýnt í Eden og hef- ur aðsókn verið góð enda f jölmenni oft í gróðrarstööinni, bæði um helgar og eins á góðviðrisdögum. Jónas Guðmundsson og dóttir hans við tvö verkanna á sýningunni. Á sýningu Jónasar verða 30—40 myndir, olíumálverk og vatnslita- myndir. Tengjast myndir hans einkum sjósókn, þorpinu og borginni. Þá veröa nokkrar landslagsmyndir og hesta- myndir á sýningunni. Jónas sagðist mála umhverfi sitt, eða næsta nágrenni, og telur sig ver- tíöarmann þótt eigi stundi hann lengur sjó. Sýningin veröur, sem áður sagði, opnuð á miövikudag fyrir páska og henni lýkur sunnudaginn 29. apríl. Lestrargleraugun sem Hagkaup selur eru vinsæl Eru þrefalt ódýrari en í gleraugnabúðum Sala Hagkaups á lestrargleraugum, sem sagt var frá í DV fyrir helgina, mun örugglega draga dilk á eftir sér miöaö viö fyrstu viðbrögð optikera viö þessum fréttum og bíða þeir nú aöeins eftir því að nýsamþykkt lög á Alþingi verði birt í Stjórnartíðindum svo þeir geti stöðvað söluna á gleraugunum í Hagkaupi. I þessum nýju lögum eru hertar mjög reglur þær sem ná yfir sölu og vinnslu á gleraugum og þá sem mega annast slikt. Lestrargleraugu þau sem hér um ræðir hafa náð miklum vinsældum í Bandaríkjunum og Svíþjóð þar sem þau eru seld í búöum á borð við Hag- kaup. „Viðbrögð neytenda í Svíþjóð voru mjög góð. Við áætluöum að selja um 10 þúsund fyrsta árið en við seldum 50 þúsund á fyrsta hálfa árinu,” sagði Sam Bjuwin, fram- kvæmdastjóri GRETT í Svíþjóð, í samtali við DV en hann hefur verið Hagkaupsmönnum innan handar í þessu máli og aðstoðaö þá við upp- setningu á lestrargleraugnadeildinni í Hagkaupi. „I Svíþjóö eru um 1000 optikera- búðir og þar erum við að brjóta upp einkaleyfi þeirra á sölu þessara gler- augna en þeir hafa á móti reynt allt annaö en heiðarlega samkeppni til að stöðva okkur,” sagði hann, og bætti því við að verö á þeirra gleraugum væri um þrefalt lægra en á gleraugum þeim sem optikerar selja í Svíþjóð og þessi munur er einnig hérlendis, í Hagkaupi kosta gleraugu 595 kr. á móti 1800— 3000 kr. hjá optikerum. I Bandaríkjunum seljast að meðaltali 2,5 milljónir af þessum gler- augum á ári og þegar hafa selst yfir 10 milljónir þeirra þar. Hann lagði áherslu á aö þessi gler- augu væru eingöngu ætluö þeim sem daprast hafa á sjón vegna aldurs sem er eðlileg þróun en neytandinn sér sjálfur um aö prófa sín gleraugu og þau eru honum hættulaus, að mati Bjuwin, þótt neytandinn velji sér gler- augu af röngum styrkleika. Þorsteinn Júlíusson, lögfræðingur Optikerafélagsins, sagði í samtali við DV að Hagkaupi yrði gert að stöðva þessa sölu um leið og hin nýju lög á Alþingi öðlast gildi. „Þessi lög eru ekki síður sett til að vemda almenning en þessa starfs- stétt,” sagði hann og benti á að aðgerðir þeirra mundu verða í gegnum hið opinbera ákæruvald. „Ætli þeir finni svo næst upp á því aö selja hjá sér gervitennur, komið og mátið,” sagði Þorsteinn. -FRI. í dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari Fellir kakómjólkin ríkisstjómina? SuFmSTSSSrSS. IIVJ.M IJ« I«I t.l( !U1 l.liJl Það fór eins og Dagfari spáði. Framsóknarflokkurinn tók upp hanskann fyrir kakómjólkina, jóg- ann og mangósopann með þeim af- leiðingum aö nú hriktir í stjórnar- samstarfinu. Deilan um fjárlaga- gatið, stjómarskrána og kvóta- skiptinguna mun vera hátíð miðað við þann hatramma slag, sem nú þegar er hafinn um fyrmefnda þjóöardrykki. Lög kveða skýrt á um þaö, að vörugjald og söluskatt eigi að greiða af blönduðum m jólkurdrykkjum eins og annarri drykkjarvöru. Af ein- hverjum undarlegum ástæðum, sem enginn þykist hafa hugmynd um, hefur það þó viðgengist um árabil, að hlífa Mjólkursamsölunni við inn- heimtu á þessum opinberu gjöldum. Aö minnsta kosti þrír fjármála- ráðherrar hafa haldið hlífiskyldi yfir þessu lagabroti, sem hefur kostað ríkissjóð tugmilljóna króna, eftir að kakómjólkin varð að skyldudrykkju skólabarna í fríminútum. Er ekki nema von, að göt finnist á fjárlögunum, þegar f jármálaráðher- ar ganga á undan með það fordæmi aö innheimta ekki lögboðin gjöld. Þessu vill núverandi fjármála- ráðherra kippa í lag, enda löghlýðinn borgari, (samanber hundahaldið) og ætlar þá allt vitlaust að verða. Framsóknarkerlingar lýsa því samstundis yfir að hollustuhættir þjóðarinnar séu i hættu, ef söiu- skattur verði innheimtur af kakó- mjólk og mangósopinn er skyndilcga orðinn að meiriháttar hollustufæðu, sem stendur og fellur með þvi, að hann sé drukkinn án söluskatts og vörugjalds. Landbúnaðarráðherra fær for- sætisráðherra tii liðs við sig og hótar öllu illu í rikisstjórninni ef f jármála- ráðherra lætur ekki lögleysuna viðgangast áfram. Mun það eins- dæmi í íslenskri stjórnsýslu, að flutt sé um það tillaga í sjálfri ríkis- stjórninni, að lög séu brotin. Greini- lega liggur mikið við, enda ekki á hverjum degi, sem hróflað er við hinni ginnheQögu landbúnaðarpólitík, sem dafnað hefur í skjóli lögbrota, fyrirgreiðslu og framsóknarmis- notkunar svo lengi sem elstu menn muna. Framsóknarflokkurinn hefur nú sameinast i skjótum viðbrögðum og hefur ákveðið að slá skjaldborg um kakómjólkina. Undir forystu þing- flokksformannsins frá HöUustööum sem hefur eins og fleiri bændur fjár- fest i mjaltavélum í góðri trú á að kakómjólk og mangósopi njóti for- réttinda á neytendamarkaðnum, hefur verið lagt fram sérstakt frum-, varp á hinu háa alþingi, þar sem lagt er tU að þessir eöalbornu svala- drykkir séu lögiega undanþegnir þeim Ula söluskatti, sem kakó- mjólkin hefur verið ólöglega undan- þegin fram að þessu. Þessi framsóknartillaga er borin fram í sömu andrá og rikisstjórnin og forsætisráðherra ákveða að fækka söluskattsundanþágum og herða inn- heimtu skattsins. Þeir passa upp á sína, framsóknarmenn, enda Mjólkursamsalan skUgetið afkvæmi þeirrar offramlciðslustefnu, sem kemur óseljanlegum mjólkuraf- urðum í lóg með niðurgreiðslum og lögleysum. Má nú búast við því, að háttvirtir alþingismcnn heyi langa og stranga umræðu um gUdi kakómjólkur og mangósopa og skiptist í striðandi fylkingar mcð og móti. Mun sú umræða eflaust auka hróður löggjaf- arsamkundunnar og endast fram á vorið. Verður fróðlegt að fylgjast með því, hvort stjórnarsamstarfið muni standast átökin um kakómjólk- ina, mangósopann og jógann, ekki síst vegna þess, að óvíst er með öllu, að nokkur þingmaður hafi sopið þá fjöruna, hvorki með cða án sölu- skatts. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.