Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 2. JUNI1984. " 9 Ný viðhorf í stjðrnniálum Islendingar hafa löngum þótt pólitískir. Einhvem veginn er það þó svo aö um þessar mundir eru lands- menn með hugann við flest annaö. Fólk er aö skipuleggja sumarfrí sín, hreinsa til í görðum, dytta að sum- arhúsum eða er einfaldlega upptekið við að láta enda ná saman frá einum mánaðamótum til annarra. Það lætur sig einu gilda þótt Alþingi fari í sumarleyfi, ríkisstjóm- in haldi upp á ársafmæli og menn brosa jafnvel út í annað þegar Olafur Ragnar upplýsir landa sina um að hann sé orðinn nánasti ráðgjafi nokkurra þjóöarleiðtoga um yfir- lýsingar í friðarmálum. Verkalý.ðshreyfingin hefur hægt um sig, námsmenn lyfta ekki litla fingri þótt námslán séu sögð skert um 40% og innanbúðarmönnum í stjórnmálaflokkunum ber yfirleitt saman um að flokksstarf sé með daufasta móti. Helst eru það skemmdar kartöflur, sem hrista upp í almenn- ingi, en því máli hefur verið drepið á dreif eins og öðm með huggulegri nefndaskipan sem er alkunn svæf- ingaraðferö þegar vond mál eru á ferðinni. Situr við það sama Hér á blaðinu hefur verið gerð skoðanakönnun á fylgi ríkisstjómar og flokka og niðurstöður eru ekki langt frá þeim hlutföllum sem fýrri skoðanakannanir hafa leitt í ljós. Fylgi rokkar upp og niður um nokkur prósent og stjórnmálamennimir hafa lag á því að túlka úrslitin sér í hag aö venju þótt meginniðurstaðan sé vitaskuld sú að allt situr við það sama. Það er eins og fólk kæri sig kollótt, láti sig einu gilda og sitji viö sinn gamla keip, sinn gamla flokk, á hverju sem gengur. Þetta eru í sjálfu sér dapurleg tíðindi fyrir þfúgmenn og flokka sem ýmist hamast í stjórn- arandstööu eða erfiða í stjórn án þess að sjá þess nokkur merki að málflutningur þeirra eða ákvarðanir hafi umtalsverð áhrif á viðhorf kjós- enda. Getur verið að fólki sé sama hvað gert er eða sagt? Getur það verið að stjórnmálabaráttan sé komin í öng- stræti þar sem við komumst hvorki aftur á bak né áfram? Þá ályktun má auðvitað draga að tiltölulega óbreytt ástand og litlar sveiflur í skoðanakönnunum og þá um leið í almenningsáliti þýði að kjósendur séu upp til hópa sáttir við þjóðmálin og stöðu þeirra. En það getur lika þýtt að fólk sé vonlaust um að miklar og róttækar breytingar geti átt sér stað, það hafi hreinlega gefist upp og sé afhuga pólitík, nenni ekki lengur að æsa sig út af einhverju sem hvort sem er verður ekki breytt. Þessu er vert að velta fyrir sér. Il/skásti kosturinn Ríkisstjórnin hefur lifað af sitt fyrsta ár. Það eru engin tíðindi hvort sem menn eru meö henni eða á móti. Vera kann að einhverjir brestir hafi komið fram í stjómarsamstarfinu í þinglok og sú staöa er aö verða æ pínlegri og erfiðari að formaður Sjálfstæðisflokksins situr utan ríkis- stjórnar til óþæginda fyrir sjálfan sig og til baga fyrir ríkisstjórnina og báöa stjómarflokkana. Það breytir þó ekki hinu að rikis- stjórn Sjálfstæöisflokks og Fram- sóknar var að mati beggja flokka illur kostur, en þó sá illskásti eins og mál stóðu eftir síðustu kosningar. Það þurfti stjóm og það sterka stjóm til að taka á verðbólgunni og efna- hagsmálunum og hvað sem annars verður sagt um ríkisstjórnina þá hefur hún sannað tilvem sína með stórkostlegum árangri í verðbólgu- málum. Þótt ekki væri annaö ber að þakka og meta þá hreingerningu. Staðnað samfélag Það er aftur á móti athyglisvert að þegar þjóðin loks losnaöi úr álögum verðbólgunnar og fékk annað til að hugsa um hafa ný vandamál og þjóðfélagsmein komist i sviðsljósiö. Við vöknum skyndilega upp viö þann vonda draum að íslenskt sam- félag er að mörgu ef ekki flestu leyti staðnað. Við sitjum enn uppi með úr- elta landbúnaðarstefnu og gallaða löggjöf í afurðasölu landbúnaöarins. Húsnæöismál hafa setiö á hakanum, sjávarútvegsmál eru komin í strand, háþróaður iðnaöur, tækninýjungar og rafeindabyltingin hefur farið fram hjá okkur, endurskoðun á fjár- lagagerö, ríkisfjármálum og opinberri þjónustu hefur verið vanrækt, starfsmat á heilum stéttum og nýjum viðfangsefnum hefur gleymst, kjördæmaskipan og starfs- hættir Alþingis bíða enn breytinga. Lau^ardag’s* pisltll Ellert B. Schram Framfarir í fjölmiðlun, sjón- varps- og útvarpsrekstri, hafa verið hundsaðar, skattamál eru komin í ó- efni og stjórnkerfið allt situr enn í gamla farinu. Allan þann hálfan annan áratug, sem við höfum glímt við verðbólguna og verið upptekin af kapphlaupinu eftir krónunum, spákaupmennsk- unni og brjálæðislegri streitu, sem verðbólgusjúkt þjóðfélag hefur leitt af sér, höfum við ekki tekið eftir því að lífshættir hafa breyst, ný kynslóð hefur komist til manns og eftirsóknin eftir lífsþægindum hefur tekið stakkaskiptum. Tökum dæmi: Lifsstillinn felst ekki í stóru einbýlishúsi, pluss- lögðum húsgögnum, dýrum bíl. Unga fólkið leggur meir upp úr innri hamingju og fullnægingu í stað ytra prjáls. Barneignum fækkar, konur gerast sjálfstæöari, sjóndeildar- hringurinn víkkar og víkkar. Utanferðum fjölgar, fjölskyldur ferðast saman, heimilishald breytist. Þetta allt finnur maður vel í blaöamennskunni. Ahugamálin eru ekki gæftir, eldhúsdagsumræður eða ábúöarmiklar stjómmálagreinar. Ahuginn beinist að neytendamálum, mataræði, tísku, líkamsrækt, ferða- lögum, tölvum og auknu frelsi ein- staklingsins til eigin ákvarðana og athafna. Fólk er ekki lengur háð venjum eða vana, umtali eða andleysi ein- hæfninnar. Sjáið unglingana á götunum, sem ganga um í fríkuðum fötunum, og áttið ykkur á aö æskan í dag er fr jáls og vill vera frjáls. Eins og mannýg naut En hvers vegna er ég að rekja þetta? Jú, til að benda á aö þessi þjóöfélagsmynd hefur kristallast betur, kemur upp á yfirborðið, loksins þegar verðbólgan skyggir ekki á allt annað. En á sama tíma og viðfangsefnin, hinn nýi tími, kallar á viðbrögð, uppstokkun í vinnubrögðum, stjórn- sýslu og félagslegri aðlögun, situr stjórnmálaástandiö i sama farinu. Gamlir flokkar, hver á sínum stað, hver meö sina hagsmuni, allir meö sömu lummurnar. Þaö verður að bjarga bankastjóra úr flokknum hér og þaö verður að hygla flokksmanni þar. Ekki má breyta kjördæmaskip- aninni nema samkvæmt hagsmun- um flokkanna, sem fyrir eru, ekki má leggja Framkvæmdastofnun ríkisins niður vegna kjötkatlanna og þeirra sem við þá sitja, ekki má hnika til úreltri útvarpslöggjöf af tillitssemi viö Rikisútvarpið, ekki má leggja niður einokun í land- búnaöarmálum af ótta viö eitthvað annaö. Flokkamir stappa eins og mannýg naut frammi fyrir hver öðrum og standa vörð um status quo, vegna þess að þeir hafa allir komið sér fyrir í kerfinu, samtryggingunni, og vilja ekki og mega ekki missa spón úr aski sínum. Og jafnvel þótt þeir vilji það hver um sig þá komast þeir ekki upp með moðreyk, vegna þess að þeir eru í samstarf i hver við annan á víxl. Lögmál? Þeir em fastir í eigin neti, sef ja sig upp i frjálshyggju eöa iélagshyggju, samvinnustefnu eða verkalýös- baráttu, án þess að þessi hugtök eða þessi baráttumál eigi nokkurt erindi inn í nútímasamfélag i sin- um hefðbundna skilningi. Sjálf- stæðisflokkur starfar með Framsókn og allt situr fast í landbúnaöarvit- leysunni, Framsókn semur við Alþýðubandalag og allt situr fast í staðnaðri kjarabaráttu. Miðju- flokkar tvístrast í allar áttir, reyna að yfirbjóða hver annan í misskilinni kröfugerð. Stjórnmálamennirnir og flokk- amir loka sig af í lokuðum þings- flokksherbergjum og stunda hrossa- kaup, nauðugir, viljugir hver við annan á markaðstorgi fáránlegra flokkshagsmuna. Fólkið, lífið og nú- tíminn gleymist fyrir utan. Enn og einu sinni skal þaö tekið fram að sökin liggur ekki hjá ein- stökum stjómmálamönnum. A þingi situr ágætisfólk upp til hópa. I ríkis- stjóm er mannval. Adeilan beinist ekki að persónum heldur aö stöðnuðum flokkadráttum þar sem hver og einn þátttakandi er leik- soppur örlaganna; þeirra örlaga að enginn einn flokkur eða samstjórn hefur afl til að sprengja upp munstrið sem gömul en fastmótuð flokkaskipan hefur búið til. Þetta em fyrst og fremst á- stæðumar fyrir þvi að stjómmála- áhugi dofnar og Alþingi smækkar að völdum og áhrifum. Stjórnmálaflokkar eiga erindi en spumingin er hinsvegar hvort núver- andi flokkaskipan eigi sér f orsendur; hvort það þurfi að vera lögmál um aldur og ævi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Alþýðubanda- lag og Alþýðuflokkur verði nánast eins og stofnanir sem enginn stjórn- málalegur máttur geti haggað. Eða hvort er meira virði völd flokksins, flokksins vegna, eða pólitísk og þjóðfélagsleg aðlögun að nýrri og breyttri veröld í takt við tímann? Um þetta verðum við að hugsa, stjómmálamenn, almenningur, allir þeir sem vilja veg íslensks sam- félags sem mestan. Ellert B. Schram. tmmmmrnmmmmmmmmwmmm mmmmmmmmm mmmmmmmm mmmmmmmmmmm—— ** -*-** «** **

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.