Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Page 10
10 *.nor rtnrrr » rrrrT /f»rr » t»^ DV. ÞRIÐJUDAGUR17. APRlL 1984. Útlönd Útlönd Utlönd Útlönd Lausnágeim- veiki gæti iagad sjóveikina Sjóveikin hefur margan manninn hrellt í gegnum tíöina. Bílveiki og flugveiki sömuleiðis á seinni tímum. Þessi hreyfiklígja á að öllum líkindum eftir að angra menn sömu- leiðis í ferðalögum framtíöarinnar, geimferðunum, ef ekki verður ráö við þessu fundið áður. 42 ára gamall sálfræðiprófessor í Chicagó, Hubert Dolezal aö nafni, hefur fullan hug á því að reyna aö finna lausn á vandanum. Hefur hann tekist á hendur tilraunir og rannsóknir í því skyni fyrir flugher Bandarikjanna, gagngert til þess að finna ráð gegn geimveikinni. öfugspeglandi gleraugu Þar reiðir hann sig aöallega á sér- stök gleraugu, sem Dolezal hefur hannað, gerð úr sérstöku prisma- spegilgleri. Þau öfugspegla allt. Hann sér jörðina þar sem áöur var himinninn. Þegar hann gengur sýnast fæturnir nálgast hann sjálfan. Oftsinnis gengur hann á veggi og hefur enda hjálm á höföi til þess aö meiöa sig ekki í ótal árekstrum. Menn ætla að um 80% manna finni einhvem tíma til velgju eöa einhverrar ógleði, þegar þeir ferðast með skipum, bílum, flugvélum eöa lyftum. Og enn hefur ekki fundist neitt óbrigðult ráð viö þessu, né heldur óyggjandi skýring á orsök þessarar hreyfiveiki. Sumir hafa haldiö að það stafaði af tilkenningu á innra eyra mannsins vegna hreyfing- arinnar og röskunar á jafnvægi líkamans. Dolezal heldur að skýringarinnar sé að leita í auganu. Því lét hann gera þessi sérstöku gler- augu sín að hann vildi venja augað við aö allri tilverunni væri hvolft viö. Venja augað við ,,Það má kenna sjóninni að ráða yfir hinum skilningarvitunum, sem annars bregöast við hreyfingum, eins og til dæmis innra eyrað,” segir prófessorinn, sem starfaö hefur sem kennari við Illinois-háskóla. Og hann hefur þjálfaö sig til þess að yfirstíga annkannaieika þess aö horfa á alla hluti viðsnúna eða á hvolfi. Svo sem eins og að grípa hluti eöa stjórna höndum sínum til rétts ágrips, þótt sjónin blekki. Eitt sinn bar hann gleraugun í fimm vikur í röð án þess að taka þau af sér. Hann fór í göngu- ferðir, tefldi skák, renndi sér á sjó- skíðum og jafnvel ók bifreið um Mikil gróskaá Majorka Einni kynslóð eftir að íbúar Miöjarðarhafseyjanna, Majorka, Menorka og Ibiza, opnuöu baðstrendur sínar og vínkrár fyrir ferðamannafjöldanum eru þeir byrjaöir að njóta uppskerunnar í bestu lífskjörum sem spænskir þegnar eru aönjótandi. Ofugt við margar aörar Miðjarðarhafseyjar, sem misst hafa syni sína og dætur burt í atvinnu- og hamingjuleit, hafa þessar þrjár eyjar, sem kallaðar eru samheitinu Balearikseyjar, orðið að flytja inn vinnuafl frá meginlandinu, Spáni. Næg atvinna og tekjur Spánverjar eiga viö 18% atvinnu- leysi aö stríða en á eyjunum er þaö undir 10% og jafnvel skortur á starfsfólki þegar ferðamannaver- tíðin stendur sem hæst yfir sumar- mánuöina. Nær fimm milljónir feröamanna flykktust til Baleareyja á síðasta ári. Þegar hæst hóar er San Juan- flugvöllurinn í Palma einn sá anna- samasti í Evrópu með um 600 fiugtök og lendingar á dag. Fjármagnið, sem þessi mikli ferðafjöldi ber með sér, birtist síðan í nýjum bílum, lúxusorlofsferöum, dýrum heimilum og öðrum lífsgæðum þeirra 670 þúsunda sem á eyjunum búa fastri búsetu. Samkvæmt opinberum skýrslum eru meðaltekjur á f jölskyldu þama á eyjunum þær hæstu á Spáni. Meðal- árstekjur einstakiins eru um 120 þúsund krónur (eða 600 þúsund pes- etar). Enda er risin upp ný kynslóð auömanna á eyjunum sem notið hafa góðs af uppgangi ferðaiðnaðarins. Þessi hagsæld ásamt með eðli þeirra sem eyjar byggja gerir íbúana íhaldssama. — „Við erum allir kapítalistar héma,” sagði leigu- bílstjóri einn við Brian Mooney, fréttamann Reuters, sem þama var á dögunum. Heimastjórnin Spáni er skipt í 17 sjálfsstjómar- héruð, og sveitarstjórn Balear- eyja er hagað í samræmi við Galisíu. Þaö er hiö hægrisinna alþýðubanda- lag, sem fer þar með völd. (Daglega skammstafaö AP). AP á 21 fulltrúa af 54 á héraösþingi en stjómar í sam- starfi við Majorkabandalagið, sem snúna fjallvegi í Grikklandi. Hann segir að litlu breyti hve lengi menn beri gleraugun, að þeim sýnist heimurinn vera sífellt á hvolfi, en þeim beri hins vegar að venjast því og bregðast rétt við því. Brjáiæðiskennt 1 fyrsta sinn sem slík prismagler- augu eru sett upp fær maðurinn á til- finninguna að hann sé aö brjálast. Fyrsta tilhugsunin er að setjast á jörðina til þess aö detta ekki, nema jörðin sýnist nú vera þar sem himinninn var áöur. Þegar hann þumlungar sig áfram, sýnist honum fætur hans koma í áttina að honum sjálfum. Höfuöið finnst honum komiö niður fyrir mitti, eins og hann sé að fara i kollhnís. Halli hann lítið eitt undir flatt, verkar það eins og að sitja í smáflugvél sem tekur snögga dýfu til hliðar. Um þessar tilraunir sínar skrifaöi prófessorinn bók („Livúig in a World Transformed”), sem vakti athygli flughersins á honum, sem fékk prófessorinn til aö starfa að frekari tilraunum á þessu sviöi. Mikiar rannsóknir vegna geimferðanna Vegna geimferðanna hafa miklar rannsóknir og tilraunir verið gerðar til þess aö ráöa bót á geimveiki geim- faranna. Fjórir af hverjum tíu eru sagðir fá hana. Það þykir dýrt spaug að þurfa aö nota fyrstu þrjá dagana í sex daga geimferö til þess að venjast geimveikinni. Sovéskir geimfarar hafa eins og bandarískir starfsbræður fundið fýrir þessu sama og raunar er það Sovétmaður sem á heimsmetið í lengstri geimveiki, því að hann stríddi við hana í tvær vikur. Reynd hafa veriö alls kyns lyf, fjörefni og hvaöeina en efnafræðin hefur ekki getað leyst málið. Dáleiösla og jóga hafa einnig dugað skammt. Þjálfun geimfara í ýmiss konar tækjum eða í fallhlífarstökki með kollsteypum og snarsnúningum svo aö þeim hefur sortnaö fyrir augum hefur verið fastur liður í undirbúningi fyrir geimferð og kann að hafa hjálpaö eitthvað. Dolezal prófessor vonast til þess að prismagleraugu hans hjálpi þeim í þeirri þjálfun. er miöflokkur í frjálslyndari kant- inum. Majorkabandalagið hefur 6 fulltrúa. Sósíalistar, sem eru í beinum tengslum við móðurflokkinn í Madrid, eru með 21 fulltrúa. Kommúnistar, sem hafa núll kjör- fylgi, eiga engan. Umhverfisvernd í brenni- depli Pólitíkin á þessum eyjum snýst að mestu um tvennt. Umhverfisvernd og aukna sjálfsstjóm. öll gróskan í ferðaiðnaðinum hefur kallað á miklar byggingarframkvæmdir, bæði til aukningar gistirýmis og hús- næðis fyrir heimamenn. Mörgum þykir sem ekki hafi verið nógu vel staðið að byggingarskipulagi og sjá hættu á aö hverfa í steinsteypufrum- skógi. Þetta á einkum við um Majorka en síður Menorka, sem ávallt hefur spomað gegn freistingum fjöldaferðaiönaðar. Annar iðnaður blómstrar á Menorka og umhverfisvernd hefur tekist betur. Ailir stjómmálaflokkamir eru á einu máli um að þörf sé á því aö taka skipulagsmálin föstum tökum og setja skorður við þróuninni. Ágreiningurinn stendur um það, hversu langt skuli gengið í tak- mörkunum, eins og gleggst hefur komiö í ljós i deilunni um siðustu óviikjuöu baðströndina, Els Strenc, þegar uppi vom áætlanir um að reisa þar hótelsamsteypur. AP studdi þá áætlun með vissum skilyrðum, á meðan Majorkabandalagiö og sósíal- istar höfnuðu henni. Els Strenc er á suöurhluta Majorka, og hefur orðiö eins konar tákn fyrir hugsjón um- hverfisverndarsinna sem vilja um leiö vemda og viðhalda dýra- stofnum, þjóðlegum siðum og kjöt- kveðjuhátíðum. Hins vegar hafa lítil eða engin mál- spjöil orðið á mállýsku eyjaskeggja, sem er afbrigði af katalónsku. Vilja aukna sjálfsstjórn Engin aðskilnaðarhreyfing er meðal eyjáskeggja, eins og hjá Böskum, en misjöfn afstaöa flokk- anna til sjálfsstjórnarmálsins. Einn flokkur var stofnaður gagngert til að vinna að kröfunni um aukna heima- stjóm. Það er sósíalistaflokkur Majorka, sem ásamt systurflokki sínum á Menorka hefur fjóra fulltrúa á umdæmisþinginu. Hann treystir sér ekki til þess að eiga samleið með móðurflokknum í Madrid, því að þar séu menn miðstýringarsinnaðir. Fáir meðal eyjaskeggja ala á draumum um fullkomið sjálfstæði, en þeim svíður hitt að Balear- eyjar njóta mrnni sjálfsstjómar en hin sjálfsstjórnarumdæmi Spánar. Þeir vilja fá aö ráða meiru um skatt- álagningu og ráðstöfun skatttekna eyjanna og eins um landkynningu út á við. Eins og stendur verða þeir að láta sér lynda það sem Madridstjóm- inni og þinginu þóknast aö gauka aö þeim í fjárveitingum. Skortur á mat og vatni I allri hagsældinni er þó skortur á tvennum nauðsynjum á eyjunum. Eyjaskeggjar eru ekki sjálfum sér nógir í matvælaframleiðslu og vatns- skortur hefur sorfið að þeim. Land- búnaöarframleiðslan hefur dregist saman seinni árin þegar fólk hefur laöast að tekjuhærri störfum í ferða- iðnaðinum. I æ meiri mæli verður að flytja inn matvöru frá meginlandinu. Erfiöara var aö leysa vatns- skortinn. Eftir fjögurra ára þurrka var vatnsborð í brunnum komið lægra en elstu menn gátu munaö eftir, aö hefði nokkru sinni áður skeð. Sjór komst í uppsprettur, eins og ferðamenn gátu fundið þegar þeir burstuðu tennur úr söltu krana- vatni (sem þó var sagt fullkomlega heilnæmt). Þetta árið hafa veriö stöðugar rigningar í mars, til hrellingar fyrir ferðafólk en óbland- innar ánægju fyrir heimamenn. Umsjón: Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.