Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Page 34
DV. MIÐVIKUDAGUR 23. MAl 1984. Frá ráðstefnu Hagvangs. Frá vinstri: Jónas Kristjánsson, Gunnar Maack, Tómas Helgason, þorbjörn Broddason, Normann Webb, Óiafur Haraidsson og íræðustóli er Árni Gunnarsson. DV-mynd Loftur. ÞARF AD SETJfl LÖG UM SKODANAKANNANIR? Ráöstefna um skoöanakannanir var haldin á vegum Hagvangs hf. að Hótel Sögu 11. mai síðastliðinn. Fundarefnið nefndist: Gerð skoöanakannana á Is- landi. Er lagasetningar þörf? Ráðstefnuna sóttu um fimmtíu manns. Fundarmenn voru einkum aðilar sem fengist hafa við gerö skoöanakannana, svo sem vísinda- menn, námsmenn og blaðamenn. Ráð- stefnustjórinn, Haraldur Olafsson dósent, kvaðst hefði viljað sjá fleiri stjómmálamenn. Fjallað var um persónurétt, rann- sóknarfrelsi, tölvuvinnslu persónu- legra upplýsinga, reynslu af núgild- andi lögum, hugsanleg áhrif pólitískra kannana á niöurstöður kosninga, lög um skoðanakannanir erlendis og ,,Eg lít svo á að niðurstöður skoðana- kannana og kosningaspár, sem á þeim eru byggðar, verði að flokkast sem hver annar fróðleikur sem teljist eftir atvikum fréttnæmur eða ekki. Eg sé ekki nokkra réttlætingu fyrir því að banna mönnum að greina frá hug- myndum sínum um úrslit væntanlegra kosninga hvar og hvenær sem er,” sagði Þorbjöm Broddason dósent. „Allar hömlur af slíkum toga væru að minu mati í ætt við skoðanakúgun og sviptingu tjáningarfrelsis. Við þetta má svo bæta að tilraunir til að setja lög um þessi efni i öðrum löndum, er mér tjáð að hafi aðeins gert illt verra: Arangurinn hefur orðið pukur og undanbrögð.” Þorbjöm Broddason er líklega sá einstaklingur hérlendis sem hvað mest hefur fengist við skoðana-, viðhorfs- og atferliskannanir á undanförnum árum. „Við þessar kannanir hef ég ónáöað fólk í öllum landshlutum og þátttak- endaf jöldinn er liklega kominn á ann- antugþúsunda. I ljósi þessa hlýt ég að taka þá spurningu fundarboðenda hér, hvort þörf sé fyrir lagasetningu um skoðana- kannanir, næsta persónulega. Og fljótt á litið gæti svar mitt orðið neitandi: Eg þarf ekki á lögum að halda sem setja skorður við þessari athafnasemi minni. fleira. Framsögumenn vora: Normann Webb, framkvæmdastjóri Gallup International, Gunnar Maack rekstrarráögjafi, Jónas Kristjánsson ritstjóri, Þorbjöm Broddason dósent, Ami Gunnarsson varaþingmaöur og Tómas Helgason yfirlæknir. Einnig áttu aö flytja erindi Hjalti Zophanías- son, ritari tölvunefndar, og Olafur Ragnar Grímsson prófessor en þeir forfölluðust. Að erindum loknum fóru fram pall- borðsumræður. Þátttakendur voru Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, Jónas Kristjánsson ritstjóri, Holger Torp, vinnusálfræðingur hjá Hagvangi, Olafur Haröarson stjórnmálafræðing- En ég er vitaskuld ekki hlutlaus í þessu máli. Hugsanlega hefðu þessar þúsundir Islendinga, sem fært hafa mér á silfurfati samanlagt tuttugu til þrjátíu þúsund klukkustundir af ævi sinni, þurft á vemd löggjafans að halda gegn mér og mínum líkum. Ef ég set mig í spor þjóðarinnar hlýt ég að svara spumingu fundarboðenda hik- laust játandi: Það er kominn timi til að setja löggjöf til að vernda einkahagi manna gegn ötulum skoðanakönnuð- um. Þessi niðurstaða mín byggist ekki á slæmri reynslu — mér er ekki kunnugt um eitt einasta dæmi þar sem íslenskir skoðanakönnuðir hafi misnotað trúnað svarenda — heldur einvörðungu á ugg gagnvart framtíöinni,” sagði Þor- bjöm. Hann sagði að skylda ætti þá sem framkvæma skoðanakannanir meðal almennings til að greina opinberiega frá öllu sem þeir kæmust að raun um. „Það ætti aö minu mati aö vera lýö- ræðislegur réttur þeirra sem leggja könnuðum lið, meö því að svara spurn- ingum þeirra, að fá upplýst um ailar meginniðurstöður þeirrar könnunar sem þeir tóku þátt í. Þá á ég til dæmis við heildardreifingu svara við hverri spumingu. Þeir ættu einnig aö eiga skýran lagalegan rétt til upplýsinga um hvernig niðurstöðumar verða not- aðar.” ur, Þorkell Helgason dósent og Normann Webb frá Gallup. Hin alþjóðlega Gallup-stofnun er kunnasta fyrirtækið á sviði skoðana- kannana í heiminum. Oft er vitnað til hennar. Normann Webb lýsti á ráöstefnunni andstöðu sinni viö tak- markanir á frelsi til að gera skoðana- kannanir. „I Astralíu, held ég, er bannað að birta niöurstöður skoðanakannana ein- um degi fyrir kosningar. Þar er líka bann við áróðri flokka, blaða og ann- arra einum degi fyrir kosningar. Sem sagt: Algjör friður síðasta daginn fyrir kosningar. Þetta eru liklega einu takmarkanirnar sem ég væri tilbúinn aðsamþykkja,” sagöi Webb. Hann sagði skoðanakannanir Þorbjörn taldi ástæöulaust og hættulegt að setja einhvem löggilding- arstimpil á þá sem stunda könnunar- störf. Slíkt gæti leitt til skömmtunar- stefnu. Þorbjörn ræddi nokkuð tölvulögin sem sett vora fyrir tveimur árum. Taldi hann þau leggja allt of mikið túlkunarvald í hendur tölvunefndar. „Eg fæ ekki betur séö séð en að nefndinni sé nánast falið einvaldshlut- verk um þaö hvaða gagnaskráning fari fram í landinu. Störf nefndarinnar fram til þessa virðast mér hafa verið unnin í anda hins menntaða einveldis en sá andi á sér enga augljósa stoð í bókstaf laganna heldur á hann sér fyrst og fremst skjól í viðhorfum þeirra mætu manna sem hefur verið falin framkvæmd laganna. Þetta tel ég ekkifullnægjandi.” Undir lok erindis síns sagði Þor- bjöm Broddason: .dCerfisbundin skráning upplýsinga um einkahagi fólks er hættuleg lýðræð- inu eins og höfundar tölvulaganna gerðu sér ljóst. Leynilegar félagslegar kannanir meðal almennings, þar sem heildarniðurstöðum er haldið leyndum fyrir öðrum en tilteknum hagsmunaað- ilum, era ekki síður hættulegar lýðræð- inu. Og það er að minu mati auðveld- ara að setja lög um þetta atriði en um vemdeinkahaga.” -KMU. styrkja lýðræðið. Með þeim fengju stjórnmálamenn frekari hugmyndir um skoðanir kjósenda en þær sem „Framkvæmd sumra heilsuverndar- aðgerða byggir á viðhorfum fólks og skoðunum. Þvi eru skoðanakannanir nauðsynlegur liður í heilsuvemdar- starfi,” sagði Tómas Helgason yfir- læknir í framsöguerindi sínu á ráð- stefnunni. Tómas sagði aö Island væri sérstak- lega vel fallið tii rannsókna á faralds- fræði fyrirbæra sem ekki væra mjög sjaldgæf. Visindalegar skoðanakann- anir væra ein af rannsóknaraðferðum faraldsfræðinnar. „Með þeim er safnað nauðsynlegum upplýsingum um viðhorf og skoðanir. Með sömu aöferðum þarf að afla upplýsinga um tíðni og dreifingu ýmissa kvilla og kvartana meðal fólks. Þessar aöferðir eru einnig nauðsyn- legar til að afla upplýsinga um venjur fólks, til dæmis neysluvenjur,” sagði Tómas. „Hinir einstæðu möguleikar sem eru til faraldsfræðilegra rannsókna á Islandi era aö minu mati auðlind sem þarf að vemda. Því þarf sennilega að setja einhverjar reglur um nýtingu hennar eins og um nýtingu annarra auölinda. Þessar reglur þurfa að taka tillit til rannsóknarfrelsis og nauðsyn- legrar vemdar upplýsinga sem varða einkamálefni. A tímum tölvuvinnslu hafa stóraukist möguleikar á hvers kyns rannsóknum sem varða heilsufar og velferð fóiks. Jafnframt hafa aukist möguleikar til upplýsingaöflunar um hin óh'kustu efni sem nota má í verslun og viðskiptum, í pólitísku skyni og í sambandi við opinbera stjórnsýslu. I raun getur hver sem er valið af handa- hófi úr símaskrá og leitað áhts á hverju sem er og geymt hjá sér. Eftir tilkomu einkatölva er þetta mjög einfalt og því enn frekari ástæða til að setja einhverjar reglur um skoðana- kannanir og faraidsfræðilegar rann- sóknir. A undanförnum árum hafa jafnvel menntaskólanemar verið látnir fram- kvæma skoðanakannanir sem hluta af látnar væru í té í kjörklefanum. Hér birtist útdráttur úr framsögu- erindumá ráöstefnunni. -KMU. námsverkefnum i skólum sínum. Það er nauðsynlegt að kenna nemendum og gefa þeim tækifæri til að afla sér reynslu. En hér verður að fara að með gát. A sama hátt og nýnemum og unglingum er ekki hleypt beint í rafeindasmásjá og dýrmætustu rann- sóknarstofur má ekki hleypa hverjum sem er óreyndum til þess að nota hina dýrmætu faraldsfræðilegu rann- sóknaraðstööu sem við höfum. Tækin og aðstaðan geta skemmst ef hvort tveggja er ekki umgengist af varkárni ogkunnáttusemi.” Tómas fjallaöi nokkuð um tölvu- tæknina og þær framfarir sem orðið heföu vegna hennar í vísindum. „Okkur er brýn nauðsyn að geta not- fært okkur tæknina og tengt saman tölvutækar skrár og upplýsingar í rannsóknarskyni. Kannski þarf að setja einhverjar reglur eða lög um þessi efni eins og þegar hefur verið gert. Slík lög og reglur mega ekki verða mótuð af hræðslu við það sem fólk ekki skilur og hindra framfarir, eins og oft hefur viljað brenna við fyrr á öldum. Sums staðar erlendis hafa tölvulög orðið til að eyðileggja eða hindra nauðsynlegar grundvallarrannsóknir fyrir heilsugæslu. Vegna þeirrar hræðslu, sem ég gat um, hafa lög eða framkvæmd laga oröiö svo einstrengingsleg að likast hefur verið tima rannsóknarréttarins.” Tómas taldi að hérlendis hefði tekist sæmilega til um framkvæmd tölvu- nefndar á lögum um kerfisbundna skráningu á upplýsingum er varða einkamálefni. „Nefndina vantar að vísu stuðnings- aöila sem hún getur leitað umsagnar hjá. Þar á ég sérstaklega við að enn hefur ekki verið stofnað vísindaráð. ” Sagði Tómas brýnt aö setja lög um vísindaráð vegna vísindalegra skoðanakannana og annarrar rann- sóknarstarfsemi í landinu. -KMU. Þorbjöm Broddason dósent: Tölvunef nd vinnur f anda hins menntaða einveldis Tómas Helgason yf irlæknir: ísland auðlind til faraldsrannsókna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.