Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Page 40
FRETTA SKOT/Ð
1.0
Fywir hvwrt fréttaxkot. st
3-QOO króntar fyrir i
um fritt -
Ka er notað i DV.
fréttmskariö íhverri riku.
68-78-58
SIMINN SEM
ALDREI SEFUfí
Varmi
Bilasprautun hf.
Auóbrekku 14 Kópavogi
Sími 44250
i
r
ÞRIÐJUDAGUR 17. APRIL1964.
afboðuð
Verkföll mjólkurfræðinga og skip-
stjóra á farskipum sem hófust aðfara-
nótt mánudags voru afboðuð í gær eftir
að samningar höfðu verið undirritaðir.
Sáttafundir beggja aðila höfðu þá
staðið i rúman sólarhring. Vínnsla
mjólkur hófst því aftur í nótt og jafn-
framt hefja þau skip, sem stöövast
höfðu, aftur siglingar í dag.
Mjólkurfræöingar náðu framí sínum
samningi ýmsum ákvæöum er snerta
vinnuréttindi þeirra en að öðru leyti
var samningurinn samhijóða sam-
komulagi ASI og VSI. Skipstjórar
sömdu hins vegar um 7% kauphækkun
frá 1. april en áfangahækkanir veröa
þær sömu og í samkomulagi ASI og
VSI.
-ÓEF.
„Nú þurfa
mennað
Jf
LUKKUDAGAR
17. april
37746
BARNASUNDLAUGFRÁ
I.H. HF. AÐ VERÐMÆTI
KR. 500.-
Vinningshafar hringi i síma 2UQ68
LOKI
Lýsi og veHingur, páska-
maturinn / ár.
Brennuvargsins enn leitað
„Við athuguðum brunavarnir i
Glæsibæ fyrir ári. Kom þar margt
athugavert í ljós. Var eigendum
verslananna gert viövart þar um en
þvi mun ekkert hafa verið sinnt,”
sagði Guðmundur Gunnarsson,
deildarverkfræðingur Brunamála-
stofnunar, i samtali við DV í morg-
un. Einsog sagt var frá hér í blaðinu
í gær varð milljónatjón þegar kveikt
var í Glæsibæ aöfaranótt mánudags.
„Þaö kom í ljós að ef eldur kæmi
upp, til dæmis í kjallara, væri ekki
mögulegt aö varna þvi að hann bær-
ist um allt á svipstundu. Það sem
bjargaöi i þessu tilfelli var hversu
fljótt þaö uppgötvaðist að eldur væri
laus í húsinu.
Þá kom einnig í ljós að þegar húsið
var byggt á sínum tíma var það skii-
yrði fyrir byggingarleyfinu aðsjálf-
virkt slökkvikerfi væri þar. Slíkt var
á teikningunni af húsinu. En slökkvi-
kerfið hefur aldrei verið sett upp.
Slíkt kerfi hefði i þessu tilfelli ráðið
niðurlögum eldsins á svipstundu,”
sagði Guðmundur Gunnarsson.
Hjá RLR fengust þær upplýsingar í
morgun að mennimir tveir, sem sagt
var f rá hér í blaðinu í gær og grunað-
ir voru um íkveikjuna, heföu verið
yfirheyrðir í allan gærdag en sleppt
um kvöldmatarleytið. Þá höfðu log-
reglunni borist upplýsingar um fleiri
mannaferðir við húsiö, en milli
klukkan 24 og 24.30, aðfaranótt
mánudags, sást maður þar á vappi,
einmitt fyrir utan þann stað sem
eldurinn kom upp. Ekki liggja fyrir
nógu haldgóðar lýsingar á honum.
Hans er nú Ieitað og biður lögreglan
alla þá sem veitt geta einhverjar
upplýsingar um hann að láta sig vita.
-KÞ
- segir forsætisráðherra
um hugsanlegt
veggjald á ökutækin
Fjárlagagatið var ekki á dagskrá
ríkisstjórnarfundar í morgun. Um það
er nú einungis fjallað á fundum fjár-
málaráðherra og forsætisráðherra og
siðan nánustu samstarfsmanna þeirra
hvorsfyrirsig.
Af samtali við Steingrím Hermanns-
son forsætisráðherra í morgun má
marka að í rauninni standi þær megin-
línur aö sparnaður og tilfærslur dugi
upp í hálft fjárlagagatið, síðan komi til
ný gjöld eða nýir skattar upp á ailt að
400—500 milljónir en gatinu verði síðan
lokað með framlengingu Iána eða
nýjumlánum.
„Það gæti verið að ég hafi verið
sannspár þegar ég talaði um 600 millj-
ónir sem hugsanleg lán i þessu sam-
bandi,” sagði forsætisráðherra í
morgun. Hvað um söluskattinn og veg-
gjaldið? „Hvort tveggja er enn imynd-
inni. Við framsóknarmenn höfum
verið þeirrar skoðunar að skipta ætti á
lækkun tolla af ökutækjum og svo
greiðslum vegna notkunar þeirra. Það
er tvívegis búið að lækka tollana og
menn hafa því bara boröað sælgætið.
Nú þurf a menn að taka lýsið.”
-HERB.
Laust fyrir k/. 21 i gærkveldi átti sér stað nokkuð harður árekstur á
Breiðholtsbraut við Stöng. Tveir bilar rákust á og var farþegi annarrar bif-
reiðarinnar og einn ökumaður fluttir á Slysadeildina. ökumaðurinn var
ómeiddur og fékk að fara heim eftir rannsókn en farþeginn hlaut höfuð-
högg sem ekki er talið alvar/egt. Liðan hans er eftir atvikum.
Á svipuðum tima og svipuðum slóðum var ekið á gangandi vegfaranda.
Ekki munhafa verið um alvarlegt slys að ræða.
-APH/D V-mynd S.
ertendir uppboðshaldarar hafa áhuga
Ein elsta bifreið á landinu, Dixie-
Flyers, árgerð 1919, er nú til sölu
norður á Akureyri. Bifreiðin kom til
landsins árið 1923, er i ökufæru
ástandi enda aðeins verið í eigu
þriggja einstaklinga. Jón G. Sólnes,
sem hefur milligöngu um söluna
fyrir eigandann, Oskar Osberg,
sagði í samtali viö DV að hann hefði
þreifað fyrir sér erlendis varðandi
verð á svona gripum og þá hefði
hann oröið var viö verulegan áhuga
hjá Christiesuppboðsfyrirtækinu i
London á þvi að fá bilinn út og selja
hæstbjóðanda.
„Það er bara svo dýrt að flytja bíl-
inn út og svo rennur maður alveg
blint í sjóinn með verðið á slikum
uppboðum,” sagði Jón. „Svo væri
líka skemmtilegra að halda þessum
dýrgrip innanlands. ’ ’
Margir kannast við Dixieí'Iyers
bílinn úr kvikmyndinni Land og
synir og einnig var hann notaður til
að aka Kristjáni Eldjárn, fyrrum
forseta, er hann heimsótti Akureyri
Dbtm-Ffyers, árgerð 1919, á futtri ferð á Akureyri. Myndin er tekin er
Krist/án Eldjám, fyrrum forseti, heimsótti Akureyri 1980 í tiiefni af 100
ára afmæli MA.
árið 1980 i tilefni af 100 ára afmæli
Menntaskólans.
Erfitt er að segja til um gangverð
á G5 ára gömlum Dixie-Flyers en bill-
inn mun vera falur fyrir 700 þúsund
krónur. -EIR.