Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Side 9
DVí1MIÐVIKUDjaLQUR'23íMAlI'I9MCT 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Fylkiskosningar á Indlandi: Tengdadóttir Indiru kampakát eftir sigur Kongressflokkur Indiru Gandhi forsætisráöherra náöi misgóðum árangri í kosningum til fylkisþings á Indlandi í gær en kosið var um 24 sæti. Maneka Gandhi, tengdadóttir for-. sætisráöherrans en pólitískur and- stæöingur hennar, var ánægö meö eina sigur stjórnarandstöðuflokks hennar á Noröur-Indlandi og sagöi aö sigurinn sýndi að forsætisráðherr- ann ætti nú í vök að ver jast. Samkvæmt frétt indversku frétta- stofunnar PTI hafði Kongress- flokkurinn fariö meö sigur af hólmi í sjö af 19 kjördæmum þar sem úrslit úr aukakosningunum lágu fyrir. Maneka Gandhi, hin 28 ára gamla tengdadóttir Indiru, varð kampakát eftir aö ljóst var aö hinn nýstofnaði flokkur hennar haföi unniö sigur í Uttar Pradesh fylki. „Sigur okkar gefur ótvírætt til kynna hvert straumurinn liggur fyrir næstu þing- kosningar,” sagöi hún í samtali viö Reuters-fréttastofuna. Maneka, sem er ekkja eftir Sanjay, yngri son Indiru, stofnaöi stjórnmálaflokk til höfuös tengda- móöur sinni tveimur árum eftir aö Sanjay eiginmaður hennar lést áriö 1980. Hún hefur í hyggju aö bjóöa sig fram gegn Rajiv eldri syni Indiru í fylkisþinginu í Uttar Pradesh. Indversk blöö telja aö fylkis- kosningarnar nú séu þýðingarmikill mælikvaröi á vinsældir forsætis- ráðherrans en þingkosningar veröa haldnar í janúar á næsta ári þegar kjörtímabil Indiru Gandhi rennur út. Maneka Gandhi reis upp gegn tengdamóður sinni. PierreTrudeau: VIII með- aumkuní Moskvu Pierre Trudeau forsætisráöherra Kanada hvatti í gær Sovétríkin til aö „íhuga meöaumkvun” í meðhöndlun þegna sinna og sagði aö ráöamenn í Ottawa heföu látið í ljósi áhyggjur sínar vegna örlaga sovéska andófs- mannsins Andrei Sakharov og Yelenu Bonner, konu hans. Trudeau sagöi í þinginu í gær aö Kanadastjóm heföi j síöustu viku sett sig í samband viö sovéska sendiráðið í Ottawa vegna máls Sakharovs sem hefur veriö í hungurverkf alli aö undan- fömu til aö leggja áherslu á kröfu sína um aö kona hans fái að leita sér læknis- hjálpar erlendis. Tmdeau sagöi aö ríkisstjórn Kanada heföi margsinnis bent Sovét- ríkjunum á aö þeir alþjóöasáttmálar sem þau hafa undirritað, þar á meöal Helsinkisáttmálinn, ættu aö leiða til þess að þau bæru meiri viröingu fyrir „mannlegufrelsi.” Cannes: • HUSTON LIK- LEGUR TIL VERÐLAUNA Hinn gamalreyndi kvikmyndastjóri John Huston er talinn líklegastur til þess aö hljóta „gullna pálmann”, aðal- viöurkenningu kvikmyndahátíðarinn- aríCannes. Þótti flestum mikiö til um mynd hans „undir eldf jallinu” (byggö á sögu Malcolm Lowry) þegar hún var sýnd á föstudaginn á hátíðinni. — Huston hef- ur aldrei hlotiö verðlaun á Cannes-há- tíöinni. Helsti keppinautur hans þykir vera þýski leikstjórinn, Wim Wenders, en mynd hans „París, Texas” (tekin í Mojave-eyöimörkinni) hlaut einnig mjög góöar undirtektir. Leikarinn Albert Finney, sem fer meö hlutverk fordrukkins konsúls í mynd Hustons, þykir líklegastur til aö veröa viöurkenndur besti karlleikar- inn. — Jane Birkin hins vegar besta leikkonan en hún leikur í franskri kvik- mynd, „La Pirate” (Sjóræningjakon- an). A þá mynd var annars mikið púaö þegar hún var sýnd á hátíöinni. Ind- versk leikkona, Swatilenka Chatterjee, þykir einnig koma sterklega til álita. Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson og Guðmundur Pétursson Breska kola- verkfallið fær stuðning Leiötogar 33 námumannafélaga víöa um heim samþykktu í gær aö hindra kolasendingar til Bretlands og sýna meö því stuðning viö verkfall breskra kolanámumanna en það hefur staöiö í tíu vikur. Á ráöstefnu sem haldin var í Luxemburg í gær á vegum alþjóöa- samtaka námumannafélaga var tekin þessi afstaöa. Þessi samtök geta látiö til sín taka í Vestur-Evrópu, Banda- ríkjunum, Suöur-Ameríku, S-Afríku og Asíu, en ekki austantjalds. — I verk- fallinu hr fa tvöfaldast kolakaup Breta frá Póllandi. Breska námumannasambandiö sagöi sig úr alþjóöasamtökunum í fyrra til þess aö taka upp nánara sam- starf viö námumannafélög austan- tjalds. Leiötogar breskra kolanámumanna hitta í dag til viöræöna fulltrúa ríkis- fyrirtækisins sem rekur kolanámur landsins og er þaö fyrsti viðræðufundur þeirra í rúmar tíu vikur. — Hvorugur aðilinn hefur viljað hnika upphaflegum kröfum sínum allan tímann sem verkfalliö hefur staöið. Þrjár af hverjum fjórum kolanám- ■ um landsins eru óstarfhæfar vegna verkfallsins. Deilan hefur verið feikilega hörö og innan samtaka kola- námumanna er klofningur um verk- fallið. Sums staöar hefur komiö til handalögmála þar sem verkfallsveröir hafa viljað stööva vinnu í héruöum þar sem ekki haföi verið samþykkt verkfall. Einn námumaöur hefur látiö lífið í þessum ryskingum og hundi'uö hafa særst. Lögreglan hefur alls hand- tekið 22G0 manns i þessum erjum. Everest Gert að höfuðmeiðslum bresks kolanámumanns eftir ryskingar í verkfallinu sem nú hefur staðið i tíu vikur. Aðilar hafa ekki ræðst við allan þann tíma. P Framkvæmdastjóri bandarísku ólympíunefndarinnar: Olympíuleikar á sömu stöðum eftirleiðis Embættismaöur bandarísku ólympíunefndarinnar setti í gær fram hugmynd um að ákveðnar yröu fimm borgir þar sem ólympíuleikamir færu Tvær breskar konur ganga þessa mánuöina meö bami fyrir óbyrjur í Bandaríkjunum en sérstök miölun, bandarísk, sem kemur slíku í kring, hefur fært út kvíarnar til Evrópu. I viötali í breska sjónvarpinu sagöi forstööumaöur miölunarinnar aö úti- búiö í Bretlandi hefði á skrá hjá sér fjölda foreldra sem byðust til þess aö gerast staögenglar í barneignum. — Segir hann aö viöbrögöin viö auglýsingum hafi veriömikil. Notaö er sæði úr eiginmanni fram á tuttugu ára fresti. Don Miller, sem er framkvæmda- stjóri bandarísku ólympíunefndarinn- ar, sagöi aö velja þyrfti eina borg í óbyrjunnar. Bamlausu hjónin veröa aö greiöa 13 þúsund sterlingspund fyrir meögöng- unaog fæöingu erfingjans. Helminginn til barnsmóðurinnar, helminginn til miölunarinnar og síöan allan læknis- kostnaö. — Þaö er skilyröi aö sú sem þungann á aö fá hafi átt aö minnsta kosti eitt bam áöur vandræöalaust. Breska stjómin hefur nú skipaö sér- staka nefnd, sem kanna skal lögmæti þessara barneigna og starfsemi slíkrar miðlunar. hverri heimsálfu sem tæki aö sér að halda ólympíuleikana á tuttugu ára fresti. Hann sagöi að í Norður-Ameríku gæti valið staöið á milli Montreal, Los Angeles eða Mexíkóborgar og í Evrópu gæti Miinchen oröið fyrir valinu. Aöspuröui- um hvort hann teldi lík- legt aö þessi hugmynd ætti möguleika á aö ná fram aö ganga svaraði Miller: „Eg er ekki viss um þaö en fyrsta skrefið er aö vekja skilning á því aö breytingaerþörf.” Miller sagöi aö stjómmálaleg inn- grip í leikana heföu nú teflt framtíö þeirra í hættu og því yröi aö leita nýrra leiða um framkvæmd þeirra. Hann sagöi aö hugmyndin um aö láta leikana í framtíöinni ætíð fara fram á hinum foma aðsetursstað þeirra þ.e. Grikk- landi, hugmynd sem Reagan Bandaríkjaforseti hefur lýst stuðningi viö, heföi verið tekin til umfjöllunar af alþjóðlegu ólympíunefndinni áriö 1980 og verið hafnað. Harui kvaöst telja aö sú hugmynd yrði sett fram á nýjan leik en taldi ekki liklegt aö hún næöi fram aðganga. orðiðá ösku- haugana Fjallagarpar úr lögreglusveitum Nepals era lagöir af staö upp eftir hlíöum Everest, hæsta fjalls heims, til þess aö hreinsa burt msl. Er ætlunin aö þeir kenni um leið þorpsbúum, sem búa í námunda viö aöalleiöina upp á fjallið, hvernig eyða megi úrgangs- efnum, eins og bréfum, niöur- sööudósum, flöskum og plasti, sem f jallgöngufólk skilur eftir sig. I fyrra fóru um 3000 útlendingar og buröarmenn þeirra 150 km langa leiö frá Kirantchap til fyrstu stöövar neðst í Everest og þykir ekki sjón aö sjá hvemig þeir hafa gengiö um og skilið eftir sig rusl. Er þetta mjög vinsæl ferðaslóðvegna útsýnisins. Tólf fjallgöngumenn úr lögregluliöi Nepal ætla aö halda hærra upp eftir slóð f jallaklif rara og alla leið upp í 8000 metra hæö til þess að fjarlægja rusl. Bækistöðin sem fjallgönguhópar nota oftast þar uppi, er stundum kölluð hæstu öskuhaugar í heimi því aö þar úir og grúir af tómum súrefnisgeym- um, tjaldgrindum og niöursuðudósum. Staðgenglar i bameignum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.