Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 2
2 DV.-LAUGARDAGUR 2; JÚNI1984. Hollendingar með íslensk blóm á Bandaríkjamarkað Hollenskir blómaframleiöendur meö viöskiptasamning á Banda- ríkjamarkaöi hafa áhuga á aö rækta blómin hér í samvinnu viö fjár- sterka, íslenska samstarfsmenn. Þeir hafa leitað eftir hektara lands á Suðumesjum og hálfu megavatti af raforku. Svör fást ekki þar sem bæöi skipulag á jarönæöi og orkuöflun á svæöinu er í lausu lofti. Hér er ekki um græðlingaræktun að ræða heldur alvöru blómaræktun. Jón E. Unndórsson, iðnráðgjafi á Suöurnesjum, sagöi þessa umleitun aöeins eina af mörgum. Mestur áhugi væri á margs konar fiskrækt, en einnig á ýmsu öðru, ætisveppa- rækt í stórum stíl, magnesíum- vinnslu og fleiru. Þaö sem aðallega er í veginum er aö sveitarfélögin og ríkið eiga eftir aö skipuleggja allt svæöiö meö tilliti til nýtingar jarðhitans í margs konar iönaöi og ræktun. Og eins orku- öflunina sjálfa í tengslum viö slíkt skipulag. Nýstofnaö Iðnþróunarfélag þar syöra mun nú vinda sér í aö kalla eftir skipulaginu. Jafnframt er félagiö aö hrinda af stað könnun á stööu fyrirtækja á Suðurnesjum svo að heildarmynd af stööu og möguleikum atvinnulífs á svæöinu liggi fyrir hiö allra fyrsta. Þá er verið aö stofna í tengslum viö félagiö iönþróunarsjóö sem verður í bland örvunarsjóður og fjár- festingarsjóður. HERB Laxveiði á stöng er hafin og renndu fyrstu veiðimennirnir í Norðurá í Borgarfirði í gærmorgun. Fréttum við að komið hefðu á land fyrir mat 11 laxar og voru flestir hinir vænstu, 10 — 11 punda. Ólafur G. Karlsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavikur, fékk tvo af þessum fyrstu, tvo 11 punda. DV/-mynd G. Bender. Fr/á/s innfíutningur á grænmeti hafínn Heildverslun Eggerts Kristjáns- sonar hefur nú fengiö til landsins 25 feta gám fullan af nýju grænmeti frá nokkrum Evrópulöndum. Landbúnaö- arráöuneytiö gaf leyfi fyrir þessum innflutningi eftir að tilskildum pappírum haföi veriö skilaö. I þessari sendingu eru 8 tegundir af nýju græn- meti, s.s. hvítkál, laukur og salat. Meö þessum innflutningi hefur því verið stigið enn eitt skrefið í innflutningi garðávaxta. Fyrst voru þaö kartöflumar og nú virðist vera búiö aö gefa grænt ljós á innflutning grænmetis. Gísli V. Einarsson, framkvæmda- stjóri Eggerts Kristjánssonar hf., sagði aö þaö heföi verið ráöist í þennan innflutning fyrst leyfi væri búið aö gefa fyrir innflutningi kartaflna og væri þetta því eölilegt framhald. Aö sögn Gísla er annar farmur af grænmeti á leiðinni og í þeim farmi eru 12 tegundir af grænmeti. -APH. ,Fyrsta SS-búðin með 20% álagninguf — „starfsfólkið fær síðan 10% afslátt/' segir verslunarstjórinn í Glæsibæ „Þaö er ekki mjög nákvæmt með fariö aö SS-búðimar hafi nú bannaö starfsfólki sínu aö staðgreiða vörur í búðunum. Við í Glæsibæ höfum nú tek- iö upp sama hátt og tíðkast hefur í öör- um SS-búðum óralengi. Um leið er þetta fyrsta SS-búöin sem tekur upp 20% álagningu sem almenna reglu. Frá veröinu fær starfsfólkið síöan 10% afslátt,” segir Friöjón Eövarösson, verslunarstjóri SS í Glæsibæ. „Reglur um úttektir starfsfólks eru nauösynlegar og sjálfsagöar í þetta stórum rekstri. Hér höfum viö haft þá reglu gagnvart þeim sem staögreiöa aö þeir hafa aðeins fengiö afslátt af sumum vörum eins og nýlenduvörum en ekki öörum eins og búvörum og tóbaki. Nú fær fólkið afslátt af öllu sem þýðir nánast aö viö gefum orðið meö sumum vörum til starf sf ólksins. Þegar þetta stóö til kom í ljós óánægja hjá örfáum og þaö eru aöal- lega þrjár manneskjur óánægöar, þær hafa alltaf staðgreitt. Viö bjóðum þaö aö þeir sem vilja borgi sjálfir 21. hvers mánaöar. Nægi þaö ekki höfum viö boðiö að þeir borgi vikulega. Ef þaö dugir ekki heldur gerum viö eitthvaö annaö. Og eins dettur engum í hug aö banna fólkinu aö versla annars staöar. Þetta er nú heila máliö,” segir verslunarstjórinn. „Viö erum aö sam- ræma okkar kerfi því sem tíðkast hef- ur í öörum búöum fyrirtækisins.” „Að túlka þetta sem skerðingu á per- sónufrelsi má vera umdeilanlegt. Eg dæmi ekki um það. Aðalatriðið er aö hægt sé aö koma viö eðlilegum sam- starfsreglum. En viö stöndum þó ekki f astar á því en ég hef lýst. ’ ’ HERB Hér má sjá hluta af því grænmeti sem heildverslun Eggerts Kristjánssonar hefur fengiö leyfi til aö flytja inn til landsins. DV-mynd GVA.' ALIT STJORNMALAMANNA A SKODANAKONN FRIÐRIK S0PHUSS0N, VARAFOR MAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS: LEIFTUR SÚKNINNI AÐ ÞAKKA —Þessi niöurstaöa sýnir aö samein- aður Sjálfstæöisflokkur hefur mikiö traust meðal þjóðarinnar. Fólk kann aö meta leiftursóknina gegn verö- bólgunni. Nú ríður á aö fylgja sókninni eftir meö minnkandi ríkisaf skiptum og uppbyggingu arðbærrar atvirmustarf- semi sem bætt getur lifskjörin á næstu árum. Þótt einni orrustu sé lokiö er stríöiö við heimatilbúinn efnahags- vanda rétt aö byrja og vonandi fær Sjálfstæðisflokkurinn áframhaldandi stuðning fólksins í þeirri baráttu. —EIR. SVAVAR GESTSSON, FORMAOUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS: SIGRÍÐUR DÚNA Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- KJARTAN JÚHANNSSON, FOR- KRISTMUNDSDÚTTIR, KVENNALISTA: herra og formaður Framsóknarflokksins. MAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS: MERKI UM ÞAÐ SEM KOMA SKAL ÍHALDIÐ ER AÐ TAPA —Eitt þaö athyglisverðasta viö þessa könnun DV er að allt tap ríkis- stjórnarinnar eins og þaö kom fram í síðustu skoöanakönnun DV fyrir nokkrum dögum virðist koma niður á Sjálfstæðisflokknum á meöan Fram- sóknarflokkurinn bætir við sig. Þaö hlýtur að vera þeim íhaldsmönnum umhugsunarefni nú þegar til stendur að endurskoöa stjómarsáttmálann. Hvaö varöar Alþýöubandalagið þá er ljóst að við erum alltaf lægri í skoðana- könnunum en kosningum þannig aö við getum vel við unað. En við erum aö sækja okkur, ég hef tekiö eftir því, og þaö endurspeglast í þessum tölum. EIR. GLEÐI EFNI — Þaö er mér vitaskuld gleðiefni aö Samtök um kvennalista skuli hafa bætt við sig fylgi síöan í mars. Þessar niöur- stöður koma mér ekki á óvart í sjálfu sér. Fólk hefur, aö því er virðist, haft tækifæri til aö fylgjast betur með okkur upp á síðkastiö og kann greini- lega aö meta störf okJkar kvennalista- kvenna á þingi í vetur. —EIR. Eg get ekki sagt annað en aö ég gleðst yfir því að viö skulum vera á uppleið. Eg hef sagt þaö áöur aö ég tryði ekki ööru en viö hefðum stuðning fólksins viö þær aðgeröir sem viö höfum veriö með í sambandi við efna- hagsráöstafanirnar á þessum erfiðu tímum og ég segi þaö enn. Viö munum halda áfram aö starfa á sömu braut til aö ná okkur upp úr þessum öldudal. Eg lít svo á þessar niöunstööur að þær séu merki um þaö sem koma skal. TAPIÐ INNAN SKEKKJU MARKA — Mér sýnist mismunurinn á þessari skoöanakönnun og hinni sem gerö var í mars þaö lítill aö aðeins eitt atriði geti gefið marktæka vís- bendingu. Það er aö nú er farið aö halla undan fæti hjá Sjálfstæðis- flokknum og það kemur heim og saman við þaö sem manni hefur virst vera að gerast. Einnig er athyglisvert að Kvennalistinn viröist vera búinn aö staðfesta fylgi sitt. Hvað Alþýöu- flokkinn áhrærir þá kemur hann alltaf betur út í kosningum en könnunum og þetta eina prósent sem hann tapar hér hlýtur aö vera innan venjulegra skekkjumarka í skoöanakönnunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.