Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Page 14
14
DV. FIMMTUDAGUR17. MAl 1984.
Frá Kennara-
báskóla tslands
Framhaldsdeild í sérkennslufræöum er fyrirhug-
uö skólaáriö 1984—’85 fyrir kennara meö B.Ed.-
próf eða almennt kennarapróf. Krafist er a.m.k.
tveggja ára starfsreynslu viö kennslu. Námið er
fyrsti áfangi í sérkennaranámi fyrir kennara sem
kenna börnum og unglingum meö sérþarfir við
grunnskóla og sérskóla og samsvarar fyrstu deild
í Statens Spesial Lærerhögskole í Oslo. Um-
sóknarfrestur er til 31. maí. Umsóknum fylgi afrit
af prófskírteini, staðfesting á kennslureynslu og
passamynd.
REKTOR.
S RANGE i
i ROVER I
| EIGENDUR |
Original grindur fyrir Ijós, einnig studara-
grindur (bull bar), fyrri pantanir óskast
| staðfestar.
■ ÞYRILLsf. ■
■ Hverfisgötu 84, sími 29080. ■
•po^
21. maí — 7. júní
3ja vikna námskeið þrisvar sinnum í viku,
mánudaga, miövikudaga og fimmtudaga.
Flokkaröðun sem hér segir:
Kl. 4.00 byrjendur 7—11 ára, 60 mín.
Kl. 5.00 byrjendurl2—15ára,60mín.
Kl. 6.00 framhaldsfl.1,70 mín.
Kl. 7.10 byrjendur frá í vetur 16 ára og eldri,
70mín.
Kl. 9.20 framhaldsfl. II, (lengra komin), 90
mín.
Sérflokkar ath.:
Sérflokkar fyrir stráka þriöjudaga og föstu-
daga. Kennari: Guöbergur Garöarsson.
Fólk á biðlistum, ítrekið pantanir.
Námskeiösgjald kr. 900,-
Innritun í síma 40947.
Seinna sumamámskeið fyrir frí 12. júní—29.
júní. Lokaðíjúlí.
13. ágúst — 30. ágúst.
Jja vikna námskeiö þrisvar sinnum í viku.
31. ágúst — 6. september.
Harösperruvika (framhaldsfl.)
10. sept. Skólastarf hefst.
Erum viö rík
eða fátæk?
Þaö helzt venjulega í hendur, að
mitt í ramakveinum þeim, sem rekin
eru upp hér á landi meö vissu milli-
bili til aö kvarta undan bágborinni
afkomu heimilanna og álögum hins
opinbera, þá berast hingað frá
alþjóðlegum stofnunum upplýsingar
um ríkidæmi okkar Islendinga og
góða stöðu. Allt miðað við ákveönar
forsendur — að sjálfsögöu.
Þannig höfum við nú rétt nýlega
móttekið þann boðskap, aö við
Islendingar séum í fjórða sæti rík-
ustu þjóða heims — miðað viö
þjóöarframleiöslu.
Og hvorum eigum við að trúa?
OECD-stofnuninni, þar sem færustu
hagfræöingar leggja nótt viö dag til
þess að miðla upplýsingum til stjórn-
valda margra V-Evrópurikja — eða
fáeinum og háværum verkalýðs-
rekendum hér á landi, þeim er taka
undir söng stjómarandstöðu um, aö
nú sé timi til kominn aö færa verð-
bólgu til fyrri vegs og virðingar?
Kreppa er
öfugmœli
Þeir sem nú ráðast til atlögu til að
telja þjóðarheildinni trú um, að hér
sé aö skella á kreppa og atvinnuleysi
hafa ekki erindi sem erfiði.
Þegar búið er að ná verðbólgu
niður úr um 130 prósentum í um 15—
20 prósent og sem núverandi ríkis-
stjóm einni hefur tekist, er fáránlegt
að ýja aö því, að önnur ríkisstjóm
taki til hendinni viö einhver önnur
ótilgreind verkefni.
Vildi ekki almenningur fá verð-
bólguna niður? Var hún ekki höfuð-
meinsemdin? Héldu kannski
einhver jir, aö hana mætti færa niður,
án nokkurra fóma?
Og auðvitað hafa allir þurft að
leggja hart að sér. En það er svo sem
ekki annað en alltaf hefur þurft í
þessu landi. Við höfum aldrei verið
annað en fámenn þjóö í víðfeðmu
landi með alltof dreifðri byggð.
En þrátt fyrir ráðstafanir, sem
nauösynlegar vom til að ná niður
verðbólgu, hefur annað komið á móti
sem gerir það að verkum, aö fólk
getur meö góöu móti aðlagaö sig
þeim aðstæðum, sem skapast þegar
veröbólga er keyrð niður á mettíma,
eins og hér er raunin.
Aldrei fyrr hefur vömverð, svo
GEIR ANDERSEN
AUGLÝSINGASTJÓRI
dæmi sé tekið, siglt hraðbyri niður á
við fyrir tilstilli frjálsrar álagningar
og aukinnar samkeppni í verslun.
Verðmæti sjávarafla er áætlað á
þessu ári meira en það var á því
síöasta og vömvöndun á þessum
afuröumerfariðaötaka alvarlega.
Einkaneysla landsmanna, þ.m.t.
ferðalög, er í sama horfi og fyrmm,
þegar best áraöi, og auglýsingar
eftir fólki í atvinnulífið skipta
hundruðum um hverja helgi, auk
þeirra sem birtast daglega í
smáauglýsingadálki þessa blaös.
Titbúnar deitur
Á Alþingi er deilt fram og aftur, en
mest um þau atriði, sem engu máli
skipta fyrir hinn almenna borgara og
myndu í engu breyta högum hans til
batnaöar.
Deilur um afurðir Mjólkursamsöl-
unnar í Reyk javík ná t.d. ekki eyrum
borgaranna. Starfsemi Mjólkursam-
sölunnar og þjónusta hennar við
neytendur er einmitt dæmi um
snurðulaus samskipti framleiðenda
og viðskiptavina.
Stjórnmálamenn eiga nógu erfitt
með að fóta sig á hálu svelli siðgæðis-
ins, þótt þeir leggi ekki til atlögu við
eitt þeirra fáu fyrirtækja, sem hafa
fylgst með þróun í nýjungum og
vöruvöndun eins og MS hefur
sannarlega gert. — Það á einnig við
um Osta- og smjörsöluna, þótt það
fyrirtæki sé ekki til umræðu á
Alþingi.
Og þau eru fleiri málin, sem reynt
er aö gera aö deiluefni. — Þannig má
fullvíst telja, aö frumvörpin um
aukið frelsi í útvarps- og sjónvarps-
málum og þjóðaratkvæðagreiðsla
um áfengt öl séu bæði þess eðlis, að
allur þorri landsmanna sé þeim
fylgjandi.
En á Alþingi eru um þau deilur,
sem virðast vera tilbúnar þar innan
dyra eingöngu. Ef þessum f rumvörp-
um verður ekki hleypt til afgreiðslu
nú, sannar þaö einungis, að þau eiga
það mikið fylgi, að heppilegt þyki að
svæfa þau — ekki bara núna, heldur
til frambúðar. Enda er næsta öruggt,
aösvoverður.
Þá mun, aö hausti, veröa tekin upp
sú barátta, sem látin hefur veriö
liggja niðri um sinn, en það er
áskorun til stjórnvalda um samninga
við vamarliöiö á Keflavíkurflugvelli
um afnot af sjónvarpi þeirra. —
Þúsundir nafna á áskriftarlistum,
vitt og breitt um landiö era tilbúin til
afhendingar á Alþingi, er þing
kemur saman næsta haust. Þar mun
veröa vandi að gera upp á milli at-
kvæðavægis í k jördæmum.
Ekki alltaf spurt
um fjármuni
Það kemur vel á vonda, þegar
fréttir berast um, að við Islendingar
séum fjórða ríkasta þjóð heims, að
ekki stoöar kreppuspá verkalýðsrek-
enda.
En það er heldur ekki alltaf spurt
um f jármuni eöa beinharða peninga í
velgengni þjóöa, aö ekki sé nú
minnst á vellíöan.
Við Islendingar gætum látið okkur
líða mun betur og byggjum við mun
/minni streitu, sem hér virðist í há-
marki miðað við aörar þjóðir, ef
stjórnvöld á hverjum tíma hefðu
snúist við áskoran landsmanna og
einstakra framsýnna athafnamanna
af meiri skilningi en raunin varð.
Það má nefna ótal dæmi um það.
Eitt er virkjun jarðhita til heilsu-
linda, en forstjóri Elli- og hjúkrunar-
heimilisins Grundar hefur löngum
verið þekktur fyrir baráttu sína á því
sviði. Stuðningur stjórnmálamanna
hefur reynst léttvægur í þeim
málum.
I nágrannalöndum, einkum í Mið-
Evrópu, er þessi starfsemi orðin
umtalsverður atvinnuvegur og g jald-
eyrisskapandi.
Vegalagning í stað togarakaupa.
Samvinna við Bandaríkjamenn um
afnot gervihnatta til sjónvarpsmót-
töku, m.a. frá Keflavíkursjónvarp-
inu. Samvinna um fullnaðarrann-
sóknir á setlögum til oliuvinnslu. —
Allt eru þetta þættir, sem nú mun
senn of seint að ræða. Svo hratt líður
tíminn, að önnur tækni ryður sér til
rúms í þessum greinum.
En allt hefði þetta stutt að meiri
velliðan í þjóðarsál landsmanna, því
afslöppun og afþrey ing eru líka sam-
tvinnaöir velsæld og velgengni
þjóðar.
En nú ber hæst hjá stjórnmála-
mönnum, meira að segja þeim, sem
era í ríkisstjórn, spuminguna, hvort
leita eigi samstarfs við stjómarand-
stöðuna!
Hvað sem líður bollaleggingumi
einstakra þingmanna I núverandi
rikisstjórn, sem gæti allt eins haft
viðurnefnið Stjómleiðir, svo mjög
sem sumir leggja kapp á að komast,
úr stjóm — og í aftur með AA-
flokkunum, má telja öruggt, að engri
annarri ríkisstjóm mun takast að
lagfæra það ófremdarástand
undangenginna áratuga betur en
þessari.
Viö höfum nú fengið staðfestingu á
þvf, að við erum þó fjórða ríkasta
þjóöin, á pappírum frá OECD a.ih.k.
— Og sjaldan höfum við flotinu
neitað.