Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Page 11
DV: MIÐVTKUDAGUR 23/MAI1984. 11 Pálmi Lorensson ásamt kokkum á Skansinum við sjávarréttaborðid. DV-mynd E.J. Rómantískar kvöld- ferðir til Eyja Pálmi Lorensson, veitingamaöur Vestmannaeyjum, mun í sumar standa fyrir nýstárlegum ferðum til Vestmannaeyja ásamt Páli Helgasyni og Leiguflugi Sverris Þóroddssonar. Um er aö ræöa kvöldferðir meö skemmtilegri dagskrá. Fariö veröur frá Reykjavík klukkan 18 og tekur flugiö um 30 mínútur. Farið veröur með Páli Helgasyni, ferðakóngi í Vest- mannaeyjum, í skoðunarferö um eyj- una og mun kímnigáfa hans eflaust njóta sín þar. Einnig veröur hægt aö fara í bátsferðir og ef menn vilja, renna fyrir þorsk eöa ýsu. Aö lokum veröur fariö í veitingahúsiö Skansinn og snædd þar dýrleg máltíö sjávar- rétta, en allur fiskur sem notaður er í matinn veiðist í kringum Heimaey. Einnig verður stiginn dans ef menn óska. Aætlað er aö komiö veröi aftur til Reykjavíkur um eitt um nóttina. Auk þessara stuttu kvöldferöa verö- ur hægt aö taka á móti fólki til lengri dvalar, en Pálmi rekur einmitt eina hóteliö í Vestmannaeyjum, Hótel Gest- gjafann, sem er meö pláss fyrir um þrjátíu manns og býður upp á öll helstu þægindi auk síma, sjónvarps og videos. Einnig getur fólk gist í tveimur gistiheimilum sem eru í Vestmanna- eyjum. Aö sögn Páls Helgasonar ferða- kóngs koma tæplega fimmtíu þúsund manns til Vestmannaeyja á sumri en hæglega er hægt aö taka á móti fleiri ferðamönnum. Náttúrulífiö þar er sér- stætt og fagurt og miklar andstæður. -EJ. FACE OF THE 80'S úrslitakvöldið með pomp og prakt. — Glæsilegar litmyndir af stúlkunum sem komust i úrslit og gestunum á Hótel Sögu. Það er alltaf ein- hver við hiiðina á mér sem vísar veginn. Hreinskilið og hressilegt viðtal við hina landsþekktu Soffíu Pálma. ISLENSKA SKJALDARMERKIÐ — íslenska skjaldarmerkið hefur lengi verið vinsælt til útsaums, en mynstrið þvi miður ófáanlegt um langt skeið. Við bætum úr þvi i þessari VIKU. IMú drögum við út TOYOTA TERCEL — / þessari VIKU hefst lokaáfangi afmælisget- raunar VIKUNNAR og tilmikils erað vinna. VIKAN reynsluók Toyotu Tercel inokkra daga og frá þvi segjum við nánar. Námskeið f táknmáli fyrir almenning Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Elli- heimilisins Grundar, hefur veitt kirkju heyrnarlausra styrk til aö standa fyrir námskeiði í táknmáli fyrir almenning. Markmiðið meö þessu er aö koma á tengslum milli heyrandi og heymar- lausra. Hófst fyrsta námskeiöið í tákn- máli 8. maí síðastliðinn. Er kennt tvisvar í viku og stendur hvert nám- skeiöítværvikur. -KÞ STJÖRNULEITIIM — Allar stúlkurnar á einni opnu og at- kvæðaseðillinn fylgir. ÁSKRIFTARSÍMINN ER 27022 „EKKIMINNA EN MILUÓN” — segir fasteignasali um lóðaverðið í Stigahlíðinni ,,Eg held að ein til tvær milljónir sé ekki fjarri lagi fyrir lóð á þessum stað í bænum,” sagöi fasteignasali sem DV ræddi viö um lóðaverð í Stigahlíð í Reykjavík. Eins og kunnugt er ákvað borgar- ráö á fundi sínum aö auglýsa eftir tilboöum í 21 einbýlishúsalóö við Stigahiíö. Er hér um að ræða eignar- lóðir og verða gatnagerðargjöld innifalin í veröi þeirra. Verða lóöir þessar seldar hæstbjóöanda. „Þessar lóöir fara ekki fyrir minna en milljón,” sagöi annar fast- eignasali og fleiri tóku í sama streng. I þessum tölum eru gatnageröar- gjöld innifalin. En hvað kosta einbýlishús í Hliöun- um, til dæmis miðað viö sambærileg hús í Seljahverfi í Breiöholti? Fasteignasalarnir, sem blaðiö ræddi við, sögöu, aömeöalhús, fullfrágeng- iö, í Seljahverfi seldist á bilinu fjórar til sex milljónir. Sams konar hús í Hlíðunum væri aö minnsta kosti milljón krónum dýrara. „Lóðaverö fer eftir staösetningu,” sagöi einn fasteignasalanna. „I Mos- fellssveit, Arnamési og á Álftanesi er hægt aö fá lóðir fyrir um 600 þúsund og þá eru gatnagerðargjöld innifalin. Á Seltjamarnesi kosta lóö- ir um eina milljón og í Skerjafiröi háttítværmilljónir. -KÞ Ráðinn fram- kvæmdastjóri Borgarspítala Jóhannes Pálmason var á fundi borgarráös 15. þessa mánaðar ráöinn framkvæmdastjóri Borgarspítalans frá 1. júní næstkomandi. Jóhannes, sem er lögfræöingur aö mennt, hefur veriö aöstoöarframkvæmdastjóri spítalans frá 1978. Þar áöur var hann skrifstofustjóri. Jóhannes er fæddur 12. júlí 1944 á Akureyri. Eiginkona hans er Jó- hanna Amadóttir. Þau eiga þrjár dætur. -KMU. Jóhannes Pálmason, hinn nýi framk væmdastjóri Borgar spitalans. DV-mynd: GVA. A OLLUM BLAÐSOLUSTOÐUM A MORGUN flLMUPJÖNUSTA MEÐ LITMYNDIR Á TVEIMUR TÍMUM mnmnr LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF í NÝJA HÚSINU VIÐ LÆKJARTORG/Í HÚSI MÍNUTUiyiYNDA. i ■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■niimir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.